Tíminn - 02.07.1975, Síða 1

Tíminn - 02.07.1975, Síða 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf 146. tbl. —Miðvikudagur 2. júli 1975 — 59. árgangur HF HORÐUR GUNNARSSON SkDLAT'ÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Lokatilraun hafin til að finna jarð- hita við Akureyri SJ—Reykjavik. Nú eru að hefjast á vegum Orkustofnunar úrslita- tilraunir til að leita að jarðhita i nágrenni Akureyrar með hita- veitu þar fyrir augum. Áætlað er, að forrannsóknum verði lokið i haust. Reiknað er með, að niður- stöður liggi fyrir i september, en hvert framhaldið verður þá, fer eftir niðurstöðunum. Verði þær nægilega jákvæðar er hugsanlegt, að lagt verði i djúpborun með Jötni i Eyjafirði. Að sögn Guðmundar Pálma- sonar hjá jarðhitadeild Orku- stofnunar, verða nú gerðar raf- leiðnimælingar i Eyjafirði, Fnjóskadal og Ljósavatnsskarði, ennfremur hitastigulsboranir á einum eða tveim stöðum. Én það eru grunnar boranir, um 100 m, til að mæla hversu ört hiti i jörðu hækkar þegar neðar dregur. Forrannsóknirnar i' sumar eru gerðar að beiðni bæjarstjórnar Akureyrar eftir tillögum frá Orkustofnun. Jarðhitaleit fyrir Akureyri hefur staðið mjög lengi yfir. En nýi borinn Jötunn, breytir nú að- stöðunni, þar sem hann getur bor- að dýpra en eldri borar hér. Þá eru nú einnig til betri tæki til mælinga. í Eyjafirði, hafa áður verið gerðar mælingar með eldri tækjum, sem báru ekki nægi- lega góðan árangur. Borað hefur verið eftir heitu vatni að Lauga- landi á Þelamörk, en þar fékkst ekki nægilega mikið vatnsmagn, svo að dygði fyrir hitaveitu handa Akureyringum. Hugmyndir hafa verið uppi um hitaveitu i höfuðstáð Norður- lands, sem fengi vatn frá Hvera- völlum i Reykjahverfi eða Laugum i Reykjadal. Vatns- leiðsla frá öðrum hvorum þessara staða yrði geysilega dýr, og þvi verður nú gerð lokatilraun til að ganga Ur skugga um, að ekki sé von um, að fá heitt vatn nær Akureyri. Hroðalegt ástand hjá bátunum sem koma úr Norðursjó — sumum verður lagt fram á haustið BH-Reykjavik. — Það er ljóst, að Norðursjórinn verður okkur ekki neinn bjargvegur að þessu sinni, til þess er verðið á sildinni allt of lágt, sildin of léleg og kostnaður viðútgerðina alltof mikill. Það er allt á móti okkur i sambandi við útgerðina þarna, og margir út- gerðarmenn hafa haft við orð að hætta og leggja upp laupana. Þannig komst Agúst Einarsson, fulltrúi hjá Landssambandi is- lenzkra útvegsmanna að orði i gær, þegar Timinn ræddi við hann. — Það er hroðalegt ástand hjá Norðursjávarbátunum, sagði Ágúst Einarsson. Það hafa svo sem einstaka bátar náð góðu verði fyrir sildina, en heildin er mjög illa stödd. Það má fullyrða, — Já, það stendur til, að 1. júli gangi kvótaveiðar i gildi, og okk- ur hefur verið úthlutað 6.300 lest- um, sem er fráleitt og nánast óskiljanlegt. 1973 veiddum við þarna 44.000 lestir og i fyrra rúm- ar 30.000 lestir. Nú er okkur út- hlutað 6.300 lestum á okkar bezta tima, — ef þessi samþykkt Norð- austur-Atlandshafsnefndarinnar nær fram að ganga, en nefnd þessi er skipuð fulltrúum þjóða, sem eiga hagsmuna að gæta á þessu svæði, og hafa fjallað um margt, m.a. sildina. Nú erum við Islendingar svo sem ekki bundnir Þannig mun hluti Norður- sjávarflotans eyða sumrinu, bundinn við bryggju. Útboðslýsingar vegna Hraun- eyjarfoss- virkjunar m > q F jögur mót f ramur idan H • r ■■■ • * ija Frn &rík aö menn séu alveg að gefast upp á Norðursjá varveiðunum. Við báðum Ágúst að útskýra nánar kvótaveiðarnar, sem standa fyrir dyrum I Norðursjón- um. af þessari samþykkt, þar sem við samþykktum hana ekki, fremur en Norðmenn og Danir, en hins vegar er það varhugavert að virða samþykktina að vettugi, þar sem við erum frumtalsmenn verndunarfiskistofnanna. En við höfum sérstöðu fram yfir Norð- menn og Dani, sem hafa undan- farið ár veitt gifurlegt magn I gúanó, þar sem við höfum beint okkar flota að manneldissild. Við spurðum Agúst, hvað væri þá fram undan hjá sildveiði- flotanum. — Um þessar mundir er skip frá Hafrannsóknarstofnuninni, Árni Friðriksson, að hefja loðnu- leit fyrir Norðurlandi, i von um, að þar megi hefja sumarveiðar á loðnu. En það er bara svo með