Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. júni 1975. TÍMINN 11 JÓN GEFUR EKKI KOST Á SÉR... Þrjú landsliðs JOE GILROY — í landsliðið í knattspyrnu JÓN ALFREÐSSON, hinn snjalli miðvallarspilari frá Akranesi, gef- ur ekki kost á sér I landsliðið I knattspyrnu. — Við vorum búnir að velja Jón ilandsliðið, en þegar við höfðum samband við hann, þá til- kynnti hann, að hann gæfi ekki kost á sér i landsliðið. Jón sagði, að hann hefði nóg að gera sem ieikmaður hjá Skagaiiðinu og hann sæi sér ekki fært að leika einnig með landsliðinu”, sagði Jens Sumariiða- son, formaður landsiiðsnefndarinnar i knattspyrnu. Ennfremur sagði Jens, að nefndin hefði verið búin að velja Skagamanninn Karl Þórðarson i landsliðið, en hann hefði ekki getað leikið gegn Færeying- um, þar sem hann ætti við meiðsliað striða. Það er mjög slæmt, aö Jón.sem er einnokkar bezti miövallarspilari, skuli ekki gefa kost á sér i landsliöiö, þar sem honum hefur veriö ætl- aö aö taka stööu Asgeirs Sigurvinssonar i landsliöinu — þvi aö Asgeir er ekki liðtækur I undankeppni Olympiuleikanna, þar sem hann er at- vinnumaöur. sæti eru laus! — Vestmannaeyingurinn Örn Óskarsson hefur verið valinn í landsliðshópinn, sem mætir Færeyingum ó mónudaginn „örninn” frá Vestmannaeyjum örn Óskarsson, sem skoraði tvö mörk hjá landsliðsmarkveröinum Sigurði Dagssyni I Val á fimmtu- daginn, hefur verið valinn I lands- liðshópinn, sem mætir Færeying- um á Laugardals vellinum á mánudagskvöldið. Landsliðs- nefndin tilkynnti þetta I gær, þeg- ar hún tilkynnti, að nú væri búiö að velja 13 leikmenn, sem verða I æfingabúðum um helgina. 16 leik- menn verða i landsliðshópnum, og eru þvi nú þrjú sæti laus I landsliöinu. — „Við munum bæta þremur leikmönnum i landsliðs- hópinn nú um helgina, eftir að við erum búnir að sjá þá leiki, sem verða leiknir i deildarkeppninni”, sagði Jens Sumarliðason, for- maður landsliðsnefndarinnar. — Við höfum augastað á nokkrum leikmönnum, sem verða undir smásjánni, sagði Jens. Leikurinn gegn Færeyingum á mánudagskvöldiö (kl. 20) veröur siöasti landsleikur íslands fyrir átökin gegn Norömönnum I undankeppni Olympluleikanna, en Norömenn geröu jafntefli viö Finna 1:1 á miövikudaginn I Noregi. Landsliöshópurinn — þeir 13 leikmenn, sem nú hafa veriö valdir, er skipaöur þessum leik- mönnum: Markverðir: Arni Stefánsson, Fram Sigurður Dagsson, Val Aörir leikmenn: Gisli Torfason, Keflavik Marteinn Geirsson, Fram Jón Gunnlaugsson, Akranesi Jón Pétursson, Fram Guðgeir Leifsson, Vikingi Hörður Hiimarsson, Val Karl Hermannsson, Keflavik Ólafur Júliusson, Kefiavik Teitur Þórðarson, Akranesi Matthias Haligrimsson, Akranesi Örn Óskarsson, Vestmeyjum. — þjálfari Valsliðsins Magnús Jónsson, Snorri Bogason, Steinar Magnússon og Arnar Snorrason, vélstjóri, sjást hér ©eö hina fögru styttu, sem áhöfnin á Goöafossi vann til eignar INorfoik. (Tlmamynd G.E.) „ÁHUGINN VAR GÍFURLEGUR'" Leeds vill fá Joe Jordan LEEDS hefur tilkynnt að félagið viljiekki selja Evrópumeisturum Bayern Munchen, Skotann Joe Jordan fyrir þá upphæð, sem Bayern hefur boðið I Jordan. Eins og við höfum sagt frá, þá hefur Bayern-liðið boðið 180 þús. pund i Jordan. Forustumenn Leeds voru ekki ánægðir ineð upphæöina, sem Bayern Munchen bauð I Jor- dan og hefur félagiö tilkynnt, að það sé tilbúið til viðræðna um sölu á Jordan, ef boð upp á 250 þús. pund kæmi frá Bayern-Iiöinu. JOSEP GILROY, sem er 33 ára gamall, fæddur I Glasgow, byrj- aði eins og margir ungir Skotar að sparka bolta á götum Glas- gowborgar, fljótlega eftir að hann varð stærri en boltinn. Joe, eins og hann er kallaður, lék siðan knattspyrnu með skólaliðum til 16 ára aldurs, er hann hóf að leika með Qeens Park, þá i annarri deild. A þessum árum lék hann með unglingalandsliöi Skota, 18 ára og yngri. Hjá Qeens Park leika aðeins áhugamenn, og lék Joe allmarga áhugamannalands- leiki fyrir Skotland um svipað leyti. A þessum árum var hann að ljúka B.S. námi I stærðfræði og raungreinum frá Glasgowhá- skóla. Árin 1961-1962 stundaði