Tíminn - 02.07.1975, Síða 8
8
TÍMINN
Miövikudagur 2. júli 1975.
Miðvikudagur 2. júli 1975.
TIMINN
9
TIMINN HEIAASÆKIR BOLUNGARVIK
TIMINN HEIMSÆKIR BOLUNGARVIK
Texti og myndir Þorgeir Örlygsson
Bolvíkingar standa
í þakkarskuld við
Einar Guðfinnsson
t frystihúsi Einars Guöfinnssonar.
bæjarins, en nú hefur bærinn
keypt tæki til þess að sjá um þaö
sjálfur.
— Sezt ungt fólk mikiö aö hér á
Bolungarvik?
— Þaö er alveg augljóst, aö
ungt fólk sækist eftir þvi i mjög
auknum mæli aö setjast aö i Bol-
ungarvik. Og þaö er alveg sér-
staklega áberandi hvaö ungt
fólk, t.d. af höfuöborgarsvæöinu,
unir hag sinum vel hér og sækist
eftir þvi aö koma hingaö. Atvinna
hefur ávallt veriö mjög jöfn og
góö hérna og aöstaöa til þess aö
stunda félagslif ágæt, ef fólk bara
nennir aö sinna þvi.
— Aö lokum?
— Ekki annaö en þaö, aö ég er
mjög bjartsýnn á framtlöarupp-
byggingu Bolungarvikur. En
jafnframt vil ég koma á framfæri
þakklæti til Einars Guöfinnsson-
ar, sem öörum fremur hefur
stuölaö aö hinni öru uppbyggingu
staöarins.
Þótt hann sé sjálfur meö ákaf-
lega umsvifamikinn atvinnu-
rekstur, hefur hann hjálpaö
mörgum smærri fyrirtækjum við
aö koma undir sig fótunum og
reynzt öllum þeim, sem til hans
hafa leitaö, hin mesta hjálpar-
hella.
En þaö skemmtilegasta viö
Einar er það, hvaö hann treystir
unga fólkinu vel, — sagöi örnólf-
ur aö lokum.
örnólfur Guö-
mundsson er 27 ára gamall Bol-
vikingur, sonur Guðmundar á
Hóli. Hann hefur allan sinn aldur
dvaliö á Bolungarvik utan einn
vetur, er hann dvaldi I Reykjavik,
og þaö segir hann, aö sé leiöinleg-
asti vetur ævi sinnar.
örnólfur rekur ásamt föður sin-
um þungavinnuvélafyrirtæki á
Bolungarvik.
—oOo—
— Auk þungavinnuvélarekst-
urs stundið þiö malarnám?
— Já, þaö er rétt. Viö erum
meö malarnám og seljum allan
pússningasand til Flateyrar og
Súöavikur. Starfsmenn fyrir-
tækisins eru venjulega þrir, en
viö fjölgum reyndar alltaf eitthvaö
yfir sumartimann, þvi að þá er
jafnan meira aö gera: núna t.d.
erum við að ganga frá gangstétt-
arlagningu viö þær götur, sem
malbikaöar voru I fyrra, og til
þess að geta lokiö þvi verki þurf-
um viö aukinn starfskraft.
— Hefur fyrirtækið haft næg
verkefni að undanförnu?
— Nei, þvi miður er ekki hægt
að segja að svo hafi verið, og
kemur þar helzt til hinn mikli
niðurskurður framkvæmda bæöi
hjá sveitarfélögum og svo ekki
siöur rikinu sjálfu. Þaö er engu
likara en opinberar stofnanir,
eins og rafveiturnar og siminn,
séu hættar öllum verklegum
ömólfur Guömundsson.
framkvæmdum, alla vega er
mjög óljóst, hvað fram undan er
hjá þeim, hvað framkvæmdir
snertir.
—■ Er ekki erfitt að reka svona
þungavinnuvélafyrirtæki vegna
hins langavetrar?
