Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 1. júli 1975. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Rógurinn um niður- greiðslurnar Svo virðist sem ýmsir pólitiskir lukkuriddarar hafi talið, og telji enn, sigurvænlegt fyrir sig til fylgisöflunar i þéttbýli að halda uppi meiri og minni áróðri gegn landbúnaðinum og þeim, sem hann stunda. Sem betur fer hafa ibúar þéttbýlisins yfirleitt sýnt þann skilning, að þessi áróður hefur borið tiltölulega litinn árangur. Gleggsta dæmið um það er pólitiskt gengi Gylfa Þ. Gislasonar, sem hefur flesum eða öllum stjórnmálamönnum frem ur reynt að afla sér fylgis á þennan hátt, ólikt þvi sem fyrstu forustumenn Alþýðuflokksins, eins og Ólafur Friðriksson, Jón Baldvinsson, Sigurjón A. Ólafsson, Haraldur Guðmundsson og Vilmundur Jónsson lögðu áherzlu á náið samstarf alþýðunnar til lands og sjávar og studdu drengilega öll helztu framfaramál landbúnaðarins á sinum tima. Þá voru það helzt ihaldsöfl og fjárgróðaöfl, sem stóðu gegn landbúnaðinum, og birtist sá hugsunarháttur nú afturgenginn i stjórnmálaskrifum heildsala- blaðsins Visis. Eitt helzta áróðursefnið gegn landbúnaðinum er það, að niðurgreiðslur á vöruverði séu styrkir til hans. öllum má þó ljóst vera, sem nokkuð ihuga þessi mál, að þetta er hreinn hugarburður. Til- gangur niðurgreiðslanna er að koma i veg fyrir kauphækkanir, sem myndu auka byrðar á öllum atvinnugreinum i landinu, og þvi eru þær ekki frekar styrkur til einnar atvinnugreinar en ann- arrar. Niðurgreiðslur á verði lifsnauðsynja er nú algeng efnahagsráðstöfun viða um lönd, og yfir- leitt er þeim beitt til að greiða niður verð á land- búnaðarvörum. Ástæðan er sú, að þær eru taldar meðal helztu lifsnauðsynja, og fátt er álitið hag- kvæmara efnalitlum neytendum en að verð þeirra sé sem lægst. Sem dæmi um þetta má nefna, að i þessum mánuði juku Sviar niðurgreiðslur á mjólk og ostum um 9 milljarða islenzkr© króna, en alls nema niðurgreiðslur Svia nú um 104 milljörðum is- lenzkra króna, og ná þær aðallega til landbúnaðar- vara. Það er rikisstjórn sósialdemókrata, sem heldur uppi þessum niðurgreiðslum og telur þær einn mikilvægasta þáttinn i efnahagsaðgerðum sinum. En þótt niðurgreiðslur geti verið og séu réttmæt ráðstöfun, gildir það ekki nema að vissu marki. Meðal bænda hefur alltaf verið nokkur ótti við það, að þær mættu ekki verða of miklar, eins og t.d. þegar svo langt er gengið, að útsöluverðið er orðið lægra en það verð, sem bændur fá fyrir framleiðsl- una. Þegar svo langt hefur verið gengið, hefur það ekki verið i samráði við þá. Eins og hér hefur verið rakið, er algerlega rangt, að niðurgreiðslur séu fremur i þágu bænda en annarra. Það er álika rangt og að halda þvi fram, að gengislækkanir séu einungis gerðar i þágu sjávarútvegsins og séu styrkir til hans. Með þeim sé verið að flytja svo og svo marga milljarða til útgerðarinnar, eins og Þjóðviljinn hefur stund- um verið að reikna út. Gengislækkanir eru að sjálfsögðu gerðar vegna þess, að þær þykja óhjákvæmilegar vegna þjóðarbúsins i heild, og oftast eru þær þá afleiðing öfugþróunar, sem ekki verður skrifuð á reikning sjávarútvegsins sérstak- lega. Það er illt verk og óþarft, þegar þannig er verið að deila ómaklega á einstakar atvinnugrein- ar, enda hefur slik iðja sem betur fer ekki reynzt gæfusamleg fyrir þá, sem mest hafa ástundað hana. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Indira var neydd til skjótra aðgerða Óvirk andstaða hefði getað leitt til upplausnar Indira Gandhi ÞAÐ hefur áreiðanlega ekki verið auðvelt fyrir Indiru Gandhi að taka ákvörðun um að lýsa yfir neyðarástandi i Indlandi og láta jafnskjótt handsama flesta áhrifamestu stjórnarandstæðinga sina. Margt bendir hins vegar til þess, að hún hafi ekki átt ann- ars kost, ef ekki átti að skap- ast stjórnleysi og upplausn i landinu. Andstæðingar hennar ætluðu ekki að hlita þeim bráðabirgðaúrskurði hæsta- réttar, að hún mætti gegna embætti forsætisráðherra þangað til rétturinn hafði fellt endanlegan dóm um það, hvort hún hefði gerzt svo brot- leg við kosningalögin i sam- bandi við þingkosningarnar 1971, að svipta bæri hana bæði þingmennsku og kjörgengi, en sá var úrskurður dómara sem hafði fjallað um þetta efni. í stað þess að biða eftir endan- legum úrskurði hæstaréttar, ákváðu andstæðingar Indiru að hefjast handa um svokall- aða óvirka andspyrnu i þeim tilgangi að koma henni strax frá völdum. Hér var um sömu baráttuaðferð að ræða og Ma- hatma Gandhi beitti gegn Bretum i sjálfstæðisbarátt- unni, en hún er fólgin I þvi að leggja niður vinnu, óhlýðnast fyrirmælum stjórnvalda og gera á þennan hátt athafnalif- ið og stjórnkerfið meira og minna óvirkt. Ef þessi óvirka andspyrna hefði orðið veruleg, hefði hún getað valdið hreinu neyðarástandi i landinu. Ind- ira hefur bersýnilega álitið, að hún hefði ekki nema eitt ráð til varnar gegn þessari hættu. Þetta ráð var að notfæra sér heimildarákvæði stjórnar- skrárinnar til að fyrirskipa neyðarástand, en það veitir stjórninni vald til að beita lög- reglu og her til að halda uppi reglu i miklu meiri mæli en ella. ANDSTÆÐINGAR Indiru kunna að segja, að það hefðu verið eðlilegri vinnubrögð hjá henni að segja af sér og láta einhvern annan af leiðtogum Kongressflokksins taka við forustunni. Slikt hefði þó ekki getað talizt lýðræðislegt, þvi að þá hefði verið látið undan öflum utan þingsins, sem beittu ólýðræðislegum aðferð- um til að koma vilja sinum fram. Slik brottför Indiru úr embætti forsætisráðherra hefði vafalaust vakið miklar æsingar og reiði i landinu, þvi að hún nýtur enn mikils persónulegs fylgis. Ómögulegt var að sjá fyrir, hvaða dilk það hefði getað dregið á eftir sér. Hitt verður svo að játa, að það er ekki fullséð enn, hvaða afleiðingar eiga eftir að hljót- ast af þvi, að Indira greip til þess ráðs að lýsa yfir neyðar- ástandi. Henni hefur bersýn- lega tekizt að vinna fyrstu lot- una. Með þvi að vera fljót til, hefur hún komið andstæðing- um sinum á óvart og þeir ekki fengið neitt ráðrúm til mótaðgerða. Þess vegna hefur henni tekizt að koma fyrirætlunum sin- um i framkvæmd, án telj- andi mótspyrnu. Hitt er svo eftir að sjá, hvort andspyrnan á ekki eftir að magnast, þegar frá liður, eða hversu lengi Indira ætlar að láta þetta ástand haldast. Margar spár hniga i þá átt, að hún ætli að notfæra sér þessa nýju skipan til þess að hreinsa til i stjórn- kerfinu og koma i framkvæmd ýmsum áætlunum sinum um útrýmingu fátæktar, en hvort tveggja þetta hefur m.a. strandað á þvi, að lýðræðis- krefið er þungt i vöfum, og það ekki sízt i stóru og fjölmennu riki, þar sem félagsþroski er litill fyrir. Þess