Tíminn - 02.07.1975, Qupperneq 3

Tíminn - 02.07.1975, Qupperneq 3
Miðvikudagur 2. júll 1975. TÍMINN 3 Upphleypt kort, sem sýnir útlit Heima- eyjar eftir Nú þessa dagana er að koma út mjög litskrúðugt upphleypt plast- kort af Vestmannaeyjum. Bæjar- stjórn Vestmannaeyja gefur kortið út i minningu þess, að nú eru 2 ár liðin siðan eldsumbrotun- um i Eldfelli lauk. Auk aðalkortsins eru 5 sérkort þrykkt á plastið, sem sýna jarðfræði, vikurfall hraunrennsli, fasteignatjón og byggðina eins og hún var fyrir gos. Kortið er gefið út á tveimur tungumálum, islenzku og ensku, auk þess sem frönsk útgáfa er í undirbúningi. Upplag almennu útgáfunnar er 4500 eintök og verðið er áætlað 2000 kr. á kort. 1.000 kort eru sérprentuð með undirskrift bæjarstjórnarinnar. eldgosið Er ætlunin sú að selja 100 stk. af þessari sérprentun i númeraröö. Verð þessarar hátiðarútgáfu verður 10.000.- hvert kort. Jón Rafn Jóhannsson, kortagerðar maður og Axel Helgason, módel smiður sáu um framkvæmd verksins .fh. Iscort h.f. Land- mælingar íslands léðu frumgögn af hæðarmælingum og loftljós- myndir, Sveinn Jakobsson, j a r ð f r æ ð i n g u r samdi jarðfræðikort og Þorleifur Einarsson veitti leiðbeiningar um jarðfræðiheiti. Kortið verður tilbúið til dreifingar i lok næstu viku og mun fást hjá bóksölum. Söluumboð og dreifingu hefur Benco, Bolholti 4, og mun tekið við pöntunum þar i sima 21945 frá og með morgundeginum. Einar H. Eiríksson gegnir störfum bæjarstjóra í Vestmannaeyjum „Ég er viss um, að hagsmunir bæjarins verða eftir sem óður látnir sitja í fyrirrúmi" — segir Sigurgeir Kristjánsson SJ—Reykjavik. Umsóknarfrestur um stöðu bæjarstjóra I Vest- mannaeyjum rennur út 10. júll, en Magnús Magnússon fyrrverandi bæjarstjóri hefur nú hætt störf- um. Tók Magnús við fyrra starfi sinu sem símstöðvarstjóri I Vest- mannaeyjum I gær, en hann hefur verið bæjarstjóri sl. nlu ár. Einar H. Eiriksson sakttstjóri og bæjar- fulltrúi sjálfstæðismanna i Vest- mannaeyjum gegnir störfum bæjarstjóra, þar til nýr maður hefur verið ráðinn. Vinstri meirihluti hefur verið i bæjarstjórn Vestmannaeyja síð- ustu niu árin. Áður höfðu sjálf- stæðismenn meirihluta, en eftir að Framsóknarflokkurinn vann bæjarfulltrúa á kostnað þeirra, var myndaður vinstri meirihluti framsóknarmanna, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags árið 1966. Siðan vann Alþýðuflokkur- inn fulltrúa af Framsókn og siðan sambræðsla Alþýðuflokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna fulltrúa af Alþýðubanda- lagi. Nú á Sjálfstæðisflokkur 4 fulltrúa i bæjarstjórn, Alþýðu- flokkur og Samtökin 3, Framsókn I, og Alþýðubandalag 1. Sigurgeir Kristjánsson bæjar- fulltrúi framsóknarmanna i Vestmannaeyjum sagði Tíman- um i gær að frá upphafi hefði hann og hans flokksmenn litið svo á, að óeðlilegt væri að bæjarstjóri i samsteypumeirihluta væri full- trúi eins flokksins í þeirri sam- steypu, en ekki hefði náðst sam- komulag um annað fyrir niu ár- um. — Eftir kosningarnar 1974 var gert samkomulag um að allt skyldi vera óbreytt i eitt ár enn, ogaðþeim tima liðnum neitaði ég að fallast á, að sami háttur yrði hafður áfram. Ég legg áherzlu á, aö engin sprenging var i bæjar- stjórninni út af þessu máli. Nú hefur verið myndaður meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ibæjarstjórn Vestmannaeyja. En Alþýðuflokkurinn og Samtökin vildu ekki standa að vinstra sam- starfi nema Magnús yrði áfram bæjarstjóri. — Það hefur verið mjög litil pólitik i bæjarstjórn Vestmanna- eyja að undanförnu og mikil sam- staða um flest mál. — Ég hef ástæðu til að ætla að hagsmunir bæjarfélagsins verði áfram látnir sitja i fyrirrúmi i bæjarstjórninni ofar pólitiskum sjónarmiðum, sagði Sigurgeir Kristjánsson að lokum. ÚTBOÐSLÝSINGAR VEGNA VIRKJUNAR VIÐ HRAUN- EYJARFOSS SENN TILBÚNAR FB—Reykjavik. A stjórnar fundi Landsvirkjunar I gær voru lagðar fram endurskoðaðar