Tíminn - 02.07.1975, Síða 7

Tíminn - 02.07.1975, Síða 7
Miðvikudagur 2. júli 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Sígild stefna Sú flokkaskipting, sem þjóðin býr við, mótaðist á árunum 1916-1930. Fróðlegt er að lita yfir sögu þessa timabils og gera sér grein fyrir, hvaða stjórnmálastefna hefur staðizt bezt dóm reynsl- unnar. Slik athugun leiðir það ótvirætt i ljós, að stefna Framsóknarflokksins hefur ekki aðeins staðizt dóm reynslunnar, heldur er enn i fullu gildi. Þeir flokk- ar, sem nú eru viða i mestri sókn, byggja stefnu sina á mörgum þeim sjónarmiðum, sem hafa verið leiðarljós Framsóknarflokksins frá upphafi, eins og byggðajafnvægi, dreifingu valds, samvinnu og jöfnuði, sem tryggði andlegt og efnalegt sjálfstæði sem allra flestra einstaklinga. Framsóknarflokk- urinn þarfnast þvi ekki neins nýs hugmyndakerfis. Meginstefna hans er stöðugt i fullu gildi, þótt framkvæmdaatriðum verði að breyta með tilliti til breyttra aðstæðna. Hið sama verður ekki sagt um stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Hún fólst upphaflega i sem allra mestu frjálsræði hinna svonefndu sterku einstakl- inga. Rikið átti að skerða sem minnst athafna- möguleika þeirra. Einkaframtakið átti að leysa allan vanda, og samhjálpin og samstarfið á vegum opinberra aðila eða félaga að vera sem minnst. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hvað eftir annað orðið að hverfa að úrræðum félagshyggju og samneyzlu, þvi að hömlulaust einkaframtak leysir ekki hin sameiginlegu vandamál. Nákvæmlega hið sama er uppi á teningnum hjá Alþýðuflokknum. Hann trúði lengi vel á þjóðnýt- inguna sem hina mestu sáluhjálp. Jafnaðarmenn hafa yfirleytt alls staðar hafnað henni, þar sem þeir hafa komizt til valda. Þegar Kommúnista- flokkurinn kom til sögunnar, gekk hann enn lengra i þjóðnýtingarmálunum en Alþýðuflokkurinn, Hann hélt lika fram miklu róttækari aðgerðum á mörgum sviðum. Nú minnist arftaki hans. Alþýðu- bandalagið, sjaldan orðið á þjóðnýtingarstefnuna, og er i mörgum málum talsvert til hægri við Alþýðuflokkinn, eins og hann upphaflega var. Það leiðir af þvi, sem hér hefur verið rakið, að Framsóknarflokkurinn hefur siðustu sextiu árin mótað islenzkt stjórnarfar meira en nokkur annar flokkur. Hér hefur ekki hafizt til valda sú ihalds- stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn eða fyrirrennar- ar hans beittu sér fyrir i upphafi og fólst i þvi að einkaframtakið ætti að drottna og samneyzlan að vera sem minnst. Hér hefur ekki hafizt til yfirráða sú mikla þjóðnýtingarstefna, sem fyrst Alþýðu- flokkurinn og siðar Kommúnistaflokkurinn beittu sér fyrir. Hér hefur verið farið bil beggja, einka- framtakið fengið að njóta sin innan hóflega marka, en samhjálp og samneyzka aukin á mörg- um sviðum, einkum til stuðnings þeim, sem minna máttu sin. Jafnframt hefur verið haldið uppi margháttaðri starfsemi til að viðhalda lands- byggðinni, eins og Framsóknarflokkurinn beitti sér einn fyrir i upphafi. Þannig hefur það verið stefna hans, sem haft hefur heilladrýgst áhrif á st jórnmálaþróunina. Þessi dómur reynslunnar má vera Framsóknar- mönnum öflug hvatning um að halda áfram á þessari braut, þvi að þótt árangur sé orðinn mikill, stendur enn margt til bóta. Þ.