þessa blessaða loðnu, að það er alveg undir hælinn lagt, að þær veiðar borgi sig, þvi að verðið er það lágt á afurðunum, allavega fæst ekki fyrir þær það verð, sem nauðsynlegt er fyrir útgerðina. Nú það eru svo sem möguleikar á trollveiðum, en sildveiðiskipin eru ekki hentug til slikra veiða, þar sem mikill hluti þeirra er yfirbyggður. Við spurðum Agúst, hvort hann . áliti þá, að sildveiðiskipunum yrði lagt. — Sumum verður lagt, allavega fram á haustið. En það er náttúrlega möguleiki á sild- veiðunum, sem leyfðar verða við Hrollaugseyjar. Þessi skip eru hentug til þeirra veiða, þar sem það er skilyrði fyrir veiðunum, að sildin verði söltuð um borð. Það er nokkuð gott að koma tækjunum fyrir um borð i þeim, og þarna er um nótaveiðar að ræða — en það eru ekki nema 7.500 lestir, sem gert er ráð fyrir, — þó svo það sé meira magn en reiknað er með, að við fáum að veiða I Norður- sjónum til áramóta! gébé-Rvik. —Friðrik ólafsson stórmeistari, er nú á förum til Sviss á alþjóðlegt skákmót sem byrjar n.k. föstudag. Alls eru fjögur skákmót fram undan hjá Friðrik, en öll með nokkru millibili. — Mér finnst það ekki gefa góða raun að hafa of stutt á milli móta og reyni þvl að skipu- leggja þau þannig, að a.m.k. verði mánuður á milli þeirra, sagði Friðrik i gær. Annars vill sitja þreyta I manni, sem að sjálfsögðu gefur ekki góðan árangur á erfiðum skákmótum. Friðrik sagði, að mótið I Sviss yrði nokkuð sterkt. En þetta mót er eiginlega hægt að kalla hið lokaða meistaramót Svisslendinga, þvi einungis nokkrum erlendum skákmönnum er boðið að taka þátt I þvi. 1 þetta skipti eru það sjö Svisslendingar og sjö erlendir skákmenn, sem eru auk Friðriks, Protisch, Ungverjalandi, Unsizker V-Þýzkalandi, Langweg Hollandi, Tatai Italiu, Garcia Kúpu og Keen Englandi. Mótið stendur frá 4.-20. júli. Þá verður skákmót I Middlesborough i Englandi frá 1.-19. september og veröur það nokkuð sterkt mót, að sögn Friðriks. Ekki er enn fullákveðið um alla þátttakendur mótsins, en þó nefndi Frðrik Hort frá Tékkóslóvakíu, Gligoric og Ljubojevic frá Júgóslaviu, Timmann frá Hollandi og Húbner frá V-Þýzkalandi. Þriðja mótið verður svo haldið hér á landi, en það er svæðamótið, sem stendur frá 19. október til 10. nóvember i haust. Fjórða og siðasta mótið, sem er á dagskrá hjá Friðrik Ólafssyni á næstunni, eða það, sem hann vildi gefa upp að svo stöddu, er hið árlega skákmót, sem haldið er i Wijk Aaan Zee i Hollandi, og sagði Friðrik, að það virtist ætla að verða mjög sterkt að þessu sinni. Þar má nefna meðal þátttakenda, heimsmeistarann Karpov frá Sovétrikjunum, Lar- sen frá Danmörku, Anderson frá Sviþjóð, Byrne frá Bandarikjunum Portisch frá Ungverjalandi, Mecking frá Brasiliu og Hort Tékkóslóvakiu. ARNI FRIÐRIKSSON LEITAR VERKEFNA FYRIR SÍLDAR- FLOTANN - DAUFT ENNÞÁ BH-Reykjavik. — Já, Arni Frið- riksson stendur svo sannarlega I þvl að reyna að finna verkefni handa slldveiðibátunum, sagði Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri um borð I Árna Friðrikssyni, þar sem skipið var statt suður af landinu I gærkvöldi á leið til Reykjavlkur. — Við höf- um verið að leita að sild fyrir þá á svæðinu vestur af Shetlandseyj- um undanfarnar 3 vikur, og næsti leiðangur verður norður fyrir land til að leita að loðnu til sumarveiða. Við spurðum Hjálmar að þvi, hvernig hefði gengið. — Þetta var afskaplega dauft, mjög litið að finna og aflabrögðin eftir þvi, rétt einn og einn bátur, sem fékk eitthvað. Laugardagur- inn siðasti einna skástur, þá fengu 5-6 bátar þetta 1000-2300 kassa. Þeir komu inn á svæðið, þegar lokað var I Norðursjó og á Skagérak 23. júni, þeir, sem ekki fóru heim. Ætli það séu ekki 15 bátar niður frá núna. Við spurðum Hjálmar nánar eftir leiðangrinum norður fyrir land. — Ég get afskaplega litið um hann sagt, þvi að Jakob Jakobs- son verður leiöangursstjóri, — en ég veit það eitt, að þetta er næsta verkefni. Við komum til Reykja- vlkurá miðvikudagskvöld, og ætli við stoppum ekki þessa viku og næstu, en svo verður lagt upp I loðnuleiðangurinn fyrir Norður- landi. HEIAASÆKIR BOLUNGARVÍK OPNA <r

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.