Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 21. júnl 1975. Höfundur: DavidMprrell Blóðugur hildarleikur 50 — Leyfðu mér að reyna, sagði Ward. En Mitch ýtti honum einnig f rá sér. — Allt í lagi með mig, sagði ég. Varir hans voru rauðbólgnar. Höf uð hans hneig niður og hann huldi andlitið með höndunum. — Helvíti... Allt í lagi með mig. — Auðvitað, sagði Ward. Hann greip Mitch þegar hann seig niður á hnén. — Ég — Jesús... tennurnar í mér... — Ég veit það, sagði Teasle. Þeir Ward og hann lyftu Mitch af tur upp. Singleton leit á Teasle og hristi höf uðið. — Hvílíkt ástand. Sérðu hvað augun í honum eru sljó? Líttu svo á sjálfan þig. Hvernig ætlar þú að lifa af nótt- ina án skyrtu? Þú drepst úr kulda. — Hafðu ekki áhyggjur af því. Svipastu um eftir Lest- er og hinum mönnunum. — En þeir eru löngu farnir. — Ekki í þessu roki. Þeir sjá ekki það vel í þessu skyggni að þeir geti fylgt beinni línu. Þeir eru á flakki hér einhvers staðar. Við verðum að fara varlega ef við rekumst á þá. Lester og ungi lögregluþjónninn eru svo hræddir við að hitta piltinn, að þeir gætu haldið að við værum hann. Þá skjóta þeir. Ég hef áður séð slíka hluti gerast. Snjóstormur í Kóreu. Varðmaður skaut mann úr eigin liði vegna mistaka. Enginn tími til útskýringa. Teasle hugsaði um þetta. Votviðrisnótt í Louisville. Tveir lög- reglumenn rugluðust í ríminu og skutu hvor annan. Faðir hans. Eitthvað þessu líkthafði hent föður hans. En hann gat ekki fengið sig til að hugsa um það, né rif ja það upp. — Komum okkur af stað, sagði hann snögglega. — Við eigum langa leið f yrir höndum. Okkur vex ekki styrkur- inn. Regnið skall á bak þeirra. Þeir studdu Mitch milli trjánna. í fyrstu dró hann fæturna í leðjunni, svo tókst honum að staulast áfram, en fótaburðurinn var óstöðug- ur og göngulagið reikult. Stríðshetja, hugsaði Teasle með sér. Bak hans var dof - ið af köldu regninu. Pilturinn hafði sagt, að hann hefði verið í stríðinu. En hverjum hefði dottið í hug að trúa honum? Hvers vegna haf ði hann ekki skýrt þetta nánar? Hefði það breytt einhverju? Hefðir þú komið öðruvísi fram við hann en alla aðra? Nei. Það hefði ég ekki getað. Gottog vel. Hahn veit líklega hvað hann á að gera við þig þegar hann kemur. Hafðu þá áhyggjur af þeim lær- dómi hans. Ef hann kemur. Kannski hef ur þú rangt fyrir þér. Kannski kemur hann alls ekki. Alltaf kom hann þó aftur til bæjarins, ekki satt? Hann kemur líka núna. Fari það í helvíti. Hann kemur. — Heyrðu mig — þú skelf.ur, sagði Singleton. — Hugsa þú um Lester og hina mennina. Hann gat ekki hætt að hugsa um það. Fætur þeirra voru stíf ir af kuldanum og þeir áttu erf itt um gang. Þeir héldu Mitch uppréttum og þrömmuðu þreytulega milli trjánna í rigningunni. Teasle gat ekki stöðvað minning- una um það, sem kom fyrir föður hans þennan laugar- dag. Sex menn höfðu farið með honum á dádýraveiðar. Faðir Teasles vildi fá hann með sér, en þrír mannanna sögðu að hann væri of ungur. Föður hans haf ði ekki líkað hvernig þeir sögðu þetta. Þó lét hann undan. Þessi laug- ardagur var fyrsti dagur veiðitímabilsins. Deilur hefðu eyðilagt ánægju dagsins. Nú rif jaðist þetta upp f yrir honum. Þeir komu sér f yr- ir í uppþornuðum árfarvegi. í honum voru fersk dádýrs- spor og tað. Faðir hans fór upp fyrir árfarveginn og olli þar hávaða, sem átti að hræða dýrið niður farveginn, þar sem mennirnir gátu séð það og skotið það. Reglan var: Allir áttu að halda kyrru fyrir á sínum stað, svo enginn yrði í vafa um hvar hinir væru. En einn mannanna var i sinni fyrstu veiðiferð. Hann var þreyttur á því að bíða ef tir dádýrinu nærri heilan dag. Þess vegna eigraði hann af stað til að athuga hvað hann f yndi sjálf ur. Svo heyrði hann hávaða, sá hreyf ingu í runna og skaut. Það lá við að hann skyti höfuð föður Teasles