Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 26. júní 1975. Framkvæmdir við Kröfiu ganga samkvæmt dætlun: Borað 10-20 metra á klukkustund - hitinn \ orðin rösk 200 stig — hdtt d annað hundrað manns í vinnu í sumar Þórftur Sigfússon verkstjóri. Timamynd ASK Krónan á bornum, sem notabur er viö Kröflu. Hún er úr hertu stáli og karbiti. ASK-Akureyri. Unnið var af fullum krafti i Kröflu er Timinn heimsótti staöinn og ræddi viö staöarmenn um framkvæmd- irnar, en þær hófust fyrir alvöru um miöjan mái. Þarna eru nú á vegum Miðfells h/f um fimmtiu manns, en á vegum Jaröborun- ardeildar tuttugu. Siöar i sumar er gert ráö fyrir aö á vegum Miðfells veröi viö Kröflu hátt á annað hundraö manns. Eins og stendur hefur ekki veriö lokiö viö starfsmannaskála, en vonir standa til aö þeir veröi tilbúnir fyrir lok júni. Þóröur Sigfússon verkstjóri hjá Miðfelli kvað höfuðáherzlu vera lagða á að koma upp fyrr- greindum starfsmannaskálum, en fullbúnir eiga þeir að rúma 170 manns. Þeir eru smiðaðir á Húsavlk af ýmsum iðnfyrir- tækjum og er ekki annað að sjá en að vel hafi tekizt til um smlð- ina. Skálarnir eru fluttir að Kröflu I einingum og reistir á staðnum, fullbúnir rúma þeir um 170 starfsmenn, en tveir menn búa I herbergi. Matsalir eru tveir, annar tekur 130 manns I sæti en hinn tekur um 30 manns. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að hægt verði að hýsa allt starfsliðið fyrir mán- aðarmót, en til þessa hefur það búið á Hótel Reynihlíð og á bæj- um I Mývatnssveit. Þegar blaðamaður Tlmans skoðaði svæðið var verið að ljúka sprengingum fyrir grunni stöðvarhússins, en það verður 1400 fermetrar á stærð búið tveim 30 megavatta vélasam- stæðum. Samkvæmt áætlun verður það fokhelt I októberlok, en vélaniðursetning hefst tæp- lega fyrr en næsta sumar. Þá er svo ætlunin að geta hafið fram- leiðslu rafmagns næsta haust. Til samanburðar við önnur orkuver má geta þess að Búrfell framleiðir 240 megavött, en Sig- alda á fullbúin að framleiða 150 megavött. Að sögn Þórðar hefur ekki enn verið tekið upp vaktavinnufyr- irkomulag, en strax og steypu- vinna hefst verður henni komið á. Þegar blaðamaður Tlmans var þarna á ferð var fyrirhuguð steypustöð I uppsetningu, en hún á að geta framleitt allt að 30 rúmmetrum á klukkustund. Við jarðborinn, sem er I nokk- urra kllómetra fjarlægð frá skálunum og stöðvarhúsinu, hittum við að máli Dagbjart Sigursteinsson verkstjóra. Hann sagði borun hafa hafizt 12. júnl slðastliðinn og gengi vel, en að meðaltali er borað 10-20 metra á klukkustund. Sólar- hringinn áður en blaðamann Timans bar að garði hafði bor- unardýptin numið 245 metrum og var holan orðin 425 metrar á dýpt, og hiti rúmlega 200 gráð- ur. Dagbjartur kvað áætlað að bora 3 holur nú I sumar, en hver hola er tæpir 2 kllómetrar á dýpt. Hins vegar er reiknað með að halda verkinu áfram næsta sumar og bora þá 2 holur. En ekki er reiknað með að leggja leiðslur að stöðvarhúsinu fyrr en næsta sumar. Borun viö Kröflu gengur vel. Aö meöaitali er boraö U-M metra á klukkustund og borinn er nú kominn mörg hundruö metra niöur og hitinn á botni borholunnar er oröinn um 200 stig. Timamynd ASK 131 kandidat fær prófskfrteini Prestastefnu lýkur í kvöld: gébé—Rvík — Afhending próf- skírteina til kandidata, fer fram við athöfn I hátíðasal Háskóla fs- lands, laugardaginn 28. júni n.k., Birkibeinar halda mót Breytt skipan prestakalla í Mosfells- eitt brýnasta verkefnið • líoiti bnmih á tn Ót sveit segir hr. Sigurbjörn Einarsson biskup HJ—Reykjavik — t kvöld lýkur prestastefnu tsiands, sem staðiö hefur I Skálholti siöan á þriðju- dag. Aðalumræðuefni presta- stefnunnar aö þessu sinni er, starfshættir kirkjunnar. A prestastefnu i fyrra var skipuö sérstök starfsháttanefnd, sem skyldi vinna aö könnun á stööu kirkjunnar og hvernig kirkjan Enn er Faxaborgin afla- hæst í Norðursjónum gébé Rvlk — Faxaborg GK er enn langhæsta aflaskipið, sem er á sildveiðum I Norðursjó, en I lok siðustu viku hafði skipið fengið 632,3 lestir að verðmæti 17.362.379.