Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 27. júni 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. -Verð I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Hæpin kurteisi hjá Wilson Þau tiðindi gerðust um seinustu helgi, að Geir Hallgrimsson forsætisráðherra var staddur i London i einkaerindum á heimleið frá Stokkhólmi, þar sem hann sat fund norrænna ráðherra, er fjallaði um stofnun norræns fjár- festingarbanka. Meðan forsætisráðherra dvaldist i London, bárust honum óvænt þau tiðindi, að Harold Wilson forsætisráðherra Bretlands óskaði að sýna honum þá kurteisi að bjóða honum til viðræðna við sig i Downing StreetlO áður en hann héldi heimleiðis. Islenzki forsætisráðherrann brást að sjálfsögðu vel við þessu kurteisisboði, sem virtist bera merki þess, að brezki forsætisráðherrann vildi sýna honum og Islandi sérstakan sóma. Enn frekari ástæða var til að meta þessa kurteisi Wilsons að verðleikum, þar sem hann á mjög annrikt um þessar mundir og valda þvi ekki aðeins miklar kaupkröfur sumra flokksbræðra hans, heldur Amin forseti Uganda, sem gerir nú furðulegar tilraunir til að niðurlægja hið gamla brezka heimsveldi. Af kurteisisfundi þeirra Harold Wilsons og Geirs Hallgrimssonar segir ekki mikið, enda ekki venja að tiunda allt opinberlega, sem fer fram á slikum fundum, þótt kurteisisfundir séu. íslenzki forsætisráðherrann taldi rétt að árétta fyrirætlun íslendinga um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 200 milur, og kom hinum brezka forsætisráðherra þetta ekki á óvart, þvi að Einar Ágústsson hafði skýrt starfsbróður sinum, Callaghan utanrikisráðherra, frá þessu i Bríissel i siðastl. mánuði og auk þess mun Wilson hafa verið búinn að frá fréttir af þessu eftir öðrum diplomatiskum leiðum. En þetta tilefni mun Wilson hafa notað til að koma aðal- erindi kurteisisboðsins á framfæri, en það var á þá leið, að Bretar vildu frá framlengdar undanþágur til togveiða við ísland innan fisk- veiðimarkanna og óskaði hann eftir, að islenzki forsætisráðherrann kæmi þeirri ósk á framfæri við islenzku rikisstjórnina, að Bretar óskuðu eftir viðræðum um þetta við íslendinga. ís- lenzki forsætisráðherrann lýsti sig að sjálf- sögðu óviðbúinn að ræða málið, þvi að til þess hefði hannekkertumboð, en hann myndi að sjálfsögðu koma óskum Breta á framfæri við rétta aðila. Eftirað’þetta hefur verið upplýst,mun vafa- litið mörgum íslendingi þykja að mesti glansinn fari af kurteisisboði Wilsons, þar sem aðaltilgangur þess virðist hafa verið sá, að láta islenzka forsætisráðherrann fly tja þau boð milli London og Reykjavikur, að Bretar óskuðu eftir viðræðum um áframhaldandi undanþágur innan 50 milna markanna. Vafalitið hefði brezka stjórnin getað komið þessum boðum til Islands á smekklegri hátt en þann: að gera is- lenzka forsætisráðherrann að eins konar bréfbera sinum. Um skilaboðin frá Wilson er svo það að segja, að þegar á sér stað’ofveiði innan 50 milna markanna og er þvi nauðsynlegt að draga úr veiðum þar. Islendingar eru orðnir einfærir um að annast allar veiðarnar þar og þegar draga þarf úr veiðum, hefur strandrikið algeran for- gangsrétt. Það er hægt að skilja óskir Breta, en þeir verða lika að skilja aðstöðu Islendinga. ERLENT YFIRLIT Fylgistap norskra jafnaðarmanna Þó reynist ríkisstjórn þeirra vel Reiulf Steen SÉ LITIÐ á stjórn efnahags- mála i Vestur-Evrópu, viröist hún óviða hafa hepppnazt bet- ur en i Noregi. Verðbólga hef- ur verið þar minni en viðast annars staðar, rauntekjur al- mennings hafa heldur aukizt og atvinnuleysi ekki verið telj- andi. Þetta er vissulega góður árangur hjá rikisstjórn, sem ekki hefur þingmeirihluta að baki sér, og hefur i vissum stórmálum orðið að semja við ólika flokka á vixl. Það hefur að visu mikið að segja og sennilega hefur það gert gæfu- muninn, að stjórnin hefur stuðzt við ábyrga og samstæða verkalýðshreyfingu, sem hef- ur gert sér ljóst, að kauphækk- un i krónutölu er ekkert höfuð- atriði, heldur skiptir það mestu, að vixlhækkanir verð- lags og kaupgjalds eyði ekki þeim árangri, sem næst i kjarabaráttunni. Samkvæmt þessu ætti að mega vænta þess, að Verka- mannaflokkurinn, sem fer með rikisstjórnina undir for- ustu Trygve Brattelis, nyti vaxandi fylgis. Þessu er hins vegar ekki að heilsa. Skoðana- kannanir á fylgi flokkanna fara fram mánaðarlega i Noregi og benda siðustu skoðanakannanir til þess, að fylgi flokksins sé heldur að hnigna. Einkum var siðasta skoðanakönnunin, sem var birt i byrjun þessa mánaðar, flokknum óhagstæð. Margir biðu