Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. júni 1975. TÍMINN 3 NÆR ALLIR PENINGARNIR, SEM STOLIÐ VAR í KÓPA- VOGI KOMNIR í LEITIRNAR gébé Rvik — Yfirheyrslum er enn ekki lokið yfir piltunum þrem, sem handteknir voru á fimmtu- dag vegna þjófnaðarmálsins i Kópavogi. Að sögn Asmundar Guðmundssonar rannsóknarlög- reglumanns, sem stjórnað hefur rannsókn málsins, voru þeir úr- skurðaðir i fjórtán daga gæzlu- varðhald. Þá sagði Ásmundur, að komið væri i ljós, að aðeins einn piltanna hefði farið inn á bæjar- skrifstofurnar i Félagsheimilinu i Kópavogi, en hinir tveir héldu vörð fyrir utan á meðan. Eftir þvi sem starfsmenn bæj- arskrifstofunnar telja, voru það nákvæmlega 1.356.500.00, sem stolið var. Þegar hafa komið i leitimar 1.279.500.OOog vantar þvi enn sjötiu og sjö þúsund, sem pilt- unum hefur tekizt að eyða eða hafa enn i fórum sinum. Aðeins einn af piltunum hefur litillega komið við sögu hjá lög- reglunni áður, en tveir þeirra eru átján ára og sá þriðji nitján ára. Það er óliklegt, að þeir hafi haft hugmynd um, að svo mikil pen- ingaupphæð væri i skjalageymslu bæjarskrifstofunnar, sem raun varð á. enda var það hrein tilvilj- un, þvi mjög sjaldgæft er, að svo há upphæð sé geymd þar. Ásmundur sagöi, að frumrann- sókn málsins væri nú lokið, en að piltarnir ættu þó enn eftir að gera grein fyrir þeim peningum, sem á vantar og væru þvi yfirheyrslur enn i gangi. „Nú er að kalla á mannskap- inn, fá ís um borð og drífa sig út" — segir Bryniólfur Halldórsson, skipstjóri á Ögra BH-Reykjavik. — Við verðum ekki lengiað koma okkur út, eftir að samið hefur verið, sagði Brynjólfur Halldórsson, skip- stjóri á ögra i viðtali við Timann I gærmorgun, en Brynjólfur var í samninganefnd yfirmanna um kjara málin. — Skipið hefur verið i slipp undanfarið, var verið að botn- hreinsa hann, svo að við þurfum ekkert nema auglýsingu i útvarp- ið til að kalla á mannskapinn, drifa isinn um borð og fara út. Við spurðum Brynjólf að þvi, hvaðhann áliti sig mundu verða lengi i fyrstu veiðiferðinni. — Ég verð ekki nema svona 6-8 daga, svaraði Brynjólfur, og þetta er atriði, sem verður að skipuleggja. Það verður að dreifa togurunum á löndunardaga til að byrja með til þess að ekki skapist ringulreið, og löndunin geti farið fram með jöfnu millibili. Það ætti jafnvel að athuga þann mögu- leika að skipta fiskinum á milli vinnslustöðvanna, til þess að ekki hlaðist upp á einum stað, meðan ekkert er að gera á öðrum. Þessa skiptingu mætti aftur jafna upp á sama hátt siðar meir eða hvernig sem um það semst. Við spurðum Brynjólf að þvi, hvort hann áliti, að einhverjir af áhöfninni hefðu horfið til annarra starfa í verkfallinu. — Ég held, að þeir hafi allir fengið sér aðra vinnu á meðan, þetta er hörkulið, sem kemst alls staðar að á vinnumarkaði. En ég er ekki i vafa um, að þeir koma. Ekki kannski allir alveg strax, menn þurfa sitt sumarfri. Og mér hefur gefizt vel að fá skólastrák- ana á sumrin. Ég hef fengið ágæta stráka, sem hlaupið hafa inn i störfin yfir sumarið þannig að það hafa aldrei verið erfiðleik- ar með sumarfriin. Þetta verður ekki til að tefja okkur frá þvi að fara út strax og samið hefur verið. Brynjólfur