Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.06.1975, Blaðsíða 17
Þrifljudagur 24. júnl 1975. 17 fátt var um fína drætti hjá liðinu i fyrri hálfleiknum. Aftur lifnaði svo yfir Kefl- vlkingum i byrjun siðari hálf- leiksins, og fljótlega (á 51. min.) tókst Karli Hermannssyni að brjótast laglega i gegnum FH- vörnina og senda knöttinn fyrir markið. Þar urðu FH-ingum á ljót varnarmistök, og Jóni ólafi Jóns- syni tókst að skora örugglega af stuttu færi. Jón ólafur skoraði þarna sitt 31. 1. deildar mark fyr- ir Keflavikurliðið, en hann skor- aði sitt fyrsta mark 1963, gegn KR. — „Það var ekki hægt annað en skora — markið stóð opið”, sagði Jón ólafureftir leikinn. Þótt Keflvikingar næðu dýr- mætu (2:0) forskoti, gáfust nýlið- ar FH ekki upp. Leikmenn FH- liðsins sneru vörn i sókn, og með stórgóðri knattspyrnu tóku þeir völdin i leiknum, þegar þeir fundu veika hlekkinn i Keflavikurliðinu. FH-ingar létu sóknarloturnar ganga upp vinslri kantinn, og þegar 16 minútur (74. min.) voru til leiksloka, bar sóknarlota árangur. ólafur Danivalsson brauzt I gegnum Keflavikurvörn- ina — en áður en hann komst i skotstöðu, var honum brugðið af Gunnari Jónssyni, bakverði Keflavikurliðsins. Dómarinn, Rafn Hjaltalin, dæmdi samstund- is vitaspyrnu, sem Helgi Ragn- arssonskoraði úr — sitt fyrsta 1. deildar mark. FH-ingar tviefldust við þetta, og hver sóknarlotan á fætur annari dundi á Keflavikur-liðinu, sem lagði kapp á að halda stöðunni (2:1) óbreyttri. FH-ingar sóttu stift, og þeir áttu stórgóða sam- leikskafla, sem Keflvikingar áttu I erfiðleikum með. Þegar aðeins 6 minútur voru til leiksloka, tókst FH-ingum að jafna. Þórir Jóns- son skoraði þá sannkallað heppnismark. Þorsteinn ólafsson virtist ekki eiga i neinum erfið- leikum með að verja langskot frá Þóri, en annað varð uppi á ten- ingnum. Knötturinn lenti i ójöfnu á vellinum og hoppaði yfir Þor- stein, þar sem hann var búinn að varpa sér fyrir knöttinn. — Knötturinn skoppaði yfir Þorstein og yfir marklinu Keflvikinga, áð- ur en varnarmanni tókst- að bjarga marki. ólafur Júliusson var nær búinn að tryggja Keflvikingum sigur stuttu siðar, er hann átti skot, sem hafnaði i stöng FH-marksins. ÓMAR KARLSSON, markvörður FH, sést hér horfa óttasleginn á eftir knettinum eftirskot frá Ólafi Júliussyni. Knötturinn skall i stönginni og út — en Karl Her- mannsson (t.v.) hikaði, og missti þar með gullið marktækifæri út úr höndunum á sér. (Timamynd Magnús) Karl Hermannsson var illa á verði — hann hefði getað skorað, ef hann hefði fylgt skotinu eftir. ,,Ég hélt að knötturinn væri inni”, sagöi Karl eftir leikinn. Eftir stangarskotið barst knötturinn út I markteig, þar sem Astráður Gunnarsson var i góðu færi — en hann hitti knöttinn illa og FH-ing- um tókst að bjarga, með þvi að spyrna frá marki. leikinni ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ KARL HERMANNSSON (Kefla- vik) — Það er svekkjandi að missa unnin leik út úr höndunum á sér. Þetta var ekki nærri nógu gott hjá okkur, en ég hef trú á, að þetta sé að koma hjá liðinu. GtSLI TORFASON (Keflavik( — FH-ingarnir voru að gefa upp vonina, þegar vitaspyrnan kom, en hún kom d hættulegu augna- bliki. Við urðum hræddir og fór- um að hörfa — þannig misstum við leikinn út úr höndunum á okkur. BILL HODGSON (þjálfariFH) — Ég er mjög ánægður með úrslitin, sem hafa fært okkur sjálfs- traustið aftur. Ég er ekki sizt ánægður með lokakaflann i leikn- um, þvi að þá sýndúmvið okkar réttu getu. ÞÓRIR JÓNSSON (skoraði jöfnunarmark FH) — Vita- spyrnan gaf okkur byr undir báða vængi, og eftir hana tókum við leikinn i okkar hendur. Úrslit leiksins gefa okkur góð fyrirheit og lifga upp á andann i liðinu. Við vinnum KR i næsta leik. GRÉTAR MAGNÚSSON (Kefla- vik) — Það var sárt að missa leikinn niður i jafntefli. En þetta kemur allt hjá okkur — við förum næst til Vestmannaeyja, og þaðan komum við heim með tvö stig i pokahorninu. RMISTÖK FRAMARA MÖNNUM SIGUR rkið 1 hitt skiptið