Tíminn - 29.06.1975, Síða 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 29. júni 1975.
Margir muna eftir hneykslis-
málinu i Bretlandi, sem kennt
var viB Ghristine Keeler, og
m.a. einn ráðherra flæktist illi-
lega i, John D. Profumo. Hann
varB aB láta af embætti, og þótti
alveg vera búinn aB fyrirgera
framtiBarframa sinum. Pro-
fumo breytti mjög lifsháttum
sinum, og sneri sér eftir þetta
mikiB að liknarstarfi meðal
þeirra, sem mest voru hjálpar
þurfi I fátækrahverum Lund-
úna. Þar hefurhann unniB mikið
og óeigingjarnt starf og látiB
gott af sér leiBa. Þann 21. april,
sem er opinber afmælisdagur
Bretadrottningar, þá var John
Profumo meðal þeirra, sem hún
heiBraBi með heiBursmerkjum
og nafnbótum. Með þessu má
segja aB hann hafi þarna fengið
uppreisn æru. A þessum heið-
★
Nýgerð af Lada
Ný gerB af hinum vinsælu
Ladabilum kemur nú af færi-
böndum bifreiðaverksmiðjunn-
ar i Togliatti viB Volgu. Lada —
1300 hefur sömu kosti og fyrir-
rennarar hans, en öryggis-
búnaður hans hefur hins vegar
verið bættur.
M.a. stýrisbúnaBurinn og tekið
hefur veriB i notkun aBvörunar-
merki i sambandi viö vökva-
þrýstinginn i hemlakerfinu. vél-
in er 69 hestöfl og hámarkshrað-
inn 143 km á klst. Fullhlaðinn
nær billinn 100 km hraða á 20
sekúndum. Lada — 1300 er
fimmta gerBin þau fimm ár,
sem verksmiðjan hefur veriB
starfrækt. Nú er unniB að tveim
nýjum gerðum, viðavangsbil
með grind úr stáli, sem ætlaður
er til starfa við landbúnaðinn,
og endurbættri útgáfu af gerð-
inni 2103 de lux. Bifreiðaverk-
smiðjan i Togliatti er nú stærsta
bifreiðaverksmiðja i Sovétrikj-
unum. Kemur fullbúinn bill af
samsetningarfæriböndum verk-
smiðjunnar með 22 sekúndna
millibili, en það samsvarar 660
þúsund bifreiðum á ári.
Lada kom á utanlandsmarkað
áriö 1971, og fyrstu löndin sem
gerðu pantanir i bilinn voru
Finnland, Danmörk, Island,
Belgia og Holland, svo og sósial-
isku rikin i Evrópu. Nú er Lada-
billinn fluttur út til 30 landa,
m.a. Englands, V-Þýzkalands.
Sviþjóðar og Austurrikis, en i
þessum löndum sjálfum er há-
þróaður bifreiðaiðnaður.
BRETLANDSDROTTNING
HEIÐRAR PROFUMO
urslitsa var lika söngkonan
Vera Lynn, sem mjög var fræg
á striösárunum, leikkonan
Wendy Hiller og nokkur önnur
nöfn fræg i Bretlandi og viðar
fyrir leikhússtörf. Fyrsti kven-
dómari i Skotlandi, Margaret
Kidd var heiðruð, og yfirlæknir
og skólastjóri Royal Free
Hospital School of Medicine, dr.
Frances Gardner. Sex nýir
lávarðar voru útnefndir, þar af
voru tveir, sem hafa unnið, eða
átt þátt i útgáfu blaðsins The
Daily Mirros, sem er stærsta
dagblaö Bretlands, og yfirleitt
styður Verkamannaflokkinn,
Sir Sydney (Don) Ryder, og
Sydney Jacobson. Þeir fengu
báðir titil, sem svo gengur að
erfðum i ætt þeirra. Annar
fréttamaður, var aðlaður, en
hans titill er ekki arfgengur.
Hann heitir nú Sir William
Barnetson, formaður Reuters
og United fréttaþjónustunnar.
Meðal leikara og leikhússfólks
sáum við lika nafn Peter Usti-
nov, sem var útnefndur
Commander of the Order of the
British Empire. Hér með sjáum
við myndir frá þeim tima, er
mál Profumos stóð sem hæst. Á
annarri myndinni er hann á leið
I þingið ásamt sinni fögru
eiginkonu, leikkonunni Valerie
Hobson. Þá gaf hann yfirlýsingu
um sakleysi sitt i málinu i þing-
inu, sem siðar varð honum til
falls, þvi að það sannaðist á
hann að yfirlýsingin var ósönn,
og var hann þá tilneyddur að
segja af sér. Hin myndin er af
Christine Keeler fyrir utan
glæsilega ibúð sina, sem mikið
var umtöluð i sambandi við
þetta mál. Hún er þarna að
koma heim til sin eftir að hafa
setið i Holloway fangelsinu. Þar
sat hún inni i sex mánuði af
þeim niu sem hún var dæmd i
fyrir meinsæri.
DENNI
DÆMALAUSI
Kerlingar eru vitlausar. Margrét