— Jú, þaö er miög erfitt, þvi aö
viö getum eiginlega ekkert unnið
nema yfir sumariö, en veturinn er
að mestu leyti dauöur timi fyrir
okkur, og þá standa vélarnar
verkefnislausar. Viö höfum aö
visu séö um snjómokstur á götum
ÆTLAÐI AÐ VERA
ÞRJÁ AAÁNUÐI
— en er búin að vera þrjú úr
— Við höfðum
einfaldlega ekki áhuga á þvi að
búa lengur i Reykjavik, en lang-
aði mikið til þess aö fara eitthvað
út á land, en höföum reyndar ekki
neinn ákveðinn staö i huga. Kunn-
ingi okkar, sem hér býr, benti
okkur eindregið á að koma hingaö
og viö létum til leiðast og ákváö-
um að fara til reynslu i þrjá
mánuði og sjá, hvernig okkur
likaöi veran. En þessir þrir
mánuðir eru nú orðnir aö þremur
árum. —
Sú, sem segir frá.er ung stúlka
úr Reykjavik, Auður Georgsdótt-
ir, sem ásamt manni sinum, sem
einnig er Reykvikingur, flutti
fyrirþremur árum frá Reykjavik
til Bolungarvikur. Auður hefur
frá þvi, er hún kom til Bolungar-
vikur, starfað i frystihúsi Einars
Guöfinnssonar hf., en maöur
hennar stundað færaveiöar.
— Auðvitaðfinn égmikinnmun
á þvl aö búa hérna og I Reykjavik,
það er I raun og veru allt ööru
vlsi. Hér eru samskipti fólksins
miklu nánari og persónulegri og
þaö kemur af sjálfu sér, að i
svona litlu plássi kynnist maður
þvi sem næst öllum, enda þekkja
allir alla hér. —
— Nú er unnið samkvæmt
bónuskerfinu svokallaða i frysti-
húsinu. I hverju felst það? —
— Ég verð fúslega aö viöur-
kenna, aö ég á dálitið erfitt með
aö átta mig á þvi, hvernig þetta
bónuskerfi virkar, en i meginat-
riöum er þaö þannig, aö auk
timakaups faum við sérstaka
borgun fyrir afköst og nýtingu.
Fiskurinn er vigtaður til okkar og
hann er lika vigtaður, þegar hann
ertekinn frá okkur. Þess vegna er
það ákaflega mikilvægt, að skera
mjög fint i kringum beinagaröinn
og skilja þar litið eftir.
Meöa) mánaðarlaun er dálitiö
erfittaðtala um iþessu sambandi
vegna þess, hve kaupið er ákaf-
lega mismunandi, en hæsta tima-
kaup,sem hægt er aö komast I er
325 krónur, það var i mars og
april, enda var næturvinna ákaf-
lega mikil þann tima, en þá geröi
vikan mest 43 þúsund krónur.
Arstekjur hjá mér voru á siö-
asta ári um 900 þús. kr., og geri
ég ráö fyrir þvi, að þær konur,
sem eru i fullri vinnu i frystihús-
Auöur Georgsdóttir.
inu, séu meö svipaöar tekjur. En
aö visu getur þetta veriö dálitiö
mismunandi eftir nýtingu og af-
köstum. —
— Fáiðþið eins góöa nýtingu út
úr togaraaflanum eins og fékkst
úr afla linubátanna?
— Nei, það held ég ekki.
Togarafiskurinn er lausari i sér
og ekki eins gott hráefni. Ég hef
verið lægri i nytingu að undan-
förnu og ég held, að það stafi fyrst
og fremstaf þvi, að við höfum svo
til eingöngu unnið úr togarafiski.
— Hvernig kemur bónuskerfiö
út hjá eldra fólki. —
— Auövitað er hver og einn
sjálfráöur um þaö, hverju hann
afkastar, en þvi er ekki aö leyna,
aö þetta er mikið álag fyrir eldra
fólkiö, og ekki má gleyma þvi, að
þetta getur lika verið mikið álag
fyrir þá, sem yngri eru. En mér
hefur yfirleitt virzt eldra fólkiö
halda sinu striki og flýta sér ekki
óhóflega ef þaö finnur sig ekki
þola þaö álag sem bónuskerfinu
fylgir.
