Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 1. júli 1975. sagbi Ingi Björn, eftir leikinn. Jón Alfreðsson, Arni Sveinsson og Björn Lárusson, ásamt Davið Kristjánssyni, markverði, voru beztu menn Skagamanna I leiknum. Þá átti Jón Gunnlaugsson og Þröstur Stefánsson, þegar hann kom inn á, ágætan leik. Þeir Matthias Hallgrims- son og Teitur Þórðar- sonáttu ágæta spretti. llermann Gunnarsson var drýgstur I Valslið- inu, en annars voru leikmenn þess svipaðir að getu I leiknum. Agætur dómari leiksins Bjarni Pálmason þurfti að bóka tvo leikmenn, þá Harald Sturlaugsson og Yörð Hilmarsson, fyrirliða Valsliðsins. MATTHtAS HALLGRtMSSON... skoraði sitt 60. 1. deildar mark, gegn Valsmönnum. AAörk frá ódýramarkaðinun KOMU SKAGA- MÖNNU Á TOPPI — Enn einu sinni iék rokið aðalhiutverkið á Akranesi og Valsmenn töpuðu sínum fyrsta leik 1:2 Tvö furðuleg mörk frá „ódýra markaðinum” skutu tslandsmeisturunum frá Akranesi upp á toppinn á laugardaginn, þegar þeir urðu fyrstir til að leggja bikarmeistara Vals að velli I 1. deildarkeppninni. Það sjást oft einkennileg mörk á knattspyrnuvellin- um —eu tvöi sama leiknum, það er mjög sjaldgæft. Landsliðsmarkvörðurinn frægi úr Val, Sigurður Dagsson, upplifði mikla martröð á Akranesi — hann varðtvisvar sinnum að hirða knöttinnúr netinu hjá sér, sem að öllu eðlilegu hefði átt að lenda i höndun- um á honum. Fyrst fékk hann á sig mark frá miðju, eftir að Haraldur Sturlaugsson hafði gefið sendingu inn I vitateig Vals — sendingu, sem óvænt hafnaði I neti Valsmanna og siðan hrökk knötturinn af hon- um, til Matthiasar Hallgrimssonar, sem skoraði sigurmark Skagamanna. Þessi mörk voru ekki upp- lifgandi fyrir Valsmenn, sem misstu af toppsætinu til Akurnesinga. Sigurður bætti siðan upp mistök sin, þegar hann varði vitaspyrnu frá Teiti Þórðar- syni i byrjun siöari hálfleiksins. — „Vindurinn hafði áhrif á skotiö — ég þrumaðiknettinum með ristinni að markinu”, sagði Teitur eftir leikinn. Það var mjög hvasst á meðan á leiknum stóð og hafði strekkingsvindur mikil áhrif á leikinn. Skagamenn léku undan vindi i fyrri hálfleik og náöu þeir þá góðum tökum á leiknum. Valsmenn áttu þó hættuleg skyndiupphlaup og skoruðu fyrsta mark leiksins (6. min.) Magnús Bergs tók aukaspyrnu fyrir ut- an vítateig og skaut hann vel fyrir markið. Davið Kristjánsson, markvörður Skaga- manna, náði ekki að góma knöttinn, sem hrökk út til Kristins Björnssonar — hann skaut viðstöðulaust að markinu. Knötturinn skall I þverslánni, þeyttist niður á mark- linuna og þaðan I stöng og upp undir þaknetið á marki Skagamanna. Aðeins þremur min- útum siðar jafnar Haraldur Sturlaugs- son fyrir Skagamenn. Hann tók aukaspyrnu frá miðju og sendi knöttinn inn i vitateig Valsmanna — þar datt hann niður fyrir fram- an Jón Alfreðsson, sem reyndi markskot, en hitti ekki knöttinn, sem skoppaði undir Sigurð Dagsson, sem reiknaði með skoti frá Jóni, og inn fyrir marklinu Valsmanna. Ódýrt mark, sem Sig- urður hefði getað komiö i veg fyrir, með þvi að fara út og hirða sendinguna frá Har- aldi.Stuttu eftir þetta bjargaði Davið meistaralega i sókn, sem endaði með marki frá Matthiasi Hallgrimssyni. Matthias „prjón- aði” I gegnum Vals- vörnina og inn i vita- teig, þar sem hann missti knöttinn of langt frá sér. Dýri Guðmundsson náði knettinum og sendi til Sigurðar Dagssonar — af stuttu færi. Knött- urinn fór i ójöfnu á vellinum og hrökk þaðan upp á brjóst- kassanná