Tíminn - 29.06.1975, Side 3

Tíminn - 29.06.1975, Side 3
Sunnudagur 29. júní 1975. TÍMINN 3 ELZTI MÁLARI LANDSINS SÝNIR VERK SÍN Eyjólfur J. Eyfells heldur yfirlitssýnlngu að Kjarvalsstöðum. Elzta myndin er mdluð 1908 — þær yngstu í fyrra EYJÓLFUR J. EYFELLS list- málari hefur opnað málverka- sýningu að Kjarvalsstöðum, en Eyjólfur er á nitugasta aldursári, en hann er fæddur 6. júnf 1886 i Seljalandsseli, Vestur-Eyja- fjaliahreppi I Rangárvallasýslu. A yfirlitssýningu þessari sýnir Eyjólfur 125 myndir, sem málað- ar eru á ýmsum timum. Sú elzta er af kirkjunni og kirkjustaðnum i Gaulverjabæ, en hún er máluð fyrir 68 árum. Eigandi myndar- innar er Alfreð Guðmundsson, forstöðumaður Kjarvalsstaða. Eyjólfur J. Eyfells bauð blaða- mönnum upp á kaffi að Kjarvals- stöðum á föstudaginn. Hann er við ágæta heilsu og lætur engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir há- an aldur. Eyjólfur J. Eyfells þarf ekki að kynna fyrir Islendingum, en ekki sakar að rifja upp eftirfarandi: Eyjólfur J. Eyfells, listmálari, varð 89 ára 6. júni sl. og i tilefni þeirra timamóta er haldin yfir- litssýning sú, er nú gefur að lita i vesturálmu Kjarvalsstaða. Eyjólfur var i þrjá vetur i teikniskóla Stefáns Eirikssonar, hins oddhaga, i Reykjavik. Hann var við listmálaranám hjá próf. E.O. Simonson-Castelli I Dresden á árunum 1923 og ’24. Hann hefur haldið fjölda mál- verkasýninga innan lands og i Brook Street Gallerie i London árið 1936. Þá hefur hann tekið þátt i fjölda samsýninga, bæði utan lands og innan. Hann hefur helgað sig málara- listinni sl. 60 ár og ætið verið af- kastamikill við starf sitt og selt öll verk sín jafnóðum og prýða þau nú heimili fólks af öllum þjóðfélagsstéttum um land allt, enda hefur hann ætið stillt verði verka sinna m jög i hóf i þvi skyni að sem flestir ættu þess kost að njóta þeirra. Þá munu allmargar af mynd- um hans vera viðs vegar erlendis. Eins og fjölmörgum er kunn- ugt, hlaut hann i vöggugjöf dul- ræna hæfileika, sem hann lagði rækt við er hann náði fullorðins- aldri. Hann er einlægur spiritisti og einn þeirra er telur sig muna glefsur úr fyrri jarðvistum sin- um. Hann telur sig i þessari jarðvist hafa stigið það skref til þroska, að hafa að fullu getað skilið við þann leiða löst mannkynsins, ágirnd- ina. Hann er ern, sjón og handa- styrkur i góðu langi, enda fæst hann enn við að handleika pensla og fást við liti. Hann mun elztur núlifandi list- málara hérlendis. Sýning Eyjólfs J. Eyfells verð- ur opin daglega frá kl. 16.00-22.00, nema um helgar, þá er opið frá 14.00-22.00. Þá mun verða opið á mánudag- inn, en sem kunnugt er þá eru listsýningar á Kjarvalsstöðum yfirleitt lokaðar á þeim degi. Sýningunni lýkur 28. júni — JG. „Hannes Pétursson er skáld lífsfyllingarínnar" — sögðu þýzku blöðin, þegar honum voru afhent Henrik-Steffens verðlaunin í Kíl SJ—Reykjavik — Nýlega voru Hannesi Péturssyni skáldi afhent svonefnd Henrik-Steffens-verð- laun, 25.000 þýzk mörk, i ráðhús- inu i Kil I Þýzkalandi. Þessum verðlaunum er ætlað að stuðla að viðhaldi menningararfs Evrópu, skoðanaskiptum milli þjóða. Verðlaun þessi eru árlega veitt Norðurlandabúa, sem skarað hef- ur fram úr i listum, skipulagi borga eða landslags, þjóðfræðum eða hugvisindum. Einnig er árlega veittur 5000 marka