Ég er þeirrar skoöunar að fólk
sé ánægt með bónuskerfið, þó að
mikið álag fylgi þvi enda gefur
þaö mun meiri möguleika til
tekjuöflunar. —
— Finnst þér velmegun meiri i
Bolungarvik heldur en i Reykja-
vik?—
— Það er kannski dálitið erfitt
aö dæma um það, en hitt er stað-
reynd, aðfólk hefur það mjög gott
fjárhagslega hérna, jafn vel betra
heldur en viðast hvar annars
staöar. —
— Ætlar þú að halda áfram að
vinna i fiskinum?
— Sem stendur er ég að byggja
og verð aö vinna, þar til húsið er
fullbúið. Þá get ég kennski fariö
aö hægja á og taka það rólega, —
sagöi Auöur að lokum.
1910 VAR ÍBÚAFJÖLDINN
I BOLUNGARVIK
SAMI OG HANN
— rætt við Guðmund Magnússon d Hóli
— Bolungarvik
er ein elzta verstöð landsins, enda
er þaöan stutt til fengsælla fiski-
miða. Lending þar var lengi vel
ákaflega erfið, en nú siðustu árin
hafa verið gerðar miklar hafnar-
bætur I Bolungarvfk, enda vikin
ein blómlegasta útgeröarstöð á
öllu Islandi.
Guömundur Magnússon á Hóli
er bæjarfulltrúi i Bolungarvik, og
ætlar hann að spjalla við okkur
um þaö helzta, sem á döfinni er
hjá Bolvikingum. Guðmundur er
fæddur á Hóli, hinu forna
höfðingja-og kirkjusetri, og hefur
alla sina tið búið i Bolungarvik.
Hann er fæddur 10. marz 1912 og
stundaði sjóinn lengi framan af,
eins og titt var um unga menn á
hans aldri, en nú síöustu árin
hefur hann veitt forstöðu þunga-
vinnuvélafyrirtæki i Bolungarvik.
— oOo —
— Manst þú eftir útræöi úr
Ósvörinni, Guðmundur? —
— Ekki man ég beint eftir út-
ræöi úr Ósvörinni, en þó minnist
ég þess frá uppvaxtarárum min-
um, að maöur, sem að Ósi bjó,
réri úr vörinni á handfæraveiðar.
Auk þess var jafnan lent i Ósvör,
þegar ekki var hægt að taka land
i Bolungarvik. Um Ósvör er til
skemmtileg þjóðsaga, sem segir,
aö I Ósi hafi búið bóndi einn, sem
forkunnarfagra dóttur átti, og
girntist vinnumaður bónda dóttur
hans. Bóndi lofaði vinnumanni
þvi, aö hann gæti fengið dóttur-
ina, ef að hann lyki viö að ryöja
vörina. Vinnumaöurinn fór að
vinna og vann bæöi vel og lengi,
miöaöi hratt áfram, en þegar
hann átti einn stein eftir, sá
bóndi, aö vinnumaöur myndi
vinna fyrir stúlkunni. Hann átti
þvi ekki nema eitt ráö til og það
var, aö koma vinnumanni fyrir
kattarnef, og það gerði hann. —
— Hefur Bolungarvik breytt
um svip frá þvi, er þú varst að al-
ast upp? —
— Jú, byggöin hér hefur mikið
breytzt, þvi að þegar ég var að al-
ast upp, stóðu þvi sem næst öll
Ibúöarhús i Bolungarvik á fjöru-
kambinum neðan Hafnargötu, á
mölunum svokölluðu. Þarna
stóöu veröbúðirnar þétt saman,
ogoft var svo þröngt búið, að átta
menn urðu að hirast I einni her-
bergiskytru. En merkilegt er, aö
áriö 1910 voru ibúar Bolungarvik-
ur jafn margir og þeir eru nú, eða
um 1000 manns.
A striðsárunum flutti fólk afar
mikiö héöan til Reykjavikur i
Bretavinnuna, og á timabili var
fólksfjöldinn kominn niöur i um
640 manns.
Aratugurinn á milli 1930 og 1940
var vitanlega mjög erfiður og
litla atvinnu að fá, svo að ekki er
að furða, þó að fólk hafi flykkzt
suður I Bretavinnuna, þegar hún
bauðst. En i striðslokin fóru bátar
að landa hér i auknum mæli og þá
tók að lifna yfir atvinnulifinu.