hann nám I iþróttakennslu viö Jordan Hill College, og lék þá meö skólanum, en varð fyrir þvi óhappi aö fót- og handleggsbrotna I leik. Er Joe hafði náð sér eftir meiöslin, hófst atvinnuknatt- spyrnuferill hans með Montrose I 2. deild. Árið 1963 keypti Clyde hann, og lék hann með Clyde sem hálfatvinnumaður til 1966, en starfaði jafnframt sem kennari. Joe lék stööu miðframherja og skoraði eitt keppnistimabiliö 26 mörk. Til Fulham var hann seld- ur 1966 fyrir 40.000 pund. Hjá Fulham lék Joe til 1969, er hann var seldur til Dundee fyrir 30.000 pund. 1 deildarliði Fulham JOE GILROY aö s'.jórna æfingu hjá Valsliöinu. lék Joe með frægum köppum eins og Alan Clark, Johnny Hynes og Malcolm MacDonald, en á móti köppum eins og Bobby Best og Bobby Charlton o.fl. og skoraði hann 18 mörk eitt keppnistimabil- ið. I Suður-Afriku var hann fram- kvæmdastjóri og leikmaður 1973 til 1974 hjá Hiphlands Park, og lék þá allar stöður á vellinum ein- hvem tíma á keppnistimabilinu. Til Falkirk I fyrstu deildinni skozku kom hann á miðju keppn- istlmabili 1974, sem aðalþjálfari, en Falkirk var þá þegar fallið I 2. deild og hafði þá sett nýtt met, tapað 23 leikjum I röð. A slðasta keppnistlmabili setti liðið undir hans stjórn annað met, er það var taplausir I 23 leiki. sagði Steinar Magnússon, stýrimaður á Goðafossi, en dhöfn hans bar sigur úr býtum í alþjóðlegri frjdlsíþrótta keppni í Norfolk — Ahuginn var glfurlega mikill hjá okkur, við vorum út á velli á hverju kvöldi, sagði Steinar Magnússon, fyrsti stýrimaður á Goðafossi, sem sigraði i alþjóö- legu frjálsiþróttamóti sjómanna, sem var haldið I Norfolk I Banda- rikjunum dagana 26. mai til 9. júni. — Áhafnir af 31 skipi frá 15 þjóðum tóku þátt i þessu móti, sem hefur veriö haldið i Norfolk sl. tuttugu ár, sagði Steinar. Ahafnir af tveimur Islenzkum skipum Goðafossi og Brúarfossi tóku þátt i keppninni, og eins og fyrr segir, þá vann Goðafoss sig- ur — hlaut samtals 1.013.23 stig, sem er mesta stigataia sem hefur náðst I þessari keppni. Kokkurinn á Goðafossi Snorri Bogason sýndi mikla fjölhæfni i keppninni og varð þriðji stigahæsti keppandinn. — Snorri hlaut 1712 stig. Þá varð Magnús Jónsson háseti sigurvegari I kúlu- varpi, hann varpaöi kúlunni 10.68 m og Magnús Georgsson varð annar I sinum flokki — kastaöi kúlunni 9.02 m. Það má til gamans geta þess, að áhöfnin á Goðafossi varð I fimmta sæti I þessari keppni 1974 og áhöfnin á Brúarfossi, sem varð i 7. sæti núna, sigraði I þessari keppni 1970. Þá varð áhöfnin á Langá I sviðsljósinu I Hamborg 1 V-Þýzkalandi fyrir stuttu — hún bar þar sigur úr býtum I sams konar keppni. ATLI OPNAÐI AAARKAREIKNING KR-INGA — sem unnu sigur (2:0) yfir Víkingum i gærkvöldi Atli Þór Héöinsson opnaði markareikning KR-inga I gær- kvöldi, þegar KR-ingar unnu sig- ur (2:0) yfir Viking á Laugardais- vellinum. Atli skoraði fyrra markiö strax á 10. min. leiksins og siðan bætti hann öðru marki við úr vitaspyrnu á 80 min. en þá felldi Diðrik Ólafsson, markvörð- ur Vikings-liðsins, Atla inn I vita- teig, eftir að Atli hafði komizt einn innfyrir Vikingsvörnina.Fyr- ir utan þessi tvö mörk, átti Atli skalla að Vikingsmarkinu, sem hafnaði i stöng. Leikurinn I gærkvöldi var léleg- ur — hann einkenndist af mikilli hörku leikmanna liðanna. Þrlr leikmenn voru bókaðir af dómara leiksins Einari Hjartarsyni — það voru Víkingarnir Róbert Agnars- son og Helgi Helgason og KR-ingurinn Baldvin Ellasson. 1. DEILD STAÐAN Staðan I 1. deildarkeppninni er þessi eftir leikinn i gærkvöldi: Valur 5 2 3 0 6:2 7 Fram.............4 3 0 1 4:1 6 Vestm.ey ........5 1 3 1 6:4 5 Akranes .........4 1 2 1 10:5 4 KR...............5 1 2 2 2:3 4 Vikingur.........5 1 2 2 2:4 4 Keflavík.........4 112 1:2 3 FH...............4 1 1 2 3:11 3 Markhæstu menn: Guðmundur Þorbjörnsson, Val. .4 örn Óskarsson, Vestmey .......4 Teitur Þórðarson, Akranesi....3 Atli Þ. Héðinsson, KR ........2 Atli Eðvaldsson, Val..........2 Matthias Hallgrimss., Akran.... 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.