Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.06.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 27. júni 1975. TÍMINN 13 ifiiwfi 'IMItm iif wi im Stighækkandi opinberun Langt er siðan mönnum varð það ljóst, að kjarni allra æðri trúarbragða er einn og hinn sami, en það hefur vafizt fyrir mönnum að skýra innra sam- hengi þeirra. I Baháitrúnni er rik áherzla lögð á stighækkandi opinberun, sem ætlað er að skýra þetta samhengi. Með stig- hækkandi opinberun er litið svo á, að mannkynið sé undir eilifri leiðsögn Guðs, og að hann hafi opinberað sig og muni opinbera sig um ókomna framtið i and- legum leiðtogum mannkynsins, — trúarbragðahöfundunum. Þessir „spámenn” Guðs hafa flutt okkur boðskap hans og fyrirmæli, sem hafa verið sniðin að þörfum manna og aðstæðum á hverjum tima. 1 skóla mann- kynsins eru spámennirnir and- legir fræðarar þess, sem stöð- ugt hafa aukið við þekkingu þess og munu aldrei svipta það handleiðslu sinni. 011 þessi leið- sögn hefur beinzt að einu marki: að sameina mannkynið i órofa friði og kærleika, en ætl- unin er ekki að steypa alla menn i sama mót. Þessi sameining gat ekki átt sér stað fyrr á timum, vegna þess að samskipti þjóðanna voru litil sem engin. Nú er aftur á móti sá timi kominn, þegar orð Krists um eina hjörð og einn hirði geta orðið að veruleika. Bahá’u’lláh (1817—1892), stofn- andi Bahá’itrúarbragðanna, kveðst vera sá, sem Kristur átti við, þegar hann talaði um eina hjörð og einn hirði, þvi að hlut- verk hans sé'að sameina alla menn og leggja grundvöllinn að bræðralagi þeirra. Opinberendur Guðs eru tengi- liðir Guðs og manna. Þeir endurvarpa eiginleikum Guðs, eins og spegillinn, sem endur- kastar sólargeislunum. En við erum allt of oft bundin gömlum fordómum og venjum og skilj- um ekki hina nýju vizku fyrr en mörgum áratugum og jafnvel öldum eftir að hún var opinber- uð. Guðmundur Steinn Guðmundsson Lynghaga 22, Rvik. Brot þín skalt bljúgur játa Sjaldan mun annað vænna en að fylgja fyrirmælum Hall- grims. En mörg verða þau brot- in okkar flestra, ef vel er að gáð. Einhvers staðar getur Bryce lá- varður þess, að á meðal prófessora þeirra, er hann hlýddi á meðan hann stundaði nám i Oxford, hafi verið einn, sem ávallt lauk máli sinu á sömu þrem orðunum áður en hann fór niður úr kennarastóln- um: Verify your references (Gangið úr skugga um að til- vitnanir ykkar séu réttar). Ýmsum hefur orðið hált á að treysta um of á minnið. Svo hef- ir mér farið. Sigurbjörn biskup Einarsson segir ekki annað en blákaldan sannleikann, þegar hann i Timanum 8. júni telur mig fara rangt með, þegar jeg segi nýju Sálmabókina (1972) kalla Matthias Jochumsson frumhöfund barnasálmsins ,,Ó faðir, gjör mig litið ljós”. Það er lika mála sannast, að svo lengi hafði missögnin verið endurtek- in, að timi var kominn til leið- réttingar. Hefði jeg, i stað þess að treysta minninu, tekið bókina ofan af hillu, hefði þessi skyssa ekki hent mig. En vitanlega breytir þetta ekki skoðun minni á bókinni i heild. Úr þvi að jeg er á ný kominn að þessu efni, vildi jeg mega benda á það, þótt varla skipti það máli, að tilvisun Sálmabók- ar til frumhöfundar versanna er svo ónákvæm, að i rauninni er hún villandi. Höfundurinn hét ekki einfaldlega Edwards, held- ur Betham-Edwards. Þau eru hvimleið samskeyttu nöfnin, og til allrar hamingju munu þau ekki til á Islandi, en með sum- um öðrum þjóðum eru þau all- tið, og þá verður eik að fága sem undir skal búa. Með engu móti myndi nást i lækni minn i sima, ef leitað væri að númerinu undir Taylor, þvi að það er aðeins sið- ari hlutinn af samskeyttu nafni hans. í æfisagnabókum er gagnslaust að fletta upp Ed- wards, ef það er Matilda Bet- ham-Edwards, sem við viljum fræðast um. En þessu litla atriði væri auðvelt að kippa i lag við næstu prentun sálmabókarinn- ar. Sn.J. Samband eggja- framleiðenda Heldur félags- og fræðslufund i Norræna húsinu, mánudaginn 30. júni kl. 20. Hr. Sannan ráðunautur i alifuglarækt i Noregi mætir á fundinn. Allir eggjaframleiðendur velkomnir. Stjórnin. Róbert bangsi finnur týndu fiðluna Ný hljómplata handa yngstu kynslóðinni: SJÓNVARPSHETJA yngstu kynslóðarinnar, RÓBERT BANGSI, gerir það ekki enda- sleppt á hljómplötumarkaðinum. Nú nýverið kom á markaðinn önnur breiðplatan, sem fjallar um ævintýri Róberts og vina hans i Hnotskógi, og mun hér vera um að ræða upprunalegu útgáfuna, sem hefur m.a. að geyma kynn- ingarlagið úr sjónvarpsþáttunum vinsælu. Margir þekktustu lista- menn þjóðarinnar koma fram á þessari nýju plötu, og má þar nefna Pétur Einarsson, sem er sögumaður, Sigriði Hagalin, Kristin Hallsson, Halla og Ladda, Spilverk þjóðanna, Nunnurnar o. m.fl. Með hlutverk Róberts fer Rut Reginalds. Á þessari hljómplötu, sem er i leikritsformi, greinir frá týndu fiðlunni, sem Valdi vitgranni finnur i skóginum og byrjar að spila á, iheira af vilja en getu. Róbert rennur á hljóðið og vill finna hinn rétta eiganda fiðlunn- ar, og það tekst að lokum, en þó ekki fyrr en þeir félagar hafa lent i ævintýrum með striðsmönnum kóngsins, fiðlurunum þremur, Páli gamla kóngi og fleiri. * Ævintýri Róberts bangsa og vina hans eru kunn i flestum lönd- um heims, og vafalaust á þessi plata eftir að heilla hina fjöl- mörgu aðdáendur þeirra hér á landi. Það er ekki að ástæðu- lausu, að Róbert bangsi hefur unnið hugi og hjörtu allra barna. Þvi ekki eru aðeins lögin góð og gild, heldur Róbert sjálfur svo sanngjarn, vingjarnlegur og við- felldinn, að allir hljóta að hrifast af. Tónlistin á þessari nýju plötu var hljóðrituð erlendis, og hijóð- ritun islenzka textans, sem er eftir Böðvar Guðmundsson, fór fram i HB-stúdióinu i janúar 1975. Stjórn og umsjón annaðist Jakob Magnússon og útgefandi er ÁÁ Hljómplötur. jumar■ töfflur Kr. 750. GEFJUN Austurstræti DOMIIS Laugavegi 91 Auglýsingadeildin Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.