Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 24. júni 1975. Vilmundur Gylfason: Við viljum bætt og umfram allt geðfelldara þjóðfélag Hátíðarræða flutt á Húsavík 17. júní sl. Húsvikingar, góöir tilheyrendur. í dag eigum við Islendingar okkur hátið sem við nefnum þjóð- hátið. Við minnumst þess að þrjátiu ár og einu betur eru liðin siðan við skópum okkur lýðveldi, og ennfremur að á þessum degi eru liðin 164 ársiðan Jón Sigurðs- son, sverð Islands, sómi þess og skjöldur, var i þennan heim bor- inn vestur á fjörðum. t einu vet- fangi höfum við fyrir hugskots- sjónum islenzka sjálfsstæðissögu frá siðustu öld, þá skritnu og um leið gleðilegu tilfinningu að finna sina eigin þjóð vakna af aldalöng- um dvala, við sjáum fyrir okkur fritt andlit Jóns Sigurðssonar, sem ól mestan sinn aldur utan- lands, i Kaupmannahöfn, við minnumst Jóns Sigurðssonar i fjárkláðamálinu, þegar sennilesa þjóðarinnar snerist gegn honum. Og nær okkur i timanum sjáum við styrjaldarárin siðari, þau ár sem gerbyltu islenzku þjóðlifi, þau ár, sem gerðu okkur að sumu leyti kannski þjóðlegri en að öðru leyti alla vega alþjóðlegri en við höfðum áður verið, þau ár sem komu okkur i kynni við meiri veraldleg verðmæti, en við höfð- um áður þekkt, og gerðu senni- lega hvort tveggja, að herða okk- ur og spilla, þau ár, sem skópu það lýðveldi sem við fögnum i dag. Vist voru þetta víðast hvar ár mikilla hörmunga og mann- fórna, en að minnsta kosti fyrst á eftir gátu þjóðir veraldar brosað gegn um tárin. Þessi dagur, og kannski ekki sizt hér á slóðum Garðars Svavarssonar, er til þess fallinn að fagna þvi, sem þó hefur áunn- izt, til þess fallinn, að lita til baka, þvi það er áreiðanlega gamall sannleikur og nýr, að eina leiðin til þess að geta siglt nokkurn veg- inn klakklaust inn i framtiðina er að kunna nokkur skil á fortiðinni. Við fögnum þvi að hér býr frjáls þjóð og um flesta hluti fordóma- laus i landi sinu og við finnum i sjálfum okkur virðingu fyrir landinu, sérhverjum bletti þess, sérhverju fjalli, sérhverjum dal. Ég segi fordómalaus þjóð, vitandi að þetta eru mikið til merkingar- laus orð, sé það ekki skilið i samanburði við eitthvað annað. Ég minnist þess, að þegar ég var við nám á Englandi, átti ég góðan vin frá Arabalandi. Hann átti sér kannski ósköp hversdagslega sögu, en honum var hún stór og hrikaleg. Hann var alinn upp af tiltölulega vel stæðum foreldrum en meö þjóð, sem um margt átti sitt hugarfar aftur i svörtustu miðöldum. Hann átti sér æsku- unnustu, reyndar frá barnsaldri beggja, og vinátta þeirra var gagnkvæm. En þegar kom að hinni stóru ákvörðun um hjóna- band, stúlkan var reyndar ennþá bráðung eins og tiðkast i þeim heimshluta, leizt foreldrum henn- ar ekki á ráðahaginn, og giftu hana, gegn vilja hennar og vita- skuld gegn vilja vinar mins. Hún giftist menntamanni, nokkuð yfir miðjan aldur, en valdið var for- eldranna. Strákur var sendur til Kairó til að jafna sig, þar var hann á annað ár, og þegar það dugði ekki var hann með ærinni fyrirhöfn kostaður til náms á Englandi, og þar kynntumst við. Nú er það rétt að þetta er ósköp hversdagsleg saga frá sjónarmiði sögumanns, og auðvitað langa vegu frá þvi að vera einsdæmi. En ég minnist oft hitans úr Arabaaugunum þegar hann tjáði mér hvað hann öfundaði mig af þvi að vera Islendingur, að koma frá frjálsri, nútimalegri og siðaðri þjóð. Og ég þóttist skilja hvað hann átti við. Vist eru svo afstæð hugtök sem frelsi og sjálfstæði óendanlega flókin og vandmeöfarin. Frelsis- hugtakið getur falið i sér sina eig- in tortimingu sé ekki fyllsta gætni viðhöfð. Frelsishugmyndin gerir ráð fyrir frelsi öllum til handa, einnig þeim sem kynnu að