Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.06.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Miðvikudagur 25. júni 1975. Miðvikudagur 25. júni 1975. TÍMINN 9 TÍMINN HEIMSÆKIR SÚGANDAFJÖRÐ TÍMINN HEIMSÆKIR SÚGÁNDAFJÖRÐ Þeir eiga ekki annan kost fyrir hendi, karlarnir — segir Kristjana Friðbertsdóttir, formaður kvenfélagsins Ársólarinnar d Suðureyri Þ.ö-Suðureyri — Kristjana Friöbertsdóttir heitir formaður kvenfélagsins á Suðureyri við Súg andafjörð. Hún er fædd að Botni, sem er bær við botn Súganda- fjarðar. — Hvað varð þess valdandi að þú settist að á Suðureyri, en fluttist ekki suður, eins og svo margir jafnaldrar þinir gerðu? — — Ég hef alla tið verið mjög sátt við það að hafa setzt að hér á Suðureyri og kann vel við staðinn. Ég hef dvaliö i öðrum byggðar- lögum, t.d á Isafirði við skólanám.en það hvarflaði aldrei annað aö mér en að snúa aftur til Súgandafjarðar. Maðurinn minn er lfka fæddur og uppalinn hér á Suðureyri. — Hann hefur ásamt byggðar- laginu togað þig aftur til þinnar fæðingarsveitar? — Já, og eins og ég sagði áðan hvarflaöi aldrei annað að mér en aö setjast að á Suðureyri. — Eftir þvi sem kunnugir hafa sagt mér, þá tókst þú mikinn þátt I leiklistarllfi hér á Suðureyri. Telur þú aö leiklistin hafi haft mikið gildi fyrir byggðarlagið? — Ég tel að svo hafi tvimælalaust veriö. Starfiö aö leiklistarmálun- um var ákaflega timafrekt, en gaf lifinu hér aukið gildi. Leikfélagið, sem hér starfaði, var I raun myndað af tveimur félögum, kvenfélaginu Ársól og IþróttafélaginuiStefni.Við héldum ekki einungis leiksýningar á Suðureyri, heldur fórum I leikferðir til annarra byggöar- laga, og naut sá þáttur starf- seminnar mikilla vinsælda. — Nú er Suöureyri mjög einangraður staður á veturna. Hvemig tókst ykkur að komast til annara byggðarlaga, þegar allir vegir voru ófærir sakir snjóþyngsla? — Varöskip rikisins hlupu jafnan undir bagga og fluttu okkur til annarra fjarða. En brátt fór svo, að fleiri félög hér á Vestfjörðum fylgdu á eftir og vildu njóta sömu Kristjana Friðbertsdóttir aðstoöar varðskipanna og við, en þá hættu varðskipin að sjálf- sögðu að anna þessu og þá var að- stoðinni hætt. Eitt sinn man ég eftir þvi, þegar varðskip var að flytja okkur á milli fjarða, að boð kom úr landi til skipherrans um að veita erlendum togara eftirför á haf út, og auðvitað áttum við ekki annan kost en þann að sætta okkur við þetta og sigla meö varðskipinu á haf út. —Nú hefur starfsemi leikfélagsins legið niðri um nokkurra ára skeið. Hverjar telur þú vera helztu ástæður þess? — Það gerði okkur auðvitað erfitt fyrir að njóta ekki áfram þess- arar þjónustu varðskipanna, en vitanlega var ekki hægt að ætlast til þess að þau væru eingöngu I þess konar flutningum. Svo ástæðan er ekki síður sú, að vinnan hér á Suðureyri hefur aukizt mjög á undanförnum ár- um, þannig að timi hefur varla veriö til þess að sinna leiklistar- málunum. Það er heldur ekki óhugsandi að sjónvarpinu sé eitt hvað um að kenna, þvi að margir eru þeir, sem eiga ákaflega erfitt með aö velja og hafna úr dag- skrárefni