Tíminn - 02.07.1975, Síða 5

Tíminn - 02.07.1975, Síða 5
Miðvikudagur 2. júll 1975. TÍMINN 5 Rdðsnilld Gylfa söm við sig Sem kunnugt er hefur Gylfi Þ. Glslason, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, verið ákafur talsmaður þess að fækka bændum I landinu og notið óskoraðs stuðnings ann- ars aðalmálgangs Sjálfstæðis- flokksins I þeirri krossför sinni, eins og frægt er. i sunnu- dagsleiðara A1 þý ð u - blaðsins gerir for- maður þing- flokks A1 þý ð u - flokksins enn á nýjan leik grein fyrir hagspeki sinni I iandbúnaðarmálum og kemst að þeirri niðurstöðu, að skynsamlegast væri að fella niður allar niðurgreiðsiur vegna landbúnaðarvara, en þess I stað ættu neytendur að fá niðurgreiðslurnar til ráð- stöfunar. Að sögn Gylfa Þ. Gislasonar fengi hver fimm manna fjölskylda 100 þúsund krónur af niðurgreiðslufénu til frjálsrar ráðstöfunar, en yrði á móti að greiða fullt verð fyrir landbúnaðarvörur þær, sem keyptar yrðu. Þetta telur hagfræðiprófess- orinn Gylfi Þ. Gislason að muni verða mikil kjarabót fyrir neytendur. Þeir séu þá ekki lengur neyddir til að kaupa landbúnaðarvörur, heldur geti sjálfir ráðið þvi, hvað þeir gera við niður- greiðsluféð. „Hér er um að ræða stórkostlegt hagsmuna- mál launþega, jafnframt þvi, sem slík breyting yrði grund- völlur nýrrar stefnu I málefn- um landbúnaðarins,” segir hagfræðiprófessorinn. Er það hagspeki? Hún er meira en litið barna- legsú hagspeki, sem þarna er á ferðinni. í hverju er sú kjarabót fólgin að afhenda fimm manna fjölskyldu 100 þúsund krónur, sem hún sfðan greiðir til baka I hærra land- búnaðarverði? Eða heldur Gylfi Þ. Gislason, að fólk hætti að leggja sér landbúnaðarvör- ur til munns og kaupi þess I stað innflutt súkkulaðikex og dósamat? Formaður þing- flokks Alþýðuflokksins er ekki sá kjáni að hann viti ekki, að þessar „kjarabætur” hans eru aðeins talnaleikur. Tilgangur Gylfa er eingöngu sá að gera tilraun til að slá ryki I augu fólks, I þvl skyni að koma hinni raunverulegu land- búnaðarstefnu sinni og rit- stjóra Visis I framkvæmd. Eða m.ö.o. að fækka bændum og draga verulega úr ■ landbúnaðarframleiðslunni, og þar með að stefna að aukn- um innflutningi matvara. Björn annarrar skoðunar en Gylfi Það er furðulegt, að Gylfi Þ. Glslason skuli halda áfram að rembast eins og rjúpan við staurinn i ófrægingarskrifum sinum um landbúnaðinn. Með þeim er hann að reyna að höfða til þéttbýlisfólksins. Sama vakir fyrir ritstjóra VIs- is. Arangur þeirra félaga hefur orðið sá, að fylgið hefur hrunið af Gylfa og kaupendum VIsis hefur fækkað verulega. Sannleikur- inn er sá, að þrátt fyrir að niðurgreiðslu- kerfið hafi ýmsa galla, tryggir það bezt hags- muni neyt- e n d a o g bænda. Þaðer athyglisvert, að flokksbróðir Gylfa, Björn Jónsson, forseti Alþýðusam- bands tslands lagði mikla áherzlu á það I kjarasamning- unum, að rikisstjórnin greiddi niður fyrirhugaða hækkun á landbúnaðarvörum, sem átti að koma til framkvæmda um siðustu mánaðamót. Forseti ASt er þvl allt annarrar skoð- unar en Gylfi Þ. Glslason, sem virðist ekki eiga eftir önnur áhugamál en að styðja við bakið á heildsölum. — a.þ. KVERNELAND Gnýblásarar T. KVERNELAND B.SBNNER AS Bjóðum nú sem áður hina landsþekktu heyblásara, sem hafa að baki tuttugu ára sigurför i islenzkum landbúnaði. Til afgreiðslu nú þegar Ndnari upplýsingar hjd sölumanni G/obusf LAGMÚLI 5, SIMI 81555 Séra Jóni M. Guðjónssyni afhent heiðursborgarabréfið: ,,Hann hefur unnið stór- virki á mörgum sviðum" — sagði forseti bæjarstjórnar Akraness í hótíðarræðunni GB-Akranesi. A sunnudaginn var fyrrverandi prófasti sr. Jóni M. Guðjónssyni, afhent við hátlðlega athöfn I Akraneskirkju heiðurs- borgarabréf, sem bæjarstjórn Akraness hafði samþykkt að veita honum á sjötugsafmæli hans 31. mai sl. Athöfnin hófst með því, að bæjarstjórinn Magnús Oddsson las upp ritningargrein, þá flutti forseti bæjarstjórnar Danlel Ágústínus- son, Itarlega ræðu, þar sem hann rakti æviatriði sr. Jóns, og ræddi um kennimannsstarf hans og sálusorgun, sem hann hefði af hendi leyst með sérstökum ágæt- um. En auk þess hefði hann unnið stórvirki á öðrum sviðum, svo sem I þágu slysavarna við stofnun margra