Sigurði.yfir hann og I stöngina. Matthias fylgdi vel, kom á fullri ferð og þrumaði knettinum I netið og innsiglaði sig- ur Skagamanna (2:1). Sigurður byrjaði siðan á þvi að verja lélega vitaspyrnu frá Teiti Þórðarsyni á upphafsminútum sið- ari hálfleiksins. Vals- menn sóttu öllu meira I siðari hálfleiknum, en Skagamenn náðu oft hættulegum skyndisóknum. Ingi Björn Albertsson fékk gullið tækifæri til að jafna fyrir Val undir lokin, en honum brást bogalistin, og sendi knöttinn beint i fangið á Daviö Kristjánssyni, sem kom hlaupandi á móti honum. — „Það var ómögulegt að reikna út, hvar maður hafði knöttinn, það var svo mikill vindur”, „Sanngjarn sigur sagði Jón Gunnlaugsson „SIGURINN var fylliiega sann- gjarn, þrátt fyrir það, að mörkin, sem við skoruðum, voru af ódýr- ari gerðinni,” sagði Skagamaður- inn Jón Gunnlaugsson, sem var að sjálfsögðu ánægður með sigur- inn gcgn Valsmönnum. — Valslið- ið cr bezta liðið, sem við höfum leikið gegn til þessa. — Veðrið? Við erum orðnir van- ir að leika i svona vindi, en veðrið i dag var svipað og i leiknum gegn Fram á dögunum. — Nú mætið þið Keflvikingum næst, Jón. — Já, við ætlum að næla okkur i bæöi stiginn i Keflavik. Við erum núna komnir á toppinn, og þaðan förum við ekki. — Ertu ánægður með Skagalið- ið? — Já, liðið hefur sjaldan verið eins gott. Það eru margir góðir leikmenn, sem æfa og leika með þvi, og Gorege Kirby á i erfiðleik- um með að velja 11 beztu leik- mennina hverju sinni, svo jafnir eru leikmenn liðsins. „ALLTAF GAMAN AÐ SKORA MÖRK" — sagði Matthías, eftir að hann skoraði sitt 60. 1. deildar mark „ÞAÐ ER alltaf gaman að skora mörk, sérstaklega ef þau ráða úr- slitum”, sagði hinn marksækni landsliðsmaður frá Akranesi, Matthias Hallgrimsson, sem skoraði sigurmark Skagamanna gegn Valsmönnum. Matthias skoraði sitt sextugasta 1. deildar mark á laugardaginn, en nú eru iiðin 10 ár sfðan hann skoraði sitt fyrsta mark i Islandsmótinu. Matthias skoraði það gegn Vals- mönnum i júli 1965, þegar Skaga- menn sigruðu Valsmenn 3:2 á Akranesi. Matthias hefur siðan verið einn marksæknasti leikmaður okkar — hann varð t.d. markhæsti leik- maður 1. dcildar keppninnar 1969, skoraði þá 9 mörk. HARALDUR SKORAÐI HARALDUR STURLAUGSSON „Gjafa- • • | vv mork — sagði Bergsveinn ÞAÐ ER ekki á hverjum degi, sem Skagamaðurinn Haraldur Sturlaugsson skorar mark. Har- aldi tókstað senda knöttinn I netið hjá Valsmönnum á laugardaginn og skora sitt þriðja 1. deildar mark, en þá voru liðin 6 ár siðan hann skoraði siðast mark i deild- arkeppninni — það var gegn Kefl- vikingum 1969, i leik, sem lauk meðsigri Skagamanna (2:1) uppi á Akranesi. 9 ár eru liðin siðan Haraldur skoraði sitt fyrsta mark i 1. deildar keppninni. Það var einnig uppi á Akranesi 1966, þeg- ar Akureyringar komu þangað i heimsókn og skelltu Skagamönn- um — 7:2. „ÞAÐ ER ekki hægt að vera ánægður með svona leik — hann var hörmulegur”, sagði Vals- maðurinn Bergsveinn Alfonsson. — Það er voniaust að leika knatt- spyrnu i þessu veðri, það kom fram I ieiknum. Hvorugt liðið gat leikið knattspyrnu - , eins og þau gcra bezt. Það var ekki upplifg- andi fyrir okkur að fá á okkur mörk eins og Skagamenn skoruðu — það voru gjafaniörk. — Það vantaði allan kraft i sóknarleik- inn hjá okkur, og við náðum okk- ur aldrei á strik i ieiknum, enda vcðrið afleitt.” BERGSVEINN ALFONSSON Alfonsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.