þess, en horfa gagn- rýnislaust á allt, sem á borö fyrir þá er borið— — En hvemig stendur á þvi, að kvenfélagið er I raun eina félagið á Suöureyri, sem haldið hefur lifi og dafnað vel, af þeim félögum, sem upphaflega voru hér stofnuð? — Við höfum af árvekni reynt að halda félagsstarfinu vakandi og um það hefur verið samstilltur vilji flestra kvenna i þorpinu. t félaginu eru nú rúmlega sjötiu konur af um 150 sem i þorpinu búa. Þær eru á öllum aldri og liggja fæstar á liði sinu þegar á þarf að halda. — Hvernig hagið þið starfsemi kvenfélagsins? — Að sjálfsögðu höldum við ár- lega aðalfund, en auk þess höfum við haldið á vetri hverjum sjö fundi, þar sem konurnar I þorpinu koma saman og spjalla um daginn og veginn yfir kaffibolla, hlýða á upplestur úr sögum og ljóðum. Frá áramótum og fram til páska höldum við siöan vinnukvöld einu sinni i viku, yfir- leitt á fimmtudögum. Þessi vinnukvöld eru mjög vel sótt, ekki einungis af meðlimum kven- félagsins, heldur einnig af öðrum konum i þorpinu, aðallega þeim fullorðnu. Konurnar taka með sér handavinnu til þessara vinnu- kvölda, en svo höldum við að sjálfsögðu þeim gamla og góða siö kvenna að spjalla saman yfir kaffibolla. Auk þessara rabbkvölda höfum við haldið saumanámskeið og námskeið i flosi. í fyrra kom t.d. til okkar gestur frá Islenzkum heimilisiðnaði og leiðbeindi i hnýtingum og prjóni. Leiðbeiningarnámskeiö sem þessi hafa ávallt verið mjög vel sótt, og notið mikilla vinsælda meöal kvenna I þorpinu. Yfir sumartlmann reynum við að leggja liö við fegrun þorpsins, t.d. snyrtum við kirkjgarðinn og setjum þar niður sumarblóm. Þessi starfsemi kvenfélagsins hefur notið mikilla vinsælda meðal þorpsbúa.— — Hvað meö ferðalög?— — Annað hvort ár förum við i leikhúsferð til Reykjavikur og skiljum karlana eftir eina heima meö börn og bú. — Hvernig hafa karlmennirnir tekiö þessum þætti starf- seminnar. Þora þeir að sleppa ykkur einum I Reykjavikur- glauminn?— — Þeir verða að gera það, annan kost eiga þeir ekkifyrirhendi. Nd og fyrst ég er að ræöa um starf- semi kvenfélagsins, þá má ég' ekki gleyma réttarkaffinu, sem við stöndum fyrir á hverju hausti og er það mjög gamall siður enda á Kvenfélagið veitingaskálana við Botnsrétt og Arósrétt. — Mér er sagt aö kvenfálagið sé óhemju rikt? — Ekki vil ég segja það, þvi að við reynum ekki eingöngu að safna I sjóði, en leggjum þess i stað ýmsum framfaramálum i þorpinu lið. Kirkjunni gáfum við til dæmis hökul og rikkilin, og svo eigum við stærstan hlut I félags- heimili staðarins. Sumarbúðirnar i Holti i Onunarfirði höfum við lika reynt að styðja eftir mætti. AAIKLAR VONIR BUNDNAR VIÐ TOGARANN TRAUSTA — segir Þorbjörn Gissurarson, framkvæmdastjóri Þ.