Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 27. júni 1975. SUM BÖRNIN ERU MJÖG FORHERT OG LÍTILL MUNUR Á ÞEIM OG HINUM BÍRÆFNUSTU AFBROTAMÖNNUM — Rætt við Matthfas Guðmundsson, rannsóknarlögreglumann, sem hefur með mól að gera, er varða afbrot barna og unglinga Yngsti rannsúknarlögreglu- maður Sakadöms Reykjavlkur, heitir Matthlas-- Guðmundsson og er 29 ára að'aldri-. Matthías heiur um langt árabil unnið aj) löggæzhimálum, leUgst af i um- ferðardeild lögreglunöar, en frá þvllfebruarsl.hefurhann veriö fastráðinn starfsmaður saka- dóms. Umsjónarlnaður þáttar- ins hitti Matthlas að máli I vik-. unni, en hann hefur meö mála- flokk að gera, sem sp.annar af- brot barna og unglinga. Tvcir rannsóknarlögreglu- menn vinna að. áðurnefndum málaflokki, Helgi Danlelsson og Matthlas Guðmundsson, en Helgi hefur um langt árabil ver- ið einn við rannsóknir á afbrot- um barna og unglinga. Þeir vinna saman i minnsta herbergi sakadóms, og i upphafi spjallsins segir Matthias, að hann hafi notað sumarfriið sitt i ,fyrra til þess að kynna sér þetta starf. ,,Ég hafði meiri áhuga á þessum málum, og eins vildi ég gera eitthvað annað varðandi löggæzlumál en að hossast á mótorhjóli”, sagði Matthias og kimdi. Matthias sagði að sér lfkaði starfið mjög vel; þótt þvi væri hins vegar ekki að leyna, að hann fyndi ýmislegt að þvi. Eins og áður er komið fram, vinnur Matthias nær eingöngu að mál- um er snerta afbrot barna og unglinga, og sagði Matthias, að mest væri um þjófnaði, innbrot, ávisanafals og önnUr skyld af- brot. „Það má raunar segja, að til okkar komi flest þau afbrot, sem hinir fullorðnu drýgja — börnin eru á mörgum sviðum afbrotamála engir eftirbátar þeirra fullorðnu, þótt það megi kannski segja, að afbrot barn- anna séu i eilitið smærri stil”, sagði hann. — í þessu starfi kynnist ég bæbi unglingunum sjálfum svo og heimilum þeirra,, og það verður að segjast eins og það er, að heimilin eru jeði 'misjþfn. Ég yek mig.oft á það, að þessir krakkar, sem hafa leíðzt út á af-. brotabrautina, érú'frá heimil- um, þar sem ásfandið er miður gott. 1 mörgum tilfellúm eru foreldrarnir litið heima við, drykkjúskapur er mikill, og talsvert mikið er ura, að,þessir krakkar komi frá héirailum, þar sem foreldrarnir háía sjitið satnvisturri. í mörgúm slikum tilfellUm eru börnfn iriikið eiri hejma og þeim litið'sem.ekkert sinnt — og harla litinn heimilis- brag að finna. Matthias sagði, að það kæmi aö sjálfsögðu fyrir, þó það væri mun sjaldgæfara, að afbrota- unglingar kæm'u frá þvi, sem kallaö væri gott heimiíi. „Við verðum eðlilega miklu frekar .. • • r Með „Likurnar fyrir þvi, að við fáum börnin til að hætta að brjóta af sér, minnka eftir þvi sem þau hafa verið lengur viðriðin afbrot”. fólki varir við sárindi foreldra á slik- um heimilum, þegar við ræðum við þá, en þeim heimilum, þar sem. allt er i reiðileysi”, sagði Matthias. — Það gefur auga leið, að þetta starf er annað og meira en að upplýsa afbrotin. Númer eitt hjá mér er að fá þessa afvega- leiddu unglinga til að snúa við blaðinu og hætta fyrri iðju sinni. t öðru lagi er það frumskilyrði hjá okkur Helga að hafa gott samband við foreldra barn- anna. — Við gerum mikið af þvi að ræða einslega við börnin, og teljum að það gefi bezta raun. Þá höfum við í öllum tilfellum samband við foreldrana. ' — Er ekki i sumum tilvikum erfitt að ræða við börnin, t.d. þau, sem eru mjpg langt leidd? — Það er rrijög piisjafi\t. Sum hver eru mjög forbert, og litill munur á þeim og hinum biræfn- ustu afbrotamönnum. Mörg hvpr kippa sér. ekkert upp við þáö, þó við komum þeim á skammvistunarþeimilið i Kópa- vogi. H.ins vegar eru börn,-sem. gott er að eiga við, og við finn- um að vilja hættaen þvi mið- • ur kemur það'allt of oft fyrir, þrátt fyrir góöan vilja, að þau Ípnda út á sömu braut aftur. . — Koma þessi börn, sem þið þurfið að hafa afskiptf af, yfir- leitf úr „afbrotahópum”? — Nær undantekningarlaust. I svipinn mán ég ekki eftír neinu máli, þar sem aðeins eitt barn á hlut að máli. Þau eru aldrei færri en tvö saman, oft þrjú, og þáð kemur (rft fyrir, að afbrota- hópurinn er miklu stærri, — oft eru börnin milli tiu og tuttugu saman við þessa iðju sina. Matthlas sagði, að þar sem yfirleitt væru margir um hvert brot, væru málin mun erfiðari viðfangs eri i almennu deildinni, þar sem rannsökuð væru mál fullorðinna. Matthias kvaðst. hafa tekið eftir þvf, að næðu þeir til barn- anna, þegar þau væru að stiga sln fyrstu spor út á afbrota- brautina, gæfi það yfirleitt beztu raun, ,og þá yæru lika mestar likur fyrir þvi, að börnin hættu fyrir fúllt og allt. „Llkurnar fyrir þvi, að við fáum börnin til þess að hætta að brjóta af sér, minnka eftir þvi, sem þau hafa lengur verið við- riöin afbrot. Ef við náurii i þau eftir fyrsta eða annað afbrotið, eru góðar horfur á þvi, að við náum þeim út úr þessu”, sagði Matthias. — Við vitum ekki hvort við er- um lögreglumenn, félags- fræöingar, lögfræðingar eða prestar, skýtur Helgi inn i, — þvi að þessi mál eru þess eðlis, að flest öll mánnleg vandamáí koma til okkár kasta einhvern tlma. Það kemur ósjaldan fyrir, að unglingar, sem við höfum einu sinni haft afskipti af, leita ráða til okkar siðar, — og mörg þessara mála, sem við fáum i hendur eru strarigt tiltekjð ekki lögreglumál. Við höfum haft milligöngu um það, að vista börn i sveit, — og það má raunar segja, að við innum af hendi ýmiss konar ráðgefand.i starf- semi. Það liggur I augum uppi, að við þurfurii ofí áð hlustá á margt, sem beinlinis kemur starfi okkar ekki við.- Helgi sagði, að harin ' hefði 1 boðið uriglingunum upp á það, aðhafa sambandviðyghvéjiær sólarhringsins sem , væri, og . sagði hann,-aö það væri talsvert um það, að hring-t væri heim tO sin bæði að hóttu og degi. ,,í riiörgum tilfellum erum við sá hlutlausi aðili, sem þarf til þess að sætta misklíð milli barna og foreldra. Börnin -vilja oft segja okkur það, seni þáu geta kannski ekki sagt foreldrum sinum, — og. við segjum siðan foreldrunum, það sem börnin háfa sagt okkur”, sagði Helgi. — Hafðir þú, Matthias, kynnzt börnum og unglingum eitthvað sérstaklega, áður en þú byrjaðir aö starfa hér? — Nei, ekkert sérstaklega. Hins vegar kynntist ég bæði börnum og unglingum, meðan ég var I umferðardeildinni. Ég var mikið uppi i Breiðholts- hverfi á kvöídin og um nætur, og vissulega kynntist maður mörg- um unglingnum, en bara á allt annan hátt en i þessu starfi. — A hvaöa tima ársins er mest um afbrot barna.bg ung- linga? r- Það er 'mest yfir vetrartim- arin. Það var t.d. mjög mikið að gera hjá okkur bæði i marz og aprilmánuði og. skýrslubúnkinn stækk-aði alltaf.á borðihu hjá okkur, þvi að við höfðupi. hrein- lega ekki uridan." Annars éru krakkar viðriðnir þjðfnaði og önnur minni háttar afbrot meira og minna á h'verjum degi, auk þess sern ég þykist fullviss, að afbrotaaldurinn' lækki stöðugt. Mér blöxkraði fyrir skömmu, en þá komu til min tvö mál með stuttu millibili, þar sem saka- dólgarnir voru sjö ára börn. I báðum tilfellunum höfðu börnin unnið skemmdarverk. Ég ætla ekki 7 ára barni að vinna skemmdarverk á verðmætum öðruvisi en óviljandi, .— en það stakk mig að vita til þess, að sjö ára börn skuli koma til kasta lögreglu vegna afbrota. Matthias sagði, að búðar- hnupl hefði aukizt mjög hin siðari ár, eftir að kjörbúðum hefði fjölgað, en þessar stóru verzlanir freistuðu margra ung- linga. „Þá er mikið um það, að fólk á vinnustöðum skilji eftir verðmæti á glámbekk, bæði i vösum á hlifðarfatnaði og öðr- um áberandi stöðum, — og það er mörgu barni of mikil freist- ing. Sum börn og unglingar fara að visu inn á vinnustaðina i þeim tilgangi að leita að ein- hverju verðmætu, en aðrir krakkar standast hreinlega ekki freistinguna að sjá kannski veski eða önnur verðmæti á glámbekk”, sagði