Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. júni 1975. TÍMINN 11 SPENNAN HEFUR ALDREI VERIÐ JAFNMIKIL — í 1. deildarkeppninni. Öll liðin eru með í bardttunni um meistaratitilinn ÞA ERUM við enn á ný komin út á vöil og litum yfir helztu atburði vikunnarsem eraðliða. Ýmislegt markvert hefur verið að gerast og verður hér aðeins stiklað á stóru. Landsleikurinn. tslendingar tóku frændur okk- ar, Færeyinga, i smákennslu- stund i knattspyrnu s.l. mánudag. Leikurinn var margra hluta vegna nokkuð athyglisverður og ýmislegt fróðlegt kemur i ljós ef grannt er skoðað. Okkar menn virtust augijóslega vanmeta þá færeysku i upphafi og tóku eigin- lega ekki á honum stóra sinum fyrr en eftir hispurslaus skamm aryrði þjálfarans i hálfieik. Eftir þau sýndu þeir á löngum köflum sinar betri hliðar og staðfestu að við erum á réttri leið. Annars var völlurinn afleitur og illur yfir- ferðar, þannig að leikmenn áttu oft erfiðar um vik að komast upp úr fósturjörðinni, en spretta úr spori og upphefja samleik. Færeyingarnir léku oft ágæt- lega saman, og margir efnilegir leikmenn eru i þeirra liði. Þeir virðast þó vera á svipuðu stigi og við vorum fyrir tiu árum siðan, þ.e. létt leikandi, en skortir út- hald og festu, sem auðveldlega má laga. Tveir leikmenn léku sinn fyrsta landsleik, þeir Árni Stefánsson og Árni Sveinsson. Að öðrum ólöst- uðum fannst mér þeir beztu menn liðsins, ásamt Guðgeiri Leifssyni. Árni Stefánsson var mjög öruggur i markinu og Arni Sveinsson er ungur og efnilegur knattspyrnumaður með frábært auga fyrir samleik. Ekki dónaleg byrjun nafnar! Þá var gaman að sjá oft skemmtilegan samleik i siðari hálfleik, en tækifærin verð- ur að nýta, þótt við Færeyinga sé leikið. Athyglisvert var, hvað félagarnir úr Fram, þeir Mar- teinn og Jón virtust óöruggir. Menn sem yfirleitt aldrei bregð- ast. Einnig má Gisli Torfason að ósek ju leita meira að samherjum. En nóg um landsleikinn. Hooley farinn. Þá er blessaður karlinn hann Joe Hooley farinn af landi brott og hefur sagt skilið við Keflvík- inga. Hooley hefur á ýmsan hátt verið áhugaverð persóna. Um þjálfunarhæfileika hans efast sennilega fáir, og nægir þar að nefna frábæran árangur hans hér á landi árið 1973. En skapbrestir mannsins virtust miklir og var hann liklega sjálfum sér verstur. Þegar þannig er farið verður oft erfitt að bjóða liðveizlu sfna svo vel gangi til lengdar. En Keflvik- Á vellinum með ingar hafa þegar ráðið sér þjálf- ara, þá Marka-Jón og Guðna Kjartansson. Vona ég að þeim. megi vegna vel, þvi að Keflavik- urliðið er allt of gott til að lenda i hrakningum. Merkileg yfirlýsing. Það voru miklar gleðifregnir JOE HOOLEY.....hefur verið áhugaverð persóna. Allir geta sigrað. Nú er lokið fimm umferðum í 1. deildar keppninni, og hefur spennan aldrei verið eins mikil. Ef svo heldur sem horfir, verður barizt mikilli baráttu um hvert einasta stig til loka mótsins. Er það vel, þvi fátt er eins leiðinlegt og ójöfn keppni. Öll liðin geta sigrað, en Framarar hafa tekið forustuna og halda henni þangað til i dag. Vikingar eru neðstir, en þeirra von er þó alls ekki úr sög- unni. Það er eins og einhver álög hviii á liðinu, þ.e. að skora ekki mörk, þrátt fyrir mýmörg tæki- færi i hverjum leik. Liðið er skemmtilegt, en það er eki nóg. Þeir þurfa að fjölga skotæfingum og það strax! Spáin: Akranesvöllur: Stórleikur 6. um- ferðar mótsins fer fram á Skipa- skaga i dag. Þar mætast, að min- um dómi, tvö sterkustu liðin um þessar mundir, en vissulega get- ur það auðveldlega breytzt á næstu vikum. Valsmenn leika við ÁRNI SVEINSSON..hefur frábært auga fyrir samleik. fyrir knattspyrnuunnendur að heyra að Elmar Geirsson væri að koma til landsins, og muni dvelj- ast hér til haustsins og léika með sinu