slysavarnardeilda og margs konar störf á því sviði og skipulagningu starfsins. Og að siðustu ræddi hann hið marg- þætta starf sr. Jo'ns við söfnun muna i Byggðasafn Akraness, uppbyggingu safnsins og starf- rækslu, sem hafi frá upphafi mest hvllt á hans herðum, en byggðasafnið I Görðum er nú orðið eitt það athyglisverðasta á þvl sviði hér á landi, utan höfuðborgarinnar. Einnig minntist forseti bæjar- stjórnar hins ekki slður mikil- væga starfs prestkonunnar, frú Lilju Pálsdóttur, er með svo mikl- um myndarskap hafði staðið við hlið manns síns I þeim rausnar- garði að Kirkjuhvoli. Er sr. Jón hafði veitt viðtöku hinu glæsilega heiðursborgara- skjali flutti hann bæjarstjórn þakkir fyrir þennan mikla heiður, og sóknarbörnum fyrr og slöar fyrir ógleymanlega vinsemd I garð þeirra hjóna og þeirra heimilis. Þá las sóknarpresturinn sr., Björn Jónsson, bréf frá biskupi landsins herra Sigurbirni Einars- syni, sem vegna embættisanna gat ekki verið viðstaddur þessa athöfn. Milli atriða söng kirkjukór Akraness við undirleik söng- stjórans Hauks Guðlaugssonar, er einnig lék einleik á orgelið og Guðmundur Jónsson spilaði á trompet. Hvert sæti I kirkjunni var skipað, og var athöfn þessi að öllu leyti hin virðulegasta svo sem til var ætlazt. Sumarferð Heyrnarhjdlpar Arleg ferð félagsins Heyrnar- hjálpar til aðstoðar heyrnardaufu fólki verður I júlí. Farið verður um Norður- og Austurland að þessu sinni. Ferðin hefst á Hammstanga miðvikudaginn 2. júli og lýkur á Höfn I Hornafirði. Aðrir staðir þar sem viðkoma verður höfð, eru Blönduós, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvlk, Akureyri, Húsavík, Vopnafjörður, Egils- staðir, Seyðisfjörður, Neskaup- staður, Eskifjörður, Fáskrúðs- fjörður og Djúpivogur. Einar Sindrason, læknir við Heyrnarmiðstöðina I Arósum, og starfsfólk félagsins annast þessa þjónustu. Leitað hefur verið til héraðs- lækna, og hafa þeir flestir tekið að sér að rita niður viðtalsbeiðnir. Deild í UNIMA stofnuð á íslandi Fyrsta erlenda farþega- skipið til Akureyrar Dagana 21. til 28. júnl kom áhugafólk um brúðuleikhús víðs- vegar á landinu saman f Reyk- holti I Borgarfirði á námskeið, sem haldið var á vegum Banda- lags islenskra leikfélaga. Einn fremsti brúðuleikhúsmaður heims, Michael Meschke frá Marionettateatern í Stokkhólmi, var meðal kennara á námskeið- inu. A námskeiðinu var stofnuð íslandsdeild heimssambands brúðuleikhússfólks — UNIMA (Union Internationel de la Mario- nette). Stofnfélagar I UNIMA á Islandi voru 38. Michael Meschke, sem á sæti i stjórn heimssambandsins, var mjög ánægður með þann áhuga og samstöðu sem ríkti á námskeið- inu I Reykholti, og til að sýna ; 'h stuðning sinn við Islandsdeild UNIMA gaf hann tuttugu þúsund krónur til að styrkja íslending til framhaldsnáms I leikbrúðugerð og stjórn. A stofnfundinum var kjörin 5 manna stjórn og er Jón B. Guð- mundsson formaður. UNIMA er aðili að I.T.I. (Inter- nationel Teatre Institute), sem aftur á aðild að UNESCO. Forseti UNIMA er enski brúðuleikhús- maðurinn Jan Bussel, en fram- kvæmdastjóri er Pólverjinn Jurkowski og er miðstöð samtak- anna i Varsjá. UNIMA heldur alþjóðlegt þing fjórða hvert ár og vorið 1976 verður slikt þing haldið I Moskvu. Þangað mun þá einnig koma brúðuleikhúsfólk hvaðan- æva að úr heiminum og hafa sýningar. ASK-Akureyri. — Fyrsta far- þegaskipið kemur til Akureyrar I dag. Það er Regina Maris, sem kemur með 250 farþega. Regina Maris er um sex þúsund tonn og eina farþegaskip þýzka skipa- félagsins Ludeckline. Næst- komandi laugardag kemur far- þegaskipið Evropa, en það er 25 þúsund tonna skip með um 800 '•farþega. \ Þetta er fyrsta ferð Reginu Maris til íslands i ár, en samtals mun skipið koma hingað þrjár ferðir I sumar. Að sögn Herlufs Ryel, umboðsmanns skipsins á Akureyri kemur Regina Maris hingað frá Jan Mayen og hefur viðdvöl I um hálfan sólarhring. Á meðan fer hluti farþeganna til Mývatns, en næstkomandi föstu- dagsmorgun verður Regina Maris væntanlega í Reykjavik. Orðsending til General AAotors og Scout bifreiðaeigenda Bílaverkstæði vort verður lokað vegna sumarleyfa dagana 14. júlí til 5. ágúst SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.