Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. júni 1975. TÍMINN 5 Rógurinn um Breiðholtshverfi Undanfarna daga hefur staðiö yfir i Reykjavfk þing norrænna félagsráðgjafa. Framlag islenzku félags- ráðgjafanna, sem sóitu þessa samkomu, mun hafa verið skýrsla um vandamál Breiðholtshverfis III. 1 þessari skýrslu mun vera vikið að þvi að afstaða almennings til hverfisins sé fremur neikvæö. Vissrar tilhneigingar sé þegar farið að gæta i þá átt, að lita á búsetu i hverfinu aðeins sem millibilsástand, og fólk reyni eins fljótt og mögulegt er að flytjast burtu úr hverfinu i annað, sem álitið er betra. Margt bendir til þess, að þessi þróun sé hafin, m.a. hafi óvenjumargar ibúðir i hverfinu verið seldar á söluverði, sem sé nokkru lægra en almennt tiðkast I Reykjavik. t framhaldi af þessu komast félagsráðgjafarnir að þeirri niðurstöðu, að haldi þessi þró- un áfram, leiði það sennilega til þess, að i hverfinu safnist saman láglaunafólk, sem ekki hefur ráð á þvi að flytja og erfitt verði að ná samstöðu um nokkurt sameiginlegt framtak vegna þess, hve tiðir flutningar verði I hverfinu Breiðholt III verði þá Míugum fólks aðeins þrep á leiðinni til einhvers betra. Hverjir skapa almenningsólitið Það er satt að segja furðu- legt, að félagsráðgjafar skuli taka undir róginn og reyna að blása út þau vandamál, sem við er að etja i þessu hverfi I stað þess að leggja eitthvað jákvætt tii málanna. Sem dæmi um neikvæð vinnubrögð féiagsráðgjafanna má geta þess, aðþeir láta að þvi liggja, að mikil hætta sé á þvi að hús- mæður i hverfinu verði áfengi að bráð, og þeim sé hættara en öðrum að nota tauglyf i óhófi. Er nú ekki fulllangt gengið, þegar félagsráðgjafar eru beinlínis farnir að búa til vandamálin? Og ef þcir þykjast bera velferð Breiðholtshverfa fyrir brjósti, þá geta ummæli af þessu tagi tæpiega skoðast jákvæð, og enn þá furðulegri verða þau fyrir þá sök, að engar skýrslur eru til, sem sanna þennan hugarburð. Leysa þarf vandomdlin með jókvæðu hugarfari Vissulega er það rétt, að við mörg vandamál er að glima i Brciðh olt sh v erf u m, sem stafar af þvi, að hverfin hafa byggzt miklu hraðar er ráð var fyrir gert. Af þeim sökum hefur Reykjavikurborg verið á eftir ineð nauðsynlegar framkvæmdir, eins og skóla- byggingar, iþróttaaðstöðu, heiisugæzlustöð og sitt hvað fleira Að þessum verkefnum ber að snúa sér af fullum krafti og mætti gjarnan nota eitthvaðaf þvi fjármagni, sem Félagsmálastofnun borgar- innar hefur til umráða, til þessara brýnu verkefna. Það sýnist skynsamlegra en að verja milljónum króna til félgsráðgjafa, sem sjá ekkert annað en eymd og volæöi. Vandamál Breiðholtshverfa verður að leysa með jákvæðu hugarfari, en ekki rógi, eins og þeim, sem birtist i skýrslum félagsráðgjafanna. -a.þ. GÓÐUR ÁRANGUR LANDGRÆÐSLU í BISKUPSTUNGNAAFRÉTTI Á siðustu 3 árum hefur verið sáð í og borið á um 320 hektara af örfoka landi norðan Sandár á Biskupstungnaafrétti. Svæði þetta er vestan Kjalvegar en norðan vegarins að Hagavatni. Uppgræðslan hefur verið kostuð af þremur aðilum. Fjáreigendur, sem fara með sauðfé i afréttinn, hafa greitt um 1/4 hluta áburðarsins, Biskupstungna- hreppur hefur greitt annan fjórðung hans, en Landgreiðsla rikisins hefur greitt helming áburðar og allt fræ og að auki kostað flutning og dreifingu. Framlög fjáreigenda siðustu þrjú ár hafa numið samtals kr. 800.420.- en Biskupstungnahrepps kr. 809.800.