Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. júni 1975. TÍMINN' 7 Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar X8300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. ^Blaðaprenth.f. Framkvæmdastefna ríkisstjórnarinnar Blöð stjórnarandstöðuflokkanna kappkosta mjög þann áróður, að framkvæmdir séu nú veru- lega minni á ýmsum sviðum en á siðastl. ári. Þetta er að vissu leyti rétt og stafar það einkum af tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi voru efnahags- horfur sæmilegar i byrjun ársins 1974 og voru miklar framkvæmdir ákveðnar i trausti þess. Þetta gerbreyttist svo, þegar komið var fram á árið, en þá voru margar framkvæmdir komnar svo áleiðis, að ekki var hægt að hætta við þær. 1 öðru lagi ýtti það svo undir framkvæmdir, að bæði var kosið til bæjar- og sveitarstjórna og Al- þingis á árinu. Óþarft er að skýra það, að slikt kosningaár hefur veruleg áhrif á það, að ráðizt er i meiri framkvæmdir en ella. Þetta tvennt varð orsök þess, að árið 1974 var óvenjulega mikið framkvæmdaár. í raun réttri var þá ráðizt i miklu meiri framkvæmdir en þjóðin hafði efni á og vinnuaflið leyfði, og átti það ekki minnstan þátt i aukningu verðbólgunnar á árinu. Það hefði áreiðanlega orðið mat manna, að ekki væri hægt eða skynsamlegt að halda áfram jafnmiklum framkvæmdum, enda þótt viðskipta- kjörin hefðu haldizt sæmileg. Þjóðin héldi þá áfram að framkvæma meira en efni hennar leyfðu og ofþensla á vinnumarkaðnum myndi halda áfram að auka verðbólguna. Nokkur sam- dráttur hefði undir öllum kringumstæðum þótt eðlilegur. Þegar það bættist svo við, að viðskipta- kjörin versnuðu um 30% á fáum mánuðum og enginn bati er sjáanlegur i náinni framtið, hlaut óhjákvæmilega að koma til þess, að framkvæmd- ir yrðu dregnar verulega saman. Þrátt fyrir þann samdrátt, sem orðið hefur, mun það mál haglærðra manna, að enn haldi þjóðin áfram að framkvæma meira en hún hefur efni á, miðað við það hve erfitt efnahagsástandið er. Þessu valda ekki sizt tvær ástæður. önnur er sú, að rikisstjórnin vill ekki að samdrátturinn verði svo mikill, að það leiði til atvinnuleysis. Höfuðmál rikisstjórnarinnar er það, að tryggja atvinnuöryggið. Hin er sú, að rikisstjórnin vill fylgja fram byggðastefnunni, eins og framast er kostur. Ef verulegt lát yrði á henni nú, gæti það komið af stað nýjum fólksflutningum til þétt- býlisins, sem væri öllum til óhags. Af þessum ástæðum reynir rikisstjórnin nú að halda uppi eins miklum framkvæmdum og fjárhagsgetan leyfir og sennilega öllu meiri, en getan leyfir, sökum þess hve mjög viðskiptakjörin hafa versn- að. Rikisstjórnin verður þvi ekki að réttu lagi ásök- uð fyrir það, að hún hafi dregið óeðlilega mikið úr framkvæmdum. Það er lika ótviræður vitnis- burður um þetta, að alveg fram til nýgerðra kjarasamninga var ísland eitt fárra landa, þar sem hið alþjóðlega kreppuástand hafði ekki vald- ið atvinnuleysi, og er þó ísland meira háð við- skiptakjörunum út á við, en flestar aðrar þjóðir. Vonandi breyta nýju kjarasamningarnir þessu ekki og af hálfu rikisstjórnarinnar verður áfram stefnt að þvi, að atvinnuleysi komi ekki til sög- unnar. Þar skiptir vissulega mestu máli að tryggja stöðugan rekstur atvinnuveganna, þvi að það er undirstaða þess, að hægt verði að halda uppi nægum framkvæmdum til að koma i veg fyrir atvinnuleysi. ERLENT YFIRLIT Moynihan segir meiningu sína Hann getur orðið litríkur sendiherra hjá S.