Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. júni 1975. TIMINN 3 Nú á að kenna mönnum að spara olíuna með réttri meðferð og stillingu kynditækja BH—Reykjavik — t frétt frá við- skiptaráðuneytinu segir, að ráðu- neytið hafi ákveðið að beita sér fyrir þvi.að haldin verði náms- keið I Reykjavik ummeðferð og stillingu olfukyndingartækja f þvi skyni að draga úr oliunotkun. Námskeiðin hefjast 5. ágúst n.k., og er gert ráð fyrir, að hvert námskeið standi i 5 daga. Þátt- taka tilkynnist skrifstofu Sam- bands islenzkra sveitarfélaga, Laugavegi 105, Reykjavik, fyrir 1. júii n.k. — Hérer um aðræða skipulegt átak til úrbóta á vegum ráðuneyt- isins, sagði Magnús Guðjónsson hjá Sambandi islenzkra sveitar- félaga i viðtali við Timann i gær. Og er það i beinu framhaldi af störfum nefndar sérfræðinga, sem ráðuneytið skipaði á sl. vetri. — Þetta er mikið hagsmunamál fyrir allan almenning á þessum timum orkukreppu, sagði Magnús Guðjónsson ennfremur, og Samband islenzkra sveitar- félaga hlýtur að bera það mjög fyrir brjósti, enda hefur nú þegar veriö sent bréf til allra sveitarfél- aganna, þar sem stjórnir þeirra eru hvattar til að senda menn á námskeið þetta. Menntamálaráðherra, ráðuneytisstjóri og nefndarmenn á fundi með blaðamönnum f ger, er skýrt var frá störfum útvarpsnefndarinnar. (Timamynd Gunnar) Útvarpsnefndin lýkur störfum: verði komið á fót eiginlegri rekstrarskrifstofu i hljóövarpi, er m.a. taki við vissum verkefnum, sem fjármáladeild hefur annazt. Leitazt verði við að auka sam- vinnu fréttastofa hljóövarps og sjónvarps á sviði fréttaöflunar, en fram yfir þann verkþátt telur nefndin, að ekki sé unnt að sam- eina fréttastofurnar. Nefndin telur, að fækkun út- sendingardaga sjónvarps um einn á viku leiðiekki til þess fjár- hagslega sparnaöar, sem vænta mætti við fyrstu sýn, einkum vegna lækkunar tekna, er þvi fýlgdi. Varöandi tillögur, er miða aö spamaði, má nefna, að endur- skipuleggja mættivaktir hætta út- sendingu stillimyndar um helgar og hætta að greiöa ráðherrum, stjórnmálamönnum og opinber- um embættismönnum fyrir að koma fram i hljóðvarpi eða sjónvarpi, nema e.t.v. við sér- stakar aðstæður. Þarna á nefndin til dæmis við það, er ráðherrar Útvarpið getur sparað 40—50 millj. með breytingum á innheimtukerfi FB-Reykjavik. Fyrir rúmum tveimur árum ákváðu mennta- málaráðuneytið og fjármála- ráðuneytið að skipa nefnd til að gera athugun á skipulagi og rekstri rikisútvarpsins. Nefndin hefur nú lokið störfum og lagt fram skýrslu með tillögum og ábendingum, sem settar eru fram i 41 lið. A fundi með blaðamönnum i gær skýrði formaður nefndar- innar, Gisli Blöndal hagsýslu- stjóri, frá þvi helzta I skýrslunni. Ekki sagði hann, að hægt væri að nefna tölur um það, hversu mikið mætti spara, ef farið væri eftir öllum tillögum og ábendingum nefndarinnar, en með breytingu á innheimtukerfi afnotagjaida, og að hætt yrði skráningu viðtækja, væri hægt að ieggja niður innheimtudeildina, og með þv’ væri talið, að spara mætti 40 til 50 milljónir króna á ári. Hjá innheimtudeildinni starfar nú 21 maður. Helztu ábendingar nefndar- innar eru