Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 27. júni 1975. dimmt til þess, að hann gæti hlaupið yf ir grasvöllinn, án þess að gefa færi á sér. En varúð hans var óþörf. Teasle var hvergi nærri þegar hann kom yfir. Regnið féll létt niður á milli trjána. Það truf laði ekki hljóðin umhverf is hann. Eitthvað eða einhver var að brjótast gegn um runnaþykknið framundan. Hann hljóp þangað, stanzaði og hlustaði. Svo breytti hann um stef nu og hljóp í átt að hávaðanum. Hann bjóst við þvi, að Teasle myndi innan skamms gefast upp á hlaupunum og reyna launsátur. En honum var óhætt að hlaupa á eftir honum, svo lenpi sem hann heyrði hann hlaupa. Á meðan þurfti ekkfaðbafa áhyggjur af há- vaðanum. Eitt skiptið stoppaði hann og lagði við hlustir. Sá sem var á undan honum var einnig hættur að hlaupa. Þá kastaði hann sér til jarðar og hóf að skríða hljóðlega áfram. Rétt á eftir byrjuðu hlaupin aftur. Rambo stökk þá á fætur og hljóp á eftir. Þannig gekk það í klukku- stund, Hlaupið, stoppað, hlustað, skriðið og hlaupið á ný. Regnúðinn var kaldur og stöðugur. Beltið, sem hert var um brjóst hans losnaði. Hann varð að herða það á ný til að minnka sársaukann. Hann var nú viss um að rifin væru brotin. Hvöss brotin skáru hann að innan. Hann vissi að hann myndi ná Teasle fljótlega. Annars hefði hann gefizt upp. Hann hrasaði af kvölum. Ein einhvers staðar framundan hélt Teasle áfram hlc. 'ounum. Þess vegna reisti hann sig upp og neyddi sig til ao: alda áf ram eftirförinni. Eltingaleikurinn barst upp í bratta brekku, alsetta trjám. Þar næst yfir grjóthrygg og niður eftir leirborn- um jarðvegi að vatnsfalli. Þeir hlupu eftir bakkanum. Svo tók við skógurinn og þeir stukku yf ir djúpa gjá. Hann fann til stingandi sársauka i brjóstinu er hann stökk yf ir gjána. Minnstu munaði að hann hrapaði niður í hana, en honum tókst að hafa sig upp. Hann hlustaði eftir Teasle, heyrði til hans og hljóp á eftir honum. ( hvert skipti sem hægri fóturinn snerti jörðina fór hristingurinn upp hægri hluta líkamansog nísti á honum rifbeinin. Hann kastaði upp tvisvar sinnum. Fimmtándi kafli Upp og niður. Landslagið var alltaf það sama. Teasle staulaðist upp grýtta brekku, vaxna runna. Honum fannst hann vera á klettasyllunni og berjast við að komast upp brekkuna og inn i skóginn. Vegna myrkurs sá hann ekki hæðarbrúnina, en hann óskaði þess að vita hversu langt hann ætti eftirupp. Hann gat ekki klifrað upp mikið lengur. Steinarnir voru hálir í rigningunni. Oft missti hann jafnvægið og skall harkalega niður. Þá reyndi hann að skríða upp. Steinarnir rif u buxurnar hans og skáírust inn í hnén. Að baki sér heyrði hann til grænliðans, þar sem hann ruddist áf ram gegn um runna- gróðurinn inn á milli trjánna. Hann reyndi að skreiðast áfram hraðar. Ef hann gæti bara séð brúnina og áætlað hvað hann átti langt eftir upp. Hann hlýtur að vera kominn út úr skóginum og lagð- ur af stað upp brekkuna, hugsaði Teasle með sér. Honum datt í hug að skjóta í blindni niður brekkuna, til að tef ja óvin sinn. Það var ekki hægt. Glampinn frá byssunni hefði gefið andstæðingnum ágætis skotmark. Þó varð hann aðgera eitthvað. Hann komst upp á hæðarbrún í ör- væntingarf ullri lokatilraun. Ekki vissi hann þó að þetta var brúnin fyrr en hann hrasaði. Hann gat með naum- indum gripið um stein í tæka tið, áður en hann valt niður hinum megin. Núna. Nú gat hann skotið. Hann teygði úr sér og lagði við hlustir. Hann heyrði að andstæðingurinn hl jóp upp brekkuna. Teasle skaut f imm eða sex sinnum í veg fyrir hávaðann. Svo grúfði hann sig niður, ef ske kynni aðhann hefði ekki hitt. Neðan úr brekkunni heyrð- ist skothl jóð. Kúlan þaut yf ir höf uð hans. Hann heyrði að andstæðingurinn klifraði upp