Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 27. júni 1975. TÍMINN 9 BnBBOB Cargolux vill fljúga yfir Sovétríkin — Ef maður skoðar flugieiðina til Hong Kong, þá sést að þið fljúgið ekki styztu leiðina milli Luxemburgar og Hong Kong. Hefur verið sótt um leyfi til að fljúga yfir Alþýðulýðveldið Kina eða yfir Sovétrikin? — Við höfum hugleitt að fá leyfi til þess að fljúga yfir Sovétrikin og millilenda þá i Taskent, eða öðrum hentugum stað. Við telj- um það ekki fjarri lagi að i framtiðinni fáist einshvers konar heimild til þessa. Hins vegar höfum við ekki hugleitt möguleika á flugi yfir Kina. — Hvað um samkeppni. Eru Cargolux vélarnar þær einu, sem fijúga með vörur frá Hong Kong? — Nei, það eru fleiri, sem vinna á þessari flugleið. En við höfum tiðastar iendingar og öflugasta flugflotann. Við erum t.d. þeir einu, sem bjóðum upp á tiðar ferðir með langleiðaþotum til og frá Evrópu. Flugleiðin til S-Ameríku næst — Nokkrar nýjar flugrútur i uppsiglingu? — Já, við erum að athuga áætlanir um fastar ferðir til Mið-Austurlanda, i hinn ara- biska heim. Réttara væri þó að segja að við hefðum hug á að fjölga þangað ferðum. Það er mikið um að vera i þessum heimshluta eins og allir vita og mikið vörumagn þarf að komast leiðar sinnar, bæði með skipum og flugvélum. Ennfrem- ur skoðum við möguleika á tiðara flugi til Mið- og Suður- Ameriku. Við fljúgum þegar milli Suður-Ameriku og Evrópu. Td. flugum við fyrir nokkrum dögum þotuflug til Lima i Peru. Við flugum með þýðingarmikinn farm og tókum vörur til baka. Cargolux telur að miklir möguleikar gefist með flug- ferðum til og frá Suður-Ameriku og þessi lönd hafi rika þörf fyrir öruggar, tiðar fiugsamgöngur við Evrópu. Farmg ja Idamyndun — frjáls samkeppni — Þá kemur næst spurning um peninga. Eru farmgjöidin frjáls, eða eru verðlagsákvæði? — Þetta er frjálst. Þó með þeim augljósa fyrirvara að við erum ekki einir i heiminum, margir aðrir fást til að fljúga með farma. Viðstillum þvi gjöldum i hóf, miðum þau við þarfir okkar og eðlilegan flugrekstur. Framboð og eftirspurn er það sem ræður á þessum markaði. Við vitum nokkurn veginn hvað keppinautar okkar geta boðið, og bjóða, og verðþróunin ræðst siðan af þvi. — Hvernig hefur reksturinn gengið fjárhagslega? . — Hann hefur gengið vel. Þó er þvi ekki að leyna, að við urðum fyrir miklum skakkaföllum i oliukreppunni á siðari hluta árs 1973 og i byrjun ársins 1974. Eldsneyti hækkaði upp úr öllu valdi og það tók okkur marga mánuði að koma á samræmi á milli þessara hækkana og farm- gjaldanna. Samningar eru gerðir fram i timann, og það er Jóhannes Einarsson fram- kvæmdastjóri hjá FLUG- LEIÐUM og stjórnarmaöur I CARGOLUX. óhugsandi að hækka fargjöldin frá og með ákveðnum degi. Það tekurtima. Auðvitað skilja allir það nú, að farmgjöldin urðu að hækka vegna eldsneytis- hækkunarinnar, en fólk tekur sér góðan tima til þess að skilja samhengið. Auk þess var erfitt að fá eldsneyti. Langleiðaþoturnar urðu t.d. að lenda aukalega i Singapore til þess að taka eldsneyti, sem er aukakrókur, og var þó naumast bætandi á eygða flugleið vélanna og kostn- að, er þvi fylgir að fljúga langa leið milli tveggja staða á jörð- unni. Flugið og olíukreppan — Geturðu sett fram tölur um aukakostnaðinn við oliu- hækkunina? — Áður en oliukreppan kom til sögunnar, þá var flugvéla- eldsneyti um 25% af kostnaði við flugreksturinn, en nú er það milli 40 og 50% eftir flugvéla- gerðum. Minni munur en þessi skilur á milli arðs og rekstrar- taps. Oliukreppan hefur lika kostað aukna vinnu. Við höfum fasta samninga um verð á eldsneyti á mörgum flugvöllum, en dag- prisar gilda á öðrum. Þess