sem hér segir: Að I stað sérstaks afnotagjalds fyrir Rúman milljarð þarf til endurbóta á flug- völlum norðan lands hljóðvarp og sjónvarp komi eitt gjald, þjónustugjald útvarps. Greiðist það af sömu aðilum og greiða tekju- og eignarskatt. Með þessu móti mætti leggja niður innheimtudeildina, eins og áður segir, en skattstjórum yrði falið að innheimta gjöldin, og myndi fylgja þvi tiltölulega litill auka- kostnaður. Þá er lagt til að veruleg skipulagsbreyting verði gerð á yfirstjórn, sem miði að mark- vissri fjármálastjórn. Þannig verði nákvæm áætlanagerð tekin upp I fjármáladeild, er taki til allra deilda rikisútvarpsins og einstakra verkefna. Fjármála- deildin annist eftirlit með fjár- hagsstöðu einstakra deilda innan ársins og sjái til þess að nákvæm- ar kostnaðaráætlanir liggi fyrir, áður en ákvarðanir um öll meiri- háttar verkefni eru tekin. Staða útvarpsstjóra gagnvart út- varpsráði verði styrkt og gerð ótviræð, þegar um er að ræða ákvarðanir, er fela i sér f járhags- legar afleiðingar. Þá er talað um, að með skipu- lagsbreytingum og tilfærslu starfsliðs innan stofnunarinnar eöa stjórnmálamenn, sem koma fram I umræðuþáttum, fái ekki greidd laun fyrir það. Það kom fram á blaðamanna- fundinum, að til þess að fara eftir þeim tillögum, sem nefndin gerir, þarf I allmörgum tilfellum laga- breytingar, til dæmis varðandi breytingar á innheimtu afnota- gjalda, og á stöðu útvarpstjóra gagnvartútvarpsráði. Hins vegar geta yfirmenn ýmissa deilda sjálfir breytt ýmsu i samræmi við tillögur nefndarinnar. Mennta- málaraðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, sagði, að viðræður yrðu fljótlega hafnar um fram- kvæmd á þessum málum. t útvarpsnefndinni sátu, auk Gisla Blöndals, Andrés Björnsson útvarpsstjóri og Indriði H. Þor- láksson, deildarstjóri i mennta- málaráðuneytinu. Sér til að- stoðar fékk nefndin ráðgjafa- þjónustu dr. Kjartans Jóhannes- sonar. Kostnaður við störf útvarps- nefndarinnar nemur 3.8 milljón- um króna. Þar af fékk ráðgjafa- stofnunin 3,2 milljónir nefndar- laun voru 400 þús., og 200-300 þúsund fóru I annan kostnað. Fara konur í verkfall? ASK-Akureyri. Fyrir nokkru gerði áætlunardeild Fram- kvæmdastofnunar rikisins áætlun um framkvæmdaþörf við flug- velli á Norðurlandi næstu 10 árin. Þar kemur meðal annars fram, að heildarkostnaður vlð flug- vallaframkvæmdirnar er áætlaður 736 milljónir miðað við verðlag i ágúst 1974. Miðað við núverandi verðlag yrði upphæðin iikleg röskur milljarður. 1 áætluninni er þannig gert ráð fyrir að til nýrrar flugbrautar, lýsingar og farþegaskýlis á Hvammstanga verði varið 14,5 milljónum. A Blönduósi skal varið 34,6 milljónum til gerðar farþegaskýlis, lýsingar og nýrrar þverbrautar. Hæsta upphæðin 214,8 milljónir, mun samkvæmt áætluninni renna til Sauðárkróks, til gerðar 200 metra langrar malbikaðrar flugbrautar, með tilheyrandi ljósum, aðflugskerfi og nýrri flugstöð. Á Siglufirði er gert ráð fyrir uppfyllingu á braut, stefnuvita og tækjabúnaði fyrir um 18,8 milljónir. Þá er á ólafsfirði gert ráð fyrir að verja 29 milljónum til nýrrar flugbrautar með fastri lýsingu. Akureyri