Tíminn - 29.06.1975, Side 31

Tíminn - 29.06.1975, Side 31
r^(}t Iffiu V‘: fU'V Sunnudagur 29. júni 1975. iai/í \ i/ít TÍMINN HLJÓMPLÖTUDÓMAR NÚ-TÍMANS ★ ★ ★ ★ ★ Þá hefur Roger McGuinn haf- ið sig til flugs á ný, og nú með meiri gný og glæsibrag en oft áður. Á þessari plötu, sem einfald- lega heitir „Roger McGuinn And Band” notasthann ekki við sessionmenn heldur sina eigin hijómsveit, sem hann stofnaði um það leyti, er platan „Peace On You” kom út. Um þessa nýju hljómsveit hans er aðeins eitt hægt að segja: Hún er frábær. Hún stendur ekki neinum Byrds-útgáfum að baki, hvað varðar gæði, en tónlistarlega séð, eru þeir ekki beint á sömu linu. Hljómsveitin er skipuð þeim Steve Love á bassa, Rich- ard Bowden gitar, Greg Atta- way trommur, David Lovelace píanóorgei, og svo auðvitað Roger McGuinn syngur öll lög plötunnar og sannar enn einu sinni, hversu fjölhæfur söngvari hann er. Fimm lög plötunnar eru rokk- arar af þyngri gerðinni, ekki beint eins og maður á að venjast frá McGuinn, en hann gerir þeim öllum það góð skil, að halda mætti, að hann hefði aldr- ei spilað neitt annað. Tvö iög af þyngri gerðinni eru gömul Byrds lög „Lover Of The Bayou” og „Born To Rock And Roll” sem hann glæðir þarna nýju lifi með kraftmikilli með- ferð. A plötunni er einnig að finna country rokk, gullfalleg, meló- disk og róleg lög, eitt reggae lag eftir McGuinn (þar kemur hann duglega á óvart) og Dylan lagið „Knocking on Heavens Door” þar sem McGuinn sannar enn einu sinni orð Dylans, að enginn rokkari túlki lögin sin betur en McGuinn. Roger McGuinn And Bana er mjög góð hljómsveit, sem hefur sent frá sér mjög góða og at- hyglisverða plötu og er hún með þvi bezta, sem McGuinn hefur gert, að Byrds plötunum með- töldum. LP-PLATA VIKUNNAR — ROGER McGUINN & BAND ★ ★ ★ B.T.O. er ein af þeim rokkhljómsveitum, sem skotizt hafa upp á stjörnuhimininn á siðustu árum, og eiga þeir umtalsverðum vinsældum að fagna i Bandarikjunum um þessar mundir. A þeim stutta tima, sem hljómsveitin hefur starfað, hefur hún veriö iðin viö að gefa út plötur, og er sú nýjasta nýkomin á markað. Platan, sem ber nafnið Four Wheel Drive, gæti komið til með að tákna þáttaskil i sögu hljóm- sveitarinnar, og það þáttaskil til hins verra, þvi samkvæmt þess- ari plötu eru þeir félagar al- gjörlega þurrausnir tónlistar- menn — þvi að I grófum drátt- um er þessi plata algjör eftir- liking á siðustu plötu, ekki að- eins uppbyggingu og stíl, heldur hafa þeir gerzt svo ósvifnir að nota svo að segja sömu lögin (með smávægilegum breyting- um að visu) og voru á plötunni Not Fragile. Mér finnst þetta gróf móðgun við aðdáendur hljómsveitarinnar. Samt sem áöur efast ég ekki um að aðdá- endur B.T.O.munu kaupa þessa plötu, þvi aö þó að þetta séu allt það sama gamla, sem þeir leika, — er alltaf einhver „sjarmi” við tónlist þeirra. Fari þeir ekki að breyta til, þótt ekki væri nema að semja nokkrar nýjar melódiur — þá eru þeir dæmdir til aö detta uppfyrir, þvi enginn lætur bjóða sér það að kaupa alltaf sömu plötuna undir nýju og nýju nafni. SÞS ★ ★ ★ ★ — AF ÖLLUM tegundum soultón- listar hefur ein náð mestum frama siðustu mánuði, — svo- nefnt Phillysound, sem áður hefur verið minnzt á i Nú-tim- anum. Sú hljómsveit, sem talin er hafa mótað þennan anga soultónlistar, er hljómsveitin MFSB, — og hefur hún nýlega gefið út LP-plötuna: UNI- VERSAL LOVE. MFSB fara að bessu sinni engar ótroðnar slóðir en þess i stað má heyra að tónlist þeirra hefur nú þroskazt meira og meðlimir hljómsveitarinnar vita nú betur en áður, hvernig þeir vilja setja fram tónlist sina. Tónlist MFSB er „instrument- al” (bakraddir að visu notaðar I einstöku lagi), og hljóðfæra- skipanin er mjög fjölþætt, en mikið ber á ýmiss konar blást- urshljóðfærum, svo og strengja- hljóðfærum. MFSB flytur meló- diska tónlist á nokkuð þung- lamalegan hátt, en af stakri ná- kvæmni og mikilli smekkvisi. Tónlist þeirra er þvi mjög á- heyrileg, — enda eru þeir félag- arnir i MFSB engir aukvisar i faginu. MFSB er virt og dáð hijómsveit i Bandarikjunum og er eitt lag þessarar plötu harla vinsælt þar I landi: lagið Sexy. Universal Love er ákjósanleg plata fyrir alla unnendur Philly- soundsins. G.S. ★ ★ ★ + t tilefni