Þ. Daniel P. Moynihan HINN 1. júní næstkomandi tekur nýr maður, Daniel Patrick Moynihan, við sendi- herraembætti Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Moynihan hefur oft vakið á sér athygli fyrir bersögli og er þvi búizt við, að skipun, hans I þessa stöðu geti leitt til þess, að liflegra verði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en verið hefur um skeið. Þetta þótti þegar koma I ljós á dögunum, þegar hann mætti á fundi þingnefndar, sem vildi kynnast skoðunum hans. Hann sagði þá hiklaust, að Banda- rlkin myndu draga sig I hlé og hætta að greiða framlög sin til Sameinuðu þjóðanna, ef Israel yrði svift rétti til þingsetu á næsta allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, eins og komið hefur til orða. Suður-- Afrika var beitt slikum refsiaðgerðum á siðasta alls- herjarþingi. Hér er ekki um að ræða brottrekstur úr Sam- einuðu þjóðunum, heldur syiptingu á rétti til þingsetu á viðkomandi þingi. Oft hefur komið til orða að beita slikum refsiaðgerðum, þegar við- komandi riki hefur ekki farið eftir ályktunum alls- herjarþingsins. M.a. höfðu Bandarikin það um skeið til athugunar, að gera það að tillögu sinni, að Sovétrikin yrðu beitt sllkri refsiaðgerð, þegar þau neituðu að taka þátt I kostnaði vegna hernaðarað- gerða Sameinuðu þjóðanna i Kongo. Áreiðanlega er það mjög hæpið að grlpa til slikra refsiaðgerða og getur gert meira ógagn en gagni deilu- málum, þótt formlega sé þetta hægt samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna og sé ætlað að skapa aðhald af hálfu þeirra. Vafalitið myndi það ekki auðvelda lausn deilunnar milli Arabaríkjanna og Israels, ef slikri refsiaðgerð yrði beitt gegn ísrael. Moynihan sagði á eftir, að hann hefði viljað gefa þessa yfirlýsingu strax, þvi að hann væri viss um, að Banda- rlkjaþing myndi óðar taka ákvörðun á þennan veg, ef lsrael yrði svipt rétti til þing- setu. Fyrir allra hluta sakir væri betra, að þau rlki, sem heföu sllka fyrirætlun I huga, vissu það fyrirfram hverjar afleiðingarnar yrðu, heldur en að það yrði fyrst ljóst eftir á. MOYNIHAN hafði áður vakiö athyglimeð því.að halda fram þeirri kenningu, að Bandarlkin yrðu að gera sér Ijóst, að þau væru komin i minnihluta hjá Sameinuðu þjóöunum og þvi ættu þau að fara þar I eins konar stjórnar- andstöðu. Hann útskýrði þetta nokkuð nánar i grein, sem hann birti i marzhefti mánaðarritsins Commentary, en það er gefið út af Gyðingum i Bandarikjunum og þykir i röðbetri tlmarita þar. 1 grein þessari rekur hann þessa kenningu nokkuð nánara. Hann segir, að nauðsynlegt sé að skilja eðli þeirrar byltingar, sem hafi orðið, þegar nýlendurnar I Aslu og Afriku fengu sjálfstæði sitt fyrirvaralitið á örfáum árum. Sú bylting hafi verið gerð undir sterkum áhrifum frá brezkum sósialisma,og I raun og veru megi lita á London School of Economics sem eins konar háskóla þessarar byltingar. Byltingarnar i Frakklandi og i Bandárikjun- um á slðari hluta 18. aldar hafi haft frelsið fyrir megintak- mark en byltingin hjá nýlenduþjóðunum um miðja þessa öld hafi haft brezka jafnaðarstefnu fyrir leiðar- ljós. Þvi hafi frelsið orðið hopnreka, en meira verið hugsað um jöfnuð og sóslalisma. Þvf hafi efnahags- málin þróazt illa og það leitt viða til hernaðarlegs einræðis. Þau lönd skeri sig úr, sem búið hafi við frjálsara efnahags- kerfi. Fyrir