Tíminn - 02.07.1975, Qupperneq 2
2
TÍMINN
Miðvikudagur 2. júli 1975.
Stóraukin orkuframleiðsla ó svæði Laxórvirkjunar:
Ný toppstöð tekin í notkun
á Akureyri í haust
— getur brennt svartolíu í stað gasolíu
ASK-Akureyri. Veruleg aukning
verður á rafmagnsframieiðslu á
svæði Laxárvirkjunnar næsta
haust. Þá verður tekin i notkun ný
toppstöð i landi Rangárvalla fyrir
ofan Akureyri. En við hana munu
að minnsta kosti vinna fjórir
menn þegar stöðin er tilbúin.
Framkvæmdir við byggingu
stöðvarhússins hófust fyrir rúmu
ári siðan og er reiknað með, að
hægt verði að prufukeyra vélina,
um miðjan ágúst. Hér er um 6,9
megavatta stöð að ræða, en til
samanburðar má geta þess, að sú
toppstöð, sem fyrir er á Akureyri
er 7,5 megavött að stærð. Laxár-
virkjun framleiir að meðaltali um
21 megavött.
Aðalvélin i nýju toppstöðinni er
ensk og mjög fullkomin að gerð
og búnaði. Það mun vera nýmæli
að unnt verður að brenna svart-
oliu I stað gasoliu, en það þýðir
óneitanlega mikla kostnaðar-
lækkun, en vél sem þessi getur
brennt allt að 36 þúsund litrum á
sólarhring miðað viö fuil afköst.
Nýja toppstöðin á Akureyri.
Timamynd ASK
Þjófaleit á flugfarþegum
frá Þórshöfn og Raufarhöfn
ASK-Akureyri. Tveim bankabók-
um og peningum var stolið úr
ibúðarhúsi á Bakkafirði sl. helgi.
önnur bókin var frá Lands-
bankanum, en hin frá Útvegs-
bankanum I Reykjavik. Samtals
voru um 450 þúsund krónur i
bókunum, en einnig var stolið
tuttugu þúsundum I peningum.
Eigandinn, Guðmundur Vagns-
son, varð þjófnaðarins ekki var
fyrr en á mánudagsmorgun, og
telur lögreglan á Þórshöfn að
þjófnaðurinn hafi verið framinn
um svipað leyti og dansleikur var
haldinn i samkomuhúsi Bakka-
fjarðar.
Þjófurinn virðist hafa gengiö
Ritgerða-
samkeppni
um stöðu
konunnar
í þjóð-
félaginu
í tilefni kvennaárs hefur veriö
ákveðið á vegum menntamáia-
ráðuncytisins að efna til rit-
gerðasamkeppni fyrir ungt fólk á
aldrinum 15-20 ára. Ritgeröar-
efnið er Staða konunnar I
þjóðfélaginu, en verðlaun eru ferð
og vikudvöl i höfuðstöðvum Sam-
einuðu þjóðanna i New York.
Samstarfsnefnd um kvennaár
S.þ. átti hugmyndina að þessari
samkeppni og fór þess á leit við
menntamálaráðuneytið að það
gengist fyrir henni I samráði við
Félag Sameinuðu þjóðanna á ís-
landi. Þessir þrir aðilar skipuðu
dómnefnd til að gera tillögur um
tilhögun keppninnar og dæma rit-
gerðir þær sem berast. Frá
Félagi Sameinuðu þjóðanna var
skipuð Elin Pálmadóttir blaða-
maður, sem er formaður, frá
kvennasamtökunum dr. Guðrún
P. Helgadóttir skólastjóri og frá
menntamálaráðuneytinu Hrafn-
hildur Stefánsdóttir stjórnarráðs-
fulltrúi.
Samkeppnin hefur nú verið
auglýst. Umsóknarfrestur er til
15. nóvember n.k., en ætlunin er,
að verðlaunahafi fari til Sam-
einuðu þjóöanna meðan alls-
herjarþingið stendur yfir.
Ritgerðum á að skila til
menntamálaráðuneytisins og er
æskileg lengd þeirra 1200-1500
orð.
hreint til verks. Veski
Guðmundar, sem var á botni
ferðatösku, var tæmt, en I þvi
voru einnig persónuskilriki, sem
enn hafa ekki komið I leitirnar.