með forvitni eftir niður- stöðum hennar, þvi að hún átti að gefa til kynna, hvernig kjósendur tækju formanna- skiptunum i flokknum, en þetta var fyrsta skoðanakönn- unin eftir að Reiulf Steen tók við formennsku flokksins af Trygve Bratteli. Það kann að ráða nokkru um þetta, að mik- ill ágreiningur var um það hver eftirmaður Brattelis skyldi vera, en hann var búinn að tilkynna með allmiklum fyrirvara, að hann myndi hætta flokksformennsku á flokksþinginu, sem haldið var i aprilmánuði siðastl. Vinstri armur flokksins studdi Reiulf Steen, sem var varaformaður flokksins, en hægri armurinn Oddvar Nordli, sem var for- maður þingflokksins. Eftir mikið þóf á flokksþinginu náð- ist samkomulag um það bak við tjöldin, að verkum skyldi skipt þannig milli þeirra, að Steen yrði formaður flokksins, en Nordli forsætisráðherra, þegar Bratteli léti af þvi starfi. Sennilega hafa kjós- endur talið þetta frekar veik- leikamerki en hið gagnstæða, og getur það hafa valdið þvi að fylgi flokksins virðist hafa minnkað fyrst eftir flokks- þingið, en flokksmenn gera sér von um, að þeir Steen og Nordli eigi eftir að vinna þetta upp. Þó er þvi almennt spáð, að úrslit næstu skoðanakönn- unar eigi eftir að verða Verka- mannaflokknum enn óhag- stæðari og stafar það af þvi, að ný lög, sem þingið samþykkti um fóstureyðingar og gera þær auðveldari en áður, hafa sætt mikilli mótspyrnuEinn af biskupum landr.ins hefur sagt af sér i mótmælaskyni og hef- ur risið sérstök deila rnilli hans og stjórnarinnar i tilefni af þvi. ÞOTT Verkamannaflokkur- inn hafi tapað, hefur það ekki orðið vatn á myllu Sósialiska kosningabandalagsins, sem er nú orðinn flokkur og kallar sig Sósialiska vinstri flokkinn. Þetta bandalag var stofnað fyrir siðustu kosningar og stóðu að þvi Sósialiski þjóð- flokkurinn, Kommúnista- flokkurinn og klofningsdeild úr Verkamannaflokknum. Það fékk þá 16 þingmenn kosna og rúm 11% atkvæð- anna. Siðan hefur verið unnið að þvi að búa til flokka úr bandalaginu og var fyrir nokkrum mánuðum gengið frá flokksstofnun til bráðabirgða, en endanlega er eftir að ganga frá ýmsum atriðum i sam- bandi við flokksstofnunina. Það veldur ekki sizt ágreiningi og deilum, að stór hluti Kommúnistaflokksins er ófús til þess að leggja flokk sinn alveg niður. Enn er ekki ljóst, hvernig þessum deilum muni lykta, en vafalitið standa þær flokknum fyrir þrifum og virðast liklegar til að gera það áfram, ef ekki tekst að jafna þær. FYLGISTAP Verkamanna- flokksins að undanförnu hefur fyrst og fremst orðið vatn á myllu Hægri flokksins og mið- flokkanna, Miðflokksins og Kristilega flokksins. Vinstri flokkurinn klofnaði i tvennt fyrir siöustu þingkosningar og eiga bæði flokksbrotin mjög örðugt uppdráttar. Fram að þessu hefur fylgisaukningin verið mest hjá Kristilega flokknum og Hægri flokknum, Miðflokkurinn hefur staðið i stað þangað til i siðustu skoðanakönnun, en þá bætti hann verulega við sig. Talið er, að það reki að einhverju leyti rætur til þess, að for- maður flokksins, Dagfinn Várvik, tók af skarið um það, að flokkurinn myndi vinna með hægri flokknum og Kristilega flokknum, ef þessir þrir flokkar fengu meirihluta i næstu kosningum. Hingað til hefur flokkurinn virzt á báð- um áttum, enda löngum verið grunnt á þvi góða milli hans og Hægri flokksins. Það virðist hafa hreinsað loftið að Várvik tók ákveðna afstöðu. Fylgi Glistrupista, sem fengu þrjá þingmenn kjörna i siðustu þingkosningum og 5% atkvæð- anna, virðist fara minnkandi. STAÐAN i þinginu, sem er ein deild, er sú, að Verka- mannaflokkurinn hefur 62 þingmenn og sósialiski vinstri flokkurinn 16. Samanlagt hafa þessir flokkar þvi eins at- kvæðis meirihl., en þingm. eru alls 155. Þetta réði úrslitum um það eftir kosningarnar, að Verkamannaflokkurinn myndaði stjórn, en ekki Hægri flokkurinn og miðflokkarnir. Hinsvegar styðst Verka- mannaflokkurinn ekki form- lega við Sósialíska vinstri flokkinn. Það hefur lika iðu- lega gerzt, að Sósialiski vinstri flokkurinn hefur snúizt gegn stjórninni, en þá hafa annað hvort Kristilegi flokkurinn eða Miðflokkurinn komið henni til bjargar. Hægri flokkurinn hefur 29 þingmenn, Mið- flokkurinn 21. Kristilegi flokkurinn 20, flokksbrotin úr Vinstri flokknum hafa 3 þing- menn, Glistrupistar hafa 3 þingmenn og einn þingmaður tilheyrir flokki, sem kallar sig Reformpartiet. Samkvæmt siðustu skoðanakönnun, myndu Verkamannaflokkur- inn og Sósialiski vinstri flokkurinn verða i minnihluta i þinginu, ef kosið væri nú. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.