vinna gegn frelsinu i sjálfu sér. Og svo hlýtur einnig að vera með sjálf- stæði hverrar þjóðar. Innri rök þessara hugmynda virðast stund- um vera örgustu mótsagnir, sem ekki fá staðizt. Og þau eru það. En umfram allt eru þetta siðalög- mál, ofin tilfinningum, og fram sett i trausti þess, að meirihlutinn bregðist ekki. En meirihlutinn hpfur engu að siður lögverndaðan rétt til þess að hafa rangt fyrir sér. Þessa grundvallarreglu verðum við að virða, við getum verið á annarri skoðun en meiri- hlutinn, við getum verið á annarri skoðun en allir hinir, en lýðræðið eitt er vettvangurinn til að berj- ast á. Byggðastefna hefur orðið mönnum tamt orð á allra siðustu árum, og enda fellegt orð og hlut- laust — en samt hefur orðið al- varlegur þverbrestur i fram- kvæmd hennar. Ég er þeirrar skoðunar að kannski sé alvarleg- asti fylgikvilli lýðræðisins lýð- skrumið, sú tilhneiging, að segja það eitt, sem lætur vel i eyrum — og að þessi mannanna tilhneiging hafi ekki hvaö sizt bitnað á fram- kvæmd byggðastefnunnar. Ég á við þetta: Byggðastefna snýst i rikum mæli um skiptingu fjár- magns milli staða og byggðar- laga. Við verðum þess vegna að gera okkur ljósa þá grundvallar- staðreynd, að ef við ætlum af ein- hverjum ástæðum að auka hlut- fallslega fjárveitingu til einhvers staðar, vegna þess að hann eigi að verða svokallaður byggðakjarni, eða af einhverri ástæðu annarri, þá erum við þar með að taka hlut- fallslega fjármagn af öðrum stöð- um, af þeirri einföldu ástæðu, að peningarnir vaxa ekki á trjám og hafa aldrei gert. Ef það er vilji manna að reka skipulega byggða- stefnu, með byggðakjörnum, þá er að segja það, og segja þá jafn- framt, hverjir byggðakjarnarnir eiga að vera — og viðurkenna þá samtimis að með slikri fram- kvæmd verður hlutfallslega minna fjármagni veitt til annarra staða eða svæða á nálægum slóðum. Mér er ljóst að þetta er erfið framkvæmd, ekki sizt vegna margvislegra tilfinningaþátta, sem þessi mál snerta. En ég fæ samt ekki séð að byggðastefna verði framkvæmd af neinu viti nema með ákvarðanatöku af þessu tagi. Þvert á móti sýnist mér að á stórum svæðum sé mannabyggð bráð hætta búin ef halda áfram þessum skipulags- lausu mjatlfjárveitingum, kannski til þess að eltast við at- kvæði fyrir einar kosningar. Hér vantarstórar ákvarðanir og reisn — og ég er sannfærður um að ákvarðanir af þessu tagi myndu gera landið sem heild byggilegra á ekki mörgum árum. Ég er jafn- framt sannfærður um að það er orðið timabært að gera stórar stjórnunarbreytingar með hlið- sjón af nýrri sókn i byggðamál- um. A grundvelli þeirra kjör- dæma, sem við nú búum við — og vel má vera að þau i sjálfu sér séu orðin úrelt til sins brúks — ætti að segja upp eins konar fylkjaskip- an, eystri hluti Norðurlands gæti þá orðið eitt fylki, þar sem yrði höfuðstaður og þá tveir eöa þrir meiri háttar byggðakjarnar. Þetta fylki ætti að hafa fylkisþing og umtalsvert vald i fjárveiting- um að þvi er varðar eigin mál- efni. Samfara þessu ætti að eiga sér stað róttæk endurskipulagning á embættismannakerfinu. En um- fram allt: Agreiningi og deilum um fjárveitingar til einstakra staða yrði dreift um landið. — Mér er vitaskuld ljóst að þetta eru lauslegar hugmyndir og þess vegna vart marktækar nema að miklu betur hugsuðu máli. En þetta eru þó grundvallaratriði um endurskipulagða byggðastefnu. En i nafni lýðræðis og þá getur lýðræðið stundum orðið ærið ihaldssamt og jafnvel eigingjarnt er alls staðar þrýst á meira að segja þegar sjálfsagðar breyting- ar eiga i hlut. Á siðustu árum voru keypt til landsins fyrir ótrúlegar upphæðir einhver stórvirkustu atvinnutæki i sögu þjóðarinnar, skuttogararn- ir. Eðlilega