Halldórsson, skip- stjóri á Ögra. Timamynd: GE. ,,Förum út um leið og veiðarfærin eru komin _ _ __— — segir Teitur Magnússon skipstjóri um DOrO áVerAK BH-Reykjavik. — Við förum út um leið og við erum búnir að fá veiðarfærin um borð, sagði Teitur Magnússon, skipstjóri á Akranes- togaranum Ver AK 200, I viðtali við Timann f gær, en við hittum Teit og menn hans við togarann, þar sem hann lá i Reykjavikur- höfn, og var að taka oliu og ýms- an útbúnað um borð, um kvöld- matarleytið i gær. — Þetta er sannarlega búið að vera nógu langtstopp, sagði Teit- ur, og maður verður bara að fara að koma sér út. Við settum veiðarfærin i land, þegar verk- fallið byrjaði, og við þurfum þess vegna að flýta okkur upp á Skaga og ná i þau, og svo erum viö farnir. Ég vona bara, að ég fái þau um borð, þó að það sé laugar- dagur, en fyrir kvöldið verð ég farinn. Það er i kvöld, sem togararnir fara, hver af öðrum. Við vorum að kynna okkur málið i gær- kvöldi, hverjir hefðu möguleika á að verða fyrstir úr höfn. Ver er vissulega liklegur, þvi að hann er óháður isuninni, — framleiðir sinn is sjálfur. Þormóður goði hafðifengið sinn is um sexleytið, og þá var verið að logsjóða i hler- ana uppi á bryggju. Verið var að Isa Vigra, en utan á honum lágu Baldur og ögri, nýmálaður og upppússaður i sparigallann. Það var Snorri Sturluson lika og ljóm- aði allur af eftirvæntingu yfir að ballið væri að byrja. Utan á hon- um lá Bjarni Benediktsson, til alls vis. Teitur Magnússon, skipstjóri á VER (til vinstri) hleypur undir bagga með mönnum sinum, þegar verið var að undirbúa VER fyrir fyrstu veiðiferðina eftir verkfall, I Reykjavikurhöfn I gær. Timamynd: Gunnar. Auðveldara en óður aðfinnamagakrabba ó byrjunarstigi Þeim sem skornir hafa verið upp við magasári hættara en öðrum SJ-Reykjavik — Það mikilvæg- asta, sem gerzt hefur hin siðustu ár I rannsóknum og meðferð sjúkdóma i meltingar- færum er hin nýja tækni, sem nú gerir auðveldara að finna sjúk- dóma, og þá fyrst og fremst krabbamein, á byrjunarstigi, sagði Páll Gislason formaður Félags meltingarfræða I viðtali við Timann. — Ef magakrabbi finnst á byrjunarstigi eru 97% horfur á að komizt verði fyrir hann, þ.e.a.s. að sjúklingurinn sé enn á lífi eftir fimm ár. Hins vegar eru aðeins 5% allra magakrabbameinssjúklinga á lifi 5 árum eftir að sjúkdómsins verður vart. Vandinn er aðeins að vita hverja á að skoða til að finna krabbamein i maga á byrjunar- stigi? Einn er þó sá hópur fólks, sem vitað er að hætt er við að fái magakrabba. Þaðeru þeir, sem skornir hafa verið upp við magasári fyrir 15-25 árum. Tiðni magakrabba hjá þeim er 5-6 sinnum meiri en hjá öðru fólki, sem sambærilegt er að öðru leyti. Enn er óljóst hvort framkvæmanlegt er að rann- saka alla þá, sem skornir hafa verið upp við magasári fyrir ákveðnum árafjölda. Bílabrú fyrir Akra- borgina í Reykjavík GB—Akranesi — Nú liður senn að þvi, að hið glæsilega farþega- og bílaflutningaskip Akurnesinga, Akraborg, fái þá aðstöðu, sem henni hæfir bæði á Akranesi og i Reykjavík. Búið er að byggja að mestu 57 m langan og 13.4 m breiðan hafnargarð á Akranesi og verið er að byrja á að tengja brúna, sem bilarnir aka eftir út i skipið og upp úr