Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24. júni 1975. TÍMINN 11 0 íslandsmeistararnir í bridge velja minnis- > o stæðustu spilin fyrir lesendur Tímans ÍSLANDSMÓTIÐ i sveitakeppni ibridge er nýafstaðið. Þar sigr- aði sveit Jöns Hjaltasonar, en auk hans skipa sveitina, Guð- mundur Pétursson, Jón As- björnsson, Karl Sigurhjartarson og Sigtryggur Sigurðsson. Hinir nýbökuðu Islandsmeist- ararhafa hver og einn valið fyr- ir Timann minnisstæðasta spilið úr mótinu og sett við þær frá- sagnir sinar, og munu pistlar þessir birtast næstu dagana. Fyrsti pistillinn birtist hér á eftir, og það er Guðmundur Pétursson, 34 ára blaðamaður og tvöfaldur Islandsmeistari, sem hefur orðið: Stundum leitar sú hugsun á mann, hvort maður sé ekki bú- inn að gera nóg, og skyldu sina þar með. Þá er freistandi að halla sér aftur i stólnum og láta þar við sitja. Slik freisting sótti að mér i þessu siðasta Islandsmóti, I spili, sem er mér minnisstætt fyrir það, að mér fannst ég þurfa að gera þar meira en nóg. Meö spaða-D653 — hjarta-1094 — tigul-KG64 — lauf-86 heyrði ég félaga minn opna á 1 laufi, sem lofar 17 p eða meira. Með 6p mátti ég svara jákvætt, 1 hjarta, sem ég gerði samvizku- lega, þótt mér þætti höndin væg- ast sagt mögur. Eftir það meg- um við ekki passa, fyrr en kom- ið er I tvö grönd a.m.k. Félagi minn sagði 1 grand, og nú var ég svo vel settur, að ég gat sagt 2 grönd, sem upplýsti, að ég ætti i mesta lagi lp meira en ég væri þegar búinn að lofa honum. Hann mátti þvi passa. En hann sýndi nú áhuga á að fá upplýsingar um, hvaða fjór- liti ég ætti, og spurði um það með 3 laufum. — Skyldan bauð mér að segja 3 tigla, en ég sagði 3 spaða, þvi ekki hafði ég áhuga á 11 slaga samningi i láglit með þetta moð. Við þessu sagði félagi minn 4 grönd og hananú! Þetta er alls ekki ásaspurn- ing, ef einhver skyldi láta það flögra að sér. Ég má passa þessa sögn, en hún þýðir ein- faldlega, að félagi hafi ekki fundið samlegu i litum, en eigi samt svo mikil spil, að hann haldi, að 6 grönd geti verið sæmilegur möguleiki, ef ég er með hámark fyrir minar fyrri sagnir. Min fyrsta hugsun var: Nei, takk! Hérna ætla ég að stökkva út úr vagninum. Ég er vist bú- inn að segja tvi- eða þrivegis frá þessum 6p, sem ég lofaði I minni fyrstu sögn. Ég hlýt að vera bú- inn aö gera nóg. Til hvers er eig- inlega ætlazt af mér meira? En biðum nú andartak. Félaga okkar er greinilega mik- iðniðri fyrir, þegar hann þrýstir svona á okkur. Látum oss skoða moðið ögn betur. Leynist ekki einhversstaðar örlitil ljósglæta? Þegar við athugum þetta bet- ur, þá eru þessir punktar alltént Guðmundur Pétursson. drottning og kóngur. Ver.ra hefði það verið, ef það hefði ver- ið gosadót. Nú, og gosinn nýtur stuönings af kóngi og verður örugglega i fullu gildi. Þegar ég skoða þetta betur, þá sé ég, að skiptingin er heldur ekki eins dauð og hún hefði getað verið. 4- 3-3-3 hefði verið lakara. Þessi fjórði tigull, fjarkinn, hann er orðinn lokkandi. Nei annars, þetta er ekki svo afleit hönd, þegar allt kemur til alls. Og ég var næstum búinn að gleyma hjartatiunni. Hún er alveg umfram. — Þetta eru bara orðin ágætis spil. Já, við skulum láta þetta eftir félaga okkar. 