Þ. Dmitri Ardamatskí, APN: Öryggisráðstefnan komin á lokastig Samþykktir hennar munu hafa mikil áhrif Bersýnilegt er, aö rúss- neskir fjöimiölar munu i ná- inni framtiö gera sér mjög tiörætt um evrópsku örygg- ismálaráöstefnuna, sem viröist nú komin á iokastig. Eftirfarandi grein sýnir, hvernig Rússar munu haga málflutningi sínum um þetta efni. NtJ ER ORÐIÐ skammt til loka annars stigs og upphafs þriöja og lokastigs Evrópu- ráöstefnunnar um öryggis- og samstarfsmál. Leiötogar landanna, sem þátt taka i ráð- stefnunni, lýsa sig einn af öðr- um albúna þess að ljúka henni á þessu sumri. A nýafstöðnum fundi slnum lýstu Leonid Brézjneff og Erich Honecker, leiðtogi Austur-Þýzkalands, þvi yfir, að þeir teldu, að þeg- ar hefði verið gert allt sem nauðsyn krefði til þess þriðja stig ráðstefnunnar yrði haldið nú I júlí, skipað þjóðaleiðtog- um. Hvita húsið hefur lýst yfir þvi, að mögulegt sé að halda fund æðstu manna rikja og rikisstjórna þátttökurikjanna á þriðja stigi ráðstefnunnar i sumar. V. Giscard d’Estaing Frakklandsforseti og B. Krei- sky, kanslari Austurrikis, lýstu sig fylgjandi þvi, að þessi fundur yrði haldinn svo fljótt sem verða má, og frá þvi hefur verið skýrt, að Efna- hagsbandalagslöndin niu séu þess albúin, að lokastig ráð- stefnunnar verði haldið I sum- ar. Siðast er ekki sizt er nú ná- lega allt tilbúið I Helsinki til móttöku þátttakenda i þriðja stígi ráðstefnunnar, þar sem undirritaðir verða samningar, fyrst og fremst aðalstjóm- málaályktun ráðstefnunnar. ÞAÐ ER ekki langt siðan sjálf hugmyndin um að halda slika ráöstefnu þar sem full- trúar rikja, sem búa við ólikt þjóðskipulag, kæmu sér sam- an um meginreglur friðsam- legrar sambúðar landa sinna, virtist óraunhæf. Jafnvel þeg- ar ráðstefnan hófst fyrir tveim árum, var enginn fullkomlega viss, hvort hún bæri viðunandi árangur. Góðan fyrirætlanir sósialistarikjanna, sem voru óþreytandi talsmenn þess að meginland Evrópu þarfnaðist öryggis og viðtæks, alhliða samstarfs rikja, strandaði á haturs- og vantraustsvegg hinna vestrænnu herbúða. Allt tíl þessa hafa viss vest- ræn öfl haldið þvi fram, að ráðstefnan væri aðeins nauð- synlegur „atburður” fyrir sósialisku rikin. Vissulega hafa sósialísku rikin haft og hafa áhuga á henni. Það er einnig rétt, að sósialisku rikin hafa verið ólöt að bera fram jákvæðar tillögur i þvi skyni að stuðla að góðum árangri ráðstefnunnar á allan hátt. Ahugi þeirra byggist einungis á þvi, að góðir möguleikar eru á að útiloka hernaðarátök i Evrópu, þar sem tvær heims- styrjaldir hafa brotizt út og geisað, og breyta henni i meg- inland friðar og samvinnu. Þau litu á það sem skyldu, en ekki fullnægingu fánýtra óska, að þessi ráðstefna yrði haldin með góðum árangri. Eina markmið Sovétrikjanna og annarra sósialista rikja með ráðstefnunni er að treysta meginreglur friðsamlegrar sambúðar og gera þær „stjórnskipulega” gildandi i samskiptum Evrópurikja. Það sem máli skiptir er ekki, hve mikinn sveigjanleika og Bréznjeff og Kissinger þolinmæði þau hafa sýnt, sem e.t.v. verður siðar talið til fyr- irmyndar i handbókum um stjómlist. Það sem máli skipt- ir er, að þau vandamál, sem leyst verða sökum þessarar viðleitni, eru mikilvæg fyrir allar þjóðir Evrópu daglegt lif allra ibúa Evrópu, i hvaða landi sem þeir búa og við hvaða þjóðskipulag og hvaða skoðanir sem þeir hafa. ORÐIÐ „vantrú” nýtur nú litilla vinsælda i Genf. Bráða- birgðasamkomulag hefur tek- izt um flestöll atriði aðal- stjómmálaályktunarinnar, sem samskipti Evrópurikja eiga að byggjast á. Alyktunin hefur að geyma meginatriði og nánari skilgreiningu ráð- stafana á sviði stjórnmála, varðandi hernaðarleg atriði, viðskipti, og menningu og samskipti þjóðanna. Auk þess að lýsa almennu ástandi al- þjóðamála og þeim megin- reglum, sem það byggist