Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.07.1975, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 1. júli 1975. TÍMINN 1? Almennur stjórnmálafundur verður haldinn að Selfossi föstudaginn 4. júli kl. 21.00 i fundarsal KA. Frummælandi á fundinum verður formaður Framsóknar- flokksins Ólafur Jóhannesson ráðherra. Suðurland Nemendur Iðnskólans IÐNSKÓLANUM i Reykjavik var nýlega slitið I 71. sinn. Frá skól- anum brautskráðust að þessu sinni 194 iðnnemar. Hæstu einkunn á burtfararpróH hlaut Bjarni J. Matthiasson húsa- smiðanemi, 9.49. Fékk hann 1. verðlaun Iðn- nemafélagsins Þráins, en þau eru veitt þeim, er hæsta einkunn hlýt- ur. Auk þess hlaut hann verðlaun skólans. Að .þessu sinni voru veitt i fyrsta skipti verðlaun úr verð- launasjóði Iðnaðarmannafélags- ins I Reykjavik. Verðlaunin eru merki félagsins úr silfri, og eru þau veitt þeim nemanda, sem hefur samanlagt hæstu einkunn i teikningu og ástundun i öllum bekkjum. Gissur Simonarson, formaður Iðnaðarmannafélags- ins, afhenti verðlaunin, en þau Ballett um íslenzka þjóðtrú frum- sýndur Fimmtudaginn 3. júli kl. 20:30 verður frumfluttur ballettinn „Draugarnir dansa” eftir Unni Guðjónsdóttur, dansmeistara. Ballett Unnar Guðjónsdóttur sækirefnivið iislenzka hjátrú, trú á álfa, huldufólk og drauga og á hið yfirskilvitlega þessa heims og annars. Bellettinn er dansaður af Asdisi Magnúsdóttur og Kristinu Bjömsdóttur, en auk dansaranna kemur fram Ingibjörg Jóhanns- dóttir, leikkona, sem les upp. Sýningin stendur um það bil hálfa klukkustund. Með þessum ballett hefst sá þáttur sumarstarfsemi Norræna hússins, sem fyrst og fremst er ætlaður norrænum ferðamönnum og kallast „opið hús”. hlaut Benedikt Guðmundur Grimsson húsasmiðanemi, sem náði næstbeztum heildarárangri á prófum að þessu sinni. Benedikt hlaut einnig önnur verðlaun Iðn- nemafélagsins Þráin og verðlaun skólans. Meðaleinkunn hans var 9.25. Sverrir Karlsson húsasmiða- nemi hlaut verðlaun úr verð- launasjóði Finns Ó. Thorlacius fyrir beztan árangur i iðnteikn- ingu húsasmiða, 9,8. Hæstu einkunn á burtfararprófi útvarpsvirkja fékk Tryggvi Sig- marsson, 9,25. Hlaut hann verð- laun skólans. Jóhann Gunnarsson nemi i glerslipun hlaut bókaverðlaun danska sendiráðsins fyrir beztan árangur i burtfaraprófi I dönsku, 9,8. I skólaslitaræðu sinni gat Þór Sandholt skólastjóri þess, að skólastarfið á liðnum vetri hefði verið mjög fjölbreytt, Starfs- deildir voru 82, fastir kennarar voru 51 og stundakennarar 56. Innritaðir nemendur i skóladeild- ir voru 1522 og i ýmis námskeið 314. Nemendafjöldi samtals var þvi 1836. Auk þessa voru utan- skólapróftakar 710, þannig að fjöldi þeirra, sem stunduðu nám i skólanum eða I nánum tengslum við hann, var 2546. Þá gat skólastjóri breytinga, sem væru i vændum i starfi skól- ans, námsannir koma til með að verða 2 og náms- áfangar 3 fyrir þá, sem lokið hafa 3.bekkjar prófi igagnfræðaskóla, en 2 fyrir þá, sem lokið hafa gagnfræðaprófi með fullnægjandi árangri. Þeir nemendur, sem byrjaðir eru i námi samkvæmt núverandi kerfi, munu ljúka námi samkvæmt þvi. Aður en burtfararvottorð voru afhent, skýrði skólastjóri frá óvenjulegu námsafreki Garðars Elliðasonar i verklegum greinum málmiðnadeildar. Verða smiðis- gripir Garðars hafðir til sýnis I skólanum