Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 24. júni 1975. Fulltrúar úr öllum kjördæmum kosnir í stjórn SUF Áherzlupunktur í byggðastefnumálum r — segir AAagnús Olafsson, nýkjörinn formaður SUF Magnús Ólafsson. Sem kunnugt er, var Magnús ólafsson á Sveinsstöðum kjör- inn formaður SUF á nýafstöðnu þingi sam- bandsins, sem haldið var á Húsavik. Tals- verða athygli hefur vakið, hversu margt utanbæjarfólk var kjörið I stjórnina að þessu sinni. Um það og fleira er rætt um i eftirfarandi viðtali við Magnús. — Ég er fæddur á Blöndu- ósi 9. febrúar 1946, og hef átt heima á Sveinsstöðum allan minn aldur. Að loknu barna- skólaprófi tók ég landspróf frá Reykjaskóla i Hrútafirði og búfræðingspróf frá Hólum i Hjaltadal. Siðan var ég einn vetur á búgaröi i Bretlandi til að kynna mér búskap brezkra bænda og læra meira I málinu. Ég tel að allir hafi mjög gott af að dvelja þannig meðal fólks i öðrum löndum og kynnast lifs- viöhorfum þess, og ekki hefur maður siður gott af að kynnast löndum sinum, sem i fjarlæg- um landshlutum búa og vinna i hinum ýmsu stéttum þjóð- félagsins. Siöustu árin hef ég búið á Sveinsstöðum i félagi við föður minn og búum við blönduðum búskap. Auk þess vinn ég gjarnan ýmis störf utan heimilis.” — Hvenær fékkst þú áhuga á félagsmálum? — Ég hef alla tið haft mjög gaman af að sinna ýmsum félagsstörfum og haft mikla ánægju af að hitta fólk, ræða við það um sameiginleg áhugamál og vera þar sem lif er og fjör. 1969 var ég kosinn formaður Ungmennasambands Aust- ur-Húnvetninga. Var ég formaður sambandsins i þrjú ár, og sá timi var mér mikill skóli. Maður kynntist mörgum og verkefnin voru miklu meiri en nokkur leið var að sinna. Siðan lét ég af formennsku I þrjú ár, en I vetur var ég svo kosinn formaöur ööru sinni. Þaö fylgir þvi mikið starf að vera i forustuliði I félagi, sem hefur jafnmörg mál á stefnu- skrá sinni og ungmennafélög- in. Þar er ætið hægt að vinna óþrjótandi verkefni. Þess vegna skapast sú hætta að for- ustumennirnir þreytist of fljótt og hætti störfum. Til að ráða bót á þessu sé ég það ráð bezt að samböndin ráði til sin framkvæmdastjóra, sem skipuleggi sjálfboðastarfið, og leiti uppi fólk til að sinna hin- um einstöku verkefnum. Með þvi má auka starfið verulega og um leið gera það mun fjöl- breyttara. En þetta kostar mikið fjármagn, en bæöi ég og margir fleiri hafa iðulega bent á, að þeim peningum sé mjög vel varið. Hvað er betra en æska sem vanizt hefur hollri tómstundaiðju, undir leiðsögn góðra félaga. Kjörorð ung- mennafélagshreyfingarinnar er Islandi allt. Það á ekki siður við nú en i árdaga félaganna. Nú hugsa þvi miður allt of margir: mér sjálfum allt. Hvernig get ég grætt sem mest á þjóðfélaginu. Þessum hugsunarhætti þarf að breyta þótt vissulega verði þaö erfitt. Ein leið að þvi marki er að fá unga fólkið til að hugsa um hvað það geti gert fyrir landið sitt og þjóöfélagiö, fá það til að taka þátt i fjölbreyttu sjálf- boðastarfi fyrir land sitt og þjóð og auka þátt þess i góöum leik og hollum iþróttum. — Hvað viltu segja um þró- unina i byggðastefnumálum? — Okkur sem úti á landi bú- um, hefur oft fundizt að allt tal stjórnmálaflokkanna um efl- ingu byggðar séu aðeins orðin tóm. Oft virðist, þegar til framkvæmdanna á að koma þá verði minna um efndir. Þó er sök flokkanna mismikil i þessu efni og vissulega hafa framsóknarmenn oft staðið i harðri baráttu fyrir eflingu landsbyggðarinnar. Nægir þar að lita á nærtækasta dæmið, að aldrei hefur á jafn fáum árum veriö gert jafn mikið viða um land og á þeim árum sem Framsóknarflokkurinn veitti forustu vinstri stjörn- inni. Þó tókst framsóknar- mönnum ekki aö fá ýmsar til- lögur sinar um eflingu lands- byggðarinnar samþykktar, vegna tregöu samstarfsflokk- anna. Þá