Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 1
 Rr TARPAULIN ISSKEMMUR 139. tbl. —Þriðjudagur 22. júni 1975 — 59. árgangur J HF HORÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNl'6 - SÍMI (91)19460 FÍB með aðra bifreiða- keppni í sept. n.k. BORGARSTJORI: 45 MILLJONA AUKIN ÚTGJÖLD — glannaskapur að ráð- ast í stórframkvæmdir BH-Reykjavik.— Útgjöld borgar- innar vegna nýafstaðinna kjara- samninga nema 45 milljónum króna, sagði Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjdri á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag. Kvað borgarstjóri með tilliti til þessa, auk þess sem framkvæmdafé borgarinnar færi ryrnandi með hverjum deginum sem liði, að það væri blátt áfram glannalegt að leggja i nokkrar stórframkvæmdir á vegum borgarinnar núna. Það hefði verið með hálfum huga, sem ákveðið hefði verið að fara af stað með Furugerðishúsið til þess að bæta úr brýnni þörf langlegu- sjúklinga og aldraðra. Slikt málefni hlyti þó að hafa forgang, og yrði borgin að vera undir það búin að taka slikar skuld- bindingar á sig umfram annað. AAilljarður í flugvelli norðanlands --------* 3 FJ-Reykjavfk. Félag islenzkra bifreiðaeigenda stefnir nú að þvl að halda aðra bifreiða- keppni i september n.k., en fyrsta keppni slik hér á landi fór fram 24. maí sl., og þótti takast ágætlega. Með þessari undirbúnings- keppni er F.I.B. að leggja grundvöll að alþjóðlegri bif- reiðakeppni hér á landi, en til þess að af slikri keppni geti orð- ið þarf lagabreytingar, þar sem núgildandi umferðarlög eru of þröng fyrir alþjóðakeppni af þessu tagi. Ráðgert er að akstursleiðin i keppninni i september verði allt að 500 km, en i mai-keppninni voru eknir röskir 154 km Á BLS. 6—7 BIRTUM VIÐ HEILDARUR- SLITIN ÚR KEPPNINNI 24. MAÍ S.L. -^6—7 FUNDUR GEIRS OG BREZKRA RAÐHERRA Bretar lýstu áhuga A • sinum a nyium fiskveiðisamningi — forsætisráðherra ræddi það mál ekki en skýrði frá útfærslunni í 200 mílur Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðherra: Ríkisstjórnin orðin þreytt á verkfallinu BH-Reykjavlk. — Það er þungt i rikisstjórninni yfir þvi, að togara- deilan skuli ekki leysast, sagði Halldór E. Sigurðsson samgöngu- ráðherra, 1 viðtali við Timann I gærkvöldi. — Við tel^um, að rikisstjórnin hafi gert sitt til þess að finna lausn á þessum vanda. Við rædd- um við útvegsmenn, áður en verkfallið kom til framkvæmda, og fíáfum þeim fyrirheit um að- stoð við útgerðina. m.a. með lengingu á lánum. Engu að siður skall verkfallið á. Við ræddum aftui- við þá um miðja siðustu viku, og komum enn til móts við þá með fyrirgreiðslu við útgerð- ina, og enn er verkfallið óleyst. Halldór E. Sigurðsson kvað sáttatillögu hljóta að vera annað hvort á döfinni eða fram komna hjá samninganefndunum, og þeg- ar við forum á stúfana til að kanna málið um kvöldmatarleyt- ið, voru miklar annir hjá sátta- semjara, og sáttanefndarmenn- irnir Guðlaugur Þorvaldsson, Ragnar ólafsson og Jón Sigurðs- son hinir Ibyggnustu á svipinn, enda þótt við fengjum ekki aðrar upplýsingar en þær, að fulltrúar yfirmanna og útgerðarmenn væru á lokuðum fundi, en fulltrú- ar sjómanna sætu hjá og biðu átekta. Þá voru uppi fregnir um það, að verulega hefði þokazt I sam- komulagsátt I fyrrinótt, en þá stóðu fundir til kl. 3, — og var talið fullvist, að samkomulag hefði orðið um mannahaldið á togurunum, en ýfingar væru enn með mönnum út af kaupgjaldinu. Þegar blaðið fór i prentun um miðnætti var allt við það sama og áður — fulltrúar yfirmanna og út- gerðarmenn ræddust við, sjómenn biðu — og eitthvað lá I loftinu. FJ-ReykjavIk.— Bretarnir lýstu áhuga á nýjum fiskveiðisamningi við okkur, en Geir kvaðst ekki reiðubúinn að ræða það mál neitt að þessu sinni. Það má eiginlega segja, að þetta hafi verið kurteisisheimsókn, þar sem almennt var skipzt á skoðunum um hafréttarmál og samskipti ís- lands og Breta, sagði Niels P. Sigurðsson, sendiherra I London, I viðtali við Timann I gær um viðræður þær, sem Geir Hallgrlmsson, forsætirráðherra átti við Harold Wilson forsætis- ráðherra Breta, og Callagan utanrlkisráðherra I London I gær. Auk framangreindra ráðherra og Nlelsar tók Bishop, brezki að- stoðarf iskimála ráðherrann einnig þátt I viðræðunum. • — Geir tilkynnti brezku ráðherrunum, að við myndum færa út I 200 milur siðar á þessu ári, en það myndiekki koma fram gagnvart Bretum fyrr en 13. nóvember, þegar núgildandi fisk- veiðisamningur rennur út, sagði Nlels. Niels kvað fund þennan hafa verið ákveðinn um helgina. For- sætisráðherra átti leið um London á heimleið af fundi samstarfs- ráðherra Norðurlanda i Stokkhólmi. — Reglan er sú, að við tilkynnum brezka utanrlkis- ráðuneytinu, jafnan, þegar Is- lenzkir ráðherrar eru á ferð hér um.sagðiNiels. Og þegar Bretar fengu vitneskju um dvöl Geirs, óskuðu þeir eftir viðræðufundi við hann um landhelgismál. Fundurinn fór fram i hádeginu I gær I embættisbústað brezka for- sætisráöherrans að Downing Street 10. Þessi júnímánuður einn sá kaldasti allt frá aldamótum HJ-Reykjavik. — Veöurguoiirn- ir hafa ekki sýnt okkur tslénd- ingum sinar beztu hlioar þetta voriö fremur en mörg önnur. Að sögn Páls Bergþórssonar veður- fræðings er þessi júnímánuðir I hópi hinna köldustu frá alda- mótum, en ber þó ekki af. — Mér sýriist, sagði Páll, að verði hiti það sem af eftir er af mánuðinum i meðallagi, muni meðalhitinn I júni I Stykkishólmi verða um 7 stig, en það er sami meðalhiti og árið 1968, árið 1952 var hann ,&,- stig, 1922, 7.1 stig 1910 6,8 stig og 1907 5,9 stig, og eru þetta köldustu júnimánuðirnir frá aldamótum. —Þó hefur kuldíhn I vor verifr mestur á Norðurlandi og ann- esjum norðanlands, og mér viröistallar likur benda til þess, að grasspretta I ár verði svipuð eða jafnvel heldur minni en undanfarin ár, þrátt fyrir að túnin stækki frá ári til árs. Hefði vel árað voru allar llkur til að 4 millj. rúmmetra af töðu fengj- ust, en nú er ekki útlit fyrir að þeir verði meira en 3,5.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.