Tíminn - 29.06.1975, Síða 14
TÍMiNN
Sunnudagur 29. júni 1975.
14
Frú Thatcher er lcikin meö
sópinn fyrir utan húsdyrnar
heima hjá sér IChelsea, en þar
býr hún meft fjölskyldu sinni,
mestan hiuta ársins.
Þetta er sagan um litlu stúlkuna, sem allt
í einu komst d forsíður stórblaðanna um
allan heim, sem nú er staðrdðin að verða
fyrsti kvenforsætisrdðherra Bretlands
Jafnvel maðurinn,
sem fyrstur sté fæti sin-
um á tunglið, á nú á
hættu að hverfa i skugga
hinnar móðurlegu og að-
laðandi konu, sem
margt bendir nú til, að
eigi eftir að verða fyrsti
kvenforsætisráðherra
Bretlands.
A6 undanförnu hafa margir ný-
ir stjómmálaleiðtogar rutt sér
braut til frægðar, t.d. Ford, for-
seti Bandarikjanna, og Giscard
d’Estaing i Frakklandi, en enginn
þeirra hefur þó oröið frægur á
jafnskömmum tima og komið
mönnum jafnmikið á óvart, og
ljóshærða og bláeyga húsmóðirin
Margrét Thatcher.
Enn sem komiö er, hefur ekki
verið sett upp stytta af nokkurri
konu á meðal styttanna af þeim
Pitt og Walpole, Gladstone og
Churchill I Westminster, en hver
veit, nema einn góðan veðurdag
veröi likneski af Margréti komið
þar á stall, konunni, sem fyrr á
þessu ári sópaði stéttina fyrir
framan hdsið sitt, en situr nú sem
leiötogi stjórnarandstöðunnar á
bekkjum þinghússins, og hefur
um 4.8 milljónir isl. króna i netto-
árstekjur.
Ef einhverjum dytti nú i hug að
búa til framhaldsmyndaþátt i
sjónvarpið um það, sem raun-
verulega gerðist með Margréti,
myndi handritið hljóða eitthvaö á
þessa leiö: Hinn geðþekki pipar-
sveinn Edward Heath, sem veriö
hefur einhver íhaldssamasti for-
sætisráöherra Bretlands siðan
Churchill leið, biður tvivegis ósig-
ur i kosningum fyrir verka-
mannaforing janum Harold
Wilson. Þingmenn thaldsflokks-
ins leita aö nýjum leiötoga af
miklum ákafa, og Margrét
Thatcher fær fleiri atkvæöi en
nokkur karlmannanna, sem i
framboði eru. Fylgist með frá
byrjun: Fylgizt meö frá byrjun!
Þá kemur atriftift f Neðri mál-
stofunni, þegar frú Thatcher til-
kynnir sigur sinn. Ungir þing-
menn thaldsflokksins berja hnef-
unum i boröiö, svo helzt mætti
Imynda sér, að þarna væri flokk-
ur skólastráka. í ljósinu frá loft-
lömpunum og glömpunum frá
flassi ljósmyndaranna snéri
sigurvegarinn sér hægt við, svo
ljósmyndurunum gæfist tækifæri
til að mynda hana frá hlið, ofur-
litiö meira framan frá og beint aö
framan....
— Hvernig liður yður eftir
þetta? var fyrsta spurningin.
— Eins og i draumi.
— Hvemig tókst yður að sigra i
flokki, sem er svo gjörsamlega
stjórnað af karlmönnum?
— Þeim likar greinilega vel við
konur.
— Ætlið þér að halda upp á
daginn — með þvi að skála i
kampavini?
— Við eigum ekki kampavin
heima.
Næst lagði bandariskur blaða-
maður fyrir Margréti langa og
flókna spurningu. Honum hálf-
svelgdist á, þegar hann fékk stutt
og laggott ,,já”.
— Ykkur karlmönnunum falla
ekki stutt og einföld svör, sagði
Margrét. — Þið viljið heldur, aö
ykkur sé svarað með mörgum og
ónákvæmum orðum. Hver er
næsta spurning?
Húnbenti út iloftið, rétt eins og
kennari, sem ætlar að reyna að
vekja hóp hálfsofandi nemenda.
Morguninn eftir fór hún á fætur
klukkan hálf sjö til þess að búa til
morgunmat handa manni sinum.
Hann var rétt lagður af stað i
vinnuna, þegar hópur blaða-
manna lokaði götunni fyrir
framan hús Thatcher-fjölskyld-
unnar i Chelsea i London.
— Ég held ég sé óþekktasti
eignmaður i heimi, sagði Denis
Thatcher. — Ég læt konu minni
eftir sviðsljósið.
