Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 28. júni 1975. BÚN AÐARBANKINN 1974 Traust lausafjárstaða og jafnvægi einkenndi starfsemina á s.l. ári Blaðað í ársskýrslu Búnaðarbankans Ársskýrsla Búnaðar- banka íslands hefir ný- lega verið lögð fram og birt almenningi. Skýrsl- an er fyrir árið 1974, eða 45. reikningsár bankans, og er fróðleg að vanda. Undir ársreikning rita þeir bankastjórarnir Stefán Hilmarsson og Magnús Jónsson, og er reikningurinn staðfestur af formanni bankaráðs, Stefáni Valgeirssyni alþingismanni og land- búnaðarráðherra Hall- dóri E. Sigurðssyni, auk endurskoðenda. Við skoðun á ársskýrslu Búnaðarbankans fyrir árið 1974 kemur i ljós, að lausafjárstaða bankans hefur verið góð á árinu, bankinn hefur ekki safnað skuld- um I Seðlabankanum og jafnvæg- is hefur verið gætt i inn- og útlán- um. Þá kemur i ljós, að rekstur bankans hefur gengið vel og varð ráðstöfunarfé á rekstrarreikn- ingi 69.1 millj. króna og þegar af- skrifaðar höfðu verið 7,3 milljónir króna fór tekjuafgangur 61.8 millj. kr. i varasjóð. Rekstur og hagur bank- ans 1974 Um rekstur og hag Búnaðar- bankans segir m.a. á þessa leið i skýrslu bankastjórnarinnar: „Arið 1974 varð Búnaðar- bankanum gott ár. Innlánsaukn- ing i bankanum varð með al- mesta móti á árinu, hlutfallslega séð, og sú langmesta i krónum talið. Til marks um hagfellda þróun siðustu ára er sú staðreynd að innstæður viðskiptavinanna hafa meir en tvöfaldazt á þrem árum. Vöxtur innlána hjá við- skiptabönkunum varð 28.2% á ár- inu og nam i árslok 32.6 milljörð- um. Hins vegar varð aukning 31.5% i Búnaðarbankanum og hefur hann nú yfir að ráða 22.6% af heildarinnlánum viðskipta- bankanna sjö. Hlutdeild Búnaðarbankans i heildarútlánum viðskiptabank- anna reyndist 16.5% i stað 17.6% árið áður. Mikil útlánaaukning bankakerfisins setti svip á liðið ár og voru heildarútlán 40.9 milljarðar i árslok, en það er 52.7% aukning. Hér þarf að sjálf- sögðu að hafa i huga sjálfvirkni þá, sem er i útlánakerfinu vegna afurðalána, en endurkaup Seöla- bankansá afuröalánum námu 8.2 milljörðum og höfðu liðlega tvö- faldazt á árinu. Staðan gagnvart Seðla- bankanum var góð Búnaðarbankinn hefur haft það meginsjónarmið, að lána ekki meir út en hann hefur til ráð- stöfunar og sakir sveiflukenndra útlána þarf hann á vissum timum árs að safna fyrir til ráðstöfnunar siðar. Engu að siður hefur bank- inn átt aðild að samkomulagi, ásamt öðrum viðskiptabönkum, um tfmabundið útlánamarkmið, sem sett hefur verið að frum- kvæöi Seðlabankans i þeim til- gangi að draga úr þenslu i peningamálum. Bankanum hefur yfirleitt tekizt að halda þessi markmið, þar til á siðasta ári, að nokkuð skorti á, en þess verður þá að gæta, að raunverulega hafði markmiðið i heild runnið út i sandinn, þegar á miðju ári. Sem afleiðing stefnunnar i út- lánamálum hefur lausafjárstaða bankans verið góð, en hún er einmitt mælikvarðinn á sam- bandið milli fjármagnsins sem bankinn hefur yfir að ráða og ráð- stöfnunar þess. Lausafjárstaðan var slökust á þriðja ársfjórðungi en góð á öðrum timum, og i árslok var inneign á viðskiptareikningi i Seðlabankanum 423 milljónir á móti 509 milljónum árið áður. Lausafjárstaða viðskiptabank- anna i heild stórversnaði hins vegar á liðnu ári.” Útibúin 5 i Reykjavík 10 úti á landi Það kemur fram i skýrslu bankans, að þróun Búnaðarbank- ans virðist um margt vera i sömu rás og nú ryður sér til rúms i bankakerfinu. Afgreiðslustöðum er fjölgað sömuleiðis útibúum. Búnaðarbankinn rekur nú fimm útibú iReykjavik og hefur vöxtur Stefán Hilmarsson, bankastjóri. Stefán Valgeirsson, alþingis- maður formaður bankaráðs Búnaðarbanka Islands. útibúanna verið hraður, og ber liklega vott um að almenningur metur þessa starfsemi bankans. Stærst er útibúið i Austurbæ en þar námu innlánin 806 milljónum króna á seinasta ári, en úti á landi er útibú Búnaðarbankans á Suðaárkróki stærst með 566 milljónir króna Akureyri er þriðja i röðinni með 423 milljónir. Sem áður sagði eru útibú Búnaðarbankans á 10 stöðum og auk þess rekur bankinn fjórar umboðsskrifstofur. Ctibúin eru á eftirtöldum stöð- um, talin eftir aldri: Akureyri, Egilsstöðum, Blönduósi, Hellu, Sauðárkróki, Stykkishólmi, Búðardal, Hveragerði, Mosfells- sveit, og Hólmavik. Umboðsskrif- stofur eru á Reyðarfirði, Hofsósi, Flúöum og Laugarvatni. Mikil gróska hefur verið í starfsemi úti- Magnús Jónsson frá Mel, banka- stjóri búanna. Staða þeirra gagnvart aðalbankanum versnaði þó á ár- inu og var hún neikvæð um 230 milljónir i árslok. Magnús frá Mel tekur við störfum aftur. Sú breyting varð á banka- stjórninni á siðasta ári að Magnús Jónsson, bankastjóri varð að taka sér leyfi frá störfum vegna veik- inda og var Þórhallur Tryggva- son settur bankastjóri i fjarveru hans. Tók Magnús við fyrri störf- um sinum um áramótin. Banka- ráð Búnaðarbankans skipa þeir Stefán Valgeirsson, alþingismað- ur, formaður. Friðjón Þórðarson, alþingismaður, Gunnar Gislason, fv. alþingismaður, Helgi Seljan, alþingismaður og Karl Arnason Forstjóri. Innlán jukust um 1.8 milljarða króna Það kemur i ljós, að talsverð innlánaaukning varð i bankanum á árinu 1974, eða eins og i skýrsl- unni segir: Heildarinnlán Búnaðarbankans námu 7.365 milljónum króna i árslok 1974, en 5.599 milljónum árið áður og höfðu þvi aukizt um 1.766 milljónir, eða 31.5%. Til samanburðar varð aukningin 1.355 milljónir árið 1973, eða 31.9%. Spariinnlán, sem eru 74% innlána námu 5.479 milljónum um áramótog jukustá árinuum 1.282 milljónir eða 30.6% á móti 961 milljón og 29.7% árið áður. Veltiinnlán, sem eru innistæður ávisana- og hlaupareikningum voru 1.886 milljónir en námu 1.402 milljónum næstu áramót á undan, þannig að ársaukning er 484 milljónir, eða 34.5% samanborið við 39.1% árið 1973. Innlán aðalbankans og útibú- anna i Reykjavik var 4.227 Þórhallur Tryggvason, bankastjóri milljónir i árslok. Arsaukning er 877 milljónir, eða 26.2% en var 797 milljónir og 31.2% arið áður.” Útlánin. — Hverjum lánar Búnaðarbankinn? Heildarútlán Búnaðarbankans námu 6.765 milljónum I árslok, en voru 4.721 miiljón næstu áramót á undan, þannig að aukning er 2.044 milljónir, eða 43.3%. Tilsvarandi aukningatölur fyrir árið 1973 eru 1.068 milljónir og 29.2%. Otlán I aðabanka og útibúum i Reykjavik reyndust 3.624 milljón- ir, og að aukningu til 1.080 milljónir, eða 42.5% en 487 milljónir og 23.7% árið áður. - 1 útibúum utan Reykjavikur voru heildarútlán 3.141 milljón og höfðu aukizt um 964 milljónir, sem er 44.3% á móti 581 milljón árið áður eða 36.4%. Afurðalán voru orðin 1.662 milljónir um áramót, en það er 25% heildarútlána. Aukning þeirra á siðast liðnu ári varð 610 milljónir eða’ 58%. Útlán bankaris til atvinnuveg- anna voru i árslok 4.968 milljónir, til opinberra aðila 1.048 milljónir og til einkaaðila 749 milljónir. í fyrstnefnda flokknum er hlutur landbúnaðarins langstærstur, 2.104 milljónir, eða 42%. Mjög veruleg aukning lána til þessarar atvinnugreinar varð á árinu, nánar tilgreint 660 milljón- ir. Til iðnaðar og byggingaverk- taka námu útlán 1.003 milljónum, verzlunar 949 milljónum, sam- gangna, þjónustustarfsemi ýmiss konar og ferðamála 620 milljón- um og sjávarútvegs 292 milljón- um. Staðan við Seðlabankann kemur fram á þrennan hátt. I fyrsta lagi er að geta 1.454 milljóna á bundnum reikningi vegna ákvæða um 22% bindi- skyldu innlána. Jókst innstæða á reikningi þessum um 272 milljón- ir. 1 annan stað er viðskipta- reikningurinn i Seðlabankanum sem speglar lausafjárstöðuna. Inneign á viðskiptaeikningi nam 423 milljónum i árslok. Þriðji þátturinn er endurkaup Seölabankans en þau voru 1.603 milljónir þar af afurðalán 1.321 milljón. Aukning á endurkaupum varð 587 milljónir. Rekstur bankans — starfsmannahald A rekstrareikningi varð ráð- stöfunarfé 69.1 milljón, til af- skrifta eigna fóru 7.3 milljónir og til varasjóðs 61.8 milljón. Eigið fé var i árslok 191.1 milljón og jókst um 47% á árinu. Aukning heildareigna varð á hinn bóginn 35%. Heildarkostnaður varð 262.7 milljónir sem er 56% Gtlán stofniánadeildar, skipt eftir sýsium I milljónum króna. Lánaveit- ingar á árinu 1974 I sviga. An sviga útlán i árslok 1974. Ath. að tölur eru með einum aukastaf. Nýbygging útibúsins á Blönduósi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.