áætlanir uin virkjun Tungnaár við Hrauneyjarfoss og einnig var upplýst, að útboðslýsingar yrðu fljótlega tilbúnar miðað við virkj- un I áföngum. Orkuspár Lands- virkjunar sýna, að til að fullnægja orkuþörf almennings á orkuveitu- svæði Landsvirkjunar þurfi ný virkjun að vera komin þar i rekst- ur eigi síðar en á árinu 1980. Sam- þykkt var á fundinum að stefna að þvi, að gera tillögur til eignar- aðila Landsvirkjunar um næstu virkjun á orkuveitusvæði fyrir- tækisins eigi siðar en á hausti komanda, og auk undirbúnings virkjunar Tungnaár við Hraun- HHJ—Revik. — A fundi bæjar- stjórnar Kópavogs s.l. föstudag, sagði Sigurður Helgason lögfræð- ingur, sem gengt hefur starfi for- seta bæjarstjórnar siðasta ár, af sér störfum sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Er þetta af- leiðing mikilla átaka, sem átt hafa sér stað innan flokksins i Kópavogi, en fámenn klika valda- braskara hefur lengi reynt að hrekja Sigurð Helgason frá forystustörfum innan flokksins. Sigurður hefur gegnt starfi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins i Kópavogi um 13 ára skeið og skipáði við siðustu kosningar efsta sæti á lista þeirra. Þá sett- ust nýir menn, þeir Rikharður Björgvinsson og Stefnir Helga- son, i næstu sæti, en i fjórða sæti var Axel Jónsson, sem lengi hefur verið einn af forystumönnum Sjálfstæðismanna i Kópavogi. Hafa þessir menn leynt og ljóst reynt að bola Sigurði úr starfi, — enda var hann þeim tiðum ósam- mála i grundvallaratriðum og hans sjónarmið hættulega vinsæl meðal flokksmanna og annarra, þvi að Sigurði hefur tekizt að afla sér trausts og fylgis þeirra sem hann hefur unnið með. Þegar hefur nokkuð verið greint frá innanflokksátökum ihaldsins i Kópavogi hér i blaðinu. M.a. var greint frá stofnun hluta- félagsins Þorra, sem hafði það sérkennilega markmið, ,,að ann- ast kaup og rekstur fasteigna, al- menn lánaviðskipti, blaðaútgáfu svo og annan rekstur, er styður að framgangi Sjálfstæðisflokks- ins og stefnuskrár hans.” Bæði Rikharður og Stefnir voru meðal forystumanna I þessu félagi, sem meðal annars reyndi sitt itrasta eyjarfoss standa nú yfir á vegum Landsvirkjunar athuganir á virkjunarmöguleikum i Þjórsá við Sultartanga og i samvinnu við Reykjavikurborg á jarðgufu- virkjun á Hengilssvæðinu. Tiuarerunú liðin frá stofnun Landsvirkjunar, en hún var stofnuð með sameignarsamningi rikisins og Reykjavikurborgar 1. júli 1965. 1 upphafi tók Lands- virkjun við orkuveitusvæði Sogs- virkjunar og nær það frá Vik i Mýrdal vestur um að Snæfells- nesi, en á þessu svæði bjuggu i árslok 1974 um 155.000 manns eða um 71% þjóðarinnar. Landsvirkj- un tók i upphafi við eigum Sogs- virkjunar, þar meðtöldum orku- til að ná undir sig húseign félags- ins i Kópavogi, og y firráðum i safnaðarstjórn Digranessóknar. Þegar til átti að taka, bar þessi viðleitni fremur litinn árangur og á aðalfundi fulltrúaráðs sjálf- slæðisfélaganna i Kópavogi nú i vetur voru fylgismenn Sigurðar og andstæðingar Þorramanna i miklum meiri hluta. Þrátt fyrir það að ætla megi að i röðum sjálfstæðisfólks i Kópavogi sé mikill hluti á bandi Sigurðar hefur Þorramönnum tekizt að bola Sigurði frá, vegna þess hversu sterka aðstöðu þeir hafa i bæjarstjórnarhópnum, og er þess að vænta að enn höfum við ekki heyrt það siðasta af þessu máli og kunni þetta að boða algjöra sundrung sjálfstæðisfólks i Kópa- vogi. HJ-Reykjavik. Gáleysisleg með- ferð skotvopna hefur mikið verið rædd að undanförnu og á siðum Timans hefur m.a. verið bent á spjöll, sem skotglaðir náungar hafa unnið vlða I nágrenni bæjar- ins. Það sætir nokkurri furðu, hversu auðvelt fólki virðist að verða sér úti um skotvopn af ýmsu tagi, og á aðalfundi Slysa- verunum i Sogi, þ.e. Irafossstöð, Ljósafossstöð, Steingrimsstöð og við guguaflsstöðinni við Elliðaár, svo og réttindum rikisins og Reykjavikurborgar til virkjana i Sogi og i Þjórsá við