ö-Suöureyri. A Suðureyri er eitt myndarlegasta hraðfrystihús hér á landi, Fiskiðjan Freyr. For- stjóri hennar er Páll Friðberts- son, en framkvæmdastjóri Þor- björn Gissurarson. Fiskiðjan Freyja er hlutafélag, og i samtali við Þorbjörn fram- kvæmdastjóra kom fram, að hlut- hafar munu nú vera um 30 talsins, bæði einstaklingar og félög. Fisk- iðjan Freyja hefur starfað i nýju húsnæðisiðan 1971, og mun kostn- aður við byggingu þess hafa num- iö rúmlega 100 milljónum krðna. Þegar húsiö var tekið i notkun var vinnslusalur þess talinn einn sá fullkomnasti hér á landi. Þorbjörn kvað rekstur fyrir- tækisins hafa gengið mjög vel allt til ársins 1974, en á þvi starfsári væri fyrirsjáanlegur tugmilljóna halli á rekstrinum. Aðalorsök þess kvað hann vera hina gifur- legu verðbólgu hér innanlands auk lækkandi fiskverðs á erlend- um mörkuðum. t fyrra framleiddi fyrirtækið 1746 tonn af frystum bolfiski. 1972 framleiddi fyrirtækiö 1610 tonn. en 1973 mun framleiösla þess hafa verið nokkuð meiri. Þorbjörn kvað það há mjög starfrækslu frystihússins, hve erfiðlega gengi að fá gott hráefni jafnt allan tima ársins. Fyrir kæmi, að allt fylltist af fiski, en inn á milli væru svo algjörlega dauðir timar. Kvað hann forráða- menn frystihússins binda miklar vonir við það, að tilkoma togar- ans Trausta, sem frystihúsið keypti sl. haust, breytti þessari mynd til batnaðar og skapaði jafnari vinnu. Yfir vetrartimann kvað Þor- björn mjög erfitt að fá fóik til vinnu i frystihúsinu, en þyi hefði veriö bjargað með þvi að fá að- mmmmm komufólk til þess að vinna úr afl- anum. Sagði hann mikið af þessu aðkomufólki vera útlendinga, sem Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna i London sæi um að ráða til starfa hér á landi. Hefðu menn frá Ástraliu og Suður-Afriku jafn- vel lagt leið sina til Suðureyrar til þess að starfa i frystihúsinu. Sagði hann útlendinga þessa yfir- leitt reynast ákaflega vel i.starfi og láta vel að stjórn. Þrir tæplega 200 tonna linubát- ar ásamt togaranum Trausta, sem fyrr er á minnzt, leggja upp hjá Fiskiðjunni Freyju. Þorbjörn kvaðst lita björtum augum til framtiðarinnar varð- andi rekstur fyrirtækisins, ef fiskverð á erlendum mörkuðum hækkaði. Hins vegar kvað hann ýmislegt benda til þess, að svo yrði ekki. Hann taldi og, aö rekstrargrundvöllur frystihús- anna væri algjörlega brostinn, ef verðlagið lækkaði eitthvað frá þvi, sem nú er. Suðureyri við Súgandafjörö, HUGSANLEGT AÐ HITAVEITU FRAMKVÆMDIR HEFJIST STRAX NÆSTA VOR — segir Sigurjón Valdimarsson, sveitarstjóri d Suðureyri Þö—Suðureyri — Sigurjón Valdimarsson heitir sveitarstjór- inn á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann er nýtekinn við þvi starfi. Okkur þótti þvi við hæfi að leggja fyrir hann nokkrar spurningar um það helzta, sem er á döfinni, hvað snertir framkvæmdir á Suð- ureyri. —oOo— — Nú ert þú nýkominn til starfa hér, Sigurjón. Hvernig lizt þér á staðinn og telur þú hann eiga framtið fyrir sér? — — Mér lizt ákaflega vel á stað-1 inn og ég er sannfærður um, að atvinnulif hér muni blómgast meir en á mörgum öðrum stöðum vegna nálægðar við gjöful fiski- mið. Það hefur enda sýnt sig,aðá Suöureyri hefur atvinnulif staðið með meiri blóma en viðast ann- ars staöar á Islandi nú um undan- farin ár. Staðurinn á þvi tvimæla- laust mikla framtið fyrir sér. — — Hverjir eru veikustu þættirn- ir I þjónustustarfsemi hér i hreppnum? — — Hér er ýmsu ábótavant, eins og oft vill verða