Samfara þvi voru svo auknar
húsbyggingar, og segja má, að
upp frá þvi og fram til dagsins i
dag hafi byggðin þróazt jafnt og
þétt, en litið verið um stór stökk i
þeim efnum. —
—- Hvenær hefjast umsvif Ein-
ars Guðfinnssonar hér i Bolung-
arvik? —
— Einar flytur til Bolungarvik-
ur kringum 1930. Hann byrjaði
ákaflega smátt, rak bæði verzlun
og fisksölu, keypti af einum eða
tveimur bátum og hafði einn karl
sér til hjálpar. En veruleg aukn-
ing á atvinnurekstri Einars verða
ekki fyrr en hann kaupir dánarbú
Péturs heitins Oddssonar, sem
segja má, að verið hafi kóngur i
Bolungarvik á undan Einari. Þá
fékk hann eignarhald á lóðum i
kringum höfnina, fiskreitum og
fleiru, sem til þurfti. —
— Hafnaraðstaða var lengi vel
ákaflega erfið I Bolungarvik. Arið
1914 var byrjað á brimbrjótnum
og þá i sömu breidd og hann nú er
i. Framkvæmdir þessar fóru hægt
af stað, og mönnum fannst litið
miða áfram. Verkfræðingamir,
sem um verkið sáu undir forustu
Þorvaldar Krabbe vitamála-
stjóra, gripu þá til þess ráðs, að
mjókka bryggjuna um helming,
sjávarmegin en við þær fram-
kvæmdir myndaðist skarð i vegg-
inn. Afleiðing þess varð sú, að frá
skarðinu og út stóð bryggjan
aldrei. Báran átti svo þægilegt
með að ná þarna inn og brjóta
bryggjuna. Þvi var það, að i mörg
ár voru einu hafnarframkvæmd-
irnar i Bolungarvik, lagfæring á
þvi, sem sjórinn braut niður.
Siðan var bryggjan breikkuð
aftur, en skarðið var alltaf til
vandræða, þar til sett var stálþil
fyrir innan og sterkur stein-
steyptur veggur sjávarmegin.
Það næsta, sem siðan gerist i
hafnarmálunum er það, að frá
SA
ER NÚ
Guðmundur Magnússon.
Hesteyri var keyptur steinnökkvi,
sem Kveldúlfur átti, og hafði not-
að fyrir sildarþró. Nökkvinn var
dreginn hingað, fylltur grjóti og
honum sökkt fyrir framan
bryggjuna. Skilrúmin i nökkvan-
um voru um fjögurra til fimm
tommu þykk, og var okkur sagt,
að þau myndu standast allan sjó
en sú varð aldeilis ekki raunin á,
þvi aö einn veturinn, þegar mikið
brim gerði, kom gat á stein-
nökkvann, en smágrjótið gekk
allt inn I höfnina. Gifurlegir erfið-
leikar fylgdu i kjölfar þess
óhapps.
Þaö næsta sem gerist i þessum
málum er svo það, að árið 1962
fékkst 10 milljóna króna enskt lán
til hafnarframkvæmda, og þá var
þilið sett og veggurinn steyptur
og siðan hefur ekkert haggazt. —
— Eru Bolvikingar ánægðir
með núverandi hafnaraðstöðu? —
— Hafnaraðstaðan er góð aö
þvi leyti til, að kominn er báta-
höfn og viðlegukantur, en það,
sem mest háir okkur eru
dypkunarframkvæmdirnar við
innsiglinguna, þvi að stór skip
eins og togarinn komast ekki full-
fermd inn, þegar lágsjávað er.
Auk þess skortir lika dýpkunar-
framkvæmdir á innri höfninni,
ósvör.
þvi að þar geta stór skip ekki leg-
iðlmiklum brimum, og verður aö
fara með þau til ísafjarðar, þvi að
viö brjótinn sjálfan getur ekkert
skip legið I miklu brimi. —
— Eru miklar gatnagerðar-
framkvæmdir á döfinni? —
— I fyrra var gerð áætlun um
það að malbika tvær aðalgöturn-
ar, Hafnargötu og Aðalstræti, og
áttu þær framkvæmdir að kosta
um 12 milljónir króna.
