Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 29. júni 1975. TÍMINN 1? tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskriístofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausasöiu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Sambýlið á Keflavíkur- flugvelli Eins og kunnugt er, náðist samkomulag á siðasta ári milli islenzkra stjórnvalda og bandariskra um vissar fyrirkomulagsbreyt- ingar i sambandi við dvöl varnarliðsins á Keflavikurflugvelli. Samkomulag þetta var gert á grundvelli varnarsamningsins frá 1951, og var þvi ekki talin þörf á að leggja það fyrir Alþingi, þar sem ekki felast I þvi neinar skuld- bindingar og það getur verið uppsegjanlegt hvenær sem er og hægt er að óska breytinga á þvi hvenær sem er. Veigamesta fyrirkomulagsbreytingin, sem samkomulag náðist um á siðastliðnu ári, var tvimælalaust sú, að varnarliðið takmarkaði sjónvarpssendingar sinar fyrst og fremst við vallarsvæðið. Frá sjónarmiði þeirra, sem ýmist óttuðust áhrif sjónvarpsins, eða voru mótfallnir þvi af sjálfstæðisástæðum, var þetta ótviræður ávinningur. Þetta er nú þegar komið til framkvæmda. Annað ákvæði, sem náðist samkomulag um, var fækkun varnarliðsins á þann hátt, að íslendingar tækju að sér ýmis störf, sem ekki væru hernaðarlegs eðlis, en varnarliðsmenn eða erlendir starfsmenn höfðu gegnt áður. Þetta er undirbúningur þess, að ís- lendingar geti sjálfir annazt sem mest gæzlu- starfið á Keflavikurflugvelli, eins og stefnt var að með tillögum vinstri stjórnarinnar. Þriðja atriðið var, að draga sem mest úr sambýli landsmanna og varnarliðsins, m.a. á þann hátt, að varnarliðsmenn búi eingöngu innan vallarsvæðisins. Þá yrði hætt sameiginlegum afnotum á flugstöðinni, og yrði það framkvæmt með byggingu nýrrar flugstöðvar. Fyrirkomu- lag það, sem Framsóknarmenn komu á i utan- rikisráðherratið Kristins Guðmundssonar, og fólst i sem mestum aðskilnaði landsmanna og vamarliðsins, hefur tvimælalaust reynzt vel. Með framangreindum fyrirætlunum er stefnt að þvi, að auka aðskilnaðinn enn meira. Siðan umrætt samkomulag var gert á siðast- liðnu ári, hefur verið unnið að þvi að koma þvi i framkvæmd, en af ýmsum ástæðum er nauðsynlegt að gera það i áföngum. T.d. mun Framsóknarflokkurinn leggja áherzlu á, að framkvæmdum á Keflavikurflugvelli verði haldið innan þeirra marka, að þær dragi ekki til sin óeðlilega mikið vinnuafl. Það skiptir miklu máli af sambúðarástæð- um, að framkvæmd umrædds samkomulags takist vel. Annað gæti leitt til árekstra og ágreinings, og er erfitt að spá um, hvaða af- leiðingar það gæti haft. Þess vegna er illt til þess að vita, að þær fregnir berast nú af Kefla- vikurflugvelli, að vissir yfirmenn hjá varnar- liðinu láti hermenn vinna ýmis störf, sem áður voru unnin af íslendingum eða eðlilegt er talið að falli undir verksvið þeirra. Þetta mun valda nokkurri óánægju á Suðurnesjum, þar sem m.a. er hér um störf að ræða, sem gætu verið sumarvinna hjá unglingum, en nokkur skortur er nú á slikri vinnu. Réttir aðilar þurfa að vinna að þvi, að slik mál léysist, án þess að til árekstra komi. Eigi sæmileg sambúð að haldast, verður að vinna undanbragðalaust að framkvæmd áðurnefnds samkomulags og i samræmi við það. Annað gæti haft, eins og áður segir, ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Tekur Carvalho völdin í Portúgal? Hann hefur metnað og vilja til þess Carvalho HIN MIKLU fundarhöld portUgölsku herforingjanna I fyrri viku virðast ekki hafa skýrt neitt að ráði, hvert stjórnmálaþróunin i PortUgal stefnir. Fljótt á litið, virtist eins og lýðræðislegri öflin hefðu unniðsigur, þarsem þvi var lýst yfir eftir fundar- höldin, að stefnt yrði að þvi, að margir flokkar gætu starfað i landinu. Þetta töldu margir sérstakan sigur fyrir jafnaðarmannaflokkinn og Soares leiðtoga hans, enda hélt flokkurinn rétt á eftir fjöldafund i Lissabon til að fagna þessum Urslitum. Jafn- framt var þetta talinn ósigur fyrir kommúnista og Carvalho, yfirmann öryggis- sveitanna, en hann er grunaður um að stefna að hernaðarlegu einræði. En ósigur Carvalho var þó ekkimeirien það, að hann var hækkaðuu i tign eftir fundar- höldin. Áður var hann stjórn- andi öryggissveitanna I Lissa- bon og yfirmaður hersins þar. Honum var nú falin stjórn öryggissveitanna um land allt. Þá fékk stjórnlagaþingið, sem nýlega hefur tekið til starfa, viðvörun um að ætla sér ekki of mikil áhrif á stjðrnarfarið i landinu. Helzt virðist þvi mega draga þá ályktun af fundarhöldum her- foringjanna, að engin endan- leg niðurstaða hafi náðst, og þvi hafi verið sameinazt um ályktun, sem fól í sér eitthvað handa öllum, en skar ekki Ur um neitt. Stjórnmálaástandið iPortúgal heldur þvi áfram að