Strax og vitað var um
þjófnaðinn, voru meöal annars
gerðar ráðstafanir til að leita á
farþegum, sem fóru með
áætlunarflugi frá Þórshöfn sl.
mánudag, en sú leit bar engan
árangur. Númer bankabókanna
hafa þegar verið tilkynnt
viðkomandi bönkum.
Nemendafjöldi í
Hagaskóla langt
umfram
Hagaskóla var slitið fyrir
nokkru. t skólanum voru að þessu
sinni rúmlega 700 r.emendur, 704
luku vorprófum. Kennarar voru
51, 38 fastir kennarar og 13
stundakennarar. Nokkur fækkun
hefur orðið i skólanum á siðustu
árum vegna brottflutnings fólks
til nýrra borgarhverfa. Enn er
nemendafjöldi þó langt fram yfir
það húsrými, sem stofnunin hefur
tilumráða.og er skólinn tvlsetinn
að hluta.
Virðast litlar horfur á, að
Hagaskóli verði einsetinn á næstu
árum. Hins vegar mun aðstaða
nemenda batna á næsta hausti.
Verður þá unnt að kenna leikfimi
I þeim mæli sem námsskrá leggur
til og fella kennslu inn i eðlilega
stundaskrá nemenda.
Við skólaslit var gerð stutt
grein fyrir úrslitum vorprófa:
1 1. bekk luku 185 nemendur
prófi. Hæstueinkunn hlautErling
Aspelund, 9.16.
t 2. bekk luku 196 nemendur
unglingaprófi. Hæstu einkunn
hlaut Guðriður Ásgeirsdóttir 9.18.
1 3. bekk. almennri bóknáms-
deild og verzlunardeild, luku 95
nemendur prófi og hlutu allir
framhaldseinkunn. Hæstu
einkunn hlaut Ingibjörg Óskars-
dóttir, 8.33. í framhaldsdeild 3.
bekkjar luku 18 nemendur prófi
og hlutu 12 framhaldseinkunn.
108 nemendur tóku landspróf
miðskóla að þessu sinni og hlutu
96 framhaldseinkunn, en 8
Tvö sóttu um stöðu
skólastjóra
leiklistarskóla
ríkisins
Umsóknarfresti um stöðu
skólastjóra Leiklistarskóla Is-
lands lauk 30. júni' s.l.
Umsækjendur um stöðuna eru:
María Kristjánsdóttir og Pétur
Einarsson.
húsrými
nemendur að auki áttu rétt til
endurtöku eða ólokið prófum
vegna veikinda. Hæsta aðal-
einkunn i landsprófsdeildum var
8.8 og hlutu hana 3 nemendur:
Arndis Sverrisdóttir, Ingi
Bjarnason og Sigurður Ásbergs-
son.
1 4. bekk gengu 102nemendur til
gagnfræðaprófs, prófið stóðust 94.
Hæstu einkunn hlaut Snorri
Ólsen, 8.00.
Við skólaslit var nokkrum
nemendum veitt viðurkenning
fyrir góðan námsárangur.
Hdlfu fleiri
íslendingar í
vinnu hjó
hernum nú
en á sama
tíma í fyrra
Á tlmabilinu 1. april til 30. júni
þessa árs voru samtals 179 ts-
lendingar ráðnir til starfa hjá
varnarliðinu, þar af í sumaraf-
leysingastörf 150. Á sama tima i
fyrra voru samtals ráðnir 83 ís-
lendingar i vinnu hjá varnarlið-
inu, þar af 65 til sumarafleysinga-
starfa.
Svo er að orði komizt i tilkynn-
ingu frá varnarmáladeild utan-
rikisráðuneytisins vegna blaða-
skrifa um atvinnu íslendinga hjá
bandariska herliðinu á
Keflavikurflugvelli. I tilkynning-
unni segir ennfremur, að hér sé
eingöngu um að ræða þá, sem
ráðnir eru beint til herliðsins, en
ekki þá, sem vinna hjá islenzkum
verktökum á flugvellinum, en þar
sé einnig um aukningu að ræða,
þegar á heildina er litið.
