Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif GXSS Landvélarhf 148. tbl. — Föstudagur 4. júli 1975—59. árgangur. Rannsaka heilsufar og fjölskyldulíf sjómanna O GREIDSLUKERFID ÝTIR UNDIR RÁN- YRKJU Á HUMRI gébé-Rvík. — Um næstu helgi fer rannsóknarskipið Dröfn i humar- leit. Mesta áherzlan verður lögð á aðalveiðisvæðin, við Suðaustur- land og viö Reykjanes, að sögn Hrafnkels Eirikssonar fiski- fræöings, sem mun fara meo Dröfn i þennan rannsóknar- leiöangur á vegum Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Hrafnkell sagöi, að humar- veiðikvótinn fyrir sumarið væri tvö þUsund tonn, og væri nú þegar bUið að veiða um fjórtán hundruð SEINKAR BYGGINGAFRAM- KVÆMDUMVHD FJÓRÐUNGS- SJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI o UAA ALLT AÐ ÞVÍ ÁR? ASK-Akureyri. Eins og kunnugt er var rikisstjórninni heimilað að skera niður fjárlög um allt að 3,5 milljörðum. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið af hennar hálfu um niðurskurð eihstakra framkvæmda. Þessi dráttur hef- ur komið sér ákaflega illa fyrir ýmsa aðila og verður til dæmis um niðurskurð að ræða við byggingarframkvæmdir hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Getur þetta þýtt allt að eins árs seinkun við ákveðna hluta framkvæmdanna. Vorið 1974 var grafið fyrir þjónustukjarna og tengihilsi hjá FjórðungssjUkrahUsinu. Hins vegar voru áætlanir endur- skoðaðar um mitt sumar og framkvæmdir við stigahús settar á oddinn, en á þvi var byrjað i september á siðasta ári. Með 78 milljón króna framlagi rikissjóðs var einnig gert ráð fyrir að hægt yrði jafnhliða byggingu stiga- hUssins, að hefja steypuvinnu við grunn þjónustukjarnans, en enn sem komið er hefur ekki komið grænt ljós frá yfirvöldum um að steypa hann, þó svo grunnurinn sé tilbiiinn fyrir mótauppslátt. Verði skrúfað fyrir heimildina er áætlað að þjónustukjarninn tef jist um allt að einu ári. Þessi seinkun orsakast meðal annars af því að ekki er hægt að ljúka steypuvinnu fyrr en um miðjan ágúst 1976 en norðelnzk vetrar- veðrátta kemur i veg fyrir að hægt sé að vinna útivinnu nema að mjög takmörkuðú leyti. Hins vegar yrði hægt að hef jast handa við að steypa Utveggi strax i aprilbyrjun 1976 fáist heimild til að ljUka gerð grunnsins i ár. í fyrrgreindum þjónustukjarna sem er 18 þusund rúmmetrar er gert ráð fyrir gjörgæzlu-skurð- og röntgendeild, en með áætluðum framkvæmdahraða á bygging- unni að verða lokið 1979. Pláss- leysi háir þessum deildum mjög mikið nú en við sjúkrahúsið sem var byggt 1954, hafa engar viðbótarbyggingar átt sér stað frá upphafi. Framkvæmdum miðar hins vegar vel við gerð stigahússins, en þeim var hraðað eins og fyrr segir. Er gert ráð fyrir að þvi verði lokið næsta vor, en þar verður til bráðabirgða, barna- deild, skrifstofur sjúkrahiissins og fleira. Stærð stigahiíssins er 3.200 rúmmetrar, en heildarstærð áætlaðra framkvæmda er 78 þUsund rUmmetrar, gamla sjUkrahUsið er 16 þúsund rUmmetrar. Samkvæmt tima- áætlun er ráðgert aö byggingum verði lokið 1983. Fyrir iðnaðarmenn á Akureyri kæmi seinkun á byggingarfram- kvæmdum sér ákaflega illa. En 40-50 manns gætu fengið stöðuga vinnu við þær veturinn 1976-77 verði hafizt handa þegar i sumar. Þar er um að ræða vinnu við innréttingar, pipu- og raflagnir. tonn, þannig að litið er eftir af kvótanum. — Nokkuð er um smáhumar á helztu veiðisvæðunum og nær hann varla stærð, sagði Hrafn- kell. En lágmarksstærðin er að hali humarsins sé 10 gr. eða 7 sm langur. Þá