námsstyrkur ungum námsmönnum, og hlaut Árni Ósk- arsson hann að þessu sinni. Verðlaunin eru afhent til skiptis i Kil og Lubeck. Sérstakt ráð ákveður hver hlýtur verðlaunin, og er forseti þess dr. Landahl þingmaður i Hamborg, en auk hans eiga fulltrúar Norðurlanda- þjóðanna sæti i ráðinu, og tveir fulltrúar Kilarháskóla. Vilhjálm- ur Þ. Gislason er fulltrúi Islands. I grein i dagblaðinu Kieler Nachrichten um þennan atburð er Hannes kallaður skáld lifsfyll- ingarinnar og ferill hans itarlega rakinn, jafnframt þvi sem sagt er frá"afhendingu verðlaunanna. Dr. Otto Oberholzer sérfræðingur i Norðurlandamálum, sem á sæti i verðlaunaráðinu, flutti afhend- ingarræðu, sem Jón Friðjónsson lektor við Norrænudeild Kilarhá- skóla hafði samið. Þá lék strok- kvartett kammerhljómsveitar- innar i Kil. 1 blaðagreininni segir, að Hannes hafi frá upphafi verið fremstur i flokki skáldbræðra sinna. „List hans er frábærlega fjölbreytt að efni og tjáningar- form hans er i stöðugri breytingu. I ræðu Jóns Friðjónssonar segir, að Hannes yrki um gleði og sorg — meðal verka hans eru einhver fegurstu ástarljóð 20. aldar, sem vekja aftur til lifsins þráða liðna tið. Hann snýst gegn vigbúnaði og sérhverri litilsvirðingu á fyllingu hins jarðneska lifs..” Þegar Hannes tók við verðlaun- unum sagði hann, að verk sin væru tilraun til islenzkrar túlkun- ar á evrópskri nútimahugsun i ljóðum. Skáldskapur sinn væri táknrænn fyrir andlega og félags- lega breytingatima á Islandi, ihugun og málamiðlun milli borg- aralegrar menningar og menn- ingar timanna fyrir iðnbyltingu, en einnig hlifðist hann ekki við að mótmæla neikvæðum fyrirbrigð- um nútimans. An þekkingar á sérkennum hinnar „sibreytilegu” náttúru íslands væri ekki hægt að skilja ljóð sin til neinnar hlitar. Hanncs Pétursson skáld tekur viö tilkynningu um aö honum hafi verið veitt Henrik-Steffens verðlaunin 1975 úr hendi dr. Werners Kaltefleiter varaforseta Christian-Albrechts-háskóIans I KIl. #( KARNABÆR hljomtækjadeild Laugavegi 66 ' Simi 2-81-55 Prentarar Viljum ráða handsetjara strax Prentsmiðjan Edda h.f. Sérfræðileg þekking T.D.K. á segulmagni og seguláhrifum. hafa sett T.D.K í fremstu röð framleiðanda á segulbandsþræði Þegar þú hljóðritar uppáhalds hljómlistina þeirra. kemstu fljótt að raun um að T.D.K. spólurnar hafa: alla háutónana, alla millitónana, alla lágutónana, allar yfirsveiflur og allt sem skiptir máli til að ná fullkominni upptöku Kassettur frá T.D.K. eru til sölu í mörgum útgáfum DYNAMIC (D) er góður og ódýr þráður sem er mjög góður til allra venjulegrar upptöku SUPER DYNAMIC (SD) Mjög góður þráður sérstaklega þar sem gerðar eru kröfur um tóngæði EXTRA DYNAMIC (ED) Bezti þráður, sem völ er á. Notist þar sem kröfur um gæði eru mestar KRÓM (KR) Frábær þráður sem notist i tæki gerð fyrir krómþráð einnig fyrirliggjandi OTDK fást í öllum helstu hljómtækjaverslunum How to make the sound system you bought sound like the sound system you bought. ítTDK á segulbandsþræði /SSK Sjúkrahús a Akureyri Heildartilboð óskast i frágang á fokheldri viðbyggingu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og skrifstofu bæjarverkfræðingsins á Akureyri gegn skilatryggingu kr. 10.000.-. Tilboðin verða opnuð 22. júli 1975, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.