í tvennt. Það munaði minnstu, að ekki væri hægt að sýna ættingjunum líkið. Höf uðið var ennþá verr farið, en í fyrstu virtist. En út- fararstjórinn notaði hárkollu á líkið. öllum kom saman um að engu væri líkara, en hann væri enn á líf i. Orval var með í þeirri för. Nú var hann líka fallinn fyrir bana- skoti. Teasle studdi Mitch í storminum yfir hrygginn. Hann óttaðist nú æ meir, að hann myndi einnig deyja sjálf ur. Nú skimaði hann í kringum sig og athugaði hvort Lester og þeir sem voru með honum, væru inn á milli myrkra trjánna framundan. Teasle vissi aðef þeir villt- ust og skytu í skelf ingaræði, væri engum um að kenna nema honum sjálf um. Hvað voru menn hans, þegar á allt var litið? Umferðarlögreglumenn á lágum árslaunum. Lögreglumenn í litlum smábæ. Þeir voru þjálfaðir í að hindra og koma upp um smábæjarglæpi. Alltaf vonuðu þeiraðekkertalvarlegtgerðist. Hjálpin var alltaf nálæg ef svo bar undir. Nú voru þeir hér, í hrikalegasta kletta- belti Kentucky. Hjálp var hvergi nálæg. Þeir áttu i höggi HVELL Geiri, hefur talaö ' ^hnnum en mér Odysseif yfir á sitt mál og gert' rúglaöan. Laugardagur 21. júni. 7.00 Morgunútvarp Veður- frengir kl. 7.00 8.15 og 10.10. Morgunleikfbni H. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunst.ubarnanna kl. 8.45: Sverrir Kjartansson lýkur lestri sögunnar „Hamingjuleitarinnar" eft- ir Ingólf Jónsson frá Prest- bakka (40. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Óskalög sjiiklinga kl 10.25: Kristln Sveinbjörnsdóttir kynnir.. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar ,12.25 Fréttir og veðurfrengir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A þriðja tlmanum Páll Heiðar Jónsson sér um þátt- inn. 15.00 útitónleikar Sinfónlu- hljómsveitar tslands I Austurstræti. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Kynnir: Jón Múli Arnason. 15.45 1 umferðinni Árni Þór Eymundsson stjórnar þætt- inum. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfrengir). ¦ 16.30 1 léttum dúr Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 17.20 Nýtt undir nálinni örn Petersen annast dægur- lagaþátt. 18.10 Slðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Véðurfrengir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hálftíminn Ingólfur Margeirsson og Lárus Oskarsson sjá um þáttinn, sem f jallar um afþreyingar- rit. 20.00 Hljdmplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 „Sálarkvöl þeirra er samviska vor"Ingi Karl Jó- hannesson og GIsli J. Ast- þórsson taka saman þátt um samtökin „Amnesty Inter- national" og baráttu þeirra fyrir mannréttindum og skoðanafrelsi. 21.15 Létt tónlist frá hollenska útvarpinu 21.45 Ljóð eftir Jón úr Vör. Knutur R. Magnússon les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 21. júni 18.00 tþróttir. Umsjónarmað- ur ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Elsku pabbi.Brezk gam- anmynd. Bækur biskupsins. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 20.55 A ferð og flugi. Guð- mundur Jónsson, söngvari, heimsækir Sauðárkrók og leggur spurningar fyrir bæjarbúa. Umsjónarmaður Tage Ammendrup. Þáttur- inn var kvikmyndaður I aprllbyrjun. 21.45 Rolf Harris. Skemmti- þáttur, þar sem ástralski söngvarinn Rolf Harris og fleiri flytja létt lög og skemmtiefni ýmiss konar. 22.25 Alla leið á toppinn.Brezk gamanmynd frá árinu 1970. Leikstjóri James MacTagg- art. Aðalhlutverk Warren Mitchell, Elaine Taylor, Pat Heywood og Frank Thorn- ton. Aðalpersóna myndar- innar er miðaldra trygg- ingasölumaður, sem búinn er að koma sér vel fyrir I Hf- inu, en er þó ákveðinn I að ná enn lengra, og beitir til þess ýmsum ráðum. Kona hans og börn styðja hann dyggilega i þessari baráttu en margt gengur þó öðruvlsi en ætlað er. 23.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.