Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miövikudagur 25. júni 1975. íslandsmeistararnir í bridge velja minnis- stæðustu spilin fyrir lesendur Tímans HÉR kemur annar bridge-pist- illinn, þar sem nýbakaöur Is- landsmeistari i sveitakeppni skýrir lesendum Timans frá þvi spili, sem honum er minnis- stæöast úr mótinu. Að þessu sinni er það Jón Asbjörhsson, 36 Jón Ásbjörnsson. ára Iþróttakennari, sem segir frá, en þetta er I fjóröa sinn, sem Jón vinnur til þessa titils, auk þess sem hann hefur orðið Islandsmeistari I tvimennings- keppni. Loks má geta þess, að Jón hefur gefið út Bridgeblaðið. Minnisstætt er mér spil úr slð- asta leiknum, sem varð að vinn- ast. Mótherjarnir, Gunnar Guð- mundsson og örn Guðmunds- son, höfðu spilað mjög góðan bridge, hnekkt mörgum game- sögnum okkar og aðeins 3 spil eftir. Sagnir gengu: örn Ég Gunnar Félagi 1. gr. p. 2 la. p. 2 tl. p. 3 gr. allir pass. Ég átti útspilið með þessi spil: spaöa-GlO, hjarta-D92, tigul- 65432, laúf-954. Ég er eindreginn fylgjandi þess aö spila sinum lengsta lit, að öðru jöfnu. En tigullitur minn var einstakur, auk þess sem höndin var ekki sóknarleg. Þá upplýstu sagnir að mótherjinn hægra megin átti ekki 4-lit i spaða og hjarta, en 2 la. var spuming um það. Ég ákvað þvi (og tel það rökrétt) að spila út spaðagosa, sem svo reyndist eina útspiliö sem hnekkti spil- inu, þvi félagi átti AD9752, og kóngurinn birtist I blindum. Gerði þetta spil út um leikinn, þvi okkar menn höfðuspilaö 4 hjörtu,sem unnust auðveldlega. Jón Hjaltason, félagi minn, þakkaði mér fyrir farsælt útspil og sagði, að þetta hefði veriö i eina skiptið I allri keppninni, sem ég spilaði ekki út minum lengsta lit I 3 gr. „Allir,sem hljóta Fólkaorðu, skrifa undir skuldbindingu um að henni skuli skilað til ríkisins að þeim lótnum" HJ-Reykjavik. — Allir þeir aðil- ar, sem hljóta fálkaorðu, skrifa undir yfirlýsingu þess efnis, að þeir skuldbindi sig til að gera ráð- stafanir til að oröunni verði skilað aftur til rikisins að þeim látnum. t raun eiga þeir þvi ekki orðuna, heldur aðeins réttindin til að bera hana til dauðadags, og þeim er ekki heimilt að ráðstafa henni á nokkurn hátt eftir andlát sitt. Svo hljóðaði svar ritara orðu- nefndar, Birgis Möller, við þeirri fyrirspurn Timans, hvort ekki væri óheimilt, að fálkaorður gengju kaupum og sölum. — Einnig skuldbinda menn sig til að skila aftur, sagði Birgir, orðum af lægri gráðu, ef þeir hljóta aðra æöri. Þannig er sá aðili, sem hlýt- ur stórriddarakross, skyldur til aö skila áður riddarakrossi, sem hann hefur áður fengið. — Yfirleitt eru góöar heimtur á orðunum, en það gerist þó stund- um, að þeim er ekki skilað. í slik- um tilfellum tala ég við ættingja hins látna, og er þeim þá sjaldn- ast kunnugt um þessar reglur, en állta, aö orðan hafi verið veitt til eignar. Einstaka sinnum tekst okkur þó ekki að innheimta orður, sem veittar hafa veriö, en ég held samt að mjög óalgengt sé, að þær séu seldar. Þó er kunnugt um ein- hver slik tilfelli að undanförnu, og sé sllkt ekki lögbrot, hlýtur það allavega að teljast mjög ámælis- vert siðferðilega séð, sagði Birgir að lokum. Fálkaorða Tlmamynd Gunnnr ,,Það er í verkahring ríkis- saksóknara að höfða mól vegna sölu ó Fólkaorðunni" Skjal eins og þetta fylgir orðunni. Timamynd Gunnar. Prestsembætti í Nessókn laust til umsóknar HJ-Reykjavik. — Reglur um fálkaorðuna byggjast á forseta- bréfi en ekki á settum lögum. t tengslum við forsetabréfið eru engin