má til samanburðar minna á viöskilnað við- reisnarstjórnarinnar, sem með öllum ráöum reyndi að draga allt athafnalif og þar með fólkið til suðvesturhorns landsins. En er nokkuð skritið þó aö hægt miði með eflingu byggö- anna? Þeir, sem mestu ráða eru flestir búsettir á suð- vesturhorninu og oft I mjög litlum tengslum við fólkið úti á landi. Þeir geta ekki sett sig inn i þarfir þess og þau ráð, sem þeir finna til aö efla byggðina koma oft alls ekki að haldi. Og þótt landsbyggðar- menn sendi frá sér gagnmerk- ar tillögur er oft litiö á þær hlustað. — Nú gerist það að ungir Framsóknarmenn kjósa sitt forustulið viðsvegar að af landsbyggðinni? — Þetta er alls engin hend- ing, heldur mjög þungur áherzlupunktur ungra framsóknarmanna. Þeir telja, að þótt Framsóknarflokkurinn hafi alla tið verið mesti byggðastefnuflokkurinn, verði enn að auka hann sem slikan. Ein leiðin aö þvi marki er að kjósa forustulið sitt úr öllum kjördæmum landsins. Menn, sem búsetu sinnar vegna, ættu að hafa góða möguleika á að skilja vandamál dreifbýlisins þvi þeir búa við þessi vanda- mál og eru dag hvern I stöðugu sambandi við það fólk, sem áþreifanlega verður þeirra vart. — Er ekki erfitt að hafa stjórnina svona dreifða? — Vissulega fylgja þvi ýms- ir erfiðleikar, að hafa stjórn- ina svo dreifða, en kostirnir hljóta þó að vera mun þyngri á metunum. Svo er samgöngu- kerfi nútimans allt annað en það var fyrir nokkrum árum. Nú er hægt að kalla menn hvaðanæva að af landinu til fundar án mikils fyrirvara. Það kostar hins vegar mun meira en ef mennirnir búa all- ir á litlu svæði. En það kostar okkur á svo mörgum sviðum mikið að halda byggð um allt land. Það kostar mikla vega- gerð, langar raf- og simalagn- ir og ótal margt fleira. En hvað væri hið islenzka þjóð- félag án landsbyggðarinnar? Er ekki hætt við, að án lands- byggðarinnar þætti ýmsum heildasalanum eða skrifstofu- spekingnum þröngt fyrir dyr- um? Er ekki hætt við að lifs- kjör þeirra færu fljótt versn- andi? Ég fullyrði þvi að þaö er ekki siður hagur þéttbýlisins við Faxaflóa að landsbyggðin eflist og blómgist. Þannig er bezthægt að tryggja hagsæld I okkar þjóðfélagi. — Hver eru helztu verkefn- in, sem framundan eru hjá SUF? Mikil verkefni eru framund- an hjá SUF. Á siðasta þingi sambandsins voru samþykkt- ar margar merkar ályktanir, sem fylgja þarf eftir og kynna. Ég vil hér aðeins nefna eina þeirra, sem kveður svo á um að koma á fót félagsmálanám- skeiðum sem viðast um land. Ég minnist. þess, að fyrsta tillagan, sem ég flutti á þingi Ungmennasambands Aust- ur-Húnvetninga, var um að koma á fót félagsmálanám- skeiðum i héraðinu. Siðan eftir að ég var kosinn formaöur sambandsins, fór sambandið I samvinnu við Kaupfélag Hún- vetninga um félagsmálanám- skeið, sem haldin voru á fimm stöðum I héraðinu. Þar voru þátttakendur um 90 og þóttu námskeiðin gefa góða raun. Það er mikil nauðsyn fyrir ungpólitisku félögin að koma á félagsmálanámskeiðum, enda er það oftast forsenda fyrir auknu og þróttmeira starfi. Mörg dæmi höfum við um það, að þar hafa fundjzt mjög hæfir einstaklingar til félags- forustu, jafnvel oft á tiðum fólk, sem kemur á námskeiöin með hálfum huga og telur félagsmál og afskipti af stjórnmálum ekki vera meðal sinna áhugamála. Siðar kem- ur svo i ljós, að þar finnur þetta fólk kjörinn starfsvett- vang til að eyða sinum tóm- stundum og koma áhugamál- um sinum á framfæri. Ég vil nota þetta tækifæri til að koma þeirri áskorun á framfæri til allra ungra framsóknar- manna.sem áhuga kynnu að hafa á að fá félagsmálanám- skeið i sitt byggðafélag að hafa samband við stjórn SUF og athuga hvort ekki er hægt að koma námskeiðinu á. Þátttakendur þingsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.