Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.06.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. júni 1975. TÍMINN 11 Glæsilegur árangur stjórnar HSÍ Sigurður endur- kjörinn formaður Siguröur Jónsson var ein- róma endurkjörinn for- maður Handknattleikssam- bands íslands á ársþingi sam- bandsins, sem var haldið um sl. helgi. Sigurður tók við for- mennsku hjá HSÍ sl. ár og hefur stjórn sambandsins undir hans stjórn unnið gifurlegt starf sl. starfsár, en er Sigurður tók við stjórninni, þá lýsti hann yfir, að stærsta verkefni stjórnarinnar væri að létta hinn þunga skulda- bagga, sem hvildi á henni. Þetta verkefni hefur stjórnin leyst vel af hendi, þvi að þegar stjórn Sigurðar tók við, voru skuldir HSl rúmar tvær milljónir. Þegar dæmið var gert upp á ársþinginu kom i ljós, að rekstrarafgangur HSÍ er um 4,5 millj. króna. Á þessu sést að st jórn HSÍ undir stjórn Sigurðarhefur unnið geysi- legt starf, af mikilli fórnfýsi. Tveir nýir menn voru kjörnir i stjórn HSI, þar sem þeir Jón Er- lendsson og Stefán Ágústsson gáfu ekki kost á sér til endur- kjörs. Þeir Birgir Björnsson og Július Hafsteintóku sæti þeirra i stjórninni, sem verður skipuð þessum mönnum næsta kjörtima- SIGURÐUR JÓNSSON......hinn dugmikli formaður HSÍ. bil: Sigurður Jónsson, formaður, Jón Magnússon, Bergur Guðna- son, Jóhann Einvarðsson, Július Hafstein og Birgir Björnsson. Mörg verkefni biða nu hinnar nýju stjórnar og er ekki annað að ætla, en að stjórnin undir stjórn hinsdugmikla formanns Sigurðar Jónssonar, leysi þau verkefni vel af hendi, eins og siðasta kjör- timabil. Iþróttasiðan óskar stjórn HSl góðs gengis. Tóny Sanders — þjdlfar Víkingsliðið annað drið í röð Þjálfari Vikinga i sumar er sá sami og I fyrra, Englendingurinn Anthony Sanders. Hann fæddist fyrir 37 árum i þeirri frægu knattspyrnu- og bítlaborg Liver- pool og hefur alið þar nær allan sinn aldur. Knattspyrna er hans önnur atvinna, en Vikingsþjálfar- inn er einnig laginn I höndunum og er menntaður trésmiður. Sanders, eða Tony eins og hann er kallaður, var ekki gamall, þegar hann byrjaði að sparka bolta og byrjaði fljótlega að leika knattspyrnu með liði sem heitir New Brighton og er utan ensku deildakeppninnar. Að þvi kom að hann þurfti að fara i herinn og 25 ára gamall varð hann fyrir þvi óhappi að fótbrotna og eftir það varð ekki um miklar knattspyrnuiðkanir að ræða. Tony vildi þó ekki strax sætta sig við það, að hann gæti ekki lengur leikið knattspyrnu. Hann reyndi fyrir sér i eitt ár, en meiðslin voru honum stöðugt til trafala og ákvað hann þvi að gerast knattspyrnuþjálfari. Að segja skiiið við knattspyrnuna kom ekki til mála. Hann fór fyrst á námskeið hjá enska knattspyrnusambandinu árið 1964 og árið 1968 var hann kominn með full réttindi sem knattspyrnuþjálfari. Siðan hefur hann stöðugt bætt við sig þekk- ingu, bæöi með fjölmörgum nám- -skeiðum og svo að sjálfsögðu sem knattspyrnuþjálfari hjá ýmsum félögum. Þritugur varð hann einn yngsti framkvæmdastjórinn i öllu Eng- landi og þá með sitt gamla lið. New Brighton. Siðan lá leiðin til Skelmersdale og meðan hann þjálfaði það lið, bar það sigur úr býtum i ensku áhugamanna- TONY SANDERS.... þjálfari Vfk- ings. keppninni og undir hans leiðsögn vann liðið sigur i 14 stórum mót- um á fjórum árum. Undanfarið hefur hann starfað hjá félaginu Altrincham, sem leikur utan deilda, en er skipað hálfatvinnumönnum, eins og reyndar New Brighton og Skelmersdale. Altrincham vakti mikla athygli i vetur er liðið gerði jafntefli við Everton i ensku bikarkeppninni en tapaði svo siðari leiknum eftir hetjulega baráttu. Altrincham er ekki stórt félag og getur ekki státað af mikl- um peningum i kassa sinum. Arangur Sanders og strákanna hans hjálpaði félaginu mikið þvi þetta litla félag fékk rúmar 5 milljónir fyrir leikina tvo. Næsta vetur verður Sanders sennilega þjálfari hjá liði sem heitir Bangar City og er eitt af kunnari áhugamannaliðum i Englandi. Hooley ætlar að kæra Keflvíkinga „Stóðum við alla gerða samnmga" — segir Hafsteinn Guðmundsson, formaður ÍBK SA ORÐRÓMUR er nú uppi, að JOE HOOLEY, hinn skapmikli