ákvæði um viðurlög við brotum á þeim reglum, sem sett- ar eru um meðferb orðunnar. Hitt er annað mál, að e.t.v. má finna i hegnin garlögunum einhver ákvæði, sem náð gætu yfir þetta brot, þótt sennilega séu þau vart nægilega skýr. En það er I verka- hring rikissaksóknara að höfða mál út af brotum af þessu tagi, ef hann telur að iög nái yfir þau, sagði Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri i dómsmálaráðuneytinu, Vöruskiptajöfn- uðurinn enn óhagstæður í maí BH—Reykjavik. — Vöruskipta- jöfnuðurinn i maimánuði varð ó- hagstæður um 1.346 milljarða krona, og er um aö ræða nokkra bót frá undanförnum mánuðum, en mánuðina janúar-mai varð vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um 8.440 milljarða króna. t máimánuði nam útflutningur- inn alls 4.08 milljörðum króna, en innflutningur 5.4 milljörðum. Ál og álmelmi var flutt út fyrir 109.7 milljónir, en innflutningur til is- lenzka álfélagsins nam 39.9 mill- jónum. Innflutningur til Lands- virkjunar að mestu vegna Sig- öldu, nam tæpum 160 milljónum króna. þegar Timinn leitaði uppiýsinga hjá honum. — Vegna þess mikla umtals, sem orðið hefur út af sölu á fálka- orðum, er það ofarlega I huga manna, hvort ekki beri að setja skýrari reglur I þessum efnum. Við höfum leitað til Norðurlanda eftir upplýsingum um stöðuna hjá þeim, en þar gilda sömu reglur um, að skylt er að skila orðum aftur eftir lát þess, er hana hlaut. Þrátt fyrir ftarlegar fyrirspurnir höfum við ekki fundið neitt for- dæmi, og ekki virðist sem til sllkra mála hafi komið þar.Þó er okkur kunnugt um, að orður hafa einnig verið seldar á fornsölum, t.d. I Danmörku. Talið er, að I dönsku hegningarlögum séu ákveðnar lagagreinar, sem átt gætu við, en þær eru þó mjög á mörkunum, og eins og ég sagði áðan, hefur ekki á þessi mál HJ-Reykjavik. — Ég er nú I þeirr aðstöðu, að ég get vart tjáð mig um þetta mál opinberlega, fyrr en mér berst kæra I ákveðnu máli I hendur, sagði Þórður Björnsson rikissaksóknari, þegar Tíminn spurði, hvort sala fálkaorðunnar varðaði við lög. — Enn hefur engin kæra borizt til rlkissaksóknara út af máii af reynt fyrir dómstólum, sagði Baldur. — Ég vil lika benda á það, að ekki þarf alltaf að vera um brot aö ræða, þótt fálkaorða sé seld. T.d. hefur sá sem finnur fálka- orðu, sem einhver hefur glatað, ekki skrifað undir neina skuld- bindingu um að skila orðunni aft- ur. A hinn bóginn kynni sala þess abila á fálkaorðu að varða við lög um meðferð á fundnu fé. — En það hefur vissulega verið til umræðu, hvort setja beri skýr lög á þessu sviði. Þó gætir vissrar viðkvæmni og menn greinir á um, hversu mikið veður á að gera út af þeim örfáu vandræðagripum, sem brjóta gegn reglum um með- ferð orðunnar. Ekki hefur reynt á, hvort rikisstjórn og forseti telja æskilegt að setja lög, en ég tel þó hæpið að það verði gert, fyrr en málin hafa skýrzt betur. þessu tagi, og ef slika kæru bæri að garði, vil ég ekki vera búinn að tjá mig um málið opinberlega. En það er ljóst, að sá sem látinn er, brýtur ekki af sér I þessu máli, og það er spurning, hver viðurlög nái yfir þá afkomendur hans, sem kunna að selja orðuna.Hitt er lika ljóst, að siðferðilega séð hlýtur þetta að teljast ámælisvert. Biskup Islands hefur aug ýst ann- að prestsembættið i Nespresta- kalli, Reykjavikurprófastsdæmi, laust til umsóknar með umsókn arfresti til 31. júll n.k. „Engin kærc hefur borizt scksóknara vegna sölu d orðum''

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.