Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 26. júni 1975. TÍMINN HEIAASÆKIR SÚGANDAFJÖRÐ Grásleppan hefur gert þá ríka á Ströndunum — vitjað um netin með Guðmundi Arnaldi Grásleppan, undirstaba hagsældar. Þ.ö-Suöureyri — Viltu ekki koma meö og vitja um grá- sleppunetin — sagöi Guömund- ur Arnaldur. — Viö erum .enga stund, þetta er ekki nema fimmtán minútna stim út undir Gölt, þar sem ég hef lagt innstu netin,— Ég sló til og viö lögðum frá bryggjunni á Suöureyri klukkan hálf nlu á sunnudagskvöldið I blanka logni og glampandi sól. Trillan hans Guömundar heitir Sjöfn og er um þrjú tonn. — Ég hef átt hana frá þvi ég var átjan ára gamall segir Guðmundur, sem nú er oröinn fimmtiu og þriggja ára. — Ég held, að enginn viti, hve gömul trillan er en ég fékk hana frá Akranesi á slnum tima. Hún var þá opin, en ég byggði svo yfir hana. Hingað var hún flutt á skipi. Ætli þaö hafi ekki verið sex þúsund krónur, sem ég gaf fyrir hana,— Við erum varla komnir út úr hafnarmynninu, þegar Guðmundur tekur eftir þvi, að reimin á blökkinni er biluð. Hann drepur á vélinni, meðan hann er að koma reiminni i lag, en brátt getum við haldið feröinni áfram. — Þetta er annað árið sem ég nota blökk, áður var það hand- aflið, sem ég notaðist við — segir Guðmundur. Grásleppunetin hefur Guðmundur lagt vestan Galtarins, sem er fjall við mynni Súgandafjarðar. Sigling þangað tekuruþ.b. 15 minútur. — Þetta er fallegasta fjall á öllu Islandi og i grynningunum vestan þess er ákaflega gott aö leggja. Hérna hef ég oft fengiö mikið af grásleppu I netin.— Þegar við erum komnir vest- ur undir Gölt, sjáum við yfir I Staðardal og yfir I mynni önundarfjarðar. Guðmundur finnur flothylkið, sem fest er við enda netsins, festir þaö viö blökkina og fer svo að draga inn. 1 hverri trossu eru fjögur þrjátlu faðma net, en faðmurinn er um 167 cm. Það hlýtur að hafa verið lýjandi fyrir einn mann aö draga inn svo langa trossu með handaflinu einu saman. Guðmundur dregur og dreg- ur, en það er lltiö um grásleppu i netinu að þessu sinni, mest þari og þang, sem I þeim hefur festst. Mávarnir fljúga i ákafa I kringum bátinn. Þeir vita, sem er, að ekkert er hirt úr grá- sleppunni nema hrognin en hinu hent i sjóinn. Fimm grásleppur voru i trossunni að þessu sinni. Oft hefur fengurinn hjá Guðmundi verið betri. "§■ Grásleppunetin dregin. — Or einni trossu hef ég mest fengið fulla tunnu, en þá voru netin búin að liggja tvo sólar- hringa I sjónum. Fyrir tunnuna fáum við núna 28 þúsund krón- ur. Það er ekki amarlegt að fá það úr einni trossu,— Þegar Guðmundur hefur dregið alla netatrossuna inn, fer hann að gera að. Hann er fljótur að þvi i þetta sinn, enda voru ekki nema fimm grásleppur i netinu. Hrognin hriðir hann innan úr, en hendir slóginu fyrir borð. Mávarnir berjast af mikilli hörku um þann litla feng, sem fellur þeim i skaut, þeir jafnvel stinga sér eftir slóginu. — O, nei, ég er ekki orðinn rikur af þessum grásleppuveið- um — svarar Guömundur, þegar ég spyr hann, hvort hann hafi ekki efnast vel á út- gerðinni. — Alla vega ekki eins rlkur og þeirá Ströndum. Rækjan hef- ur reyndar hjálpað þeim mikið, en héðan frá Súgandafirði má enga rækju veiða. Það gerir gæfumuninn.