Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 24. júni 1975, Liza Minnelli með Ijóst hrokkið hár! Þau virtust ekkert hrifin af þvi að láta taka mynd af sér þarna Burt Reynolds og Liza Minnelli. Burt Reynolds hafði verið með Dinah Shore, söng- og leikkonu undanfarna mánuði og jafnvel ár. Aldursmunur var töluverður á þeim (Dinah er 58 en Burt 39) og þess vegna var stundum ver- ið að bollaleggja um það af þeim, sem skrifa um leikara og einkallf þeirra, að það væri ótrúlegt, að samband þetta héldist lengi. En vinskapur þeirra var traustur og þau sáust stöðugt saman, þangað til ný- lega, að samband þeirra breytt- ist, að þvl þau segja, og nú fara þau sitt í hvoru lagi út að skemmta sér, og þá þurfti ekki meira til, en Burt gaf sig á tal við Lizu Minnelli í samkvæmi, og þá komust á kreik sögusagnir um, að hann hefði yfirgefið Dinah vegna Lizu, og ætti aldursmunurinn sinn þátt i þvi. Þau urðu bæði móðguð og reið, og gáfu yfirlýsingar um, að slikt tal væri eintóm vitleysa, og einkum varð Lizu illa við þvi að hún er svo til nýgift leikstjóran- um Jack Haley jr. og auðvitað ástfangin upp yfir höfuð af hon- um. Burt sagði eitthvað á þá leið, — að það væri orðið vandT lifað fyrir sig, hann mætti ekki snúa sér við, þá væri komin ný saga á stúfana! Ljósmyndarinn, sem tók myndina var annars aðallega að hugsa um hár- greiðslu Lizu Minnelli, þvi að hún er svo óllk hinni venjulegu, sléttgreidda, dökka hári henn- ar, að það var freistandi að smella af henni mynd. Stúlkurnar í Sarawak 1 Sarawak á Borneo eru taldar vera mjög fallegar stúlkur. Sjó- menn á langferðaskipum segja oft sögur af þvi, þegar heim kemur, hve þeir hafi séö og kynnzt fallegum stúlkum á þessum slóðum, en einn þeirra lét ekki þar við sitja að segja af þvl sögur, heldur fékk blóma- rósimar til þess að setjast á strámottu fyrir utan aðalhúsið I þorpi þeirra og tók svo af þeim þessa fallegu mynd. Myndina sendi hann svo i samkeppni, sem norskt vikublað efndi til og fékk hann verðlaun fyrir. ★ ★ ★ ★ Brenna bíla og fremja vopnuð rán Tvær tölur hafa vakið nokkra athygli I skýrslu frönsku lög- reglunnar um afbrot þar I landi. 1 fyrsta lagi er það sú stað- reynd, að þar eru framkvæmd að minnsta kosti 3 vopnuð rán á dag, og I öðru lagi, að brennu- vargur, trúlega einn og sami maðurinn I öllum tilfellum, hef- ur 180 sinnum kveikt I Mehari- jeppa á götum Parísar. Jeppi þessi er framleiddur af Citroen, og er að mestu búinn til úr plasti. Svo langt hefur brennu- æði þetta gengið, að allt upp I 400lögreglumenn I Paris hafa á einni og sömu nóttunni verið látnir fylgjast náið með öllum Mehari-bllum, sem vitað hefur verið um, I von um að finna brennuvarginn. Einn maður hefur látið lifið vegna bilbrun- anna. Hann hafði búið I herbergi rétt fyrir ofan þar sem Mehari- jeppi stóð, og þegar bíllinn fuðr- aði upp fyrir utan opinn glugga mannsins varð það til þess að hann dó af reykeitrun. mt- Ég sé hérna fallega unga stúlku, en hvað hún sér við þig, get ég nú ekki séð. Plparinn spyr, hvort það sé I lagi, að hann komi ekki fyrr en á morgun, hverju á ég að svarak y!Srrt"honum? DENNI DÆMALAUSI Þetta er allt I lagi mamma. Venjulegi rakarinn minn segir þetta alltaf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.