Tíminn - 21.06.1975, Side 13

Tíminn - 21.06.1975, Side 13
Laugardagur 21. júni 1975. TÍMINN 13 Hvers konar iþrótta- forustu höfum við i borginni? Það er ekki oft, sem fjallað er um málefni íþróttamanna i dálkum Landfara. Enhér á eftir fer bréf frá reiðum föður, sem kvartar undan vitaverðu áhuga- leysi sumra forystumanna iþróttamála gagnvart ungling- um. Landfara er kunnugt um að atvik það, sem fékk bréfritara til að setjast niður og skrifa Landfara, er þvi miður ekkert einsdæmi. En hér ki:murbréfið: ,,Ég skrifa þessar iinur sem mjög reiður faðir ungs iþrótta- manns. Margsinnis höfum við orðið vitni að þvi, að kappleikir hafa fallið niður vegna þess, að dóm- arar eða aðrir svo kallaðir for- ustumenn iþróttahreyfingarinn- ar hafa ekki mætt til leiks. Mér er kunnugt um að margir hinna ungu iþróttamanna leggja hart að sér til þess að geta mætt til kappleikja eða æfinga, sem svo hafa fallið niður vegna þess að þeir, sem forustuna eiga að hafa, láta sig vanta, þannig að ekkert verður úr neinu. Sjálfur er ég fyrrverandi iþróttamaður og iþróttaunnandi ennþá, og mér gremst meira en ég fai orðum að komið það óskaplega sinnuleysi, sem ungir iþróttamenn eiga við að búa af hálfu forustunnar. Við erum að vonum stoltir um þessar mundir af afrekum knattspyrnumanna okkar i sið- ustu leikjum. En hvernig halda menn að landslið Islendinga i knatt- spyrnu eftir um það bil 5-10 ár komi til með að standast Sam- keppnina, ef svo verður haldið áfram sem nú, að verðandi keppendum sé aðeins sýnt tóm' læti og litilsvirðing? Ég skora á iþróttaforustuna að láta ekki áhugalausa og dug- lausa einstaklinga eyðileggja heilbrigðan áhuga á knatt- spyrnuiþróttinni, en á þvi eru allar likur, ef svo heldur fram sem nú horfir. E.A. Eitt verka Mattheu Jónsdóttur. íslenzkur listamaður hlýtur viðurkenningu erlendis HJ-Reykjavik. Timanum hefur borizt tilkynning frá Beigísk-spánska menningarsam- bandinu I Brussel, þar sem til- kynnt er, að íslenzka iistmálaran- um Mattheu Jónsdóttur hafi verið veitt opinber viðurkenning fyrir ágæti verka sinna. í tilkynning- unni segir: „Stórkanslari Belgisk-spánska menningarsam- bandsins hefur með fulltingi stjórnarnefndar og samkvæmt regluin þess sæmt frú Mattheu Jónsdóttur riddarakrossi offis- cera af Merito Belgo Hispanico frá hinum 18. júlí 1975 vegna ágætis verka sinna”. Matthea Jónsdóttir er þátttak- andi I myndlistarsýningu átta fé- laga i F.I.M., en hún stendur nú yfir i húsi Arkitektafélags tslands við Grensásveg, og er þar kynnt- ur nýr sýningarsalur, sem F.I.M. mun hafa aðstöðu i. Þá má geta þess, að Matthea Jónsdottir var þátttakandi i alþjóðlegri myndlistarsýningu sem nýlega lauk I Lyon i Frakk- landi. Sýning þessi var haldin á vegum listkynningarsambands- ins „Art Contemporain Inter- national”. Listkynningarsam- bandið lætur — i samvinnu við listtimarit frönsku listasafnanna ,,La Revue Moderne” I Parls — gera sérstaka árbók meó frá- sögnum og myndum af verkum listafólks, sem hlotið hefur viður- kenningu að þess tilhlutan. I ár- bók þessari mun verka Mattheu Jónsdóttur verða getið, en bók- inni er dreift til listasafna og fjöl- margra aðila i ýmsum löndum. Poul Hansen í Norræna húsinu JG-RVK. Danskur listmálari, POUL HANSEN, opnar nú um helgina málverkasýningu i Nor- ræna liúsinu, en þar sýnir hann alls um 46 verk. Poul Hansen stendur á sjötugu og hóf ekki að mála málverk fyrr en um fimmtugt. Hann var áður kaupsýslumaður, að þvi er segir i bréfi til Timans frá Norræna hús- inu. Verk hans eru nú eftirsótt i Danmörku. Poul Hansen hefur haldið fjölda sýninga, flestar i Danmörku. Enn fremur hefur hann sýnt iSviþjóð. Þá hefur hann einnig tekið þátt i samsýningum danskra málara siðan árið 1955. Sýningin verður opin 21,—29. júni, að báðum dögum meðtöld- um. Málverk eftir Poul Hansen jumar■■ töfflur Kr. 750. GEFJIIN Austurstræti DOMIIS Laugavegi 91 Auglýsingadeildin AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.