enski þjálfari, sem sagði starfi sinu lausu hjá Keflavikurliðinu, ætli að fara i mál gegn Keflvik- ingum. Hooley segir, að Keflvik- ingar hafi ekki staðið við gerða samninga I launagreiðslum. Joe Hooley hélt til Englands i gær- morgun og sagði hann við brott- förina, að hann ætlaði sér að fá lögfræðing, sem muni annast málið á hendur Keflvikingum. — Það er greinilegt að Hooley er að reyna að hengja hatt sinn á einhvem”, sagði Hafsteinn Guð- mundsson, formaður IBK, þegar við sögðum honum frá ákvörðun Hooley. — Keflvikingar stóðu við alla gerða samninga við Hooley, sem um var samið upphaflega og gott betur, sagði Hafsteinn. — Hooley var ráðinn upp á ákveðið kaup á viku, sem hann fékk ávallt borgað. Við erum þó ekki endanlega búnir að gera upp við hann, þar sem Hooley átti hér ýmsa reikninga ógreidda. Það eru um 100 pund (um 35 þús. is- lenzkar kr.) sem hann á hjá okkur og ganga hinir ýmsu ógreiddu reikningar upp I þessa upphæð, og verður mismunurinn siðan send- ur til Hooley. — Þá má geta þess, að við gerð- um meira fyrir Hooley, heldur en JÓE HOOLEY......sést hér skrifa undir samning við Keflvlkinga sl. vetur. Hafsteinn Guðmundsson, formaður IBK og Arni Þorgrlmsson, formaður KRK, fylgjast með. samið var um i upphafi. T.d. var hann búinn að samþykkja ibúð- ina, sem hann upphaflega bjó i. Þegar hann tilkynnti okkur, að honum þætti hún of litil, þá útveg- uöum við honum stærri ibúð, sem ekki var i samningnum, og einnig borguðum við honum ýmsan ferðakostnað, sem ekki var samið um, sagði Hafsteinn. — Hafa leikmenn Keflavikur- liðsins verið lengi óánægðir með Hooley, Hafsteinn? — Nei, allir leikmenn liðsins voru ánægðir með hann og æfing- arnar hjá honum, þar til siðustu vikuna. Þá fór hann að sýna áhugaleysi, sem ekki lofaði góðu, — en Hooley er einn bezti þjálfari, sem við höfum haft. Baráttan um bikarinn er hafin: TRYGGVI SKORAÐI FYRSTA MARKIÐ SELFYSSINGURINN 'Ryggvi Gunnarsson skoraði fyrsta bikar- markið i ár, þegar Selfyssingar slógu (3:0) IR-inga út úr bikar- keppninni. Tryggvi skoraði fyrsta bikarrriarkið með þrumufleygi, frá vitateig, sem skall upp undir þverslá — óverjandi fyrir mark- vörð Reykjavikurliðsins. Tryggvi bætti siðan öðru marki við, sem var einnig mjög fallegt og síðan innsiglaði Stefán Larsen sigur heimamanna — 3:0. Með þessum sigri tryggðu Selfyssingar sér rétt til að leika gegn Stjörnunni I 2. umferð bikarkeppninnar (Suður- landsriðli) og fer sá leikur fram i Garöahreppi. Einn annar bikarleikur I Suður- landsriðli var leikinn á þriðju- dagskvöldið. Fylkir tryggði sér rétt til að leika gegn Armanni eða Breiðabliki I 2. umferðinni, með þvi að vinna stórsigur (4:1) yfir Gróttu frá Seltjarnarnesi á Ár- bæjarvellinum. Hörður Antons- sonskoraði 2 mörk fyrir Fylki og þeir ómar Egilsson og Baldur Rafnsson, eitt hvor. Beint frd Hong Kong til Árskógsstrandar Rúmlega helmingur liðsmanna Reynis eru sjómenn ASK-Akureyri. Eins og fram kom á Ráöstefnu um æskulýðsmál að Laugum eiga fótboltalið i erfið- leikum með að fá hæfa þjálfara. Þannig hefur til dæmis annarrar deildarliðið Reynir á Árskógs- strönd ráðið til sin skozkan þjálfara alla leið frá Hong Kong, Duncan McDowell að nafni. Raunar er McDowell þekktur hér á landi, þvi að i fyrra þjálfaði hann i Hafnarfirði en 1973 i Vest- mannaeyjum. Að sögn Gylfa Baldurssonar formanns ungmennafélagsins Reynis er hér um mikinn kostnaðarauka fyrir félagið að ræða, en mánaðarlaun þjálfarans eru um 140 þúsund. En það er ekki eina vandamálið sem liðið á við að striða. Rúmlega helmingur liðsmanna eru sjómenn, sem ekki eiga beint hægt með að hlaupa úr vinnu til æfinga, en Gylfi sagði að nú væri hlé milli vertiða er gerði kleift að stunda iþróttina og keppa við önnur lið, Reynir hefur leikið fjóra leiki og tapað þeim öllum, en ekki mun öll von úti með að geta haldið áfram i ann- arri deild, en i hana kom liðið i ár, eftir að Akureyringar hröpuðu I þriðju deild. Að lokum sagði Gylfi Baldurs- son, að McDowell yrði með liðinu til mánaðamóta júli—ágúst, og yrði þvi dvöl hans hér alls tveir mánuðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.