AAjög góð byrjun hvalvertíðar:
76 HVALIR Á
HÁLFUM MÁNUÐI
HJ-Reykjavik. Hvalvertiðin,
sem hófst þann 15. júni s.l., hef-
ur gengið mjög vel og næg veiði
verið allan timann. Að sögn
Eggert^ tsakssonar á skrifstofu
Hvals h.f. i Hvalfirði, höfðu i
gærkvöldi borizt á land 69 hval-
ir. Bátar voru á ieið til lands
með sjö hvali til viðbótar.
— Ég vil ekki fullyrða, að
þetta sé metveiði á hálfum
mánuði, sagði Eggert, en óhætt
er að slá þvi föstu, að hún er
mjög góð. Þrjá daga hefur ekki
verið hægt að veiða vegna
veðurs, en hina dagana hefur
verið nægur hvalur á miðunum.
Hvalirnir sem veiðzt hafa skipt-
ast þannig eftir tegundum, 71
langreyður, 3 búrhveli og 2
sandreyðar. Bátarnir eru nú á
veiðum úti af Reykjanesi um 160
milur frá hvalstöðinni.
Skiðishvalur dreginn upp á skurðarplanið i hvalstöðinni
I Hvalfirði. Timamynd Gunnar.
Orkumál Norðurlands og
Landsvirkjunarsvæðisins aðal-
umræðuefni á aðalfundi SÍR
A aðalfundi Sambands is-
lenzkra rafveitna, sem haldinn
verður að Laugarvatni 3.-4. júli
mun Birgir tsleifur Gunnarsson,
borgarstjóri, flytja erindi um
orkumál á veitusvæði Lands-
virkjunar. Knútur Otterstedt,
framkvæmdastjóri flytur erindi
um orkumál Norðurlands.
Auk þess verður m.a. rætt um:
Endurmat rafveitna, Framtiðar-
stefnu i húshitun á tslandi,
Sigöldudeilan
stendur enn
BH-Reykjavik. — Sáttafundur i
kjaradeilu starfsmanna Sigöldu
við vinnuveitendur gerast nú all-
langir,en samkomulag hefur ekki
náðst enn. Fundur hófst i fyrra-
dag kl. 17.00 og lauk honum kl. 7 i
gærmorgun. Siðan hófst fundur
kl. 5 i gærdag og stóð fram eftir
kvöldi.
Fræðslumál rafveitna og Verk-
efni og framtiðarstarf SIR.
Blaðamenn
samþykktu
samninga
BH-Reykjavik. — Sáttafundi
samninganefnda blaða-
manna og blaðaútgefenda,
sem hófst kl. 22 i fyrrakvöld
lauk um áttaleytið i gær-
morgun og var þá undirritað
bráðabirgðasamkomulag.
Fundur i Blaðamannafélagi
Islands var haldinn i gær kl.
3.30 og samkomulagið sam-
þykkt. Féllu atkvæði á þann
veg, að 23 greiddu atkvæði
með samkomulaginu, en 4
gegn þvi. Þorri fundar-
manna, sem voru 62 talsins,
sat hjá við atkvæðagreiðsl-
Raflínukerfi Þórs-
hafnar endurnýjað
— svipaðar endurbætur fyrirhugaðar
annars staðar á Norðausturlandi
ASK-Akureyri. Rafmagnsveitur
rikisins munu nú á næstunni hefja
framkvæmdir við endurbyggingu
á raflinukerfi Þórshafnar. Þar
hefur rafmagn verið leitt I loftlin-
um, en stefnt er að þvi að koma
þvi I jarðstrengi.
I sambandi við nýja frystihús-
byggingu Þórshafnarbúa verður
byggð 300kilóvatta spennistöð, en
500 kilóvatta spennistöð fyrir
bæjarbúa. I frystihúsið verður
svo lagðurhálfs kflómetra langur
háspennukapall.
Að sögn Agnars Sigtýssonar hjá
Rafmagnsveitum rikisins verður,
þegar framkvæmdum á Þórshöfn
lýkur, ráðizt i svipáðar endur-
bætur i öðrum bæjarfélögum á N-
Austurlandi. En loftlinur eru við-
ast i bæjarhlutum, svo sem á
Raufarhöfn og á Kópaskeri. Loft-
linumar eru að visu ódýrari i
uppsetningu, en dýrar i viðhaldi
ogvalda mun meiri truflunum en
jarðstrengir, eins og ibúar þess-
ara staða hafa orðið illilega varir
við á undanförnum árum.