Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 1
Smáfiskadrápið er gífurlegt vandamál Sáttafundir fram á nótt GH-Reykjavik. — Til meðferðar hjá sáttasemjara eru nú kjara- mál blaðamanna og útgefenda og starfsmanna Sigöldu við vinnu- veitendur þeirra. Sigöldufundur- inn hófst um tvöleytið i gær og stóð enn um miðnætti, enda samningar umfangsmiklir. Þunglega horfði um sættir miiii blaðamanna og útgefenda fyrri hluta dags I gær, og leit þá út fyr- ir, að útgáfa dagblaða myndi jafnvel stöðvast I dag, en sátta- fundur var haldinn i gærkvöldi, hófst kl. 22 og stóð enn um mið- nætti, er blaðið fór i prentun. gébé—Rvik. — Þetta er gífurlegt vandamál, sagði Jakob Jakobs- son fiskifræðingur, um smáfiska- drápið. Það er mikið um togveið- ar fyrir vestan og norðan land á uppeldissvæðum þorsksins. Við fáum alltaf öðru hverju sögur um smáfiskadráp hjá togurum og bátum, en höfum lítið getað fylgzt mcð þvi. — Það er mjög erfitt með lokun á þessum svæðum, fyrir utan 12 milna mörkin, sagði Jakob, þvi að ekki getum við bannað okkar skipum veiðar þegar allt að 50-60 erlend skip mega stunda veiðar á þessum slóðum. Eins og kunnugt er, er lágmarksstærð þorsksins nú 43 sm og i gær kom t.d. 100 tonna bátur, frá veiðum fyrir Vesturlandi með um 40 tonn, af smáum fiski, og var nokkuð um fisk undir þessum takmörkum i aflanum. Þá hefur einnig heyrzt að skuttogararnir fái mikið af smáfiski undir lágmarksstærð. Eins og kunnugt er, þá fór Haf- rannsóknastofnunin fram á bann við veiðum við Kolbeinsey,en þar var mikið um smáfiskveiöar. Áskriftarverð hækkar í 700 krónur Blaðstjórn Timans ákvað á fundi i gær að hækka áskriftarverð blaðsins úr 600 i 700 krónur á mánuði. Undafarna þrjá mánuði hefur áskriftarverð Timans verið 600 krónur, en þar sem mikill kostnaðarauki hefur bætzt við vegna hærri vinnu- launa, pappirsverðs og fleiri kostnaðarliða sá blaðstjórn- in ekki annað fært en að hækka áskriftarverðið, sem að framan greinir. SÍÐUSTU ÞORPIN FA SJÁLFVIRKAN SÍMA HJ—Reykjavik. Undirritaður hefur verið samningur um bygg- ingu þriggja simastöðvarhúsa á Austfjörðum þ.e. í Breiðdaisvik, Hjúpavogi og Stöðvarfirði. Að sögn Sigurðar Þorkelssonar, for- Þorsteinn RE kemur til hafnar drekkhlaðinn af loðnu. Verður flotanum lagt eftir Norðursjóinn? BH-Reykjavik. — Það er ekkert upp úr þessari bátaútgerð að hafa, og ég sé ekki fram á annað, en maður verði að ieggja eftir þennan túr í Norðursjónum, sagði Guðbjörn Þorsteinsson, skipstjóri á Þorsteini RE, þegar Tlminn hafði samband við hann i gær. — Og ég er ekki einn um þá skoðun, að við, sem erum að reyna að bjarga okkur, erum við það að fara á hausinn, en hinir, sem taka það róiega og kunna að spila á kerfið, þeir fljóta, a.m.k. ennþá. Guðbjörn sagði okkur frá þvi, að þeim hefði gengið illa I Norð- ursjónum að þessu sinni. — Viö vorum þarna i fimm vik- ur, og fengum ekki einu sinni fyr- ir aflahlutnum. Við lentum i slipp i Noregi og vorum þar i 9 daga, og svo urðum við að henda 300^ tonn- um. Það borgaði sig ekki að reyna áð selja þá sild. Þetta var svoköll- uð blönduð sild, og við fengum þó 1 krónu til 1.70 fyrir hana i fyrra, en nú borga Danirnir ekki nema 40—80 aura fyrir hana, og það er ekki nóg. Við spurðum, þvað væri fram- undan. — Ég sé ekki fram á annað, en maður verði bara að hætta þessu, útgerðarkostnaðurinn er orðinn alltof mikill til þess að það sé hægt að standa i þessu. Það er svo sem hægt að athuga með trollið, en horfurnar eru hreint ekki góð- ar, þvi að það gefur ekkert af sér. Okkur langar til að leita álits hans á úrbótum. — Það verður að stokka þetta allt saman upp, þetta er ekkert nema reiðuleysi. Ég er búinn að standa i þessu I 11 ár, og mér er það alveg ljóst, að ef maður fengi sitt fyrir aflann, þá væri þetta i lagi. En að láta okkur borga allt okkar, og halda uppi öllu þessu sjóðakerfi, það gefur auga ieið, að fyrir þeim, sem reyna að bjarga sér, liggur ekkert annað en fara á hausinn. Og þetta segja fleiri en ég. Ég veit, að Faxaborgin fór ekkert alltof vel út úr þessu, þótt hún yrði hæst, og það er lika talað um að hætta með það skip. HEIMSÆKIR SÚÐAVÍK OPNA stjóra tæknideildar Pósts & sima, eru þessi þorp I hópi hinna siöustu til að fá sjálfvirkar simstöðvar, en enn er eftirað reisa sjáifvirkar stöðvar i næstum öllum sveitum landsins. — Hvert húsanna er u.