Matthfas. — Hvenær telur þú, að börn fari i þessa afbrotahópa, sem fara um stelandi? — Strax á aldrinum 10-12 ára. Þá eru þau orðin fjárþurfi og byrja á þessui — Hvað telur þú, að i Reykja- vik séu margir sibrotaungling- ar? —-. Það er erfitt um það að segja með nokkurri vissu, en ég tel að það sé ekki fjarri lagi að segja, að þeir séu einhvers stað- ar á bilinu 'milli tvöhundruð og þrjúhundruð.. Matthias teýgði sig I svarta bók, sem hefur að geyma nöfn og áfbrot pokkurra afbrotaung- linga. Hann fletti bókinni laus- lega I gegn og stöðvaði siðan við eina siðuna og sagðí': —Hér héf ég 14 árá strák, spm hefur hVðrki meira né minna en framið l5 afbrpt, þaðsem af er þessu ári, mest þjófiiaði, en t.d. eina likamsárás. ' — Hvemig hefur verið að tala við þennan pilt? —- Það er ágætt að tala við hann, en hann er frá heimili, þar sem báðir foreldrarnir eru drykkjusjúklingar, og i öll þau skipti,.sem éghef komið heim til hans, hefur aðkoman verið mjög slæm. Þessi strákúr hefur margsinnis verið settur á skammvistunarheimilið, en um leið og hann losnar þaðan, fer allt i sama horfið. Ég innti Matthias eftir þvi, hver skiptingin væri milli kynj- anna varðandi barna- og ung- lingaafbrot, og kvað hann pilta vera I miklum meirihluta. Þeir hefðu aðeins haft afskipti af til- tölulega fáum stúlkum, og i flestum tilvikum vegna þjófn- aða. „Stelpurnar eru aðallega i búðarhnupli”, sagði Matthias. „Ég hef farið heim til nokkurra þeirra eftir að lögreglan hefur tekið þær, og oft hefur komið- i ljós, að þær háfa stundað búðár- hnupl i langan tima. Mest stela þær bókum og blöðum, en einnig - fatnaði og hljómplötúm. Það er eins með stelpurnar og strák- aná, að yfirleitt erú þær nokkrar saman i hóp.” — Ég man sérstaklega eftir tveimur stelpum- frá liðnum vetri, sem voru mjög slæmar. 1 þvi tilvikí-voru bæði heimilin ágæt og ekkert athugavert við þau. En stelpurnar voru fjár- þurfi, og þær notuðu yfirleitt þá aðferð að kasta grjóti I verzlánir og söluturna að næturlagi. Eftir að hafa kastað grjótinu, biðu þær um tima til að athuga, hvort lögreglan kæmi, eða til annarra mannaferða sæist. Ef svo var ekki, fóru þær inn’um gluggana, sem þær höfðu brotið. — En þessár stelpur eru nú komnar i sveit fyrir milligöngu okkar og I samráði við foreldra þeirra, sagði Matthias og brosti. Matthias vildi geta þess, að þegar unglingar fremdu, það sem kallað væri svona stærri af- brot, væri áfengi nær undan- tekningarlaust haft um hönd. Kvað hann brýna þörf að herða allt eftirlit með þvi, að ungling- ar kæmust ekki yfir vin, og taldi það hægt, ef vilji væri fyrir hendi. Benti hann á,að hægt væri að hafa óeinkennisklædda lögregluþjóna á vappi við áfengisútsölurnar og einnig mættu viðurlög við slikum brot- um vera strangari en nú er. Matthlas sagði að það væri ekki hægt að komast hjá þvi i þessum starfa að kynnast sum- -um unglingunum mjög vel og þvi til staðfestingar sagði hann frá þessu dæmi: — Ég grunaði ákveðinn pilt um innbrot og fór þvi heim til hans. Hann var þá einn heima, en foreldrarnir úti að skemmta sér. Hann æsti sig mjög mikið upp, þegar ég kom,- óg hellti úr skálum reiði sinnar yfir mig — og sagði mér að hypja mig út. Siöar.talaði ég við foreldra hans og þau fengu hapn til að koma til min og ræða við mig. Hann viðurkenndi brot sitt og upp frá þv.i hefur hann oft kofnið og rætt- við mig um hitt og þetta. 1 dag getégekki annað en kallað hann vin minn. Að lokum sagði Matthiasr — Almenningur gerir eðlilega miklar kröfur'til lögreglunnar ogað minni hyggju meiri kröfur' en við stötidum undir. Það er staðreynd, að hér á landi er ekki nógu vel búiö að lögreglurini. Að mlnum dómi þyrftu lögreglu- menn að vera meira menntaðir en n.ú er og eins þyrfti að senda fleiri lögreglumenn út árlega til að kynnast nýjungum og þess- háttar. — Gsal — Með ungu fólki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.