Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 1
 TARPAULIN RISSKEMMUR 143. tbl. — Laugardagur 28. júni 1975 — 59. árgangur HFHORÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -'SÍMI (91)19460 Offita hr|áir30% íslendinga HJ—Reykjavík — Rannsóknir á vegum Hjartaverndar hafa leitt i ljós, aö þyngd islenzkra karla er að meðaltali um 10 kg meiri en kjörþyngd gefin upp i töflum Metropolitan liftryggingafyrir- tækisins. Offita fannst hjá 30% þeirra karla á aldrinum 34-61 árs, sem rannsóknir náðu til, og svo virðist sem algengi offitu sé svip- að meðal kvenna á sama aldri. Þessar upplýsingar komu fram i ræðu, sem Nikulás Sigfússon yfir- læknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar flutti á 10. aðalfundi félagsins i gær. A þeim tæplega átta árum, sem Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur starfað, hafa um 30.000 ein- staklingar verið rannsakaðir, en um 4.000 þeirra tvivegis, þannig að rannsóknarfjöldi er nú nálægt 34.000. Rannsókn er nú lokið á öll- um þéttbýlustu svæðum landsins og mun láta nærri að um 75% þjóðarinnar búi á þeim svæðum, þar sem rannsókn hefur þegar farið fram. Liggja nú fyrir verulegar upp- lýsingar um algengi ýmissa sjúk- dóma t.a.m. fundust kransæða- sjúkdómar hjá um 8% karla á aldrinum 34-61 árs, háþrýstings gætti meðal 27%, sykursýki eða byrjandi sykursýki hjá um 5%, blóðskorts hjá 2,4% og gláku hjá 2%. Meðal kvenna var algengi háþrýstings um 20%, leynd þvagfærasýking um 8% og skjaldkirtilsstækkun um 3%. Það er athylgisvert, að veru- legum hluta þess fólks, sem sjúk- dómar fundust hjá, var algjör- lega ókunnugt um að slikt væri fyrir hendi. Þannig reyndist að- eins fjórðungur karla, sem hafði háþrýsting, vita um þann sjúk- dóm áður, en um helmingur kvenna. Ný tækni við rannsókn á magakrabba gefst vel hér SJ—Reykjavik — Gauti Arnþórs- son læknir hefur að undanförnu skoðað magasjúklinga með speglunum og nýrri myndatöku- tækni á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessi tækni er tiltölulega ný af nálinni og virðist hafa gefið betri raun hér en annars staðar. Með henni er hægt að skoða mun fleiri sjúklinga á styttri tima, en með þeim aðferðum, sem hingað til hafa tiðkazt, og niðurstöðurnar virðast vera eins öruggar, éða öruggari. Gauti Arnþórsson skýrði frá þessu starfi á niundu ráðstefnu norrænna sérfræðinga i sjúkdómum i meltingarfærum, sem haldin er hér i Reykjavik þessa dagana. Að þessu hafa unnið með Gauta tveir aðrir læknar pg serhæfð hjúkrunar- kona. Þeir sem skoðaðir hafa verið á þennan hátt eru maga- krabbasjúklingar og fólk, sem grunur leikur á að séu með krabbamein i maga. Þegar skoð- að er á þennan hátt þarf læknir ekki að vera viðstaddur skoðun- ina, sem þurft hefur þegar fyrri aðferðum hefur verið beitt. 4A ráðstefnunni kom fram, að læknar i Arósum höfðu notað þéssa aðferð, en gefizt upp á henni. Hér virðist hún eins og áður var sagt, hafa gefið betri árangur en viða annars staðar. Tækin, sem notuð hafa verið hér eru japönsk. A ráðstefnunni i gær kom einnig fram, að krabbamein i maga er nú ekki eins algengt hér á landi og áður var, svo sem greint er frá i frétt i blaðinu i gær. Tómas Á. Jónasson læknir skýrði frá þess- ari þróun á ráðstefnunni, sem er að Hótel Esju, i gær. Við vorum um langt skeið hæstir meðal Evrópuþjóða hvað tiðni maga- krabba snertir, en nú hefur sjúkl- ingum með magakrabba fækkað mjög miðað við hundraðstölu. Páll Gislason formaður Félags meltingarfræða sagði i gær, að hugmyndir Dungals heitins um að reykta fæðið hefði haft áhrif á tiðni magakrabba hér á landi, hefðu aldrei verið staðfestar. Það hefðu hins vegar orðið töluverðar breytingar á mataræði þjóðarinn- ar hin siðari ár. Fyrir nokkrum áratugum hefði fæði landsmanna verið mjög c-vitamin snautt, en það hefði breytzt til batnaðar hin Framhald á bls. 13 Fundurinn stóð 61 1/2 klukkustund BH—Reykjavík — Seinasta lot- an i samningaviðræðum togara- manna um kjaramál, varð held- ur hressileg og varð þetta einn lengsti fundur, sem haldinn hef- ur verið I sáttaumleitunum. Honum lauk kl. hálf-átta I morgun, og hafði þá staðið f 61 og hálfa klukkustund. Lengsti fundur, að sögn Torfa Hjartar- sonar, rfkissáttasemjara, stóð I 85 klukkutlma. Það var sátta- fundur flugmanna og flugfélag- anna á síðasta ári. Það voru fulltrúar yfirmanna og Utgerðarmenn, sem þrauk- uðu allan timann. Fulltrúar undirmanna fengu á timabilinu ENGINN VAFI Á ÓSKRÁÐUM NATO-KÖPLUAA HJ-Reykjavik. „Ég tel ekki nokkurn vafa leika á þvi," svaraði háttsettur embættis- maður utanrikisráðuneytisins, Það lifnaði heldur betur yfir Reykjavikurhöfn upp úr há- deginu i gær, þegar farið var að búa togarana undir fyrstu veiðiferðirnar eftir 80 daga verkfall. Hér rennur ísinn greiðlega um borð i Vigra. Timamynd: Gunnar. Sjó viðtöl við togaraskipstjóra þeirri spurningu Timans, hvort hann teldi að einhverjir óskráðir kaplar lægju út frá stöðvum At- lantshafsbandalagsins að Stokks- nesi og Stafnesi. Miklar umræður hafa verið um þessi mál, siðan skuttogarinn Bjartur frá Nes- kaupstað fékk rafmagnskapal i vörpu sina á góðum togslóðum út frá Stokksnesi 14. júni s.l. og nú hefur varnarmáladeild utanrikis- ráðuneytisins með höndum rannsókn á þvi máli. Enn mun þó ekkert að frétta af rannsókninni þvl að beðið er eftir svari Banda- rlkjamanna um, hvort þeir kannist við að hafa lagt kapal á þessum slóðum. Loksins. Loksins. Valdimar Indriðason, formaður F.t.B. og Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins, innsigla sam- komulagið með handabandi i gærmorgun. 1 OPNU birtir Timinn samningana, sem undirritaðir voru I gærmorgun og svipmyndir frá lokaspretti samninganna og und- irritun samkomulagsins. Tfmamynd GE. OPNA Krlublundur, meðan beðið er svars frá samningsaðilun- um. Tlmamynd: GE. að sofa eina nótt, og höfðu náð samkomulagi við útgerðarmenn i fyrradag. í gær voru svo fundir i sjó- mannafélögunum, þar sem samningarnir voru kynntir, og að fundunum loknum fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla, þar sem einfaldur meirihluti at- kvæða verður látinn ráða sam- þykkt eða höfnun samninganna. Lengsti samningafundur var 85 tíma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.