Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.06.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 21. júni 1975. TÍMINN 13 Hvers konar iþrótta- forustu höfum við i borginni? Það er ekki oft, sem fjallao er um málefni iþróttamanna i dálkum Landfara. En hér á eftir fer bréf frá reiðum föður, sem kvartar undan vitaverðu áhuga- leysi sumra forystumanna iþróttamála gagnvart ungling- um. Landfara er kunnugt um að atvik það, sem fékk bréfritara til að setjast niður og skrifa Landfara, er þvi miður ekkert einsdæmi. En hérkonurbréfiö: ,,Ég skrifa þessar iinur sem mjög reiður faðir ungs iþrótta- manns. Margsinnis höfum við orðið vitni að þvi, að kappleikir hafa fallið niður vegna þess, að dóm- arar eða aðrir svo kallaðir for- ustumenn fþróttahreyfingarinn- ar hafa ekki mætt til leiks. Mér er kunnugt um að margir hinna ungu iþróttamanna leggja hart að sér til þess að geta mætt til kappleikja eða æfinga, sem svo hafa fallið niður vegna þess að þeir, sem forustuna eiga að hafa, láta sig vanta, þannig að ekkert verður úr neinu. Sjálfur er ég fyrrverandi Iþróttamaður og iþróttaunnandi ennþá, og mér gremst meira en ég fai orðum að komið það óskaplega sinnuleysi, sem ungir iþróttamenn eiga við að biia af hálfu forustunnar. Við erum að vonum stoltir um þessar mundir af afrekum knattspyrnumanna okkar i sið- ustu leikjum. En hvernig halda menn að landslið Islendinga i knatt- spyrnu eftir um það bil 5-10 ár komi til með að standast Sam- keppnina, ef svo verður haldiö áfram sem nú, að verðandi keppendum sé aðeins sýnt tóm^ læti og litilsvirðing? Ég skora á iþróttaforustuna að láta ekki áhugalausa og dug- lausa einstaklinga eyðileggja heilbrigðan áhuga á knatt- spyrnufþróttinni, en á þvi eru allar likur, ef svo heldur fram sem nU horfir. E.A. 0 Eitt verka Mattheu Jónsdóttur. íslenzkur listamaður hlýtur viðurkenningu erlendis HJ-Reykjavik. Timanum hefur borizt tilkynning frá Belgisk-spánska menningarsam- bandinu í Brussel, þar sem til- kynnt er, að islenzka listmálaran- um Mattheu Jónsdóttur hafi verið veitt opinber viðurkenning fyrir ágæti verka sinna. t tilkynning- unni segir: „Stórkanslari Belgisk-spánska menningarsam- bandsins hefur með fulltingi stjórnarnefndar og samkvæmt reglum þess sæmt frú Mattheu Jónsdóttur riddarakrossi offis- cera af Merito Belgo Hispanico frá hinum 18. jiili 197S vegna ágætis verka sinna". Matthea Jónsdóttir er þatttak- andi I myndlistarsýningu átta fé- laga I F.I.M., en hUn stendur nU yfir I hUsi Arkitektafélags íslands við Grensásveg, og er þar kynnt- ur nýr sýningarsalur, sem F.Í.M. mun hafa aðstöðu i. Þá má geta þess, að Matthea Jónsdottir var þátttakandi I alþjóðlegri myndlistarsýningu sem nýlega lauk I Lyon I Frakk- landi. Sýning þessi var haldin á vegum listkynningarsambands- ins „Art Contemporain Inter- national". Listkynningarsam- bandið lætur — I samvinnu við listtlmarit frönsku listasafnanna „La Revue Moderne" I Parls — gera sérstaka árbók me5 frá- sögnum og myndum af verkum listafólks, sem hlotið hefur viður- kenningu að þess tilhlutan. 1 ár- bók þessari mun verka Mattheu Jónsdóttur verða getið, en bók- inni er dreift til listasafna og fjöl- margra aðila I ýmsum löndum. Poul Hansen í Norræna húsinu JG-RVK. Danskur listmáiari, POUL HANSEN, opnar nú um helgina málverkasýningu i Nor- ræna húsinu, en þar sýnir hann alls um 46 verk. Poul Hansen stendur á sjötugu og hóf ekki að mála málverk fyrr en um fimmtugt. Hann var áður kaupsýslumaður, að þvi er segir i bréfitil Timans frá Norræna hús- inu. Verk hans eru nú eftirsótt i Danmörku. Poul Hansen hefur haldið f jölda sýninga, flestar i Danmörku. Enn fremur hefur hann sýnt i Sviþjóð. Þá hefur hann einnig tekið þátt I samsýningum danskra málara slöan árið 1955. Sýningin verður opin 21.—-29. júnl, að báðum dögum meðtöld- um. umar- töfflur Kr 750.- GEFJUN Austurstræti DOMUS Laugavegi 91 Auglýsingadeildin r . r . Málverk eftir Poul Hansen AUGLYSID I TIMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.