Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.06.1975, Blaðsíða 16
r ^ Nútíma búskapur þarfnast BAUER haugsugu Laugardagur 28. júni 1975. Guöbjörn GuÖjónsson sisroiMjn SUNDAHÖFN fyrir góúan mai ^ KJÖTIONAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ekkert lát á fjölda- handtökum á Indlandi — Allt virðist þó með kyrrum kjörum í landinu NTB/Reuter-Nýju Delhi/Peking. Indvcrska stjórnin hélt i gær áfram aö láta handtaka pólitiska andstæðinga sina. Jafnframt hefur Indira Gandhi forsætisráð- herra sakað utanaðkomandi öfl um að hafa hvatt stjórnarand- stæðinga til að gripa til aðgerða gegn stjórninni. Talsmaður Indlandsstjórnar sagði siðdegis i gær, að tvö hundr- uð manns til viðbótar hefðu verið hreppt i fangelsi fyrr um daginn. Það þýðir m.ö.o. að nú sitja á að gizka 900 stjórnarandstæðingar bak við lás og slá á Indlandi. Talsmaður stjórnarinnar lýsti hópnum svo, að nálægt þriðjung- ur væri starfsmenn stjórnmála- flokka — afgangurinn væri „goondas”, þ.e. ótindir glæpa- menn. Indverska útvarpið skýrði frá ávarpi Indiru Gandhi, er hún hélt fund með æðstu embættismönn- um rikisins. í þvi á hún að hafa fordæmt tilraun „öfgaafla” til að sölsa undir sig stjórn landsins— með dyggum stuðningi utanað- komandi afla. Þá likti hún sumum stjórnarandstæðingum við nasista. Svo virðist sem allt sé með kyrrum kjörum á Indlandi, þrátt fyrir aðgerðir stjórnarinnar, er lýst hefur yfir neyðarástandi, innleitt ritskoðun og fyrirskipað fjöldahandtökur, eins og að fram- an greinir. Kommúnistar og sósialistar i Bombay og fleiri borgum hvöttu i gær til verkfalla til að mótmæla yfirgangi stjórn- arinnar. Þátttaka var litil og höfðu verkföllin engin áhrif á daglegt lif i borgunum. Fréttir frá Indlandi eru annars óljósar, þar eð útgáfa flestra dag- blaða I landinu hefur verið stöðv- uð. Nær einu fréttinar, er berast þeim 600 milljónum ibúa, sem Indland byggir, eru fluttar i rikis- útvarpinu, sem stjórnin ræður ein yfir. Sovézka fréttastofan Tass hefur fagnað ákvörðun Gandhi um að lýsa yfir neyðarástandi i landinu og koma þannig i veg fyrir til- raunir stjórnarandstæðinga til að steypa henni af stóli. Fréttastofan Nýja Kina segir aftur á móti, að hún hafi kastað grimu lýðræðis og laga og lýst yfir neyðarástandi — neyöarástandi, er likist helzt ógn- arstjórn, en eigi þó eftir að verða ennverri. (Samskipti Indverja og Klnverja hafa verið stirð að undanförnu, enda hafa kinverskir ráðamenn kvað eftir annað gagn- rýnt Gandhi fyrir vináttu hennar i garð Sovétmanna.) Réttarhöld í Guillaume-mdlinu: VITNALEIÐSLUR HAFNAR — í því skyni að bregða birtu d feril austur-þýzka njósnarans Reuter-Dusseldorf. Réttarhöld- um i máli austur-þýzka njósnar- ans Gunter Guillaumc og eigin- konu hans var fram haldið I gær. Þá komu fyrir réttinn fyrstu vitn- in i málinu — vitni, sem ætlað er að bregði birtu á feril Guillaume- hjónanna — ailt frá þvi þau „flúðu” yfir landamærin frá Austur-Þýzkalandi árið 1956. Fyrsta vitnið, er kallað var fyrir*’ neitaði að gefa skýrslu. Það er