Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 27. júni 1975. Sl bnri. Þrjár milljónir sumardvalargesta á Krím Áframhaldandi þróun sumar- dvalar- og hressingarsvæöanna á suðurströnd Krimskaga i Svartahafi á að fylgja fullunn- inni heildaráætlun, sem gerir ráð fyrir, að reist verði sumar- dvalar- og hressingarheimili fyrir 250 þús. manns. Sam- kvæmt áætluninni er svæðinu öllu skipt i þrjú belti. Strand- belti, fjallabelti og miðbelti. Á strandbeltinu verða hresingar- og sumardvalarheimili, en á hinum tveim, ferðamannahótel, tjaldbuðasvæði og mótel. Á mið- beltinu verða einnig reistar ibúðablokkir fyrir starfsfólk sumardvalar- og hressingar- hælanna. Á Jalta á að reisa á ár- unum 1976-1980 mörg ný hress- ingar- og hvildarhæli til viðbót- ar þeim rúmlega 100. Það á einnig að reisa leikhús er tekur Var hann fyrirmyndi „Guðföðurnum"? 1200 manns i sæti, hótel, sjúkra- hús og fjölmargar þjónustu- stofnanir. Áætlanir gera ráð fyr- ir að þær 3 millj. sumarleyf- isgesta, sem árlega gista Krim, skuli i framtiðinni njóta leyfis- ins við betri skilyrði en áður Storkurinn sækir í austurátt Alþjóðlegar fuglatalningar sýna, að storkurinn er smám saman að yfirgefa fyrri varp- svæði í vesturhluta Evrópu og leitar til austurs. Þannig hefur storkum t.d. fækkað mjög i Danmörku, Norður-Þýzkalandi ogHollandi. A hinn bóginn hefur komið i ljós mikil fjölgun storkahjóna t.d. i héraðinu sunnan við Pslov, sem er um 100 km sunnan við Leningrad. Hafa nú verið taldir þar 4500 storkar, en það er þrefalt fleira en fyrir 15 árum. Bifreiðasýning í Frankfurt í haust. — Undirbúningur I fullum gangi Þessum stafla af auglýsinga- spjöldum er ætlað að auglýsa 46. bifreiðasýningu, sem halda á i Frankfurt, V-Þýzkal. dagana' 11.-21. september í haust Slagorð sýningarinnar er: ,,Betra lif með bifreið”. Viðskiptavinir i V.-Þýzkalandi hafa ekki þurft að láta brýna sig með þvilikum auglýsingum. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hefur skrán- ingum á nýjum vélfarartækjum fjölgað um 21% miðað við árið áður.Minniztþess, að fyrri hluta siðastaárs var fólk enn óöruggt vegna oliuhækkananna. 1 fyrsta skipti i 25 ár voru framleiðendur i vandræðum með að selja sina vöru. Viðskiptin gengu svo illa að á siðasta ári var bifreiðasýn- ingunni i Frankfurt aflýst. Nú hefur salan aukizt og bezt selst gerðin VW Golf, sem selst eins vel i Norður-Ameriku og VW Rabbit. Kvikmyndin „The Godfather” hefur verið sýnd um mestallan heim og hvarvetna vakið at- hygli. Mörgum getum hefur verið leitt að þvi, hver hinn eiginlegi guðfaðir hafi verið, þvi að alltaf var talað um, að hann hafi lifað og starfað T' Banda- rikjunum mikið til7 likt og sagt n að er frá i.myndinni. Flestir, sem um málið hafa fjallað segja að Lucky Luciano hafi verið fyrir- myndin, en samkvæmt nýjustu upplýsingum er það ekki Luciano, heldur Salvatore Maranzano, sem alls ekki var eins þekktur i Banarikjunum og Lucky Luciano, sem hafði gaman að þvi að berast mikið á og lifa hátt. Salvatore Maranzano aftur á móti var mjög hæglátur maður, sem hafði lært til prests á Italiu, en fluttist til Bandarikjanna um 1910. Hann hafði fljótt um sig hóp ttala og stofnaði fyrirtæki sem fjölskylda hans stóð öll að. Eftir átök innan Mafiunnar og mannfall I april 1931 þá náði Salvatore Maranzano yfirráð- um þar. Hann var menntaður maður og mikill aðdáandi Júliusar Cesars, og eftir göml- um rómverskum fyrirmyndum leitaðist hann við að skipuleggja þennan félagsskap eftir ættum og fjölskyldum. Maranzano sjálfur kallaði sig Capo di Tutti Capi, þ.e. „foringjá allra foringjanna”. Siðan skipaði hann yfirmann Itölsku Mafiu- fjölskyldnanna og varð Lucky Luciano einn þeirra. Siðar urðu bardagar milli þeirra, og er vist nærri þvi að sagan þræði ýmsar kunnar heimildir um þau átök. Fg heyri að þú liefur unnið mikla yfirvinnu. Gott hjá þér vin- ur, haltu þvi áfram. Ef þú ferð ekki að sofa á stund- inni kemur John Wayne og tekur þig- DENNI DÆMÁLÁUSI Hann er næstum alltaf svona, en þó kemur fyrir, að hann er al- mennilegur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.