Framkvæmdir fóru hins vegar I
18 milljónir og var þó ekki fram-
kvæmt nema brot af þvi, sem
fyrirhugað hafði verið. Við von-
umst þó til, að geta I sumar lagt
yfirlag á Hafnargötu, og auk þess
lagt eitthvað af holræsum til
undirbúnings fyrir varanlegri
gatnagerð. —
— Hvað er þá af byggingar-
framkvæmdum að segja hér á
Bolungarvik?
— Byggingarframkvæmdir
hafa verið mjög miklar á undan-
fömum árum, en þó hefur hús-
næðisskortur verið geigvænlegur,
og trúlegt, að hann hafi dregið
töluvert úr fjölgun hér á
Bolungarvik, þvi að hingað hafa
margir viljað flytja, en ekki getað
sakir húsnæðisskorts. Þetta hefur
lika komið illa við fræðslumálin,
þvi aö við höfum þurft að hafna
þeim kennurum sem sótt hafa um
að koma hingað og átt fjölskyld-
ur, þvi að ekki hefur verið unnt að
útvega þeim húsnæði.
I fyrra var hafin bygging 12
leiguibúða, og i sumar verður
byrjað á nýju fjölbýlishúsi, og eru
þaö Byggingafélag verkamanna
og leiguibúðakerfið, sem standa
að þeim framkvæmdum. —
— I hvernig horfi hefur læknis-
þjónustan verið? —
— Sem stendur höfum við lækni
og liklega næsta ár, en hvað þá
tekur við, veit ég ekki. Hér er
sjúkraskýli og læknisbústaður, en
samningar standa yfir um bygg-
ingu heilsugæzlustöðvar. Reynd-
arerallt óvlstum framvindu þess
máls, þar sem ekkihefur tekizt að
tryggja nægilegt fjármagn til
framkvæmdanna. Þetta leiöir að
sjálfsögðu til mikillar óvissu um
framvindu heilbrigðismálanna
hér i bænum, og erum viö að von-
um mjög óánægðir yfir þvi. —
— Orkumálin hafa verið mjög I
sviðsljósinu að undanförnu?
— Við höfum sloppið við veru-
leg skakkaföll i þeim efnum, hér
er disilvararafstöð og veitir hún
mikið öryggi. Rafmagnshita-
kynding fæst i ný hús, en útilokað
er aö leyfa slika kyndingu I gömlu
húsunum, til þess höfum við ekki
næga orku. En það gefur auga
leiö, aö I Bolungarvik þurfa ibú-
arnir að hafa um 200 þúsund
krónum meira i árstekjur heldur
en t.d. ibúar höfuðborgarsvæöis-
ins, til þess að standa straum af
hinum gifurlega kyndingarkostn-
aði húsanna. —
— Þú ert bjartsýnn á framtið
staðarins? —
— Hingað sækir ungt fólk og
duglegt viðs vegar að af landinu.
Ég held þvi að engu sé að kviða i
þeim efnum. —
Bolvíkingar eru eins
og ein fjölskylda
— möguleikar eldra fólks hvergi betri,
segir Benjamín Eiríksson, verkamaður
Benjamin
Eiriksson heitir maður á Bolung-
arvik. Hann er reyndar ekki inn-
fæddur Bolvikingur eins og Guð-
mundur á Hóli, heldur fæddur á
kaldranalegum stað undir rótum
Drangjökuls árið 1909, nánar til
tekið á Dynjanda I Jökulfjörðum.
Frá Dynjanda flutti Benjamin
til Furufjarðar á Ströndum árið
1938 og bjó þar til 1949, er hann
fluttist til ísafjarðar. Jafnframt
töluverðum búskap stundaði
Benjamin einnig sjóinn, eins og
titt var um bændur á þeim slóð-
um. Ég spyr Benjamin fyrst að
þvi af hverju byggð i Furufirði
hafi lagzt niður.