— Þegar Guðmundur hefur gert að, höldum við heim á leið. — Þú þarft að taka mynd af Geltinum, þetta er fallegasta fjall á öllu Islandi. Ég ætla að sigla dálitið vestar, svo að þú náir góðri mynd af þvi. Guðmundur hefur lengi verið skipstjóri og stýrimaður a stærri bátum frá Súgandafirði. Ég spyr hann, af hverju hann hafi hætt þvi og farið að gera út trillu. — Það er frelsið — segir hann. — A trillunni ræð ég mér sjálf- ur, ræð hverig ég haga minum vinnutima. Á trillunni þarf ég engum að hlýða nema náttúru- öflunum,, læt stjórnast af veðri og vindum,— Þar sem grásleppuvertiðin er senn á enda, spyr ég Guðmund, hvað taki við að henni lokinni. — Ætli það sé ekki skakið frekar en linan — segir hann og strýkur hönd um úfið hárið. — Þá er ég vanur að fara út milli 2 og 4 að nóttunni, en kem ekki að, fyrr en 10 næsta kvöld. Miðin, sem ég ræ á, eru svona 10 til 12 milur út frá mynni Súg- andafjarðar, en það kemur auðvitað fyrir, að ég leiti á önnur mið. — Það er ómögulegt að vita, hversu lengi ég verð við þetta — svarar Guðmundur, þegar ég spyr hann, á leiðinni til iands, hvort hann ætli að halda trilluútgerðinni áfram. — Ætli maður puði ekki við þetta eitthvað lengur.Ajnnars er stór hætta á ofveiði grá- sleppunnar, þvi að togararnir fá svo mikið af henni i netin. Ég veit um eitt tilvik, þar sem togari fékk fimm tonn af grá- sleppu i netin hjá sér. Nú, en ef þetta fer að ganga eins vel hjá mér, eins og hjá þeim á Ströndunum, þá verð ég sjálf- sagt I þessu þar til yfir lýkur,— DYRASTI BILL A LANDINU — 32 milljóna virði í hringferð gébé—Rvik. — Flestir islenzkir utgerðarmenn og skipstjórar þekkja Simrad fiskileitartækin norsku. en nú er verið að kynna þeim nýjustu tækin, sem Simrad framleiöir, ásamt þeirri þróun, sem oröiö hefur hjá verksmiöjunum á framleiðslu fiskileitartækja þeirra. í þvi skyni hefur verið fluttur hingað til lands stór blll útbúinn mörg- um þessara tækja. Billinn, sem er rúm fjögur tonn að þyngd með öllum tækjaútbúnaði, er um 32 milljóna virði, og þvi langdýrasti bill, sem ekur um vegi landsins, þessa dagana. Fyrstu Simrad tækin komu á markað á tslandi 1954, en siðan hafa verið flutt inn hátt á fimmta þúsund Simrad fiski- leitartæki. Simrad-fiskileitartækjaverk- smiðjurnar i Noregi eru i hópi stærstu framleiðenda I heimin- um á sinu sviði. Arsfram- leiðslan skiptir nú þúsundum tækja, sem mest er framleitt af dýptarmælum, fisksjám, asdic- tækjum, talstöðvum og neyðar- baujum, og nú nýverið hófst framleiðsla eins byltingar- kenndasta tækis á sviði fiskileit- ar, tölvu með myndskermum. Tölva þessi er enn ekki komin i neitt islenzkt skip, en Faxa- borgin, 1000 lesta verksmiðju- skip, sem nú er i smiðum, verð- ur það fyrsta sem notar þetta A myndinni sjást nokkrar tegundir þeirra Simrad-tækja, sem eru i bilnuin. tæki af islenzkum skipum. Tölvan kostar um 15 millj. króna. Simrad-tæki hafa verið i stöð- ugri framsókn hér á landi, og nú mun láta nærri, að um eða yfir 75% islenzkra fiskiskipa- stólsins noti fiskileitartæki frá Simrad. Þá verða nær allir þeir skuttogarar, sem eru i smiðum fyrir Island um þessar mundir búnir Simradtækjum að öllu eða einhverju leyti. Billinn, sem útbúinn er Simrad-tækjunum, kom til landsins með færeysku ferjunni Smyrli, en með honum ferðast Jan Boye Woll sölustjóri, ásamt bræðrunum Jóni og Ogmundi Friðrikssyni, framkvæmda- stjórum fyrirtækisins. Friðrik A. Jónsson hf., sem eru umboðs- menn Simrad hér á landi. Þeir, hafa þegar farið um alla sunnanverða Austfirðiog Suður- og Suðvesturland, og hafa út- gerðarmenn og skipstjórar sýnt mikinn áhuga á að kynnast tækjunum. Næst heldur billinn til Vestmannaeyja, og siðan til Vestur- og Norðurlands. 1 biln- um eru 22 gerðir tækja til sýnis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.