vegna er nauðsynlegt að fala tilboð i eldsneyti fyrir svo að segja hverja leiguferð, sem farin er, og þá ræður oliuverðið kannski meira um flugleiðina en áfangastaðurinn. Ég vil þó undirstrika það, að samningar okkar við oliufélögin ráða nú orðið viðast hvar. — Hvar hafa CARGOLUX skrifstofur eða bækistöðvar, eða starfslið annars staðar en I Luxcmburg? — Við höfum skrifstofur i Hong Kong og Japan, en fulltrúa i Kóreu og i Singapore. Sérstakir farmstjórar eru með leigu- vélunum öðrum en þotunum, sem fara i föstum ferðum milii ..heimahafna", þeir sjá um farmana, hleðslu og afhleðslu. Auk þess höfum við samninga um fyrirgreiðslu á öilum helztu flugvöllum, viðs vegar um heiminn. Þannig höfum við viðskiptasamninga á flugvöll- um i Asiu og Afriku, svo eitt- hvað sé nefnt. Það má þvi segja að við ráðum yfir nokkurs konar „heimsveldi” hvað þetta snertir. 180 islendingar hjá Cargolux — Hvað vinna margir við CARGOLUX? — Það mun vera um 300 manns. Þar af eru um 180 is- lendingar, mest flugmenn og tæknimenn. Á sinum tima yfir- tókúm við mikinn hiuta af starfsliði Loftleiða, sem vann að flugi og flugvirkjun við skrúfuþoturnar, sem i raun og veru er undirstaða þess að geta annazt snurðulausan flugrekst- ur. Forstjóri CARGOLUX er lika islenzkur, Einar ólafsson. — Er CARGOLUX að fá Jumbo- þotu? — Ýmsar flugvélagerðir eru i athugun hjá stjórn félagsins, þar verður að fylgjast með þeirri hlið málsins, en ekkert hefur verið tilkynnt um nýjar flugvélagerðir, sagði Robert Arendal að lokum. Alfreð Eliasson, forstjóri FLUG- LEIÐAervaraformaðurCARGO- LUX.Alfreð mun vera helzti „hugmyndafræðingurinn” að stofnun CARGOLUX. Hvað er LUXAIR. Luxair er flugfélagið I Stórfurstadæminu Luxemburg. Það var stofnaö árið 1962, og hafði þá eina Fokker-flugvél, eins og Flug- félag tslands notar á innan- landsleiðum. Flugfélagiö var stofnað til að tryggja fram- haldsflug með farþega með út- hafsþotum FLUGLEIDA og AIR-BAHAMAS (siðar), enn- fremur til þess að koma á flugi til suðlægari tanda f Evrópu. Félagið hefur stækkaö óðfluga og á nú fjölda véla og flýgur m.a. með farþega til sólarianda, auk þess sem það heldur uppi samgöngum við helztu stór- borgir i nágrannalöndunum. LUXAIR hefur vöruaf- greiðsluna fyrir CARGOLUX I Luxemburg. Þó LUXAIR fljúgi ekki beinlínis yfir Atlantshafið þá hefja nú fjölmargir flug sitt til Ameriku með flugvélum LUXAIR og taka siðan út- hafsþotur FLUGLEIÐA i Luxemborg — og öfugt, þegar heim er komið. Myndin er af einni af Caravelle-þotum LUXAIR. Hvað er Salén, skipafélagið sem stofnaði Cargolux með Loftleið- um og I.uxair? SALÉN skipafélagið er stærsta skipafélag Svíþjóðar og var stofnað árið 1915. Salén-sainsteypan veltir 70 milljónum dollara, eða um 12 milljörðum Islenzkra kr á ári. Þeir eiga 60 kaupskip, en hafa 80 leiguskip, eða gera alls út 140 skip, og er skipastóll þessi 5.5 milljónir tonna, en auk þess ráða þeir Salénar yfir skipa- smíðastöðvum, sem byggðu meira en eina milljón lesta af skipum árið 1972. Alls er Salén „grúppan” 14 fyrirtæki, scm flest vinna að siglingum og auk þess er flugið viðfangsefni þeirra, og svo bora þeir eftir oliu i Norðursjó. Myndin er af einu skipa þeirra i höfn. nuír p|j 1 |:I. ’ Vörurnar, sem koma og fara um Luxem borga rflug völl, eru fluttar að og frá flugvellinum á stórum flutningabilum, sem margir hverjir koma langt að. Oft er þröng slikra bifreiða viö afgreiðslu Cargolux. Þótt ótrú- legtsé, þarf margar bifreiðar af þessari stærð til þess að fylla langleiöaþotu varningi, alveg á sama hátt, og þoturnar taka farþega af mörgum rútubilum i eina ferð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.