þess að Earl Scruggs er búinn að gefa út plötur f tutt- ugu og fimm ár, hefur Columbia plötufyrirtækið gefið út plötu honum til heiðurs, sem nefnist Anniversary Special Number One. Þarna er á ferðinni plata, þar sem hljómsveit Earls, Earl Scruggs Revue, flytur nokkra góða Country rokkara og þjóð- lög með aðstoð margra þekktra tónlistarmanna. Um Earl Scruggs er það að segja, aö hann hefur á undanförnum 20-30 árum verið talinn bezti banjó leikari heims og af sumum, mesti banjóleikari allra tima. Hvað um það, eins og áöur sagði, eru lögin í þjóðlagastil, eða fjörugir country rokkarar, þar sem allur flutningur ein- kennist af miklu fjöri og krafti, svo ekki hefur aðstoðarmönnun- um ieiözt á meðan, þótt margir þeirra séu eflaust að spila svona tónlist I fyrsta skipti eins og t.d. Alvin Lee (Ten Years After). Um frammistöðu einstakra manna skulum við ekki fjöl- yrða, allir gera sitt bezta, og Earl karlinn er I þrumu stuði og spilar á banjóið með miklum til- burðum, og er eflaust enn þann dag i dag sá bezti á þvi sviði. Að lokum, nöfn nokkurra að- stoðarmanna: Loggins and Messina, Roger McGuinn, Billy Joel, Alvin Lee, Jim Keltner Johnny Cash, Michael Murphey, Dan Fogelberg, Lo- nard Cohen og New Riders of The Purple Sage. G.G. ★ ★ ★ + nú það? kynni einhver að spyrja. Til fróðleiks þeim, sem ekki vita það, skal upplýst, að hann hefur um árabil leikið á gitar i hljómsveitum með Winter-bræðrunum, Johnny og Edgar, og hefur hann ekki að- eins verið hljóðfæraleikari, heldur einnig samið fjöldan all- an af lögum, sem þeir bræður hafa gert fræg. Nægir að nefna lög eins og „Rock And Roll IIou- chie Koo” og „Still Alive And Well”. Að því kom þó, að Derringer entist ekki til að láta Winter- bræðrunum eftir alla frægð- ina fyrir lögin hans, og þvi gaf hann út sólóplötu I fyrra. Platan vakti töluverða athygli, og sáu menn að þarna var á feröinni efnilegur tónlistarmað- ur. t vor kom svo út önnur sólo- plata frá Derringer: Spring Fever, — og eru öll lögin eftir hann sjálfan utan tvö, en það eru tvö gömui lög, „Hang On Sloopy” og „Walking the Dog”, — bæði I stórgóðum útsetning- um Derringers. Rick Derringer hefur fengið marga fræga kappa til aö aö- stoöa sig við plötuna, s.s. bræð- urna Edgar og Johnny, Chick Corea, Bobby Caldwell o.fl. Það þarf þvi enginn að undrast, þótt allur hljóðfæraleikur sé pott- þéttur og fyrsta flokks. Báðar sólóplötur Derringers eru likar, flest lögin eru létt og skemmtileg áheyrnar, en einn og einn dauðan punkt er þó hægt að finna, — en I heild er platan samt ágæt. Ég spái Derringer miklum frama, þvi aö hann er óefað miklum hæfileikum gædd- ur, — og aö þvi kemur að hann hlýtur verðuga viðurkenningu. SþS 0C 31 Jlöskr Eigum nokkur stykki af þessum hljómfögru pianóum á gömlu verksmiðjuverði. 1 árs ábyrgð. Mjög gott verð. Staðgreiðsluafsláttur. Hljóðfæraverzlun Pdlmars Árna Borgartúni 29. Simi 3 28 45. t* 'T -A* ® TILBOÐ óskast i eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudaginn 1. júli 1975, kl. 1-4 i porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7: Chevrolet Impala, fólksbifreið Árg. 1969 Plymouth Valiant, fólksbifreið ” 1968 LandRover diesel ” 1972 LandRoverbenzin ” 1968 LandRoverbenzin ” 1968 Land Rover benzin ” 1967 LandRoverbenzin ” 1966 Mercedes Benz, sendiferðabifreið ” 1967 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5:00, að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðun- andi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 _ Minningarsjóður Vigdísar Ketilsdóttur og Ólafs Ásbjarnarsonar Ákveðið hefur verið að sjóðurinn veiti styrk tveim læknum til framhaldsnáms næsta skólaár. Umsóknir ásamt upplýsingum um hvaða sérgrein væri að ræða og aðrar sem að umsókninni lúta sendist formanni sjóðsins Ásbirni Ólafssyni, Borgartúni 33 fyrir lok júlimánaðar 1975. BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR l VARAHLUTiR j I FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLAf Öxlar hentugir í aftanikcrrur bretti hurðir húdd rúður o.fl. BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla vlrka daga og 9—5 laugardaga. Ódýrt: vélar gírkassar drif hósingar fjaðrir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.