Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 1
FELL S.F. Egils- stöðurri Sími 97-1179 Slöngur og tengi Heildsala Smásala 1M1«I TARPAULIN RISSKEMMUR 140. tbl — Miðvikudagur 25. júni 1975 —59. árgangur HF HORÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 6-SÍMI (91)19460 TOGARADEILAN: SAAAIÐ I DAG? BH-Rvik!. — Þaö veröur satniö i dag, miövikudag, sagöi Ingólf- ur Ingólfsson, formaöur Vél- stjórafélags tsiands viö okkur, þegar við yfirgáfum Tollhúsiö um miðnættið I gærkvöldi. Þá stóöu yfir sáttafundir hjá fulltrúum sjó- manna og yfirmanna og útgerö- armönnum i togaradeilunni. — Þaö veröur haldiö áfram i nótt eftir þvi, sem tilefni gefst til, sagöi Torfi Hjartarson, rikis- sáttasemjari viö okkur aö skiln- aöi, og svipur hans var margræö- ur, en hann kvaöst ófáanlegur til aö ræöa horfur. — Þaö er samningasvipur á mönnum, sagöi Torfi viö okkur nokkru áður. Við fengum ekki betur séð en fundirnir i gærkvöldi væru upp- hafning smámála til þess að hleypa öllu i.hnút. Um miðnætti fengum við ekki betur séð en ný samninganefnd matsveina á tog- urum væri að koma. Hin fyrri hafði gefizt upp, — og út af þvi var allt strand. Matsveinarnir neit- uðu að þrifa gangana. Einhverjir höföu við orð, að þetta endaði með þvi, að matsveinarnir segðu sig úr sjómannasambandinu, svo að eitthvað hefur gengið á bak við lokaðar dyr hjá sjómannasam- bandinu. Þá munu sjómenn ekki hafa veriö ánægðir með tilhögun út- búnaöar veiðarfæra um borð og vildu meiri tógvinnu úr landi. Vélstjórar voru eitthvað óánægðir með svartoliunotkun- ina, og fram eftir kvöldi var eitt- hvað óklárt með sjúkrasjóði og olíuverð — og kannski eitthvað fleira. Enn ein fálka orðan seld HJ-Reykjavik. — Viö vorum ein- mitt að seija eina fálkaorðu i gær, fyrir 25 þúsund krónur, sagöi starfsmaöur I verzluninni Klausturhólum, þegar Timinn spuröist fyrir um sölu verzlunar- innar á fálkaorðum. — Sú oröa var fyrirfram pöntuö, og svo hefur einnig veriö meö aörar þær fálkaoröur, sem viö höfum annazt sölu á. Eftirspurnin eftir orðum af þessari tegund er töluverö, og viö gætum selt mun fleiri en viö fá- um. — Mér er ekki kunnugt um, hversu margar fálkaorður við höfum selt frá þvi að verzlunin tók til starfa, en þær eru nokkrar. Fólk kemur til okkar og býður orðurnar til sölu, og við erum ekkert að spyrja það til nafns, né á hvern hátt það hafi komizt yfir orðurnar. Fólkið er yfirleitt roskið, eða komið vel á fullorðins- ár, og við fylgjum þeirri reglu aö kaupa alls ekki slika hluti af börnum eða unglingum. © ASK-Akureyri. „Miðað við áætlaðar tekjur bæjarsjóðs er innheimta bæjargjalda 2 1/2% lakari i ár en á sama tima i fyrra, og augsýnilegt er að fólk á i nokkrum greiðsluerfiðleikum,” sagði Valgarður Baldvinsson, bæjarritari á Akureyri, i viðtali vð Timann. Fyrstu mánuði ársins gekk inn- heimta eðlilega, en þegar liða tók á vor, fór afleiðinga togaraverk- fallsins að gæta, og greiðslugeta mikils fjölda fólks fór minnkandi. t júni hefur svo til ekkert inn- heimzt. Ekki er fjarri lagi að hátt á annað hundrað manns hafi misst atvinnu sina, auk þess sem fjöldi þjónustufyrirtækja verður verk- efnalitill i verkfallinu. Sjálfur er bæjarsjóður illa staddur, um