Bandarikin gildi það nú að segja þessum þjóð- um til syndanna, alveg eins og þau segi Bandarlkjunum til -^syndanna. Bandarikin eigi að vera órög við að benda þeim á það, sem fari miður i efna- hagskerfi þeirra og stjórnar- háttum. Moynihan leggur áherzlu á, að Bandarlkin styðji frekar lönd, sem búa við lýðræði en einræði, og þvi harmar hann, að Bandarikin skuli ekki hafa haft nánara samstarf við Indland. Sú stefna sé vafasöm, að hafa sótzt meira eftir vinfengi Rússa og Kinverja, sem búa við einræði, en Indverja, sem búa við lýðræði. Bandaríkin eigi að leggja áherzlu á að styöja frelsi og lýðræði. Þar segist hann ósammála Kissinger, sem telur sam- vinnu við einræðisrlki eðli- lega, ef það þykir henta hags- munum Bandarikjanna. Það á að vera hlutverk Bandarikj- anna, segir Moynihan, að gera frelsishugsjónina að eins konar fána slnum og láta sig minna skipta hvort þau eru I meirihluta eða minnihluta. Moynihan tók það fram á áðurnefndum þingnefndar- fundi, að sem sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, gæti hann ekki fylgt fram persónu- legum sjónarmiðum slnum, heldur yrðihann að hlita þeim fyrirmælum, sem hann fengi frá Washington, og þá fyrst og fremst Kissinger. Sagan segir hins vegar, að það sé fyrst og fremst Ford, sem hafi ráðið skipun Moynihans I sendi- herraembættið, en milli Moynihans og Rumsfield, sem er hægri hönd Fords i Hvita húsinu, sé góður kunnings- skapur, Milli Rumsfield og Kissingers er hins vegar eHki sögð nein sérstök vinátta. MOYNIHAN fæddist I Tulsa I Qklahoma 16. marz 1927, Faðir hans var drykkjumaður og flutti móðir hans með þremur ungum börnum sinum til New York, þegar Moynihan var sex ára. Þar ólst hann upp I fátækrahverfi og byrjaði ungur að vinna fyrir sér, sem skóburstari á horninu á 43. götu og Times-torginu. Hann varð jafnan efstur I sinum bekk, þegar hann var I barna- skóla, en efnin leyfðu ekki að hann hyggði á lengri skóla- göngu. Hann gerðist hafnar- verkamaður, þegar hann fékk aldur til, og gegndi þvi starfi i nokkur ár. Að áeggjan félaga sinna, hóf hann skólanám, sem hann hélt áfram eftir að hafa verið i sjóhernum um skeið á striðsárunum. Hann reyndist frábær námsmaður og lauk meistaraprófi I hag- fræði 1949. Þá fékk hann Fulbrightstyrk til að halda áfram námi við London School of Economics. Hann kom heim frá Bretlandi 1953, og hóf þá strax þátttöku I flokksstarfi demókrata. M.a. vann hann um skeið fyrir þá Robert Wagner borgarstjóra og Harriman .rikisstjóra. Hann studdi Kennedy eindregið i forsetakosningunum 1960 og varö síðar aðstoðarráðherra i vinnumálaráðuneytinu. Þar lét hann einkum málefni stór- borga til sln taka og skilaði greinargerðum og tillögum um þau mál, sem vöktu at- hygli. Hann hélt þessu starfi áfram eftir að Johnson varð forseti, en hætti þvl 1965 og gerðist prófessor við Harvard háskóla. Árið 1969 tók hann að sér aö vera formaður sér- stakrar nefndar, sem Nixon fól að rannsaka vandamál stórborga. Hann gegndi þvi starfi I tvö ár, en hóf þá aftur kennslu við Harvard. Arið 1972 vildi Nixon skipa hann sendi- herra hjá Sameinuðu þjóð um, en Moynihan kaus hel að verða sendiherra i landi. Þar dvaldi hann þar tilá siðastl. hausti, erhanr aftur kennslustörf Harvard. Hann hefur fengið þar fjarvistarleyfi I tvö ár til þess að geta ge : . sendiherraembættinu hjá S.l Þ.'Þ Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.