6 tigla segjum við, til þess að bjóða félaga okkar þarna á tólftu stundu að spila tigul fyrir tromp. En hann breytir i 6 spaða! — Nú, jæja, hvað um það. Hann er vanur að vita hvað hann er að gera, blessaður, og veit ofurvel, aö við eigum bara fjögur tromp. Látum þá svó vera. Eftir útspilið leggur hann upp spaða AK8 — hjarta-AK52 — tigul-A7 — lauf-AK73 og finnst þá nokkrum skritið, þótt hann hafi verið hrifinn af spilunum sinum? Þetta eru þó samanlagt ekki nema 31 punktur, sem við eigum, meðan venjulega þarf 33p i hálfslemmu á jafnar hend- ur. Við eigum bara sjö tromp samanlagt, en þetta er greini- lega möguleikarikari samning- ur en 6 grönd. — Hjartatian kemur þó ekki að þvi haldi, sem við vonuðum. Og þó! Eftir að hafa drepið trompút- spilið með spaðaási, tekið tigul- ás og svinað tigulgosa, sem heppnast, trompum við litinn tigul I blindum. Trompkóngur er tekinn, laufaás og kóngur og litið lauf trompað heim. Báðir andstæðingar fylgja lit, þegar trompdrottningu er spilað svo að öll tromp eru farin. Spilið er komiðihús,þegarhér er komið. * ¥ ♦ + 7 AK4 +---- V DG6 ♦---- * D * -- ¥ 873 ♦ D + -- * -- V 1094 ♦ K * ---- Þegar tigulkóngi er spilað, gefst vinstrihandar andstæðing- ur upp. Hann má ekki kasta laufadrottningu, og hann má ekki kasta hjarta, sem hann gerir þó, svo að hjartatian fær þrettánda slaginn. Hún var þá einhvers virði eft- ir allt saman. — Legan er svo hagstæð, að 6grönd hefðu unnizt lika, en aldrei þrettán slagir. Einn punktur þá kannski græddur? — Nei, tólf stig, þvi að á hinu borðinu stönzuðu mót- herjar okkar igame I grandi eft- ir að þeir fundu, að eina drottn- ingu vantaði i spilið i punktum til að 6 grönd gætu verið eðlileg- ur samningur. Það er greinilegt, að það verður stundum að gera meira en nóg. Að minnsta kosti ef maður á tigulfjarkann afgangs ósagðan. Allt tilbúið til sumargleðinnar. Ragnar Bjarnason og Ómar Ragnarsson eru að hefja sig tii flugs af þeirri landsþekktu flugvél Ómars, Frúnni, en þeir sem enn halda sig við jörðina, eru t.v.: Arni Scheving, Birgir Karlsson, Laddi og Halli, Jón Sigurösson, Rúnar Georgsson og Stefán Jóhannsson. HLJÓMSVEIT RAGNARS BJARNASONAR MEÐ SUMARGLEÐI UM LANDIÐ HLJÓMSVEIT Ragnars Bjarnasonar, ásamt Ómari Ragnarssyni og Halla og Ladda, er nú aö leggja land undir fót og verður fyrsta Sumrgleðin þeirra I Tjarnarlundi i Dölum föstu- daginn 27. júni og Breiðabliki á Snæfellsnesi laugard. 28. júni. Þeir munu flytja tveggja tima stanzlausa skemmtiskrá með dansleik á eftir. Á skemmtun- inni mun rneðal annars verða nýstárleg spurningakeppni, og eru góð verðlaun I boði. Einnig verður á dansleikjunum spilað bingó, og eru bingóverðlaunin á hverjum stað ferð til sólarlanda með ferðaskrifstofunni Sunnu. Verður hægt að fara I þessar ferðir hvenær sem er I sumar, haust eða næsta vetur. Einnig munu verða haldnar sérstakar barnaskemmtanir. þar sem þvi verður við komið og veröur fyrsta barnaskemmtunin I Hnffsdal laugard. 12. júli. Og eins og þeir félagar segja: Nú er tækifæri fyrir ungt fólk á öllum aldri til að skemmta sér saman svo um munar...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.