Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 24. júni 1975. gleypa hávaðann, sem kom frá þeim. Þess vegna barst hann hátt um skóginn, er þeir flýttu sér gegnum runna- þykknið. Aðvörunarmerki til óvinarins. Þeir reyndu að fara hægar, en hávaðinn var nærri sá sami. Þess vegna tóku þeir aftur að hraða sér. Það brakaði í gróðrinum undir fótum þeirra. — Er þessi hæðarhryggur alveg endalaus? sagði Singleton. — Við erum búnir að arka margar mílur. — Margar mílur, bergmálaði Mitch. — Fjórar mílur, f imm, sex. Hann var aftur f arinn að draga fæturna. Þarnæst kiknaði hann. Ward dröslaði honum upp. Svo reis hann upp sjálf ur og sveigðist afturábak. Riff ilhljóð- ið barst á milli trjánna. Ward lá nú á bakinu. Hendur hans og f ætur tóku dauðakippina. Þaðan sem Teasle lá á jörðinni, sá hann að Ward hafði fengið kúluna beint í brjóstið. Teasle var hissa á því, að hann lá á jörðinni. Hann minntist þess ekki að hafa kastað sér niður. Hann var einnig hissa á því, að hann hafði dregið fram byss- una. Jesús.. Nú var Ward líka dauður. Teasle langaði að skríða til hans. En hvað gagfiáði það? Hvað með Mitch. Þó ekki hann líka? Mitch hafði fallið i aurinn og lá graf- kyrr, eins og hann hefði líka verið skotinn. Nei. Það var allt í lagi með hann. Augu hans opnuðust, og hann deplaði i átt að tré einu. — Sástu hann? sagði Teasle hraðmæltur við Singleton. — Sástu hvaðan hann skaut? Ekkert svar. Singleton lá marflatur á jörðinni og starði tómum augum fram fyrir sig. Andlit hans hertist um risastór kinnbeinin. Teasle hristi hann til. — Sástu hann, sagði ég. Reyndu að jafna þig. Þegar hann hristi Singleton, var eins og skrúfað væri frá öryggisloka. Singleton komst allur á hreyfingu. Hann bar hnefann þétt upp að andliti Teasles. — BURT MEÐ DJÖFULS LÚKURNAR AF MÉR. — Sástu hann, s|3brði ég. — Ég sagði nei. — Þú sagðir EKKI NEITT. — Neitt, át Mitch heimskulega upp eftir honum. Þeir litu á hann. — Fljótur — hjálpaðu mér, sagði Teasle. Þeir drógu hann áfram í svolitla dæld. Umhverfis hana voru runnar. Fúnandi tré var framan við hana. Dældin var f ull af regnvatni. Teasle lét sig síga niður. Kalt vatnið snerti brjóst hans og maga. Hendur hans skulfu, er hann athugaði byssuna. Hann vildi vera þess f ullviss, að vatn væri ekkert í byssuhlaup- inu. Hann vissi vel hvað nú varð að gera, og það hræddi hann. En hann sá enga úrlausn aðra. Ef hann hugsaði of mikið um það, gæti svo f arið, að hann treystist ekki til að gera það, sem gera þurfti. —’Vertu kyrr hérna með Mitch, sagði hann við Singleton. Munnur hans var skraufaþurr. Tunga hans hafði ekki verið rök klukku- stundum saman nú upp á síðkastið. — Ef einhver kemur gegnum runnana án þess að segjast vera ég, þá átt þú að skjóta hann. — Hvað áttu við —kyrrhér? Hvert — — Hérna framfyrir. Ef við reynum að snúa við sömu leið og við komum, þá mun hann aðeins elta okkur. Við getum sparað okkur það ómak að f lýja burt. Það er eins ‘ gott að við leiðum þetta til lykta hér á staðnum. — En hann er þrautþjálfaður í svona bardögum. — Og ég hlaut þjálfun í nætureftirlitsferðum í Kóreu. Síðan eru tuttugu ár, en ég hef ekki gleymt því öllu. Það má vel vera, að ég sé seinn á mér og kominn úr allri æfingu. En ég heyri engar betri hugmyndir. — Vertu hér kyrr og bíddu hans. Látum hann koma til okkar. Við vitum að hann kemur. Við verðum tilbúnir að taka á mgti honum. — Hvað gerist ef nóttin skellur á og