Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 28. júni 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 56 um sér. Hann var á skrifstofunni, með bera fæturna uppi á borði. Hann hallaði undir flatt og sötraði heita súpu. Tómatasúpu. Nei. Bacon og baunir. Dýrustu gerð- ina. Á leiðbeiningamiðanum stóð: Setjið ekki vatn sam- an við. SEXTÁNDI KAFLI. Hann myndi ná honum eftir fáeinar minútur. Hávað- inn f ramundan bar það með sér, að Teasle fór nú hægar. Hann var reikulli í spori og hreyfingarnar þunglama- legri. Ramboheyrði hásan andardrátt Teasles. Hann var ekki f jær en svo. Teasle hafði barizt af hörku. Það varð hann að viðurkenna. Rambo hafði reiknað með því að ná honum mörgum mílum fyrr. Þó var hann enn að eltast við hann. En það yrði ekki lengi. Aðeins fáeinar mínútur. Það var allt og sumt. Hann varð að fara sér hægar vegna sársaukans í rif j- unum. Samt sem áður hélt hann jöfnum hraða. Teasle hafði líka hægt ferðina, svo þetta skipti engu máli. Hann héltannarri höndinni að rif junum,þrýsti á þau. öll hægri hlið brjóstkassans var bólgin og þrútin. Vegna regnsins var beltið enn lausara en f yrr. Þess vegna varð hann að þrýsta stöðugt á . rifbeinin með höndinni. Hann hrasaði og datt. Það hafði hann ekki gert fyrr. Nei — það var ekki rétt. Hann hafði hrasað við gjána. Enn hrasaði hann, stóð upp aftur og hélt áfram. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að þetta gæti tekið meiri tíma en fáeinar mínútur. Þó myndi hann ná Teasle fIjótlega. Á því var enginn vafi. Aðeins fáeinna mínútna töf. Það var allt og sumt. Hafði hann sagt þetta upphátt? í myrkrinu hljóp hann inn í mikið brómberjarunna- þykkni. Þeir slógust í andlit hans. Broddarnir stungust' hvasst í hann. Rambo hrökk aftur á bak og greip um særðar kinnarnar. Hann vissi, að það var ekki regnið sem vætti kinnar hans. En það skipti ekki máli, því inn á milli brómberjarunnanna heyrði hann Teasle skreiðast áfram. Þá var komið að því. Hann var búinn að ná hon- um. Rambo sveigði til vinstri, meðfram jaðri bróm- berjarunnanna. Hann ætlaði sér að komast fyrir enda runnasvæðisins og finna sér stað, þar sem hann gæti hvílt sig og beðið eftir því að Teasle skreiddist fram á bersvæði. Vegna myrkursins gæti hann þó ekki séð f urðusvipinn á Teasle þegar hann skyti hann. En þó hann hraðaði sér meðfram runnajaðrinum virtist hann engan endi ætla að taka. Rambo fór að hugleiða hvort öll þessi hlið hæðarinnar væri vaxin brómberjarunnum. Enn hraðaði hann sér lengra áfram, en allt var óbreytt. Þó þóttist hann vita, að hann hefði getið sér rétt til. Hann vildi helzt nema staðar og hraða sér til baka. Þó taldi hann, að ef hann héldi áf ram hlyti hann að f inna skarð í gróðurveggnum. Fimm mínútur urðu að næstum fimmtán mínútum og svotuttugu. Þetta var tímaeyðsla. Hann hef ði átt að f ara beint á eftir Teasle. En nú var það um seinan. Það var niðamyrkur og hann hafði ekki hug- mynd um hvert Teasle hafði haldið. Hlaupa til baka. Kannski var ekki eins langt að krækja fyrir brómberjarunnana, ef hann færi hina leiðina. Ef til vill var þar skarð í runnavegginn. Hann hljóp til baka og hélt um rifin. Hann stundi af sársauka. Hann hljóp þar til hann missti trúna á það, að finna leið fram hjá runn- unum. Næst þegar hann hrasaði og féll til jarðar, lá hann kyrr með andlitið í forugu grasinu. Hann var búinn að missa af Teasle. Hann hafði eytt bæði miklum tíma og orku. Hann hafði komizt í dauða- færi—og missti svo af honum. Rambo sveið í djúp sárin eftir brómberjarrunnana. Hann fann til logandi Sárs- auka í