Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 1. júli 1975. TÍMINN 11 TÍMINN HEIMSÆKIR SÚÐAVIK / Súðavík er gott að vera Texti og myndir Þorgeir Örlygsson Ósk Þórisdóttir og Jónatan Ásgeirsson Jónatan Asgcirsson og Lilja Ósk Þórisdóttir. — segja hjónin Lilja Jónatan Asgeirsson heitir ung- ur maður i Súðavik. Hann er 21 árs að aldri og starfar sem há- seti á togaranum Bessa. Kona Jónatans er Lilja Ósk Þórisdóttir ættuð úr Reykjavik. Þótt ung séu að árum hafa þau af miklum dugnaði reist sér myndarlegt einbylishús Súðavik. -oOo— — Það hefur aldrei hvarflað að þér að flytja til Reykjavikur Jónatan, eins og svo margir jafn- aldrar þinir héðan af Vestfjörum hafa gert? — Nei, slikt hefur aldrei hvarflað að mér. Ég er Súðvikingur i húð og hár, fæddur hér og uppalinn, og kann hvergi betur við mig en einmitt hér. Hér er gott að vera, og atvinnu- og tekjumöguleikar betri en viðast hvar annars staðar. Gisli Sigurbjörnsson. Löndunarvinnan erfið ÞÖ.-Súðavik. Gisli Sigurbjörns- son verkamaður i Súðavik starfar i beinaverksmiðju frystihússins Frosta h.f., en auk þess hefur hann eftirlit með löndunum úr togaranum Bessa. oOo— — Er mikið að gera i lönduninni? — Já, þetta er töluvert erfið vinna, en sæmilegt upp úr henni að hafa. Þeir sem að henni starfa, hafa fyrir löndunina svona 250 til 300 þúsund krónur i árstekjur.en eru auk þess i öðru starfi hjá frystihúsinu. Ég myndi halda að árstekjur verkamanna i frystihúsinu sé um ein milljón króna. — Hvernig er greitt fyrir löndunina? — Hún er greidd eftir „akkorði”, þannig að borgaöar eru 867 kr. fyrir hvert tonn, sem landað er. Góð löndun teldist liklega 120 til 30tonn á 15 til 16klukkutimum, en við verðum lika að kassa togarann.sem kallað er. Afli togarans á siðasta ári var yfir 3000 tonn, en frá áramótum og fram til 10. mai var hann með um 1699 tonn. — Þú ert meö hænsna- og kinda- bú, er ekki svo? — Nei, nei, það eru bara fyrir sjálfan mig, mér til ánægju og skemmtunar, en ekki til þess að græða á þvi. En ég held að þeir hljóti að hafa það sæmilegt sem reka myndarleg hænsnabú, þvi að ekki kosta eggin svo litiö i' dag. — Miklar sögur ganga um gifur- legar tekjur háseta á minni togurunum, jafnvel sagt, að þeir séu tekjuhæstu menn i landinu.Er eitthvað til i þvi? — Það álit manna er tvimæla- laust á misskilningi byggt. A siðasta ári var ég 44 vikur á sjó og hafði fyrir það 1980 þúsund i laun. Þetta er i sjálfu sér töluvert há upphæð, en alls ekki of há miðað við þá miklu vinnu, sem að baki sjómennskunni liggur. Við höfum fri fjóra sólarhringa i hverjum mánuði, en yfir sumar- mánuði fjóra höfum við auk þess eitt helgarfri i hverjum mánuði. Sérhver veiðiferð er ýmist sjö eða niu dagar. Vaktirnar úti á sjó eru sex tímar I vinnu og sex i hvild, en þegar mikið er að gera stöndum við aukavaktir, og þá yfirleitt aldrei meira en 9 klukkustundir i einu. Ég held að fáum finnist laun okkar togarasjómannanna mikil, miðað við þá miklu vinnu, sem að baki okkar liggur, ásamt hinum miklu fjarvistum sjómanna frá heimilum sinum. Það þætti lik- lega mörgum súrt i broti að eiga þess ekki kost að dvelja á heimilum sinum meira en einn sólarhring i viku og varla það. Hversu lengi ég endist i þessu veit ég ekki. En ég á ekki von á þvi, að það verði mörg ár til viðbótar. Ég hef fyrst og fremst i huga að komast yfir þær skuldir, sem ég á enn