i smáu byggðar- lagi sem þessu, þar sem fjár- magn er af skornum skammti. Hér eru samgöngur mjög erfiöar, iiklega þær verstu, sem nokkurt þéttbýli hefur við að búa. En sem betur fer eygjum við nokkra lausn á þeim vanda, þvi að flug- málastjórn er að láta byggja hér flugvöll, þar sem allt að tuttugu sæta flugvélar geta væntanlega lent. Við vonumst fastlega til þess, að áætlunarflug geti hafizt strax I haust. Að flugvellinum verður tvimælalaust mikil sam- göngubót, sem ég tel skipta sköp- um fyrir byggðarlagið. Hér hefur á vetrum verið ákaf- lega erfitt um samgöngur. Við höfum orðið að notast við snjóbil hálft árið til þess aö fara yfir erfiöa heiði i veg fyrir flugvélina frá Isafirði. — — Hvað um möguleika Súg- andafjarðar á sviði orkumála? — — Hér erum við bjartsýn á far- sæla lausn þeirra mála fyrir okk- TEXTI OG MYNDIR: ÞORGEIR ÖRLYGSS. ar byggðarlag. Frumathuganir hafa farið fram á volgrum, sem eru innar I firðinum. Sérfræðing- ar Orkustofnunar gera sér vonir um, aö þar sé aö finna nægilega mikið af heitu vatni til þess að koma upp hitaveitu á Suöureyri. Athugunum þessum veröur hald- ið áfram I sumar, og væntum við þess að endanlegar niðurstöður liggi fyrir I haust. Framkvæmdir við hina væntanlegu hitaveitu ættu þvi að geta hafizt strax, er frost fara úr jörðu næsta vor. — —- Litlar gatnagerðarfram- kvæmdir hafa verið hér á Suöur- eyri. Er væntanleg breyting i þeim efnum. — — Hér er ætlunin aö steypa göt- ur og I þvi skyni hafa verið pantaöar vélar og tæki, og við gerum okkur von um, að geta haf- ið framkvæmdir nú i sumar. — — Suðureyri hefur verið tölu- vert I fjölmiðlum vegna sveitar- stjórnaskipta. Hvað átt þú von á að verða hér lengi? — — Æski hreppsnefnd þess, mun ég verða út kjörtimabiliö, að minnsta kosti. Siðan ráða ibúar staðarins, hverjir stjórna hér eft- ir það. — Sigurjón Valdimarsson Laxarækt í Súgandafirði — rætt við Guðmund Arnald Guðnason Laxalónið I Botni. Þ.ó. Suðureyri.— Nyrsti fjörð- ur I Vestur-lsafjarðarsýslu er Súgandaf jörður, um 13 km lang- ur. í kauptúninuá Suðureyri býr maöur, sem Guðmundur Arnaldur Guðnason heitir, sannkallaður þúsundþjaiasmið- ur. Kunnugir hafa sagt mér, að fátt sé það, sem Guðmundur hafi ekki tekið sér fyrir hendur. Hann er eini laxaræktarbóndinn á Vestfjörðum, einn af mjög fá- um Islendingum, sem atvinnu sina hefur haft af námagreftri hér á landi, en kórónan á litrik- um starfsferli er liklega, þegar hann fann hin gjöfulu rækjumið Strandamanna, þau sem gerðu þá rlka. Hann hefur verið múr- ari, pipulagningarmaður, véla- maður.stýrimaður og skipstjóri á stórum bátum frá Suðureyri, en núna gerir hann út trilluna sina, sem Sjöfn heitir, þriggja tonna fleyta, og gerir út á grá- sleppu og skak. Guðmundur er hægur maður og rólegur og ákaflega yfirlætis- laus, og litið fyrir það gefinn að uma af eigin ágæti, og var vi ákaflega tregur til þegar ég baö hann um viðtal. En sakir harðfyigis Ólafs Þórðarsonar, skólastjóra með meiru á Suður- eyri, lét Guðmundur undan, og ók meö mig inn í Botn, þar sem hann stundar laxaræktina ásamt systkinum sinum