rif junum og hendurnar voru þvalar og sveittar. Fötin voru rifin og tætt. Líkaminn var allur sár og meiddur. Nú var hann búinn að missa af Teasle. Svalur regnúðinn streymdi yfir hann, þar sem hann lá marf lat- ur. Hann andaði djúpt. Hélt niðri í sér andanum, andaði svo hægt frá sér. Svo andaði hann aftur að sér. I hvert sinn sem hann andaði frá sér, fann hann þreytuna streyma úr höndum og fótum. Hann grét hljóðlega. Ekki mundi hann til þess, að það hef ði hent sig fyrr. SAUTJÁNDI KAFLI. Hann myndi brjótast gegn um brómberjarunnana á hverri stundu. Teasle vissi að andstæðingur hans var ekki langt undan. Hann klóraði sig áfram í hræðsluofsa. Brómberjarunnarnir þéttust og hann varð að skríða marflatur og mjaka sér áfram. Þrátt fyrir það skárust lægstu greinarnar yf ir bakið á honum og festust í buxna- sitjandanum. Þegar hann sneri sér við til að losa þær — stungust enn aðrar greinar í hendur hans og axlir. Hann er að koma, hugsaði Teasle með sér. Hann krafsaði sig áf ram í örvæntingu og lét broddana stingast í sig. Beltis- sylgjan grófst í aurinn, sem streymdi niður buxna- strenainn. Hvert var hann að fara? Hvernig gat hann HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Enginn vill missa af aö fylgjast meö Akilles. Hann fer illa 'V'Flýtum okkur, '\ meö Geira, þann jþeireruaöbyr’ja. ókunnuga. J .X H5 tj 111: H! Laugardagur 28. júní 7.00 Morgunútvarp. Veður fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field (6). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjúklingakl. 10.25: Kristin Sveinbjörns döttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A þriðja timanum Páll Heiðar Jónsson sér um þátt- inn. 15.00 Miðdegistónleikar: Sumartónleikar frá Ástra- liu. Sinfóniuhljómsveitin i Sidney leikur a. Einsöngv- arar: Pearl Berridge og Ronal Jackson. Stjórnend- ur: Charles MacKerras, Henry Krips og Patrick Thomas. 15.45 í umferðinni Árni Þór Eymundsson stjórnar þætt- inum (16.00 Fréttir, 16.15 Veðurfregnir). 16.30 t léttum dúr Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 17.20 Nýtt undir nálinni. örn Petersen annast dægur- lagaþátt. ■ 18.10 Siðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hálftiminn Ingólfur Margeirsson og Lárus Óskarsson sjá um þáttinn, sem fjallar um þjóðarstoltið 17. júni. 20.05 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.50 „Heimkoma”, smásaga eftir Martin Á. Hansen. Sigurður Guðmundsson rit- stjóri Islenskaði. Þorsteinn Gunnarsson leikari les. 21.20. Pianóleikur Rawicz og Landauer leika sigilda dansa. 21.45 Dönsk ljóð. Hannes Sig fússon skáld les úr þýðing- um sinum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu málL. Dagskrárlok. Laugardagur 28. júni 18.00 tþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og vcður. 20.25 Dagskrá og augiýsingar 20.30 Ný andlit Áhugafólk um leik og söng frá ýmsum stöðum á landinu flytur ýmiss konar efni. Meðal flytjenda eru söngflokkur- inn „Ekki neitt” frá Kefla- vik, Bræðrakvartettinn frá Akranesi, Ólafur Ingi mundarson úr Reykjavik og Reynir örn Leósson frá Akureyri. Kynnir, Erna Einarsdóttir. Umsjónar- maður Tage Ammendrup. 21.10 Fjölleikahúsið (The Greatest Show on Earth) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1953. Leikstjóri Cecil B. De Mille, Aðalhlutverk Charlton Heston, Betty Hutton og James Stewart. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. Myndin lýsir lifinu -i stóru fjölleikahúsi, þar sem ástamál og afbrýðisemi blandast keppninni um frægð og vinsældir. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.