gamla félagi. Hann er afar litrfkur knattspyrnumaður og ógnar hvaða vörn sem er með hraða sinum. En merkileg var sú yfirlýsing formanns knattspyrnu- deildar Fram við eitt dagblað- anna um komu Elmars. Þar gaf hann ótvfrætt í ljós, að litill styrk- ur yrði að honum, og engin staða laus i liðinu, meðan gengi svo vel hjá þeim, sem raun ber vitni. Slikar yfirlýsingar þykja mér heldur gamansamar, þvi senni- lega er llka hægt að styrkja góð lið, eða hvað? Skagamenn og verður leikurinn örugglega jafn og spennandi, en til gamans spái ég 2-1 sigri Vals. Vestmannaeyja völlur: Keflvik- ingarhalda til Eyja i dag og fara áreiðanlega að rétta úr kútnum. Eyjaskeggjar eru harðir heim að sækja, en tekst þó ekki að klekkja á komumönnum, þvi úrslitin verða 2-1 sigur l.B.K. KaplakrikavöIIur: Ungu strák- arnir i F.H. hafa verið talsvert óstöðugir að undanförnu, en geta sýnt góða knattspyrnu á góðum degi K.R.-ingar, sem heimsækja þá, mega búast við öllu á malar- velli þeirra Hafnfirðinga og spá min er þvi algjör óvissa, en ég hallast að jafntefli 1-1. Kveðja. Óöb OLYMPÍUDAGURINN ER Á MORGUN: Þá eru liðin 24 ár síðan hinn frækileai siaur vannst vfir Svíum. Dönum 09 Norömönnum Fjölbreytf dagskrá í Laugardalnum „ÞAÐ VAR efst I huga okkar, þegar við ákváðum að efna til Olympiudags 29. júnl, að einmitt þennan dag 1951 unnu íslendingar einn fræknasta íþróttasigur, sem unnizt hefur fyrr og siðar — en þá báru þeir sigur úr býtum i frjáls- iþróttakeppni við Dani og Norð- menn, sem fór fram i Osló, og á sama tima unnu Islendingar óvæntan sigur yfir Svium I knatt- spyrnu á Melavellinum”, sagði Sveinn Björnsson, formaður Olympiudagsnefndar, þegar hann tilkynnti á fundi með blaðamönn- um, að Olympiunefnd tslands gengist fyrir „Olympiudegi” á Laugardalsvellinum á morgun, þar sem boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá. Dagskrá Olympiudagsins hefst klukkan 2 á Laugardalsvellinum, þar sem keppt verður i kúluvarpi, 1500 m hlaupi, hástökki kvenna, 200 m hlaupi karla og kvenna, og munu allir okkar beztu frjáls- íþróttamenn taka þátt I keppn- inni. Þá fer einnig fram knatt- spyrnukappleikur, þarsem eigast við a- og b-lið unglingalandsliðs pilta, sem taka þátt i Norður- landakeppninni i Finnlandi I sum- ar. Piltarnir eru á aldrinum 14-16 ára. 1 Laugardalshöllinni hefst dag- skráin kl. 4 og verður þá keppt I blaki, júdó og skiðagöngu á hjóla- sklðum. Einnig verður keppt i lyftingum um kvöldið (kl. 8) og fimleikar verða sýndir. Þá mæta Islandsmeistarar Vlkings i hand- knattleik, landsliðinu, sem tekur þátt I 4-þjóða keppni I Júgóslaviu I sumar. Á þessu sést, að það verð- ur mikið um að vera I Laugar- dalnum á Olympludeginum. GISLI HALLDÓRSSON, for- maður Olympiunefndar segir i ávarpi i leikskrá, sem gefin er út i tilefni OL-dagsins: . „Olympiunefnd Islands er skip- uð fjórða hvert ár, en það er eitt Olymplutimabil. Aðal verkefni nefndarinnar er að undirbúa þátt- töku iþróttamanna okkar i Olympiuleikunum. Þeir eru fyrir löngu orðnir stærsta iþrótta- og æskulýðsmót heims, þar sem keppt er i heilbrigðum leik að sigurmarkinu á friðsaman hátt. Olympiunefnd hefur nú ákveðið að halda sérstakan Olympiudag, til þess að vekja athygli þjóðar- innar á að Olympiuleikar fara fram á næsta ári. En það er einn- ig annað markmið þessa dags og það er að afla fjár til þess að standa undir kostnaði við þátt- töku íslands i leikunum. Það er eitt aðalverkefni nefndarinnar að tryggja góðan og vel skipulagðan undirbúning, en það kostar mikið fé. 1 þvi starfi getur hver og einn lagt nokkuð af mörkum og tryggt á þann hátt, að iþróttamenn okk- ar eigi þess kost að taka ávallt þátt i Olympiuleikunum með sóma fyrir land og þjóð.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.