Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 25. júni 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.0Ö á mánuði. Blaðaprenth.f. Gengislækkunarkrafa heildsalablaðsins Sú krafa er borin hiklaust fram i heildsalablað- inu Visi i fyrradag (23. júni), að gengi krónunnar verði lækkað einu sinni enn. Að þessu sinni á heldur ekki að ráðast i neina smágengisfellingu að kröfu Visis. Þetta á að vera stórfelldari gengisfelling en allar fyrri. Hún á nefnilega að verða svo stórfelld, að hægt verði að leggja niður allt millifærslukerfi fiskvinnslu og fiskveiða. Orðrétt segir i Visi á þessa leið: „Lækka verður gengið til þess að hækka fisk- verðið, og breyta hlutaskiptunum útgerðinni i hag, um leið og allt millifærslukerfi fiskvinnslu og fiskveiða verður lagt niður.” Hér er þess krafizt m.ö.o., að gengið verði fellt svo stórkostlega, að þær greinar fiskveiða og fiskvinnslu, sem bera sig verst hverju sinni, verði svo arðvænlegar, að þær þurfi ekki á neinni milli- færslu að halda. Eins og kunnugt er, bera hinar ýmsu greinar þessa atvinnurekstrar sig misjafn- lega frá ári til árs, og hefur þvi verið tekinn upp sá háttur, að jafna á milli þeirra með sérstökum verðjöfnunargjöldum. Þetta hefur á margan hátt gefizt vel, þótt þetta kerfi sé nú orðið of flókið og þarfnist þvi endurskoðunar með það fyrir augum, að það verði einfaldara og auðveldara i fram- kvæmd. Ef leggja ætti þetta kerfi alveg niður og miða gengisskráninguna við lökustu greinar fisk- vinnslu og fiskveiða hverju sinni, myndi krónan ekki aðeins falla strax stórkostlega, heldur vera á stöðugri niðurleið, þar sem alltaf væri miðað við lökustu atvinnugreinina. Verðbólgan, kaup- kröfurnar og verkföllin, sem hlytust af þessu, myndu gera efnahagsástandið óviðráðanlegt. Þessi krafa heildsalablaðsins er þvi fáránleg og er hörmulegt til þess að vita, að hún skuli borin fram af öðru aðalmálgagni Sjálfstæðisflokksins. Hitt er sanni nær, sem hefur verið haldið fram af færasta hagfræðingi Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Björnssyni prófessor, að gengislækkun sé orðið úrelt úrræði, sem aðeins getur veitt stundarfrest, en að honum loknum er ástandið jafnvel orðið enn verra en það var. Mikil ástæða er til þess, að um- ræddum ummælum hins merka hagfræðings sé gefinn fullur gaumur. Eins og nú horfir, verður að vænta þess, að ekki þurfi i náinni framtið að gripa til sérstakra efna- hagsaðgerða á borð við gengisfellingu. Reynist slikt hins vegar óhjákvæmilegt einhvern tima i framtiðinni, verða menn að gefa sér ráðrúm til að ihuga.hvaða leið muni gefast bezt. 1 þeim efnum er vert að minna á fordæmi rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar sumarið 1973, þegar hún fól hag- fróðum mönnúm úr öllum flokkum að gera samanburð á ýmsum leiðum og varð niðurstaða hennar sú, að um þrjá valkosti væri að ræða. Tveir stjórnarflokkanna, Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið, hefðu þá sennilega helzt kosið hina svonefndu niðurfærsluleið, en Samtök frjálslyndra og vinstri manna höfnuðu henni og knúðu fram gengislækkun. Eðlilegt væri, að sér- fræðingar væru látnir bera saman hina ýmsu val- kosti öðru hver ju, svo að auðveldara væri að gera sér grein fyrir málum, ef til aðgerða af þessu tagi þyrfti að gripa. Þ.Þ ERLENT YFIRLIT Fanfani reynir að halda velli Afstaða sósíalista getur róðið úrslitum Amintore Fanfani ÚRSLIT fylkiskosninganna á Italiu eru enn umtalsefni i heimsblöðunum, en einkum beinist nú athyglin að þvi, hvaða áhrif þau muni hafa á stjórn landsins. Núverandi rikisstjórn, sem er minni- hlutastjórn Kristilega flokks- ins og Lýðveldisflokksins, en nýtur hlutleysis sósialdemó- krata og sósialista, var á sin- um tima mynduð sem eins konar bráðabirgðastjórn, sem sæti ekki öllu lengur en fram yfir fylkiskosningarnar. Þá yrði tekið til athugunar, hvort ekki væri hægt að mynda stjórn á breiðari grundvelli, og hefur þá fyrst og fremst verið átt við stjórn framan- greindra fjögurra flokka, sem oftast hafa staðið að stjórn saman siðustu árin. í samræmi við þetta, voru það lika fyrstu viðbrögð Kristilega flokksins eftir kosn- ingarnar að snúa sér til Sósial- istaflokksins og skora á hann að taka þátt i nýrri stjórn, ásamt stjórnarflokkunum tveimur og sósialdemókröt- um, sem taldir eru fúsir til stjórnarþátttöku. Svar Sósial- istaflokksins sýndi, að sigur kommúnista I fylkiskosning- unum hafði haft sin áhrif. Fyrsta óformlegt svar hans var, að hann tæki þvi aðeins sæti i slikri rikisstjórn, að Kristilegi flokkurinn féllist áð- ur á ýmsar meiriháttar um- bætur. Endanlega ákvörðun mun flokkurinn ekki taka fyrr en á miðstjórnarfundi, sem á að hefjast i dag. Afstaða