efast ekki nokkur Vilmundur Gyifason maður um stórkostlegt gildi þess- ara tækja. Ég minnist orða kunn- ingja mins á Sauðárkróki, sem sagði: Þessi tæki hafa ræktað með mönnum nýja trú á staðinn. Sterkari rök með skuttogara- kaupunum eru vart til. En engu að siður: Vorum við ekki rétt einu sinni allt of bráðlát? Fórum við ekki allt of geist i þessa hluti. Rekstrargrundvöllur þessara skipa hefur verið erfiður. Stór hluti þeirraliggur nú bundinn við bryggjur. Ég heyrði hagfræðing lýsa þessu svo, að kaupæðið hefði Eins og fram kemur í undirfyrirsögn var ræða þessi flutt á þjóðhátíð á Húsavík 17. júní sl. og er birt hér samkvæmt ósk höfundar. verið nánast stjórnlaust og hömlulaust, þingmenn kjördæm- anna hefðu sagt um nágranna- þingmanninn: Ef hann fær fjóra þá verð ég lika að fá fjóra! Og all- ir dönsuðu með. Ég fullyrði ekk- ert en varpa fram þeirri spurn- ingu hvort. verið geti að þetta sé ranghverfan á lýðræðinu, hvort verið geti að við hefðum æsinga- laust getað farið okkur hægar og skipulagt betur og náð miklu betri árangri. Kjaramál, ein meginundir- staða sómasamlegs mannlifs, voru og eru á döfinni. Litlu munaði að kæmi til allsherjar- verkfalls. Vist eru kjaramál erfið viðfangs, spurningar vakna, sem i eðli sinu eru siðrænar og engin reikningsleg svör eru til við: Eins og til dæmis það, hvað geti talizt eðlilegt launabil. En eins og ég er þeirrar skoðunar, að i byggða- málum eigum við að taka af skar- ið og segja hvert við viljum að fjármagn fari, og hvert það eigi þá ekki að fara og hvers vegna, þá eigum við i kjaramálum að hætta þessum baráttuaðferðum frumskógarins — en setja niður fyrir okkur ákveðið, hvað hið eðli- lega launabil eigi að vera fyrir dagvinnu, kjarabarátta á siðan að fara fram innan þess ramma. Biskupinn yfir Islandi, einhver vitrasti maður þessa lands, varp- aði fram þeirri spurningu i kirkju á sjómannadaginn, hvernig á þvi stæði, að kjaradeilur væru svona hatrammar, þegar við hefðum nútimaleg hagstjórnartæki, hag- fræðinga og annan fjölda, sem góða þekkingu hefur á þessum málum. En mig langar til að varpa fram þeirri spurningu á móti, hvort ekki geti verið, að stór hluti þessarar skýringar felist ekki i þeim hluta isjakans sem upp úr stendur og allir sjá og geta þess vegna mælt, heldur að skýr- ingin liggi i hinum hluta isjakans, sem dormar niður i djúpinu og allir vita um en enginn sér. Þá á ég við þá gifurlegu fjármuni, sem ekki eru gefnir upp til skatts, ég á við umboðslaun sem liggja erlendis. Ég á við ágóða af at- vinnurekstri, sem notaður er til dýrrar framfærslu, en skrifast i bókhaldi sem kostnaður við fyrir- tæki. ölafur Ragnar Grimsson, prófessor, taldi i útvarpsþætti á laugardag, að þetta siðast talda gæti átt við um áttunda hluta þjóðarinnar. Og ég held enn fremur að við ættum alvarlega að velta þvi vandamáli fyrir okkur, hvort verið geti að svo sé komið þjóð vorri, að samsektin i þessum efnum sé orðin svo mikil og út- breidd, að mjög erfitt reynist að gera verulegar breytingar þar á. Þessi kannski sálfræðilega skýr- ing held ég þó, að liggi að miklu leyti til grundvallar þeirrar þá eðlilegu beiskju, sem ég þykist hafa orðið var við hjá mörgu launafólki. Frá minni hálfu eru þetta þó ekki árásir á einkafram- takið i sjálfu sér. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að lagfæra það — en ekki afnema það. 1 mörgum mikilvægum grundvall- aratvinnuvegum okkar á annað rekstrarfyrirkomulag alls ekki við. I þessari kjaradeilu, sem ég hefi hér gert að umræðuefni, kom upp önnur deila, sem varðar grundvallarhugmyndir um lýð- ræði. Starfsfólk i þremur rikis- verksmiðjum hafði átt i verkfalli, og það af mjög eðlilegum ástæð- um, það hafði lág laun fyrir, var boðin léttvæg kauphækkun, sem það taldi of litla. Verkfallsréttur telst vitaskuld til grundvallar- mannréttinda. Hins vegar setti rikisstjórn, löglega kjörin rikis- stjórn, bráðabirgðalög,. A sama hátt og það er réttur okkar að heyja verkföll, þá er það réttur þings og stjórnar að setja lög, til þess eru þau kjörin. Ég efaðist ekki um það eitt augnablik að rikisstjórnin var i fullum rétti að setja þessi lög, og ég var og er þeirrar skoðunar að þeim bæri að hlýða. Hitt er svo annað mál, að m'enn geta sagt upp störfum. Eða mótmælt með öðrum löglegum hætti. Það gengur gegn sannfær- ingu minni að setja lög af þessu tagi, vegna þess hversu lág laun margt af þessu fólki hefur fengið — en það breytir ekki hinu, að rikisstjórn hefur þetta vald, og telji hún þetta nauðsynlegt þá er henni þetta heimilt. Sannfæring min, eða einhverra annarra, stjórnar ekki landinu i svona tilvikum, það gerir löglega kjörin stjórn landsins. — Ég segi þetta nieðal annars vegna þess að ég var i nokkur ár við nám á Bret- landi, og þykist þar hafa séð, að þrátt fyrir glæsta sögulega fortið verkalýðshreyfingarinnar þar, þá er hún um margt orðin Ihalds- söm og á villigötum er á móti tæknilegum .framförum, ef það kostar timabundna fækkun á vinnustöðum, en umfram allt rekur hún skæruhernað frum- skógarins, það vantar stefnumót- un og sanngjörn langtimamark- mið. Ég held að islenzk verka- lýðshreyfing megi um margt lita til Breta og vara sig: Ég minni á að þegar verkalýðsleiðtogar voru i sjónvarpi spurðir um óhóflegar og siðlausar launakröfur flug- manna, þá ypptu þeir öxlum, og sögðu að þetta væri ekki þeirra félag, þeim kæmi þetta ekki við. Ég er þeirrar skoðunar að launakröfur flugmanna séu tal- andi tákn og þess vegna ágætt dæmi um vita siðlausar launa- kröfur. Þeir fóru fram á sem hæstu laun rúmlega hálfa milljón á mánuði, að viðbættum margs konar friðindum. Launakröfur — og það vald að margir en fá- mennir hópar geta hver um sig stöðvað allan islenzka flugflotann — já, launakröfur af þessu tagi eru eðlilega til þess fallnar að skapa úlfúð og réttláta reiði. Ég hefi sagt áður að ég er þeirrar skoðunar að rikisstjórnir séu til þess að stjórna — það er hæg- ara sagt en gert —- en undir svona kringumstæðum á rikis- stjórn að gera hvað hún getur til þess að berja svona kröfugerð niður, jafnvel að leita eftir erlendum flugmönnum, ef annað er ekki hægt. Við viljum bætt og umfram allt geðfelldara þjóð- félag, við viljum hæfilegan og sanngjarnan jöfnuð — en við get- um ekki endalaust brosað við öll- um. Það er vísasti vegurinn tií ræfilslegrar upplausnar. Nú er komið að niðurlagi þess- ara orða og niðurlægingar: Ég hefi nokkuð gert að umræðuefni frelsið sjálft, lýðræðið, en um leið þá hættu, að lýðræðið snúizt i ranghverfu sina, lýðskrumið. Við vitum að lýðræðið hefur reynzt fallvalt, og um þessar mundir standa spjót á þvi þar i viðri ver- öld, sem það er við lýði. Kannski aðailega vegna þess að það hefur tilhneigingu til að vera þungt I vöfum og umfram allt stundum leiðinlegt. En hér erum við, rúm- lega tvö hundruð þúsund manna smáþjóð, og ég er einlæglega þeirrar skoðunar, að hér getum við skapað riki, sem yrði öðrum fyrirmynd um framkvæmd lýð- ræðisins, hreinlega vegna fámennisins. Leiðin til þjóðlegrar reisnar er að hafa ástæðu til að bera virð- ingu fyrir sjálfum sér. Land okk- ar hefur ótrúlega möguleika. I samskiptum þjóðanna eigum við aö koma fram með viröuleik og drengskap en með fullri sann- girni. Þetta er hægt — heiman og heima — og það hefur áreiðan- lega verið ósk og vilji Jóns Sigurðssonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.