ógreiddar i húsinu, en þegar ég hef komizt yfir það, fer ég i land. Þá geri ég ráð fyrir þvi að ég reyni að vera sex mánuði á sjó, en sex i landi og vinna við það, sem til fellur hér i þorpinu. — Ætlarðu kannski að fara að gera út eigin trillu? — Nei, grundvöllur fyrir slikri út- gerð er nánast enginn. Rækju- aflinn hefur t.d. á undanförnum árum farið hriðminnkandi, en bátunum, sem veiðarnar stunda, aftur á móti fjölgað mikið. — Hvernig nýtir þú þær litlu fristundir, sem þú hefur? — Vegna hins mikla vinnuálags verður fremur li'tið úr fristundun- um. Ég er yfirleitt það þreyttur, þegar ég kem i land, að mestur timinn fer I svefn. Sömu sögu er að segja um fristundirnar úti á sjó, þá reynir maður yfirleitt að sofa og hvilast Þó kemur fyrir að við gripum i spil eða teflum. — Nú, ert þú Reykvikingur, Lilja. Langar þig til þsss að flytja aftur til höfuðstaðarins? — Ég hef alltaf gaman af þvi að koma þangað, en ég held ég geti ekki hugsað mér að flytja þangað aftur. 1 Súðavik er ákaflega gott að vera, og hér uni ég hag minum vel. — Hver finnst þér helzti munurinn á þvi að búa i Reykja- vik og i Súðavik? — Fyrst og fremst það, að hér er lifið miklu rólegra og gengur mun hægara fyrir sig heldur en i höfuðborginni. Þjónustustarf- semi sú, sem svona litið sveitar- félag býður upp á, en vitanlega mun minni heldur en t.d. sú þjónusta, sem ibúar höfuðborgar- svæðisins eiga kost á að njóta. Læknisþjónustu er og mjög ábótavant, þvi að hingað kemur læknir aðeins einu sinni i viku, það er að segja á fimmtudögum. En þegar á heildina er litið, er ég ánægð með það, sem þetta litla sveitarfélag hefur upp á að bjóða. Ég held ég yrði ekkert ánægðari i Reykjavik. í REYKJAVÍK LIGG- UR ÖLLUM SVO Á Þö-Súðavik. Steinn Ingi Kjartansson, verkamaður, er varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Alftfirðinga. Hann er auk þess formaður skóla- nefndarinnar i Súðavfk. Hann hefur þetta að segja um lifskjör fólks i Súðavik: — Lifsk jör fólks hér i kauptúninu bæði landverkafólks og sjómanna eru tvímælalaust mjög góð að þvi leyti til, að þénustan er mjög mikil, en fólk þarf mikið að leggja á sig. Togarinn Bessi hefur tryggt hérmikla og jafna vinnu allt árið um kring, en þó má segja, að mikið jafnvægi hafi rikt i atvinnu- málum, kauptúnsins fyrir komu togarans. En þessi mikla vinna leiðir svo aftur til þess, að fristundir fólks eru ákaflega litlar, og ekki óal- gengt að hér sé unnið allar helgar. öll aðstaða til tómstunda- og félagsstarfsemi er þvi mjög af skornum skammti og notar fólk yfirleitt þann litla tima, sem af- gangs er til þess að hvilast. — Ertu ánægður með árangur siðustu kjarasamninga? — Ég er ánægður að vissu leyti, en hins vegar náðum við ekki þvi fram.sem við ætluðum okkur. En það er auðvitað fyrir mestu að ná samkomulagi á friðsaman hátt. Helzti árangur okkar i siöustu kjarasamningum er i sambandi við visitöluna, þvi að segja má, aö undir hana sé kominn eins konar botn, þannig, að ef visitala framfærslukostnaðar fer yfir 477 stig, hækkar kaupgjald, sem þvi nemur. Þetta er tvimælalaust mesti árangurinn. — Nú ert þú fæddur hér og uppalinn, en fluttir frá kauptún- inu til Reykjavikur. Hvað fékk þig til þess að flytja hingað aftur? — Já, það er rétt að ég flutti héðan og bjó um tveggja og hálfs árs skeið i Reykjavik. Margar ástæöur liggja vitanlega til þess, að ég flutti