á, mun ályktunin veröa mikil- verð undirstaða tvihliða sam- skipta hinna ýmsu Evrópu- rikja. Það er mikilvægt, að sam- komuiag varð um ákvæðin um friðhelgi landamæra án nokk- urs fyrirvara. Það er óþarft að taka fram, hve mikilvægt þetta er fyrir varðveizlu friðar á meginlandinu. Við þekkjum úr sögukennslubókum, að yfirgangur gagnvart löndum annarra þjóða hefur ætið verið undanfari breytinga á landa- mærum i Evrópu. Af þeim sökum hefur leitt erfðastrið, eyðileggingu og dauða. Sú staðreynd, að riki Evrópu, svo og Bandarikin og Kanada, hafa náð samkomulagi um ákvæði um friðhelgi landa- mæra, hefur vissulega sögu- lega þýðingu. Loks hafa orðið umskipti i málum er varða hernaðarlega friðarþróun i Evrópu. Sósial- Isku rikin hafa ætið lagt á það mikla áherzlu, að stjórnmála- legri friðarþróun verði fylgt eftir af hernaðarlegri friðar- þróun. Á öðru stigi ráðstefn- unnar varð samkomulag um mikilvert atriði — samkomu- lag um gagnkvæm boð um að fylgjast með meiriháttar her- æfingum. Þetta gefur ástæðu til að vænta gagnkvæmt að- gengilegrar lausnar áður nefndra vandamála. Störfum hefur raunverulega verið lokið i sambandi við annaö dagskrármál ráðstefn- unnar — efnahagslega sam- vinnu. Tillögurnar eru grund- völlur undir viðtæka þróun efnahagslegra, visindalegra og tæknilegra tengsla innan Evrópu i fyrsta sinn i sögunni. Efni þeirra á sér um margt ekkert fordæmi. Þær marka til dæmis I stórum dráttum aðalatriði þróunar iðnaðar- samstarfs, framkvæmd við- tækra efnahagslegra við- fangsefna með þátttöku margra Evrópurikja, sem búa við ólikt þjóðskipulag. I þeim eru einnig talin upp þau höfuðsvið, þar sem mögu- leikar eru á framkvæmd stór- felldra efnahagslegra við- fangsefna — þ.e. á sviði orku- og hráefnismála, samgangna, fjarskipta, raforkudreifingar, vfðtækrar samvinnu um leið að nýjum orkuuppsprettum, vegagerð o.s.frv. ÞRIÐJA dagskrármálið — samvinna á sviði menningar- mála — er ekki lengur ásteit- ingarsteinn, þótt hörð pólitisk barátta fari þar fram ennþá. Af vestrænni hálfu var lengi vel krafizt pólitiskrar og hug- myndafræðilegrar eftirgjafar af hálfu Sovétrikjanna, ef þau vildu tryggja samþykki auð- valdsrikjanna við sameigin- legu almennu samkomulagi um varðveizlu friðar i Evrópu. Jafnvel enn i dag eru öfl innan Nató og fjölmiðlar i tengslum við þau að hamra á þvi, að Sovétrikin verði að greiða visst gjald fyrir samþykki Vesturveldanna við þvi að lifa með þeim i friði. Samtimis hafa nokkrar vestrænar sendinefndir bein- llnis virt að vettugi hina já- kvæðu afstöðu sósialisku rikj- anna til vandamála i sam- bandi við samvinnu á sviði menningar, samskipta, upp- lýsinga og fræðslumála. Sóslalisku löndin lögðu áherzlu á, að eftir því sem friðarþróun yrði viðtækari, myndi og ætti slik samvinna að aukast og dýpka. Það tók mánuði og kostaði mikla þol- inmæði að gera möguleika slikrar lausnar „áhuga- verða”, en að lokum varð samkomulag um undirstöðu- atriði slikrar samvinnu. Aralöng og staðföst viðleitni Sovétrikjanna og annarra sósialiskra rikja hefur ekki verið árangurslaus. Evrópu- ráðstefnan um öryggis- og samstarfsmál er að nálgast lokastigið, en hún mun skapa samskiptum innan Evrópu nýjan vettvang. Mikilsverð- asti árangur ráðstefnunnar felst iþeim hagstæðu áhrifum, sem samþykkir hennar munu hafa á þróun heimsmálanna. Nú þegar er ljóst, að sam- þykktir ráðstefnunnar munu verða undirstaða þróunar gagnkvæmt hagstæðrar sam- vinnu Evrópurikja bókstaf- lega á öllum sviðum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.