- Þetta starf virðist bera góðan árangur og er nú nær algróið land, þar sem fyrir 3 árum voru svo til gróðurlausir melar. Landið hefur ekki veriö girt af, og er margt fé á því sföari hluta sum- ars. Ekki er að sjá að það valdi skemmdum en teðslan myndar frjósaman jarðveg. A fundi um landgræðslumál i Aratungu 16. júni s.l. samþykktu fjáreigendur, að leggja fram að sinum hluta andvirði allt að 20 tonna af áburði til áframhaldandi uppgræðslu á þessu svæði i sumar. Hreppsnefnd hafði áður samþykkt að Biskupstungna- hreppur kostaði önnur 20 tonn. Landgræðslan mun leggja fram 50 tonn á móti allt fræ og kosta flutning og dreifingu. Hluta af áburðinum verður dreift á land það, sem grætt hefur verið á sið- ustu árum, en hitt verður notað til áframhaldandi uppgræðslu á ör- foka landi. Með tilliti til fenginnar reynslu af uppgræðslu án girðinga gerði áðurnefndur fundur eftirfarandi samþykkt: — Almennur sveitarfundur um uppgræðslu, haldinn að Aratungu 16. júni 1975, varar við þeirri stefnu, að Landgræðsla rikisins girði stór flæmi afréttarlanda, þegar sýnt er að ekki er nægt fjármagn til að græða innan þeirra girðinga, sem þegar eru fyrir hendi. Bendir fundurinn á að hag- stæðara er að girða minni girðingar og græða hraðar upp, þar sem rofabörð eru á, en á örfoka landi verði grætt upp án þess að girtar séu sérstakar land- græðslugirðingar. Bendir fundur- inn i þvi sambandi á reynsluna af uppgræðslu norðan Sandár á Biskupstungnaafrétti. Allir þeir 30-40 bændur úr Biskupstungum, sem fund þennan sátu samþykktu þessa ályktun. STJÖRNU MÚGAVÉL TS8D Múgavél, sérstaklega hentug til raksturs á undan heybindivélum og sjálfhleðsluvögnum Skilur eftir sig jafna og lausa múga L ftutengd og því lipur í snúningum Vinnslubreidd 2,80 m Er nú til á vetrarverði Aðeins kr. 147 þus. Ghbuse Lágmúla 5, sími 81555, Reykjavík Fjórðungsmót hestamanna að Faxaborg 4.-6. júlí 1975 Dagskrá: Fimmtudagur 3. júli. OIl sýningarhross verði komin til hestavarða um kvöldið. Föstudagur 4. júli. Sýnendur kynbótahrossa mætið sem hér segir: KI. 10-13. Stóðhestar einstakir, stóöhestar með afkvæm- um. Kl. 14-20. Hryssur einstakar, hryssur með afkvæmum. Kl. 18. Undanrásir kappreiða eftir röð i skrá. Kl. 21. Dansleikur i Lyngbrekku, hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar frá Selfossi leikur. Laugardagur 5. júlí. KI. 10. Spjaldadómar gæðinga, A-flokkur. Kl. 11. Spjaldadómar gæöinga, B-fiokkur. Kl. 12. Matarhlé. Kl. 14. Mótið sett. Formaöur L.H. Albert Jóhannsson. KI. 14.15. Kynbótahestar sýndir. Kl. 15.30. Kynbótahryssur sýndar. KI. 17. Undanúrslit i kappreiðum. KI. 21. Dansleikur i Logalandi. Hljómsveit Þorsteins Guð- mundssonar, Selfossi leikur. Kl. 22. Kvöldvaka i Faxaborg. Sunnudagur 6. júli. KI. 10. Kynbótahestar sýndir. Verðlaun afhent. Kl. 11. Hryssur sýndar. Vcrðlaun afhent. KI. 12. Matarhlé. Kl. 14. Helgistund, séra Ólafur Jens Sigurðsson. Kl. 14.15. Avarp formanns Búnaðarfélags tslands Asgeirs Bjarnasonar. Kl. 14.30. Góðhestar sýndir. Verðlaun afhent. KI. 15.30. Heildarsýning á afkvæmum stóðhesta á vestur- landi. Kl. 16.30. Úrslit kappreiða. Verðlaun afhent. Mótsslit. Yfir 90 hross i hlaupum. Flestir hlaupa- hestar landsins. Sýning 90 kynbótahrossa og 35 gæðinga. Verið velkomin að Faxaborg. Framkvæmdanefndin. Menntamálaráðuneytið, 20. júni 1975. Staða sendikennara í íslenzku við háskólann í Caen í Frakklandi Háskólinn I Caen i Frakklandi hefur óskað eftir aö auglýst verði laus til umsóknar staða sendikennara i islenzku við Norðurlandastofnun háskólans. Gert mun ráð fyrir, aö sendikennarinn verði ráöinn til eins árs i senn frá 1. októ- ber nk. að telja. Laun eru tæplega 2000 frankar á mánuði, auk minni háttar launaframlags af Islenzkri hálfu. Nauðsynlegt er, að umsækjandi hafi gott vald á franskri tungu. Umsóknir, ritaðar á frönsku, meö upplýsingum um menntun og starfsferli, skulu hafa borizt menntamála- ráðuneytinu fyrir 15. júli nk. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.