—oOo —
— Byggð i Furufirði lagðist
fyrst og fremst niður vegna þess,
hve erfitt var að halda uppi sam-
göngum við þá byggð, sem þar
var. Við Furufjörð var ekkert
vegarsamband og er ekki enn, en
um 12 til 15 kilómetra eangur var
yfir I næsta fjörð, Hrafnsfjörð.
Það var þvi Djúpbáturinn, sem
við urðum nær eingöngu að
treysta á með öll okkar viðskipti,
sem að mestu leyti voru við Isa-
fjörð. Siðustu árin kom báturinn
reyndar ekki nema einu sinni I
mánuði til okkar, alveg frá marz-
byrjun og fram i október, en hitt
var svo dauður timi.
Nú, og svo þegar ábáendurnir
fóru að flytja einn af öðrum þá
leiddi það af sjálfu sér, að ekki
var unnt að halda uppi dýrum
samgöngum fyrir einn eða tvo
bæi. —
— Varst þú siðasti ábúandinn?
— Nei, ekki var það svo. Ég fór
1949, en þeir siðustu fóru annað
hvort 1955 eða 1956. —
— Og hvert fluttir þú frá Furu-
firði? —
— Ég fór fyrst til Isafjarðar og
var þar i eitt ár, en kunni ekki við
mig þar, svo að ég flutti til
Bolungarvikur og hef búið þar
siðan og kann vel við staðinn,
enda hefur atvinnulif verið með
ágætum mest allan timann. —
— Og þú hefur allan timann
starfað hjá Einari Guðfinnssyni?
— Það má heita svo. Reyndar
var ég hjá annarri útgerð á tima-
bili, en einungis stuttan tima. —
— Skapar það ekki ákveðin
vandamál á litlum stað sem Bol-
ungarvik, þegar einn maður er
þvi sem næst einráður i atvinnu-
lifinu, eins og Einar Guðfinnsson
er? —
— Ekki get ég merkt, að
vandamál hafi komið upp af þeim
sökum. Þaö er án efa svo með
Einar Guðfinnsson sem aðra
menn, að ýmislegt má að honum
finna. En ef ég á að svara spurn-
ingunni fyrir mig, þá get ég full-
yrt, að aldrei hef ég starfað hjá
betri atvinnurekanda, og aldrei
kynnzt eins traustum og orð-
heldnum manni sem honum.
Og það er hans dugnaði og
Benjamln Eirlksson.
framsýni að þakka, hve uppbygg-
ingin hér i Bolungarvik hefur ver-
ið ör, og hve afkoma fólks er hér
góð. —
— Hefur eldra fólk góða mögu-
leika til starfa héri Bolungarvik?
— 1 þeim efnum er aðstaöa
gamla fólksins án efa hvergi jafn
góð og hér i Bolungarvik, þvi að
þó að heilsa manna bili að ein-
hverju leyti, þannig að þeir hafi
skerta starfsgetu, þá er þeim allt-
af séð fyrir starfi við sitt hæfi, t.d.
að dytta að veiðarfærum og öðru
sliku. Samheldni og samstaða
Bolvikinga um það að hjálpa
þeim, sem minna mega sin, er
einstök. Bolvikingar eru allir sem
ein fjölskylda. Hér þekkjast allir,
og flestir vinna saman i kringum
þann eina atvinnurekstur, sem i
bænum er. —
Benjamin er maður einarður og
ákveðinn og hefur fastmótaöar
skoðanir á flestum hlutum. Þegar
ég spyr hann, hvort hann vinni
enn fullan vinnudag, svarar
hann:
— Hvað kallar þú fullan vinnu-
dag? Það hugtak hefur mér jafn-
an gengið erfiðlega að afmarka.