Búrfell. Ennfremur tók Landsvirkjun við öllum vantsréttindum og réttind- um rikisins til virkjana i Tungnaá við Sigöldu og Hrauneyjarfoss. Er heimild fyrir Landsvirkjun til að reisa allt að 170 MW raforku- ver i Tungnaá við Hrauneyjarfoss ásamt aðalorkuveitu svo og til að reisa allt að 170 MW raforkuver i Tungnaá við Sigöldu ásamt aðal- orkuveitum. I samræmi við hlut- verk sitt hefur Landsvirkjun reist og rekið virkjunina i Þjórsá við Búrfell ásamt aðalorkuveitum svo og Þórisvatnsmiðlun og gas- aflsstöðina i Straumsvik. Á fyrstu 10 árunum I rekstri Landsvirkjunar hefur orku- vinnslugeta Landsvirkjunarkerf- isins aukizt úr 500 millj kWst i 2150 millj. kWst á ári eða um 33%, og ástimplað afl vatnsafls- og varaaflsstöðva Landsvirkjunar úr 108 MW i 353 MW eða um 226%. Með tilkomu Sigölduvirkjunar á árunum 1976-1977 eykst aflið i 503 MW og árleg orkuvinnslugeta Landsvirkjunar i 2900 millj. kWst. Kaupendur raforku frá Lands- virkjun hafa frá upphafi verið Rafmagnsveitur rikisins, Raf- magnsveita Reykjavikur, Raf- veita Hafnarfjarðar og Áburðar- verksmiðjan og siðar Alverk- smiðjan i Straumsvik. Þá hefur verið undirritaður samningur milli Landsvirkjunar og Islenzka járnblendifélagsins um raf- magnssölu til verksmiðjunnar i Hvalfirði. 1 stjórn Landsvirkjunar eru Dr. Jóhannes Nordal, formaður, Árni Grétar Finnsson, Baldvin Jóns- son, Guðmundur Vigfússon og Einar Agústsson. Eirikur Briem er framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. varnafélagsins, sem haldinn var um síðustu helgi, var samþykkt eftirfarandi ályktun: — Aðalfundur S.V.F.Í. 1975 tel- ur nauðsynlegt að herða löggjöf um leyfisveitingar vegna kaupa og meðferðar á skotvopnum. Einnig að þeir, sem slikt leyfi fá, skuli áður sækja námskeið i með- ferð og hirðingu skotvopna. Deilur Sjálfstæðis- manna í Kópavogi fara harðnandi Aðalfundur Slysavarnafélagsins: Nauðsynlegt að herða löggjöf um kaup og meðferð skotvopna 1 lr tIIi D i Grimsá. Jóhannes matsveinn kikti i veiðibókina fyrir hornið og sagði, að á hádegi I gær væru komnir 167 laxar á land og væri sá stærsti þeirra sautján pund. Mikið er farið að bera á smálaxi i ánni og er hann vaðandi upp alla á, að sögn Jóhannesar. Þyngd hans fer frá 10-11 pund- um allt niður i 5-6 pund. Um siðustu helgi jókst vatns- magnið I ánni mjög mikið, og var þar hálfgert flóð á timabili, en I gær var mjög jafnt rennsli i ánni og vatnsmagnið orðið hæfi- legt. Nú er notuð bæði fluga og maðkur. Næstkomandi sunnudag taka erlendir laxveiðimenn við stöngunum í Grimsá, og verða útlendingar þar við veiði til 18. ágústog veiða eingöngu á flugu. Laxá i Aðaldal. Um siðastliðna helgi var um 22 stiga hiti við Laxá en mikið sunnanrok, þannig að laxveiði- mennirnir áttu oft erfitt með að kasta, sagði Helga ráðskona i veiðihúsinu að Laxamýri. Nú eru komnir rúmlega tvö hundruð laxar á land, en veiði hefur gengið heldur slælega undanfarið. Miklar leysingar hafa verið undanfarna daga og er áin þvi mórauð og mikið vatn i henni. Mikið er um erlenda laxveiðimenn við Laxá i Aðaldal þessa dagana. Laxá i Kjós. Veiði hefur verið mjög góð undanfarna daga sagði Jón Er- lendsson veiðivörður, t.d. feng- ust 43 laxar á sunnudaginn og hvorki meiri né minna en 49 lax- ar á mánudag. Veiðin var held- ur tregari i gærmorgun, en þá komu ellefu laxar á land og eitt- hvað hafði fengizt seinni hluta dags i gær, en ekki vissi Jón ná- kvæma tölu. Stærsti laxinn, sem enn hefur veiðzt, reyndist 18 1/2 pund. Um hádegi i gær voru i allt komnir 419 laxar á land, sem er munbetri veiðiená sama tima i fyrra, en þá voru komnir 370 laxar. Veiðiskilyrði voru með afbrigðum góð við ána i gærdag og vatnið mjög gott i henni. — Spurningin er bara, hve snjallir laxveiðimennirnir eru, sagði Jón. Mikið hefur gengið af smá- laxi undanfarið eins og venju- legt er um mánaðarmót júni- júli.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.