og sýndi mér lónið. — Þú ert fæddur hér I Botni, Guömundur? — Jú, hér er ég fæddur og bjó til tvitugsaldurs, en þá flutti ég til Suðureyrar og hef dvalið þar mest ævi minnar. — En hvenær hófust laxa- ræktunarframkvæmdir ykkar systkinanna hérna i Botni? — Fyrir tólf árum settum við fyrstu seiðin i ána, en garðinn, sem myndar lónið, gerðum við fyrir fjórum árum og þá geng- um við frá svæðinu I þeirri mynd, sem þaö er nú. Þetta hef- ur gengið misjafnlega, i hitteð -fyrra fengum við gott svar, en i fyrra var það öllu lakara. Ég er aftur á móti ekki alveg viss um, hvort við höfum fengið full skil i fyrra, þvi að hugsanlegt er, að laxinn sé tvö ár I sjó, áður en hann gengur aftur hingað. — Elur þú seiðin i lóninu? — Nei, það geri ég ekki, ég sleppi þeim bara I lónið og læt þau bjarga sér sjálf. Um mánaðartlma reyndi ég að gefa þeim, en það gaf litla raun, þvi að þau tóku ekki, svo að ég hætti þvl. Við systkinin ásamt bændunum f Botni höfum staðið straum af öllum kostnaði i sam- bandi við framkvæmdir viö lón- ið og eldi seiðanna, þegar þeim hefur verið gefið og aldrei notið opinberra styrkja. — Eru á döfinni hjá ykkur auknar framkvæmdir við lónið? — Ekki stórvægilegar fram- kvæmdir, en viö höfum hins vegar mikinn hug á þvi að reyna að koma upp búrum i lóninu og rækta seiðin I þeim. Við slikar framkvæmdir er bezt að festa net við flotgrindur. Þá getum við betur fylgzt með eldi seið- anna, séð hvort þau taka við þeirri fæðu, sem að þeim er rétt. Laxagildrunni langar okkur lika til þess að breyta, þvi að það hefur stundum læözt að mér sá grunur, að laxinn rotist, þegar hann gengur i kistuna. En hættulegastur er þó straumur- inn inn I kistuna á stórstraums- flæði. Hann skapar aukinn þrýsting inn i lóninu, sem aftur getur drepið laxinn i kistunni. — Hefur þetta lón skilað ykk- ur eigendunum miklum arði? — Ekki einni einustu krónu, enda var ekki til þess stofnað i þeim tilgangi að græða á þvi. Upphafið að þessu öllu var, eins og ég sagði þér áðan, að við systkinin slepptum seiðum i ána hér ofan við Botn og ætluðum að rækta hana og hafa fyrir okkur, en Vegagerðin eyðilagði þau áform. Þegar framkvæmdir við veginn yfir Botnsheiði hófust, fylltist áin af drullu og leir meö þeim afleiðingum, að allur fisk- ur hvarf úr henni. En viö vildum ekki gefast upp, og þvi hófumst við handa um framkvæmdir hér við lónið i Botni. Auk þess finnst okkur með þessu, gefast gulliö tæki- færi til þess að sanna það fyrir mönnum, að i Súgandafirði sé betri aðstaða til þess að stunda laxarækt i sjó en víðast annars staðar. Þar kemur helzttil mikil gróska i firðinum og heitt vatn, sem i hann rennur beggja vegna. Ég tel þvi, að hitastig fjarðarins hér innan til sé hærra en gerist viða annars staðar. — Ætlið þið systkinin að ein- skoröa ræktunarstarfiö viö lax. Hvað með aörar tegundir, t.d. silung? — Súgandafjörður er þannig af náttúrunni geröur, að I hon um má reyna margt i sambandi viö fiskirækt og þá kemur silungur að sjálfsögðu sterklega til greina. Auk þess er hugsan- legt að hægt sé aö rækta lax i firðinum og hafa hann