Sósialistaflokksins er á ýmsan hátt erfið. Hann getur tapað fylgi til kommún- ista, ef hann tekur þátt i ihaldssamri stjórn. En hann getur lika tapað fylgi til beggja, kommúnista og kristi- legra demókrata, ef bráðlega kæmi til kosninga og einkum væri kosið um forustu stærstu flokkanna. Þá hefur það spillt nokkuð sambúðinni milli sósialista og kristilegra demó- krata, að þeir áttu viða i hörð- um deilum i sambandi við fylkiskosningarnar. VAFALITIÐ er, að kosn- ingaúrslitin hafa heldur veikt yfirráð Fanfanis I Kristilega flokknum. Þó urðu kosninga- úrslitin heldur hagstæðari flokknum, en skoðanakann- anir höfðu bent til. Þær spáðu honum um 33% af greiddum atkvæðum, en hann fékk 35.2%. Fanfani hafði lýst yfir þvi, að hann teldi það ekki ósigur fyrir flokkinn, eins og staðan væri, ef hann fengi 35%. Úrslit fylkiskosninganna má ef til vill bezt ráða af þvi hvaða áhrif þau hefðu haft á skipan þingsins, ef um þing- kosningar hefði verið að ræða. Skipan þingsins hefði þá orðið þessi (innan sviga þing- mannatalan nú): Kristilegi flokkurinn 243 (265), kommún- istar 206 (175), sósialistar 74 (61), sósialdemókratar 31 (30), Lýðveldisflokkurinn 16 (15), Frjálslyndi flokkurinn 10 (20), nýfasistar og hægri menn 41 (55). Þótt ef til vill megi segja, að kristilegir demókratar hafi haldið velli betur en horfur þóttu á, hefur staða þeirra veikzt, og það hefur að sjálf- sögðu einnig veikt stöðu Fan- fanis innan flokksins. Það hef- ur jafnframt styrkt vinstri arm flokksins. Að sinni þykir þó ekki sennilegt, að gerð verði tilraun til að velta Fan- fani úr sessi, m.a. vegna þess, að enginn þykir sjálfsagður eftirmaður hans. Ýmsir geta komið til greina og getur þvi valið á eftirmanni hans orðið vandasamt. Að þvi hlýtur þó brátt að koma, þar sem Fan- fani er orðinn 67 ára og hefur haft orð á þvi, að hann vilji fara að láta af flokksforust- unni. Sennilega verður engin breyting á henni fyrir þing- kosningar úr þessu, en þær eiga að fara fram eftir tæp tvö ár. Ýmsir gizka á, að það sé ætlun Fanfanis, ef sósialistar hafna þátttöku i áðurgreindri stjórn, að reyna þá að myndá stjórn með Lýðveldisflokkn- um, Frjálslynda flokknum og sósialdemókrötum, og efna svo fljótlega til kosninga, þar sem slik stjórn hefði veikan meirihluta og stæðist þvi tæp- ast lengi. Vafasamt er lika að hún komist á laggirnar, þar sem mjög er grunnt á þvi góða milli Lýðveldisflokksins og Frjálslynda flokksins, sem er mikill frjálshyggjuflokkur i efnahagsmálum. KOMMÚNISTAR hafa að sjálfsögðu fagnað sigrinum, en hafa enn ekki látið uppi hvernig þeir hyggjast nota hann. Líklegt þykir, að þeir haldi áfram að krefjast stjórn- arþátttöku með kristilega flokknum, en muni ekki hvetja til alþýðufylkingar eða vinstri stjórnar, likt og i Frakklandi. Berlinguer, foringi kommún- ista, hefur sagt, að vinstri stjórn á Italiu yrði veik stjórn, ef hún kæmist á laggirnar, og gæti þvi hæglega leitt til svip- aðra atburða og urðu i Chile. Þvi sé ekki um annað að ræða en að reyna að sætta stærstu flokkana. Það hefur bersýnilega gefizt itölskum kommúnistum vel að taka upp borgaralega stefnu, eins og þeir hafa gert, a.m.k. i orði. Þeir hafa þvi náð eyrum millistéttanna betur en ella. Um það er þó deilt, hve djúpt þessi borgaralega stefna ristir hjá þeim. Sumir telja, að hér sé aðeins um kænlega vinnu- aðgerð að ræða. Þeir telji hana hentuga meðan þeir séu að brjótast til valda. Þetta myndi hins vegar breytast hjá þeim, þegar að þvi kæmi, að þeir ættu tækifæri til að taka völdin til fulls. Þegar komið væri á slik vegamót, myndi Berlinguer ekki haga sér neitt öðruvisi en Cunhal i Portúgal. Munurinn á þeim tveimur stafi aðeins af þvi, að þeir séu á mismunandi stigi i valda- baráttunni. Aðrir halda þvi fram, að hin borgaralega stefna Berlinguers sé sprottin af einlægni. Vafalaust væri það rangt að telja sigur kommúnista eingöngu sprottinn af hinni borgaralegu stefnu þeirra. Aukið fylgi þeirra stafar að verulegu leyti af þvi, að menn eru orðnir þreyttir á langri stjórn kristilegra demókrata, telja hana orðna meira og minna spillta og vilja fá breyt- ingar og umbætur. Margir kjósendur telja sig þurfa að mótmæla þessum stjórnar- háttum, og áliía sig gera það áþreifanlegast með þvi að kjósa kommúnista. Sósialistar reyndu talsvert til þess að ná eyrum þessara kjósenda og bar það nokkurn árangur. Þeir juku fylgi sitt talsvert, en þó minna en spáð hafði verið. Verði niðurstaðan sú, að þeir taki þátt i miðflokkastjórn með kristilegum demókröt- um, munu þeir þvi vafalaust reyna að knýja fram ýmsar umbætur. Itölsk stjórnmál geta ráðizt af þvi, hvort þeim tekst þetta eða ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.