vera óljóst og óráðið. FLESTUM erlendum blaða- mönnum kemur samanum, að það stjórnmálaástand sem nú rikir i PortUgal, geti vart haldizt nema skamma stund. Landiö sé i reynd meira og minna stjórnlaust. Embættis- mannakerfið sé i lamasessi, þar sem fylgismenn fyrri stjórnar hafi flestir verið látnir hætta störfum, en illa gengið að fá hæfa menn i stað þeirra. Svipað gildi um efna- hagsmálin og atvinnurekstur- inn. Þar hafi margir verið látnir hætta, án þess að fyllt hafi verið i skörðin. Her- stjórnin fari þvi ekki með völdin, nema að nafni til á mörgum sviðum, og þar rikir þvl ýmist óstjórn eða vanstjðrn, eða alger upplausn. Þá láti ýmis öfgasamtök meira og meira til sin taka og spilli vinnufriði, Efnahags- ástandið fari stöðugt versnandi og geti slikt ekki haldizt til lengdar. Hér verði þvi fastari og öruggari stjórn að koma til sögu, ef ekki eigi þvi verr aö fara. Akvörðun um þetta dragist hins vegar vegna þess, að herforingjarnir séu sjálfir ósammála. Þá greini á um, hvort heldur eigi að stefna i áttina til meira lýðræðis eða einræðis. Meðan ekki sé höggvið á hnútinn hjá þeim, haldist sennilega þessi óstjórn áfram. Flestum fregnum frá PortUgal virðist bera saman um, að hjá almenningi fari fylgi jafnaðarmanna og þó sérstaklega persónufylgi Soares stöðugt vaxandi. Ýms- ar skoðanakannanir, sem hafa verið gerðar að undanförnu, benda til þess, að jafnaðar- menn fengu um eða yfir helming greiddra atkvæða, ef kosið væri nú. Þá er talið, að meðal óbreyttra hermanna aukist fylgi jafnaðarmanna. Ýmsir spá þvl, að það geti breyzt verulega, þegar her- mennirnir, sem dvalið hafa i Mosambik, koma heim. Þeir eru um tólf þúsund, en gizkað er á, að um helmingur þeirra hafi kosið jafnaðarmenn i kosningunum i vor. Þá er yfirmaöur þeirra, Vitor Crespo, talinn liklegur til að fylla flokk þeirra herforingja, sem vilja koma; á lýðræðis- legum stjórnarháttum. VEGNA þess hve óráðið er, hver Urslitin geta orðið hjá herforingjunum, hafa þeir spádómar fengið byr I seglin, að endalokin verði þau að ein- hver einn þeirra brjótist til valda og takisér einræðisvald. Oft hafa byltingar, sem her- foringjar hafa gert, endað á þann hátt. t þessu sambandi hefur athyglin einkum beinzt aö einum hershöfðingjanum, er þykir bæði hafa metnað og áræöi, sem þykja nauðsynleg- ir eiginleikar verðandi einræðisherra. Hann hefur lika látið þær skoðanir óspart i ljós, aö svo geti farið að herinn verði að þoka flokkunum alveg til hliðar og taka öll völd i sinar hendur. Fyrr verði ekki komið á röð né reglu, eða hafið óhjákvæmilegt viðreisnar- starf. Sá hershöfðingi, sem hér um ræðir, er Otelo Saraiva de Carvalho. Hann er 39 ára og hefur dvalist sem hermaður i nýlendum Portúgala mestalla hermennskutið sina, eða i 13 ár. Sagt er, að Carvalho hafi upphaflega viljað verða leikari og komast til Banda- rikjanna i þvi skyni að fara þar á leikskóla. Efni hans, leyfðu honum það ekki, og varð hann sökum fátæktar að ganga I herinn. Eftir venju- lega herþjálfum, var hann sendur til Afriku og þar var hann i 13 ár, eins og áður segir, oftast undir stjórn Spinola. Hann var mjög hand- genginn Spinola siðustu árin, sem þeir dvöldust i Afriku. Þótt Carvalho þyrfti að berjast við skæurliða frelsis- hreyfinganna, er hann sagður hafa orðið hrifinn af fórnar- vilja þeirra og orðið fyrir áhrifum af stefnu þeirra. Hann erm.a. talinn hafa orðið sósialisti á þessum árum, en annars þykja hugmyndir hans um sósialisma ekki vera fast- mótaðar að öðru leyti en þvi að hann vilji koma á portúgölskum sósialisma, án þess að skýra það nokkuð nánar. Carvalho var nýlega kominn heim til PortUgals, þegar Spinola gaf út hina frægu bók sina, sem varð undirrót stjórnbyltinarinnar 25. april i fyrra. Stjórnin vék Spinola Ur embætti, nokkru eftir að bók hans kom Ut, en herforingjarnir svöruðu þvi með byltingunni og gerðu Spinola að forseta. Ýmsir telja, að það hafi verið Carvalho, sem skipulagði byltinguna. Hann hófst lika fljótt til metorða eftir það. Hann hafði aðeins liðs- foringjatign, þegar byltingin var gerö, en var gerður að hershöfðingja á siöastl. sumri. Siðar varð hann svo yfirmaður hersins og öryggis- sveitanna i Lissabon. Nú er hann yfirmaður öryggis- sveitanna i öllu landinu, en þaö er mat margra kunnugra, aö þær séu bæði betur skipu- lagðar og öflugri en herinn, og sá, sem ráöi þeim, geti ráðið landinu. Eftir er svo að sjá, hvernig Carvalho beitir þessu valdi sinu. Kunnugir segja, að hann skorti ekki metnað, og hann njóti þess, að láta á sér bera. Hann sé lika órangur og fljótur að ákveða sig. Sagt er að kommúnistar geri sér dátt við hann, en treysti honum þó ekki fullkomlega. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.