Það er ef til vill alveg eins gott.
Svona til þess að leggja áherzlu
á sigur sinn, og auka æsinginn
innan Ihaldsflokksins, borðaði frú
Thatcher morgunverð með Henry
Kissinger á hinu þekkta Hótel
Claridges.
— Haldið bara áfram að tala,
sagði hann við hana, eins og hann
væri að virða fyrir sér nýja stúlku
mitt i öngþveitinu, sem var i
kringum þau vegna sjónvarps-
kvikmyndatökumanna og
öryggisvarða, sem þrengdu sér
að þeim. — Æ, hvað gerir maður
yðar annars?
— Jú, hann er i oliubransanum,
svaraði stúlkan og brosti eins
ljúfmannlega og hún bezt gat.
Þetta var fljótsnæddur
morgunverður hjá „Happy
Maggie” eins og Bretarnir kalla
hana, og Kissinger þurfti að vera
kominn til Zurich til þess að borða
hédegisverö með Persakeisara.
Siftdegis tilkynnti Margrét
hverja hún hefði valið í skugga-
ráöuneyti sitt. Það virtist vera
dugmikill hópur, sem bjó sig und-
ir að veita stjórninni andstöðu i
neðri málstofunni og sigra i næstu
kosningum.
— Það er margt sem liggur
fyrir hjá okkur, svo það er rétt að
hefjast handa, sagði hinn nýi leið-
togi, eftir að hafa skipt niður
verkefnum á stjórnmálamenn-
ina.
Næsta spaugilega atvikið var,
þegar Charlton klúbburinn, sem
býöur öllum forsætisráðherrum
og skuggaráðherrum að gerast
félagar, en er hins vegar ein-
göngu ætlaður karlmönnum,
komst i töluverð vandræði. Þrátt
fyrir það, að konur hafi náð langt
i frelsisbaráttunni, er þeim
einungis boðið einu sinni á ári að
koma til þessa klúbbs, sem starf-
að hefur i 110 ár.
— Þetta er ómögulegt, sögðu
félagar i klúbbnum, sem allt i
einu höfðu vaknað upp af Þyrni-
rósarsvefni, og gert sér grein
fyrir þvi, að furðulegustu hlutir
gerast i heiminum i dag.
Og allt gat þetta komið fyrir
grannvaxna, 49 ára gamla ljós-
hærða konu.
— Eiginlega er hárið dökk-
brúnt, en það var farið að grána,
svo ég litaði það. A hverju sem
gengur, verð ég að eyða einum
klukkutima á viku i að láta laga á
mér hárið.
Þegar Mergrét var formlega
sett inn i embætti leiðtoga
stjórnarandstöðunnar, var hún
klædd i fallega, svarta dragt,
hafði óvenjulega nælu i barmin-
um og smekklega eyrnalokka i
eyrunum — hún hafði sem sagt
farið úr peysunni og pilsinu og
tekið af sér perlufestina, en
þannig er hún venjulega klædd.
Margrét minnir helzt á konu,
sem sýnir tweed-dragtir, hjá
Harrods — og það hefur hún
reyndar gert einu sinni.
— Mérfinnstég vera eins og ég
lit út fyrir að vera, sagði hún eitt
sinn við blaðakonu, sem ræddi við
hana.
— Hvernig þá? spurði blaða-
konan.
— Well, my dear, sagði hin
nákvæma Margrét, — þér sjáið þó
hvemig ég lit út það geri ég ekki.
Hún heldur þvi fram, að hún
hafi þjálfað með sér hæfileikann
til þess að koma með skjót og
hnitmiðuö svör, og hún hafi gert
það með þvl að tala við börnin sin
— tvfbura, strák og stelpu, sem
nýlega urðu 21 árs. Hún segist
ekki vita betri leið til þess að
slappa af eftir miklar stjórn-
máladeilur, heldur en aö setjast
niöur i hópi fjölskyldunnar og
ræða við bömin og eiginmanninn.
— Morgunverfturinn var eins
og á geðveikraspitala, daginn eft-
ir, aö mamma var útnefnd leið-
togi Ihaldsflokksins, segir hinn
hávaxni og myndarlegi Mark.
Carol systir hans átti að fara i
lögfræðipróf, en Mark, sem er
endurskoðandi ætlaöi á skrifstof-
una.
— Það eina sem við gátum sagt
Hér er Margrét Thatcher meft fyrirrennara sinum, Edward Heath og Lord Heilsham, viö bakdyrnar aft
Downing Street 10, heimili forsætisráftherrans.