móðir Christet Guillaume, en hjá henni dvöldu þau hjón, fyrst eftir komuna til Vestur- Þýzkalands. (Samkvæmt vestur- þýzkum réttarfarslögum er vitni heimilt að neita að gefa skýrslu, sé það náskylt eða — tengt sak- bominei.) Þá bar vitni i gær fyrrum yfir- maður Christel Guillaume, en hún starfaði um skeið við stjórn- sýslu i fylkinu Hesse. Aðspurð um, hvort hún hefði haft aðgang að leyndarskjölum, játti vitnið þvi, en kvaðst aftur á móti ekki hafa hugmynd um, hvort hún hefði tekið afrit af skjölunum. Verjandi Christel greip þá fram i fyrir og sagði, að allt tal um njósnir af hennar hálfu væri upp- spuni frá rótum. Aður en hlé var gert á réttar- höldunum i gær, var lesin skýrsla um íeril Gunter Guillaume allt fram til ársins 1972. í frétt Reuter-fréttastofunnar segir, að bros hafi leikið um varir njósnar- ans, þegar frá þvi hafi verið skýrt, að hann hafi ekki aðeins greitt reglulega tilskilin gjöld i flokkssjóði vestur-þýzka Jafn- aðarmannaflokksins, heldur hafi að auki greitt háar fjárfúlgur i sjóðina. Guillaume: Greiddi háar fjárfúlgur I sjóði Jafnaðar- mannaflokksins — aukreitis! Svo getur farið, að við verðum að velja d milli: Hvalveiða eða sölu fisks til USA Ársfundur Alþjóða hvalveiði- nefndarinnar samþykkti að draga mjög úr hvalveiðum NTB /Reuter-W ashington. Hætta er á, að viðskiptastrið brjótist út milli Bandarikj- anna og Japans — út af hval- veiðum. Fyrir Bandarikjaþingi ligg- ur nú tillaga þess efnis að allur innflutningur frá rikjum, er leyfa hvalveiðar, verði bann- aðar i framtiðinni. Þessari til- lögu er einkum beint að Japönum og Sovétmönnum,en þessar tvær þjóðir veiða 80% af þeim 38 þúsund hvölum, sem veiddir eru árlega i öllum heiminum. (Þvi má hins veg- ar ekki gleyma, að við Islend- ingar stundum hvalveiðar — og þvi er hugsanlegt, að við verðum að velja milli þess að selja Bandarikjamönnum sjávarafurðir og halda áfram hvalveiðum, þ.e. nái áður- nefnd tillaga fram að ganga.) Bandariskir embættismenn leggja nú fast að þingmönnum að fresta afgreiðslu tillögunn- ar. Sérfræðingar á sviði alþjóðaviðskipta eru þeirrar skoðunar, að samþykkt tillög- unnar brjóti í bága við alþjóða sáttmála um frjáls viðskipti og tollfrelsi. Einstaka þing- maður hefur aftur á móti bent á, að Japanir hugsi sig ekki lengi um, þegar verzlun við Bandarikjamenn sé borin saman við hvalveiðar þjóðar- innar. Lindsey Grant, sem er yfir- maöur þeirrar deildar banda- riska utanrikisráðuneytisins, er fjallar um umhverfismál, hefur beðið þingmenn um að biða úrslita fundar Alþjóða hvalveiðinefndarinnar, sem nú er nýlokið. A þeim fundi fóru Bandarikjamenn þess á leit, að stórlega verði dregið úr hvalveiðum. 7-8000 færri hvali má veiða i ár en i fyrra Reuter-London. Arlegum fundi Alþjóða hvalveiðinefnd- arinnar lauk I gær. A fundin- um var samþykkt að draga mjög úr hvalVeiðum á næst- unni. I fyrra var heimilt að veiða allt að 37300 hvali, en i ár verð- ur sú tala skorin niður um 23% — þannig að leyfilegur fjöldi veiddra hvala verður nú u.