um áókveðinn tima öðrum til fyrirmyndar. Honum var veitt viðurkenning i formi bókargjafar. Aöalsteinn Jóhannsson, fyrrv. kennari við skólann og nú vara- maöur i skólanefnd, kvaddi sér hljóös að lokinni ræðu skólastjóra og skýrði frd þvi, að hann og kona hans hefð ákveðið að stofna sjóð til minningar um fyrrverandi skólastjóra, Helga Hermann Eiriksson, en þau hjónin hefðu bæði verið nemendur Helga, Aðalsteinn við Iðnskólann i Reykjavik, en frúin i Kvennaskól- anum. Vöxtum sjóðsins á að verja að hluta til að verðlauna þann nema, I vélvirkjun eða rennismiði, sem beztum árangri nær á lokaprófi ár hvert. Viðhaldi vega ábótavant í Gnúpverjahreppi? GG-Gnúp. — „Almennur hrepps- fundur, haldinn i Arnesi, Gnúpverjahreppi 23. júni 1975 skorar á yfirvöld vegamála að standa sig betur vip viðhald vega i hreppnum en þau hafa gert að undanförnu. Er hér átt við bæði sýslu- og þjóðvegi.” Svofelld till. var samþykkt á almennum hreppsfundi, sem hér var haldinn 23. júni sl. Nú eru um 10 ár frá þvi að Gnúpverjavegur var byggður upp, og þá vegna byggingar Búrfellsstöðvar. Frá þvi að uppbyggingu vegarins lauk hefur viðhald hans verið með af- brigðum lélegt, þrátt fyrir hina miklu vaxandi þungaflutninga, fyrst til Búrfellsvirkjunar og nú til Sigöldu. Heflun hefur iðulega verið algjör sýndarmennska, enda ekkert til að hefla nema það efni, sem notað var i undir- byggingu vegarins, þar sem slit- lagið er löngu fokið i burtu. Mulið efni hefur aldrei verið látið á veginn, eins og t.d. Skeiða- veginn, og hlýtur það að vera krafa okkar, að breytt verði um aðferðir og malarlag lagt á Gnúpverjaveg. Þessi mál voru itarlega tekin til meðferðar á áðurnefndum fundi og sveitarstjórn krafin aðgerða i þessu máli. Framundan eru nú fjárflutningar á afrétt, en það má fullyrða að á siðastliðnu vori var alls ekki forsvaranlegt að flytja fé um veginn, einsoghann var, og virðist vera það sama nú, og sizt betra. Þá er hér mikil óánægja með viðhald sýsluvega, en það eru framkvæmdir á vegum Vega- gerðar rikisins. ramhaldssaga FYRIR BORN Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn sagði Alan. — Hann hefur þá ekki verið mikið særður. En af hverju fór hann hest- laus? — Ég hugsa, að hann hafi ekki viljað fara til kastalans, sagði Rikki. — Ég sá, að hann leit skritilega á þig, þegar þú sagðir honum, hvað þú hétir. — Hver skyldi þetta annars hafa verið? Skyldi það hafa verið óvinur okkar? — Ef til vill hefur það verið einn af mönnum Margeirs greifa. — Þá er hann likur húsbónda sinum. Margeir greifi er eins og bjarndýr, og ég er viss um, að menn hans eru likir honum. Hann er enginn vinur konungsins, eins og hann faðir minn. Jæja, maðurinn hefur skilið hestinn sinn eft- irhjá okkur. Við skul- um leggja af stað og riða honum til skiptis. Á leiðinni til vegar- ins fóru þeir gegnum þétt kjarr og sáu þá allt i einu, hvar brún leðurtaska lá i gras- inu. Alan tók hana taf- arlaust upp. — Hún er tóm, sagði hann, um leið og hann opnaði hana. — Ræn- ingjarnir hljóta að hafa hirt allt, sem i henni var. Biddu við, hér er eitthvað! Þegar hann hristi töskuna, féll pappirs- strangi á jörðina. Hann tók strangann upp og fletti honum sundur. —Það er ekki annað hálft þriðja þúsund

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.