sið- ustu áramót var skuld hans við Landsbankann um 53 milljónir, en árinu áður var inneign bæjar- ins um 10-15 milljónir. HEIMSÆKIR O SÚGANDAFJÖRD OPNA 1 fyrrinótt var hins vegar samið um fastakaupið við yfirmenn, og átti það að hækka úr 27.600 krón- um i rúm 40.000,00 á mánuði, og hafi náðst samkomulag við sjó- menn hefur þeirra kaup að likind- um hækkað úr 32.600 i rúm 44.000,00 krónur. Skiptaprósentan var vist ekkert ágreiningsefni, en skipstjórar eru með 3,2% aflahlut og hásetar 0.8%. Ágreiningur um starfsmat BH-Reykjavik. — Fundur prentara, bókbindara og off- setprentara meö prentsmiðju- eigendum, svo og blaöamanna og útgefenda, hófst hjá sátta- semjara kl. 2 I gær. Um mið- nætti var Ijóst, aö bókbindarar og offsetprentara voru reiðu- búnir aö undirrita samkomu- lag, en prentarar og biaöa- menn greindi sin á milli um starfsmat útlitsteikna ra blaöanna, svo að undirrit- un samkomulags var ekki væntanlegt, auk þess sem viö- ræöur blaðamanna og útgef- enda höföu dregizt af þessum sökum. Ráðstafanir gegn Baader- Meinhof á íslandi m > © SIGLINGAMALASTOFNUNIN AHRIF TOGARAVERKFALLSINS: Nær ekkert innheimt- ist af útsvörunum SPARNAÐUR Á KOSTNAÐ ÖRYGGISINS — ÞAÐ VANTAR NEYÐARÚT- GANGA Á LITLU BÁTANA BH—Reykjavik. — Á síðari árum hefur óheillaþró- un átt sér stað hérlendis I sambandi við neyöarút- ganga frá vistarverum áhafna, og á þetta sérstak- lega við um litla báta, sagði Páll Ragnarsson hjá Siglingamálastofnun rikisins I viötali viö Timann I gær. Siglingamálastofnunin hefur nú bent á hent- uga, veðurþétta neyðarútganga fyrir fiskiskip, og er um þá fjallað I nýútkomnu hefti af Siglingamál- um. Viö báðum Pál að segja okkur nánar frá þessum málum. — Þessir neyðarútgangar koma sér vel, þar sem lúkarinn er þröngur og litill og kann að fyll- ast, t.d. af eldi. Á litlu bátunum voru hérna áður fyrr hágluggar, svonefndir „skylights”, sem hægt var að opna og skriða út um i neyðartilfellum. Þetta hefur nú lagzt niöur á litlum bátum, en á ölium stærri bátum og skipum eru sérstakir neyöarút- gangar úr vélarrými og vistarverum manna. Við inntum Pál eftir ástæðum til þess, að hágluggarnir lögðust niöur. — Þær geta verið margar. Þessir gluggar voru ekki þéttir. Nú, svo er komið alls konar dót á þilfar- ið á nýju bátunum, þannig að þetta getur stafaö af plássleysi. Enn fremur dettur mér I hug, að þetta sé gert i sparnaöarskyni. En allt er þetta á kostnað öryggisins. — Það þarf ekki að undirstrika nauðsyn neyðar- útgangs? — Nei. I bátum, þar sem aðeins er einn útgangur á stýrishúsi, oftast á stjórnborðshlið, og þessi út- gangur er jafnframt oft lfka fyrir káetu og vélar- rúm, þarf að vera neyðarútgangur, staðsettur bak- borðsmegin á stýrishúsi eða á vélarreisn. A hurðina má koma fyrir glugga, ef henta þykir vegna fyrirkomulags i stýrishúsi. Aö öðrum kosti er hcntugt að hafa hurðina nálægt glugga, þannig að i neyöartilviki megi brjóta rúðu til að teygja sig inn fyrir og opna hurðina á þann hátt utan frá, en hún er annars aöeins opnanleg innanfrá. Teikning af veöurþéttri neyöarútgangshurö i fiskiskip, sem Siglingamálastofnunin bendir nú á aö vanti i flesta minni bátana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.