þ.b. 30000. Robert White, aðalfulltrúi Bandarikjanna á fundinum, sagði, að þetta væri mikilvægt skref i átt til algerrar friðunar hvalstofnsins, en Bandarikja- menn hafa lagt fram tillögu þess efnis. Bæði Japanir og Sovétmenn hafa lagzt gegn þvi að draga úr hvalveiðum — og þvi má segja, að samþykkt fundarins hafi verið eins kon- ar málamiðlun. Liðsflutningar Jórdaníuhers að landamærum ísraels Óljóst, hvort um er að ræða órósar- eða varnarað- gerðir, að sögn Gur, formanns ísraelska herróðsins Reuter-Tel Aviv. Mordechai uur, formaður israelska herforingja- ráðsins, hefur lýst áhyggjum sin- um vegna liðsflutninga Jórdanlu- hers að landamærum Israels og Jórdaniu. Gur hershöfðingi lét svo um mælt á fundi með erlendum fréttamönnum i Tel Aviv i gær. Hann upplýsti, að sveitir úr Jórdaniuher hefðu verið fluttar frá landamærum Sýrlands til landamæra Israels — eftir að gerður var sérstakur vináttusátt- máli milli Jórdaniumanna og Sýrlendinga, en þær tvær þjóðir hafa oft eldað grátt silfur saman. Að sögn Gur eru hersveitirnar nú að reisa ný hernaðarmann- virki við Israelsku landamærin — þ.e. þau landamæri, er gilt hafa frá þvi 1967, er Israelsher lagði undir sig stór landsvæði, er áður höfðu verið undir yfirráðum Jórdaniu. Hann sagði, að þessar framkvæmdir færu ekki leynt, enda fylgdust Israelsmenn náið með þeim. Aftur á móti væri Ólga undir yfir- borðinu í Chile — Herforingjastjórnin kveðst hafa flett ofan af samsæri um að efna til óeirða í iandinu ó morgun Reuter-Saigon. Herforingja- stjórnin i Chile tilkynnti i gær- kvöldi, að komizt hefði upp um samsæri i þvi skyni, að stofna til óeirða um gervallt Chile á morg- un, þ.e. sunnudag. Talsmaður stjórnarinnar skýrði frá þessu i gærkvöldi. Hann minntist aftur á mót ekki á, hvort gripið hefði verið til gagn- ráðstafana af hálfu stjórnvalda. Þessi tilkynning fylgir i kjölfar frétta þess efnis, að vinstri sinn- aðir skæruliðar láti nú æ meira á sér bera I Chile. Fyrr i þessari viku skýrði innanrikisráðuneytið t.d. frá, að 25 skæruliðar hefðu verið handteknir eftir að hafa farið yfir landamærin frá Argen- tinu. óljóst, hvort þær voru gerðar árásar- eða varnarskyni. FIB upplýsir: Víðtækar njósnir NTB /Reuter-W ashington. Bandariska alrikislögreglan (FBI) hcfur handtekið tvo Libanonbúa, seni sagðir eru hafa stundað njósnir í Banda- rikjunum i þágu Sovétmanna um árabil. Tvimenningunum er gefið að sök, að hafa tekið ljós- myndir af leynilegri skýrslu er fjallar um veika hlekki i öryggiskeðju Atlantshafs- bandalagsins. Einn af yfir- mönnum FBI sagði i gær, að filmunum hefði verið komið i hendur starfsmanna sovézku sendinefndarinnar i aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna I New York. Aöspurður játti yfirmaður- inn þvi, að um yfirgripsmikið njósnamál væri að ræða. Libanonbúarnir eiga — sam- kvæmt bandariskum lögum — yfir höfði sér lifstiðarfangelsi — eða jafnvel dauða. Tvör ár eru nú liðin frá þvi upp komst um viðllka viðtæka njósna- starfsemi i Bandarikjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.