i eldis- búrum, þá þarf aldrei að sleppa honum. Silung hef ég aldrei sett i lóniö, en hins vegar veit ég, að i þvi er gifurlega mikið af bleikju. —oOo—- — En svo við víkjum talinu að ööru. Er það rétt, sem ég hef heyrt, að þú hafir fundið hin gjöfulu rækjumið Stranda- manna, þau sem gerðu þá rika? — Jú, liklega verð ég að viður- kenna það, til þess að vera sannleikanum samkvæmur. Forsaga þessa máls er sú, að ég haföi verið á rækju hér á Súganda og notað þyngra troll, en almennt gerðist og fiskað ákaflega vel, bæði i Djúpinu og I Amarfirði. Sturla Jónsson átti þennan bát, en hætti útgerö hans og seldi til Djúpavikur, en Siguröur Pétursson keypti af honum. Siguröur var alltaf að hringja til min og biðja mig að leita fyrir sig að rækju, en ég færöist jafnan undan. Siguröur sótti þetta ákaflega fast, og þeg- ar ég fór að kanna, af hverju hann leitaði svona mikið til min, var mér sagt, aö hann fengi ekki rækjuleyfi, nema því aðeins að á Erninum yrði sami skipstjóri og sömu veiðarfæri og voru, þegar báturinn var við veiðar i Djúp- inu. Ég sló svo loks til og fór noröur. Fyrst leituðum við vitt og breitt við Húnaflóann, en rækjuna fann ég svo loks við mynni Hrútafjarðar. Liklega höfum við fengið tonn i hali, svo mikið var af rækjunni á þessum slóðum. — Ertu fundvisari á rækjumið en aðrir? — Nei, þaö er ég alls ekki, en hins vegar verður maður að gæta þess við rækjuveiðar að hafa nógu þunga hlera til þess að komast niður i leirinn, þar sem hún heldur sig einna helzt. — En er það rétt að öðrum hafi svo verið eignaöur heiður- inn af þvi að finna þessi mið, sem þú fannst? — Það má liklega segja það, en um þaö vil ég helzt ekki ræða. Það heyrir fortiðinni til. — Hvenær var það, sem þú stundaðir námugröftinn ásamt Færeyingunum, og hvar var baö? — Surtarbrandsnáma þessi er fyrir neðan Hafradal I Súganda- firði og hafði oft verið unnin áð- ur. Ég held að þetta hafi verið aö vetri tilárið 1942. Fyrirtækiö, sem stóð fyrir þessum greftri hét Brúnkol h.f. og hafði aðsetur á Isafiröi, en þangað voru kolin flutt, þar sem þau voru notuð til húsahitunar. Ekki man ég, hve mörg tonn við unnum, en liklega grófum viö okkur eina 200 til 300 metra inn i fjalliö. — Af hverju var vinnslu surtarbrandsins hætt? — Þaö var vegna þess að þá kom hráoiian til sögunnar og leysti þessi surtarbrandskol af hólmi. Með Færeyingunum þótti mér gott að vinna. Þetta voru allt öndvegismenn og færir á sinu sviði. — Hvaö væri lengi verið aö grafa göng I gegnum allt fjallið yfir til önundarfjarðar? — Það hefur lengi verið minn draumur, að grafiö yrði undir surtarbrandslaginu alla leiö i gegnum fjallið og yfir til önundarfjarðar. Með nútima- tækni ætti það ekki að taka lang- an tima. Þegar ég vann i nám- unni grófum við okkur einn metra inn á hverjum degi og höfðum ekki önnur verkfæri en haka. Meö nútimatækni yrði þetta ekki lengi gert, þvi mjúkt surtarbrandslag er i gegnum allt fjalliö, sem er um tveggja kilómetra breitt. Allan timann lentum viö aðeins á einum blá- grýtissteini.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.