hingað aftur, en fyrst og fremst það, að hér stóð mér til boða að kaupa nýtt hús, sem hreppurinn reisti, með mjög hag- stæðum kjörum. Svo var það ekki siður hitt, að hér bauðst mér pláss á togaran- um Bessa, sem jafnan hefur verið mikið aflaskip. Ég starfaði i R.vik sem loftskeytamaður á togara og taldi mig hafa betur upp úr þvi að fara sem háseti á Bessa. Ég hætti hins vegar á hon- um um leið og ég var svona nokk- urn veginn búinn að koma undir mig fótunum fjárhagslega. Átthagarnir áttu auk þess stóran þátt i þvi að ég flutti hingað aftur, þvi að hér er gott að vera. — — Finnur þúmikinn mun á þvi að búa hér og i Reykjavik? — Munurinn er að sjálfsögðu töluverður. I Reykjavik • liggur öllum svo ósköp mikið á, og allir viröast þurfa að flýta sér. Hér hvilir hins vegar meiri rósemdar- blær yfir kauptúninu, og fólki liggur ekki eins á. Umferðarniðurinn og malbikið áttu lika illa við mig. Þaö eru hlutir, sem ég hafði ekki vanizt i minum uppvexti. — Hvaöa þjónustuliðum finnst þér einna helzt ábótavant i þessu litla kauptúni? — Okkur vanhagar auðvitað um ærið margt, t.d. aðstöðu til þess að afla okkur margs af þvi, sem telst til hinna svokölluöu lifs- þæginda. Að vissu leyti má kalla það ókost, en það er að sjálfsögðu mest undir hverjum og einum komið, hvað hann lætur sér nægja i þeim efnum, sen hér i Súðavik er fólkið nægjusamt. Steinn Ingi Kjartansson. Heilbrigðisþjónustu er mjög ábótavant , sérstaklega tannlæknisþjónustu, en auk þess get ég nefnt, að þjónusta á sviði byggingariðnaöar er ákaf- lega litil iþessu sveitarfélagi. Hér er enginn smiður, enginn pipulagningarmaður og enginn rafvirki. Þjónustu þessara manna þurfum við að sækja til tsafjarðar, en þvi fylgir að sjáf- sögöu mikill aukakostnaður, bæði flutningskostnaður, og ekki má svo gleyma hinum að þessir menn eru á launum á ferðum sinum til og frá plássinu. Þjónusta verzlana gæti auðvitað verið betri, en stendur mjög til bóta, þvi að kaupféiagið á lsafiröi hefur I hyggju að breyta búðarrekstri sinum hér og taka upp kjörbúðarrekstur. Aðstaða til vöruöflunar mun þvi batna mjög og á kaupfélagið miklar þakkír skildar fyrir framtak sitt. — Þú ert skólanefndarformaður hér i Súðavik. Ertu ánægður með ástand fræðslumálanna i kauptúninu? — Ég er reyndar nýtekinn við þvi starfi og taia þvi ekki af mikiili reynslu i þeim efnúm. Ég get þó óhikað fullyrt, að ástand fræðslumálanna er hér mun lak- ara en i R.vik, þar sem ástand i þessum efnum er bezt. og ekki ástæða til annars en að miða sig við það bezta. Helztu vandkvæði okkar hafa ekki verið að fá kennara tilstarfa hér, verst hefur verið að fá húsnæði fyrir kennar- ana. Við sjáum að visu fram á lausn þeirra mála að einhverju leyti, þvi að i haust verður tekinn i notkun nýr kennarabústaður sem hreppurinn byggir. Hér er alls engin aðstaða til Iþróttakennslu, sem hingað til hefur farið fram á skólagangin- um við illar aöstæður og sér- menntaður iþróttakennari hefur aldrei verið, eftir þvi sem ég bezt veit. Ófremdarástand hefur einnig rikt i sundkennslu, þvi að hér læra börnin ekki að synda, fyrr en við 10 ára aldur, og verður að flytja þau til Isafjarðar i þvi skyni, þvi að hér er engin sund- laug. Allir sjá að þetta hlýtur að vera bagalegt fyrir stað eins og Súðavik. þar sem ailir starfa annaö hvort á sjó eða við sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.