því. Hinum meg- in við þepnan hafnargarð kemur svo viðlegupláss fyrir 2-3 fiski- báta, þannig að hafnaraðstaðan i heild batnar til muna. 1 Reykjavik verður strax á mánudaginn hafizt handa af full- um krafti við að byggja bilabrú við bryggju þá, sem Akraborgin hefur haft til afnota, og skapar þetta hina ákjósanlegustu að- stöðu I Reykjavikurhöfn. Ætti ekki að taka lengri tima en 2-3 vikur að ljúka þessum verkum beggja megin flóans, svo að hægt verði að nota þetta ágæta skip, svo sem efni standa til. Að undanförnu hafa flutningar Akraborgar aukizt mjög mikið, bæði hvað snertir farþega og bila. Með núverandi aðstöðu er hægt að flytja 10 farþegabila, en þegar hægt verður að aka út i skipið, er þar pláss fyrir 40 slika bila, en að sjálfsögðu verður einnig hægt að flytja stóra vörubila og rútur. Sl. fimmtudag flutti Akraborg- in 57 bila og varð þó að skilja all- marga eftir, og þannig hefur það oft verið i sumar. Sýnír þaö vei, hve þörfin er mikil, að skipið fái þá aðstöðu, sem nú er stefnt að. Sýningu FÍM að Ijúka gébé Rvik — Félag islenzkra myndlistarmanna hefur tekið á leigu sýningarsal að Grensásvegi 11, i húsakynnum Byggingarþjón- ustu arkitekta, og þar hefur veriö sýning á verkum átta listamanna FIM undanfarið. Sýningunni lýk- ur á sunnudagskvöldið, svo að nú eru siðustu forvöð að sjá hana. Þetta er fyrsta sýningin, sem FIM heldur i þessum sal, og sýna hinir átta listamenn 28 verk, en á fimmtudag seldust fimm þeirra. Aðsókn hefur verið mjög góð að sýningunni, sem lýkur á sunnu- dagskvöld kl. 22:00. 1 dag er hún opin frá kl. 14:00 til 22:00 og á sama tima á morgun. Aðgangur er ókeypis. Fargjald fyrir farþegann er nú kr. 600, fyrir bil og 1 farþega kr. 900 og ef 2 eru með bilnum kostar það 1300 kr. Auk farþega — og bilaflutninga hefur skipið oft verið notað til skemmtisiglinga og skemmtana- halds bæði fyrir almenning og einstök félög og spilar þá hljóm- sveit Skagamanna i hinum rúm- góða sal skipsins, þar sem einnig er ákjósanleg aðstaða fyrir veit- ingar og aðra þjónustu. Með tilkomu Akraborgarinnar og fullkominni aðstöðu fyrir hana er náð mikilsverðum áfanga i að bæta samgöngur á milli höfuð- borgarinnar og suðvesturlandsins og jafnvel Norðurlandsins lika. Eldur í skipi í Akureyrarhöfn gébé-Rvik. Laust fyrir klukkan þrjú i gærdag var slökkviliðiö á Akureyri kvatt að mótorskipinu Þórði Jónassyni EA 350 sem lá við bryggju stutt frá Slippnum. Tals- verður eldur var um borð i bátn- urri, þegar að var komið en mjög vel gekk að ráða niðurlögum hans. Kviknað hafði i út frá þvi að einangrun i skipinu hitnaði mikið er verið var að rafsjóða. Tals- verðar skemmdir urðu, m.a. á fiskileitartækjum út frá hitanum og járnplötur i skipinu undust til. Gítartónleikar í Norræna húsinu gébé Rvik— 1 dag klukkan fjögur heldur ungur Hafnfirðingur, Orn Arason, gitarleikari, tónleika i Norræna húsinu. Efnisskrá tón- leikanna er fjölbreytt, og m.a. frumflytur hann verkið Al- Kayara eftir spánverjann Gra- ciano Tarrago. Orn Arason nam gitarleik við Tónlistarskóla Háfnarfjarðar hjá Eyþóri Þorlákssyni, en hefur dvalizt við nám i Barcelona á Spáni undanfarin ár. örn Arason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.