bjargaði Arni með úthlaupi, sló knöttinn aftur fyric sig, en vindurinn sá um að bera knöttinn yfir markiö. Það virtist sem sagt hilla undir 0-0 I hálfleik, þegar hinn leikreyndi landsliðs- maður, Jón Pétursson, geröi sig sekan um gróf mistök, sem kost- uöu Fram bæði stigin. Jón var einn með knöttinn nálægt vitateig og nærtækast hefði verið að gefa hann til baka til markvarðarins. En i stað þess ætlaði hann að spila fram og lét Teit Þórðarson hrein- lega hirða knöttinn af tánum á sér. Teitur var ekki seinn á sér að gefa góða sendingu á Matthias aut nýtt meyjarmet. Þá varð Björk Eiriksdóttir úr 1R þriðja — 2488 stig. IR-ingurinn Hafsteinn Óskars- son.sem er aðeins 18 ára, varð Is- landsmeistari i 10.000 hlaupi — hann hljóp veglengdina á 33:35,6 min., sem er mjög góður árangur i þeirri veðrabaráttu — rigning og rok — sem var á meðan hlaupið fór fram. Arangur Hafsteins er nýtt sveinamet. UMSK- boðhlaupssveitin varð Islandsmeistari i 4x800 m boðhlaupi — sveitin hljóp vega- lengdina á 9.15,4 min. Hailgrimsson, sem var einn og óvaldaður við hægra vitateigs- horn. Hann lék nokkra metra áfram og skoraði með góðu skoti, fram hjá Arna, sem reyndi að bjarga með úthlaupi. Staðan I hálfleik var þannig 1-0 IA I vil, og nú voru Framarar i þvi erfiða hlutverki að reyna að jafna met- in. 1 seinni hálfleik bætti Georg Kirby, þjálfari IA manni við i vörnina, og það átti sem sagt að reyna að halda þessu forskoti. Knötturinn var I þessum hálfleik mest á vallarhelming Skaga- manna, en það var örsjaldan sem hætta skapaðist við mark þeirra, og Daviö Kristjánsson I marki þeirra þurfti aðeins einu sinni að taka sig á, þegar hann varði skalla frá Jóni Péturssyni. Skagamenn áttu nokkur hættuleg skyndiupphlaup, og úr einu sliku kom hættulegasta tækifæri hálf- leiksins. Knötturinn barst til Björns Lárussonar úti á hægri kanti, sem skaut þrumuskoti af um 30 metra færi neðst I mark- hornið, Arni varði naumlega, en' missti knöttinn frá sér til Teits, sem skaut yfir, einn metra frá markinu. Möguleikar Fram til að jafna leikinn voru má segja úr sögunni þegar á 10. minútu seinni hálfleiks, þegar Marteinn Geirs- sonvarö að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, eftir það var enginn broddur i sóknaraðgerðum Framara, þaö vantaði mann til að taka við sendingunum inn I vita- teig 1A. I liöi IA voru það Jónarnir tveir, Alfreösson og Gunnlaugs- son, sem áttu að vanda góðan dag, Matthfas skapaði hættu i fram linunni, og Teitur átti heiðurinn af markinu, þó aö ekki sæist mikiö til hans annars. Hjá Fram var Marteinnskástur með- an hans naut við, hinir spiluðu flestir undir getu, en ekki er samt hægt að saka Arna um markið, sem hann fékk á sig. Dómari var Baldur Þóröarson, og ekki er hægt að hrósa honum fyrir frammistöðu sina I leiknum, til dæmis er það óskiljanlegt hvers vegna hann bætti ekki við leiktimann I seinni hálfleik, þegar það tók margar minútur aö sækja knöttinn niöur I fjöru, eftir þrumuskot varnarmanna IA þangað, en þeir voru greinilega að tefja leikinn. ó.o. 1. DEILD Staðan er nú þessi i 1. deildar keppninni I knattspyrnu: Valur 5 2 3 0 6:2 7 Akranes 5 2 2 1 11:5 6 Fram 5 3 0 2 4:2 6 Vestm.ey. 5 1 3 1 6:4 5 KR 5 1 2 2 2:3 4 Keflavik 5 1 2 2 3:4 4 Vikingur 5 1 2 2 2:4 4 FH 5 1 2 2 5:13 4 Markhæstu menn: Guðmundur Þorbjörnss., Val 4 örn Óskarsson, Vestm.ey. 4 Teitur Þórðarson, Akran. 3 Matthias Hallgrimss., Akran. 3 Atli Þ. Héðinss. KR 2 Atli Eðvaidsson, Val 2 Þórir Jónsson, FH. 2 — sagði JOE HOOLEY þjólfari Keflavíkurliðsins „Ævintýrinu er lokiö”, sagöi hinn skapmikli þjálfari Keflvikinga JOE HOOLEY, þegar hann yfirgaf æfingu hjá Keflavfkurliðinu og sagði stööu sinni sem þjálfara lausri. Þeir Guðni Kjartansson, fyrr- um fyrirliði liðsins og Jón Jóhannsson „Marka-Jón” hafa nú tekið við þjáifun iiðsins og stjórnuðu þeir Keflavikurliðinu gegn FH-ing- um. JÓN JÓHANNSSON GUÐNIKJARTANSSON ..Ævintýrinu er lokið"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.