vinstra megin við sig. Teasle skaut enn einu skoti í átt að hl jóðinu, áður en hann þaut af stað niður hinn hluta brekkunnar. Aftur hrasaði hann. í þetta skipti rak hann öxlina harkalega í stein. Hann valt niður án þess að geta stöðvað sig. Hann greip um öxiina og valt niður alla brekkuna. Þegar hann var kominn niður lá hann hreyf ingarlaus og dasaður. Hann stóðá öndinni og barðist við að ná and- anum. En hanngatekki andað. Hann saup hveljur og ýtti magavöðvunum inn. Þeir leituðu hins vegar út. Loksins náði hann svolitlu lofti í lungun. Öndunin var nærri orðin eðlileg, þegar hann heyrði að andstæðingurinn var á ferð í grjótinu fyrir ofan hann. Teasle skreiddist á hnén og svo á fætur. Þá sá hann, að í fallinu hafði hann misst byssuna. Hún var einhvers staðar uppi í brekkunni. Eng- inn tími var til að snúa aftur. Myrkrið var of mikið til að hægt væri að finna hana. Hann staulaðist gegn um skóginn. Sennilega fór hann í hring, stefnulaust. Þannig myndi hann eigra þar til hann kæmist í örugga höfn. Hann stóð tæpast lengur á fótun- um. Áttaskynið var að hverfa. Hann rakst á hvert tréð á fætur öðru. í huga sér sá hann f urðulega mynd af sjálf- I—/ Sólarupprás Y Hverí f getur ekki keppt) vegna \A við sólsetur. Asekki?: Sólsetur eru á betri tima.: Fólk talaralltaf um sólsetur, em sólarupprás er líka Y falleg. BO P 8-27 Föstudagur 27.júní 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- annakl. 8.45: Geir Christen- sen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field (5). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.25 Morguntón- leikar kl. 11.00: Hljómsveit Tónlistarháskólans i Paris leikur „Barnagaman”, hljómsveitarsvitu eftir Bizet/Filadelfiuhljómsveit- in leikur Sinfóniu nr. 1 i d- moll, op. 13 eftir Rach- maninoff. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lifs og moldar” eftir Guð- mund L. Friöfinnsson. Höf- undur les (2). 15.00 Miðdegistónleikar Nicanor Zabaleta leikur á hörpu stef og tilbrigði eftir Krumpholz og Sónötu i B- dúr eftir Viotti. Félagar úr Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Hamborg leikur Sere- nötu i d-moll, op. 44 eftir Dvorák: Hans Schmidt—Isserstedt stjórn- ar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar. 17.30 „Bréfið frá Peking” eftir Pearl S. Buck Málmfriður Sigurðardóttir endar lestur þýðingar sinnar (12). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfrégnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Húsnæðis- og byggingar- mál Ólafur Jensson ræðir við Askei Einarsson frammkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norð- lendinga og Ingólf Jónsson formann Bygginga- meistarafélags Akureyrar. 20.00 Frá tónlistarhátiðinni i Ohrid i Júgóslaviu i fyrra 20.35 Kirkjan og áfengisböiið á islandi Séra Arelius Niels- son flytur synoduserindi. 21.05 GitartónlistPomponio og Zarate leika verk eftir Car- ulli, Schubert, Gallés, Fauré og Debussý. 21.30 tJtvarpssagan: „Móðir in” eftir Maxim Gorki Sigurður Skúlason leikari les (17). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir iþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 27. júni 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Töframaðurinn Banda- riskur sakamálaflokkur. Maðurinn sem missti minn- ið. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.30 Skin og skúrir i Hfi Kiss- ingers Bandarisk heimilda- mynd um utanrikisráðherra Bandarikjanna, Henry Kissinger, og stjórnmála- feril hans. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.15 Demis RoussosFranskur skemmtiþáttur, þar sem griski dægurlagasöngvar- inn Demis Roussos syngur vinsæl lög. Upptakan var gerð á hljómleikum i Aþenu. 23.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.