vegna hefur lýðræðið ekki gefizt vel i þriðja heiminum. Við þetta hafa bætzt I Indlandi siðustu misseri miklir erfiðleikar af völdum hinnar alþjóðlegu efnahagskreppu, m.a. vegna þess, að Indverjar verða að flytja inn mikið af oliu. Þá hafa miklir þurrkar dregið stórlega úr landbúnaðarfram- leiðslunni siðustu árin. VAFALAUST verða ýmsir til að áiasa Indiru fyrir það að hafa gripið til jafn róttækra aðgerða. Það skýrist hinsveg- ar betur, að hún átti ekki margra kosta völ, ef menn virða fyrir sér, hvernig stjórn- arandstöðunni var háttað. Vinstra megin við Kongres- flokkinn er sá kommúnista- flokkurinn, sem fylgir Kin- verjum að málum, og rekur beint og óbeint erindi þeirra. Til hægri eru margir sundur- lausir hægri flokkar, sem eiga fátt annað sameigiknlegt en að vera á móti Indiru. Siðasta árið hafa þeir sameinzt undir merki Jaya Prakash Naray- an, sem á að baki mjög skrykkjóttan stjórnmálaferil. Narayan, sem er 72 ára gam- all, fór til Bandarikjanna tvi- tugur að aldri og dvaldizt þar i 9 ár við nám, en varð þó að vinna fyrir sér jöfnum hönd- um, Hann var orðinn marxisti, þegar hann kom heim til Ind- lands aftur, og hafði á næstu árum náið samstarf við kommúnista, jafnframt þvi sem hann tók virkan þátt i ó- hlýðnisbaráttu Gandhis og varð mjög handgenginn hon- um og Nehru, föður Indiru, um skeið. Þá létu Bretar oft fang- elsa hann, og nýtur Narayan enn mikillar virðingar sökum baráttu sinnar á þessum ár- um. Svo fór, að hann sagði skilið við bæði Kongressflokk- inn og kommúnista og stofn- aði jafnaðarmannaflokk. sem þótti vænlegur til fylgis, en það rættist þó ekki. Narayan sagði þá skilið við alla flokka og gerðist fylgismaður Vinota Bhave, sem hefur ferðazt um Indland og hvatt stórbændur til að gefa jarðlausum bænd- um hluta af landeignum sin- um. Fyrir rúmlega ári hóf Na- rayan afskipti af stjórnmálum að nýju, og beitti sér nú aðal- lega gegn Indiru og stjórn hennar og ásakaði hana fyrir spillingu og háa skatta. Hann fékk brátt góðar undirtektir, þar sem hann er viðurkenndur fyrir heiðarleika sinna. Hin i- haldssömu öfl sáu sér fljótt leik á borði og fylktu sér undir merki hans. A ýmsan hátt minnir málflutningur Naray- ans á Glistrup hinn danska. Hann gagnrýnir harðlega margt sem miður fer, en skoð- anir hans um það, sem eigi að taka við, eru harla óljósar. Hann talar m.a. um það, að stefna eigi að flokkslausu lýð- ræði. Andstæðingar hans telja sig hinsvegar geta sýnt fram á, að það, sem hann eigi við, sé grimuklæddur fasismi. Sá sé lika tilgangur þeirra afla, sem noti hann sem fánabera. Sjálf- ur segist Narayan ekki sækj- ast eftir völdum og ekki ætla sér þau. Höfuðtakmark sitt sé að koma Indiru frá völdum Litlar likur virðast hinsvegar á þvi, að þau öfl. sem úm stund hafa sameinazt um Narayan, geti sameinazt um rikisstjórn, en tækist þeim það, yrði sennilega um hægri- sinnað einræði að ræða. Blaðadómar um atburðina i Indlandi eru nokkuð mismun- andi. Mörg blöð draga að fella endanlega dórna. Blöðin i kommúnistalöndunum eru einna ákveðnust. Rússnesk blöð mæla Indiru bót, en kin- versk blöð gagnrýna hana harðlega. Athygli vekur, að blöðin i llanoi draga taum Indiru, og þykir það nokkur visbending um að valdamenn þar fylgi nú fremur Rússum en Kinverjum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.