En ef þú átt við átta stunda vinnu-
daginn þá get ég sagt þér, að þann
vinnudag hef ég enn ekki viður-
kennt, Ég vinn sjálfur 10 stundir á
hverjum virkum degi og það
finnst mér allt of stuttur vinnu-
dagur. —
Ég spyr Benjamin af hverju
honum finnist svo vera:
— Vegna þess, hve margt ungt
fólk kann illa að skipuleggja þann
tima, sem aflögu er til tómstunda
og félagslifs. Ég held þvi, að
stytting vinnuvikunnar sé einn
mesti skaðvaldur i okkar þjóðfé-
lagi, enda afleiðing ósanngjarnar
og óbilgjarnar kröfugerðar
verkalýðsforingjanna, sem kynnt
hafa undir óánægju fólksins. Við,
sem komnir erum til vits og ára.
og lifað höfum timana tvenna,
getum bezt dæmt um það, að i.dag
lifir fólkið á gullöld miðað við það
sem áður var. —
r
KVIÐI ELLINNI — segir Gunnar Egilsson
Niður við
bryggju i Bolungarvik hittum við
Gunnar Egilsson, sjómann. Hann
gerirútl2 tonna trilluáirækjuveið-
ar á veturna, en á sumrin stundar
hann linuveiðar. Hann var ein-
mitt nýkominn að landi, þegar
okkur bar að garði, svo það er
bezt að spyrja hann, hvernig
veiðzt hafi i siðasta túr:
— Þetta var frekar lélegt, ekki
nema tvö tonn eftir daginn. Við
vorum með 96 lóöir, þ.e.a.s. 9.600
króka, svo að ekki var aflinn allt
of mikill. Hann hefði að minnsta
kosti vel getað verið betri. —
— Hvað hefðir þú orðið ánægð-
ur með eftir daginn? —
— Það er dálitið erfitt að svara
þvi nákvæmlega, en ætli maður
hefði ekki sætt sig vel við tvö og
hálft tonn af þorski, en megnið af
því, sem við fengum núna var
steinbitur, en það er heldur litið
verð, sem fæst fyrir hann. Og þaö
hlægilegasta við þetta allt saman
er, að við fáum meira fyrir að
leggja hann inn óslægðan heldur
en slægðan. —
— Er ekki sáralitill kosnaður
við að gera út svona litinn bát? —
— Nei, það er óskaplega dýrt,
t.d. bara tryggingargjöldin. 1974
borgaði ég 72 þúsund krónur fyrir
okkur tvo i slysatryggingu og svo
er lögskráningargjaldið eftir en
það er annað gjald. Vaxtagreiðsl-
ur vegna kaupanna á bátnum
eru lika miklar, enda skulda ég I
honum um 10 milljónir, en nýr
kostar báturinn svona 15 milljón-
ir. —
— Ekki þurfið þið að borga
mikiö fyrir oliuna?
— Það fer að sjálfsögðu eftir
þvi, hvað við siglum mikið og
hvaðvið notum stórar vélar. En
það er mikill misskilningur, sem
oft er haldið fram, að okkur sé
gefin olian, þvi að auðvitað er
oliukostnaðurinn greiddur með
þvi útflutningsverðmæti, sem við
sköpum. —
Og svo er það viðgerðarkostn-
aðurinnhann er ekki svo litill. Ef
ég fæ mann úr smiðju til þess að
koma og gera við fyrir mig, þá
kostar það 12 þúsund krónur á
dag, bara i vinnulaun. —
— Er góð aðstaða til þess aö'
gera við báta héma?—
— Já, hún er ágæt og hér eru
mjög góðir iðnaðarmenn, en þetta
er óskaplegur kostnaður.
Og ekki má gleyma löndunar-
gjöldunum, sem vinstri stjórnin
sáluga kom á. Við borgum 1% af
aflaverömætinu til hafnarsjóðs.
En þaö má kannski segja, að ekki
veiti af þvi, þvi að það kostar sitt
að reka svona höfn. —
— Þú leggur upp hjá Einari? —-
— Já, það er ekki um annan
stað að ræða. —
— Kviðir þú ellinni? —
— Já, það geri ég svo sannar-
lega? Hver gerir það ekki?
— Af hverju? —
— Fyrs t og fremst vegna þeirr-
ar óvissu, sem okkur sjómönnum
er sköpuð, þvi hvað getum við
farið að gera, þegar við erum
orðnir svo gamlir, að við getum
ekki stundað sjóinn lengur. Þá er
ekki um annað að ræða en að fara
I frystihúsvinnu eða á eyrina, en
það eru störf, sem ungu mennirn-
ir Uta ekki við i dag. —