hann laumast að okkur, án þess að við verðum þess varir? — Við förum héðan áður en náttar. — Auðvitað. Svo völdum við svo miklum hávaða, að hann þarf ekki einu sinni að sjá okkur til að skjóta okkur niður. Hann miðar bara þangað sem hann heyrir hljóðið. Þín eigin orð. Hann er þjálfaður í svona löguðu. Ég er viss um að það er okkar hagur. Ef heppnin er með okkur, þá á hann ekki von á því, að ég laumist á móti sér og berjist með hans aðferðum. Hann býst við að ég f lýi. En hann býst ekki við gagnárás. — Þá ætla ég með þér. — NEI. Þú verður að vera hér hjá Mitch. Ef við erum báðir að skriða þarna gæti hávaðinn leitt athygli hans að okkur. Teasle hafði aðra ástæðu fyrir því að fara einn. En hann vildi ekki gefa frekari skýringar. Nógur tími hafði þegar farið til spillis. Svo skreið hann upp úr lautinni og til vinstri — framhjá föllnu trénu. Forin var svo köld er hún straukst eftir maga hans, að hann varð að beita sig hörku til að reisa sig ekki upp. Hann skreiddist áfram nokkurn spöl. Svo nam hann staðar og hlustaði. Mjakaði sér svo enn áf ram. Hann þrýsti skónum ofan í forina og HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R iJliMlii: ií Þriðjudagur 24.júni 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field i þýðingu Benedikts Sigurðssonar (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgun- popp kl. 10.25. Hljómplötu- safnið kl. 11.00: Endurtek- inn þáttur Gunnars Guð- mundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnu'na: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Á vigaslóð” eftir James Hilton. Axel Thorsteinson lýkur lestri þýðingar sinnar (25). 15.00 Miðdegistónleikar: ts- iensk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. Tónleikar 17.30 Sagan: „Barnið hans Péturs” eftir Gun Jacobson. Jónina Steinþórsdóttir þýddi. Sigurður Grétar Guðmundsson les (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Um fjölmiðlarannóknir. Þorbjörn Broddason lektor flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 21.00 (Jr erlendum blöðum. Ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Trió f H-dúr op. 8 eftir Brahms. Nicolas Chuma- chenco, Alexandre Stein og Edith Picht-Axenfeld leika. (Hljóðritun frá útvarpinu i Baden-Baden). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rómeó og Júlia i sveitaþorpinu” eftir Gott- fried Keller. Njörður P. Njarðvik les þýðingu sina (3). 22.35 Harmonikulög. Charles Camillari leikur. 23.00 Á hljóðbergi. Sherlock Holmes og rauðhærða fylk- ingin eftir Arthur Conan Doyle. Basil Rathbone les. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. fllMMIB 11, Þriðjudagur 24.júni 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Skólamál. Myndaflokkur í umsjá Helga Jónassonar, fræðslustjóra. 3. þáttur. Skrúfudagur vélskólans. Rætt er við Andrés Guðna- son, skólastjóra, og nokkra nemendur. Einnig er fylgst með verklegu námi, og inn i þáttinn er svo fléttað skemmtiatriðum frá hátið- isdegi skólans, skrúfudegin- um. Stjórn upptöku Sigurð- ur Sverrir Pálsson. 21.05 Svona er ástin. Nýr bandarlskur gamanmynda- flokkur, settur saman úr stuttum, sjálfstæðum, eða lauslega tengdum þátt-. um. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 21.55 Gigtarlækningar. Sænsk fræðslumynd um gigtar- sjúkdóma og tilraunir til að lækna þá, sem af þeim þjást, eða lina þjáningar þeirra. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.