- og á mánudag seldi Faxaborgin I Skagen tæplega 120 lestir fyrir 6.207.853.00 og var meðalverð pr. kg. mjög gott, eða kr. 52,11. Heildarverðmæti is- lenzka slldveiðiflotans frá 18. april-21. júnl er nú 151.420.065.00, meðalverð pr. kg. 31,26, og aflinn 4.844,6 lestir. A tímabilinu frá 7. maí-22. júnl 1974, var heildarafli islenzku skipanna 6.687,3 lestir aö verðmæti 152.438,519.00, en með- alverð pr. kg. ekki nema 22.80 kr. A þriðjudag seldu fimm islenzk skip I Danmörku og var Súlan EA með beztu söluna eða 77,8 lestir að verðmæti 4.158.659.00, meðal- verð pr. kg. 53,41, auk þess sem skipið var með makril og lltið eitt af sfld I bræðslu. Enn hefur ekkert svar borizt fró Bandaríkjamönnum HJ — Reykjavlk. Eins og fram hefur komið I fréttum Tímans sendi varnarmáladeild utanrlkis- ráðuneytisins fyrirspurn til yfir- manna varnarliðsins á Keflavlk- urflugvelli varðandi kapal þann, sem kom I vörpuna hjá skuttogar- anum Bjarti frá Neskaupsstað fyrir skemmstu. Þegar Timinn náði tali af Pétri Thorsteinssyni ráðuneytisstjóra utanrlkisráðu- neytisins I gær, sagði hann, að enn hefðu engin svör borizt frá Bandarlkjamönnum og hefði þvi ekki miðað neitt frekara I rann- sókninni. gæti komiö á móts við breytta tima og þjóðfélagshætti. Að sögn hr. Sigurbjörns Einars- sonar biskups mun prestast.efnan nú ekki afgreiða neinar tillögur til breytinga á starfsháttum kirkj- unnar, þvl að þörf er á mun meiri undirbúningsrannsóknum og kvaðst biskup myndu leggja til, að starfsháttanefndin héldi áfram starfi sinu i allt að tvö ár enn. Málið væri þvi í raun á umræðu- stigi ennþá, og ekki komnar fram neinar sérstakar tillögur til breytinga. A hinn bóginn hefðu nefndar- menn gert grein fyrir starfi sinu á liðnu ári, og þrir þeirra flutt sér- stök framsöguerindi. Sr. Jón Einarsson i Saurbæ formaður nefndarinnar flutti erindi um lagalega stöðu þjóðkirkjunnar, sr. Jónas Gislason lektor um skipan prestakalla á Islandi og sr. Heimir Steinsson rektor um krist- indómsfræðslu i grunnskóla. Auk þessara þriggja eiga sætií starfs- háttanefndinni, sr. Þórhallur Höskuldsson á Möðruvöllum, sr. Halldór Gunnarsson I Holti og Jón Bjarman fangaprestur er vara- maður. Biskup kvað eitt brýnasta verk- efnið framundan það að breyta skipan prestakalla með tilliti til breytts mannfjölda á hinum ýmsu stöðum. Aðspurður kvaðst hann afar ánægður með störf prestastefnunnar nú. Skráðir þátttakendur væru 70 talsins, og væri þetta ein fjölsóttasta presta- stefnan í sinni biskupstið, og með þvi að halda prestastefnu i Skál- holti hefði gamall draumur rætzt. BH—Reykjavik— Birkibeinarnir I skátafélaginu Dalbúar halda sitt 9. mót um helgina, og hefur móts- staðurinn verið valinn að Bring- um I Mosfellssveit. Er það i þriðja sinn, sem sá staður er valinn til móts. Rammi mótsins er „Fram- tiðin,” sem væntanlega verður mönnum kveikja skemmtilegra Ihugana. Mótið verður sett föstudaginn 27. júni kl. 15.00, og verður margt til skemmtunar meðan mótið stendur, en þvi lýkur á sunnudag, 29. júní, mótinu verður slitið kl. 16.30. Ferðir á mótið verða frá Búnaðarbankanum við Hlemm, kl. 13.00 og 21.00 á föstudag og kl. 14 á laugardag. Foreldrabúðir verða á móts- stað, og að skátavenju verður ýmislegt til skemmtunar, meðal annars flugdrekamót. Borgarrdð: Borgin auglýsi ekki í vikublöðum BH-Reykjavik. — Borgarráð fjallaði sl. föstudag um það erindi Vikublaðsins Nýrra þjóðmála, hvort það fengi ekki til birtingar aughýsingar frá borginni. Taldi borgarráð að svo stöddu ekki timabært að breyta samþykkt sinni frá 3. desember sl. þar sem ákveðið var, að auglýsingar borgarinnar skyldu ekki ná til vikublaða. fræði- og raunvísindadeild, eða 39. Embættisprófi I læknisfræði ljúka 30, og I guðfræði 3. Kandídatsprófi I tannlækning- um 5, f viðskiptafræði 16, og sagn- fræði 1. Embættisprófi I lögfræði 22, B.A.prófi I heimspekideild 7 og B.A.prófi I Almennum þjóðfél- agsfræðum 8. Rektor Háskóla Islands, Guð- laugur Þorvaldsson ávarpar kandídata, og deildarforsetar af- henda prófskirteini. Frú Ruth Magnússon syngur nokkur lög við undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar. Verkf ræðingar borgarinnar kolfelldu samkomulagið BH-Reykjavlk. — Undanfarið hafa staðið yfir kjarasamningar við verkfræðinga, sem starfa á vegum borgarinnar, og var bráðabirðgasamkomulag undir- ritað I siðustu viku. En á fundi verkfræðinga skömmu siöar gerðist það, að bráðabirgðasam- komulagið var kolfellt, þannig að taka verður upp samninga við verkfræðinga, sem starfa á veg- um borgarinnar, að nýju. Sinfóníu- tónleikar Eyjum Sinfónfuhljómsveitin heldur tón- leika I Félagsheimilinu við Heiðarveg I Vestmannaeyjum laugardaginn 28. júní kl. 16.30. Stjómandi er Páll P. Pálsson. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Beethoven, Glinka, Odd- geir Kristjánsson, Dvorak og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.