fær 82,3 milljónir, en þar er gertráðfyrir 2,300 metra langri flugbraut og bættum tækjabúnaði. í Grimsey á að endurbæta flugbraut og lýsingu fyrir 14,5 milljónir. I Aðaldal, til gerðar 2000 metra malbikaðrar flugbrautar, aðflugskerfis, og flugstöðvar er áætlað að verja 185 milljónum. Til endurbóta á flugbraut og byggingar farþegaskýlis á Kópa- skeri er áætlað að verja 8,1 milljón. Hækka á núverandi flug- braut á Raufarhöfn, setja upp fasta lýsingu, gera þverbraut og farþegaskýli fyrir 19,3 milljónir. Að lokum er áætlað, að til byggingar nýs farþegaskýlis, nýrrar flugbrautar og lýsingar á Þórshöfn skuli varið 65,5 milljón- um. í skýrslunni er greint frá umferð um einstaka flugvelli, farþega fjölda og vörumagn. Kemur þar fram, að lendingar eru flestar á Akureyri, 43 á viku, næstflestar eru þær á Þórshöfn, 7 á viku. Farþegar 1974 voru I reglubundnu áætlunarflugi um 72 þúsund til Akureyrar, en næst kemur Sauðárkrókur með 8.165 farþega. Vörur og póstur 1974 I reglubundnu áætlunarflugi var tæp þrettán hundruð tonn til Akureyrar, en rúmlega tvö hundruð tonn fóru til Húsavíkur, er var I öðru sæti. Eins og áður er getið, er heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar áætlaður 736 milljónir miðað við verðlag I ágúst 1974. Ekki er með öllu ólik- legt að hækka megi þær um allt að 60% til þess að ná núgildandi verðlagi, þannig að heildar- upphæöin gæti orðið rúmlega einn milljariður króna. Alþýðu- blaðið kemur ekki út í júlí FJ-Reykjavik. Stjórn Blaðs hf., sem er útgefandi Alþýðublaðsins, hefur ákveðið að útkoma blaðsins falli niður i júlimánuði. Eyjólfur K. Sigurjónsson, formaður Blaðs hf., sagði i viðtali við Timann i gær, að til þessa ráðs væri gripið, þar sem starfslið blaðsins væri svo fátt, að öðru visi væri ekki hægt að leysa sumarleyfismál þess. — Svona fyrirkomulag er orðið mjög algengt hjá fyrirtækj- um hér á landi og einn fjöl- miðill, sjónvarpið, hefur lika þennan háttinn á, sagði Eyjólfur. Eyjólfur sagði ekki aðrar breytingar á útgáfu blaðsins ákveðnar og myndi Alþýðu- blaðið hefja göngu sina á ný 1. ágúst n.k.. SJ-Reykjavik. — Kvennaráð- stefnunni lauk aö Hótel Loft- leiðum á laugardagskvöld. I ráðstefnulok voru lagöar fram niðurstöður starfshópa siðari dagsins, og dróst það allnokkuð á langinn. Hóparnir komust að mörgum merkilegum niðurstöð- um. M.a. lagði einn þeirra til að konur legðu niður vinnu einn dag á árinu til að vekja athygli á mikilvægi starfa þeirra. Annar hópur komst m.a. aö þeirri niður- stöðu, að ef togaradeilan leystist ekki á næstunni, bæri að þjóðnýta togarana, enda væru þeir eign allrar þjóðarinnar. í kaffihléi á laugardag var fluttur leikþáttur Jakobinu Sigurðardóttur, Nei, sem fjallar um bóndakonu, sem ætlar að fara að leika Nóru i Brúðuheimili Ib- sens á sýningu leikfélagsins i sveitinni, en maðurinn þarf hins- vegar að fara suður á ráðstefnu á sama tima, og enginn er til að passa börnin. .Verium gggróðurJ verndum' íandT^^I k'erndum H líf rerndum yotlendiý LANDVERND Leikþáttur Jakobfnu Siguröardóttur, Nel, var sýndur á ráðstefnunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.