þ.b. 240 fermetrar að stærð þ.e. 120. fer- metrar að grunnfleti á tveimur hæðum, sagði Sigurður, og miðað við gildandi verðlag er gert ráð fyrir, að bygging þeirra allra kosti um 75 milljónir króna. Með hliðsjón af fyrri reynslu er þó ástæða til að búast við hækkun byggingarvisitölu á byggingar- timanum, svo að endanlegt verð verður sennilega nokkru hærra. 1 húsunum verður póst- og simaaf- greiðsla, tæknistöð fyrir sjálf- virku simstöðina og auk þess þjónustuibúð fyrir starfsfólk. — Gert er ráð fyrir að bygg- ingu húsanna ljúki fyrir áramót. Þá á eftir að setja upp stöðvarnar sjálfar, sem væntanlega verða teknar i notkun fyrri hluta næsta árs. Hver þeirra er fyrir 100 núm- er, en auka má við númerum án verulegrar fyrirhafnar. Ég gizka á, að kostnaður við sjálfvirku stöðvarnar og uppsetningu þeirra verði nálægt 10 milljónum á hverjum stað, svo að heilarkostn- aðaráætlun fyrir þessar þrjár stöðvar eru á bilinu 100 til 110 milljónir króna. — Samkvæmt áætlun, sem gerð var einhvern tima um 1960 var gert ráð fyrir, að byggingu þessara stöðva svo og allra ann- arra á þéttbýiissvæðum yrði lokið fyrir 1970, en vegna fjárskorts hefur ekki reynzt nokkur vegur að halda þá áætlun. Þótt við förum nú að sjá fyrir endann á þessum áfanga eigum við enn talsvert langt i land til að tryggja linur milli byggðarlaganna. Fjölgunin á -stöðvum hefur orðið meiri en aukning á linum i dreifikerfinu og þar biða okkar mikil verkefni i náinni framtið, sagði Sigurður að lokum. LOÐNUSTOFNINN í VEXTI TIL 1977 — SÍÐUSTU ÁRGANGAR MJÖG GÓÐIR gébé—Reykjavik. — Haf- rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun halda á hafsvæðið milli ts- lands og Grænlands til loðnuieitar i rannsóknaskyni, og vonandi ekki seinna en 11. júii, að sögn Jakobs Jakobssonar fiskifræð- ings. Það gæti jafnvel hugsazt að við höldum allt til Jan Mayen, sagði Jakob. Aðaltilgangurinn er að kanna hvort loðnan cr þarna veiðanleg — torfumyndanir og likur á afla. Uoðnustofninn virðist vera i vexti, og við teljum að engin hætta sé á ofveiði, sagði Jakob. — Það hefur komið til tals, að nokkrir bátar fái veiðileyfi á þessum slóðum, og munu þeir þá sennilega halda af stað eftir að við höfum gert okkar rannsóknir. Þá sagði Jakob, að gert væri ráð fyrir að þeir yrðu 2-3 vikur i ferð- inni, en að fljótt ætti að verða hægt að fá úr þvi skorið hvort eða hve mikið loðnumagn væri á þessum slóðum. Þá sagði Jakob, að þessar rannsóknir færu fram nú, fyrst og fremst vegna minnkunar kvótans i Norðursjónum, og loðnustofnin- um er engin hætta búin af sumar- veiðum, þar sem hann virðist vera i góðum vexti. Argangurinn sem klaktist út i fyrra, er talinn vera sá stærsti sem hefur verið mældur. Þá voru árgangarnir 1972 og 1973 einnig góðir, og er talið að loðnustofninn verði i vexti fram til ársins 1977. Rannsóknir af þessu tagi fóru fram árið 1970 sagði Jakob, en það var Hafrún frá Bolungarvik. sem fann nokkúð magn af ioðnu djúpt norður af Horni. Siðan hafa rannsóknir ekki farið fram á sumarveiðum loðnu, fyrr en nú þegar hafrannsóknaskipið Árn: Friðriksson heldur út 11. júli. AirViking svarar Avmark: VARAHREYFILL EN ALLS EKKI FLUGVÉL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.