sagði Hrafnkell að árgang- urinn 1970 virtist vera mjög góður og ætti að geta gefið vaxandi veiöi- Þá sagði Hrafnkell einnig, að svæðið á Breiða- merkurdýpi fyrir neðan hundrað faðma hefði verið lokað, en þar veiddist mikið af smáhumri eða allt að 70% undirmálshumar og hefði meðalveiðin verið um 50% undirmálshumar. — Tiltölulega beztu humarmiðin eru við Suð-austurlandið miðað við aðra landshluta, sagði Hrafn- kell. Humarinn við Reykjanes er betri nU en undanfarin ár, þótt magn aflans sé að sama skapi ekki eins mikið. Þá sagðist Hrafnkell vonast til að tekið yrði til endurskoðunar hvenig greitt væri fyrir humarinn. Sagði hann að kaupendur semdu oft um jafnaðarverð, þannig að um 50% aflans fer i fyrsta flokk og hin 50% i annan, án tillits til raunverulegs mats humarsins. — Það er þvi ekki aðalatriðið fýrir sjómennina að fá sem stærstan og beztan humarinn, heldur sem allra mesta magnið, sagði hann. Jafnvel hafa verið dæmi þess, að allt að 60% aflans fari I fyrsta flokk og 40% i annan eftir þessu jöfnunarverði, og þvi um að ræða yfirborganir i mörg- um tilvikum. HF H0RÐUR GUNNARSS0N 'SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 AAatvæla- rannsókna- stöð fyrir áramót gébé Rvik — Vonir standa til að rekstur Matvælarannsóknastöðv- ar geti hafizt fyrir næstu áramót, að sögn Matthiasar Bjarnasonar heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra. Það er Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, sem hefur haft með höndum allar gerla- fræðilegar rannsóknir á matvæl- um hingað iil, en starfsemi Rann- sóknastofnunarinnar hefur aukizt mjög mikið, þannig að forráða- menn hennar hafa óskað eftir þvi að verða ieystir frá þessum störf- um. Matthias Bjarnason sagði, að ráðuneytið hefði haft i athugun að stofna sérstaka stofnun til mat- vælarannsókna á annað ár, eða síöan Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins óskaði eftir að vera leyst frá þeim störfum. Mikil nauðsyn er á stofnuninni og nauð- synlegt að auka til muna eftirlit með gerlafræðilegum rannsókn- um og prófunum á sýnum mat- væla. — Ráðgert er að hin nýja Mat- vælarannsóknastofnun verði til hUsa i nýbyggingunni á Land- spitalalóðinni og verður stefnt að þvi að opna stofnunina fyrir næst- komandi áramót, svo framarlega sem hUsnæðið verður til, sagði ráðherra að lokum. Björn Dagbjartsson, forstöðu- maður Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins, sagði að þeir gætu ekki lengur annað matvælarann- sóknunum sökum þess hve kröfur hafa aukizt mikið i gerlafræði- rannsóknum ifiskiðnaði. Þá sagði Björn að það hefði lengi verið ósk borgarlæknisembættisins, heil- brigðiseftirlitsins og fleiri aðila að hefja rekstur matvælarann- sóknastöðvar og með þvi að auka mikið eftirlit gerlafræðilegra rannsókna matvæla. GOÐ RÆKJUMIÐ DJUPT UNDAN VATTARNESI gébé Rvik — Undanfarið hefur rannsóknarskipið Hafþór verið við rannsóknir á rækjumiðum fyrir norður og Austurlandi. Góður afli fékkst djúpt undan Vattarnesi en á það miklu dýpi.að mjög erfitt ef ekki útilokað, er fyrir litlu rækjubátana að sækja á þau mið. Þá er áætlað að hefja nýjar rannsóknir I Axarfirði á rækjumiðunum þar, en um miðjan sfðasta mánuð var öll rækjuveiði bönnuð I Axarfirði, þegar I ljós kom að mikið var um smárækju á þeim slóðum. Hrafnkell Eiriksson fiskifræðingur sagði að rækjurannsóknir 1 Axarfirði myndu hefjast á ný I byrjun ágústmánaðar og yrði þá kannað hvort hægt væri að leyfa veiðar þar á ný. Rannsóknarskipið Hafþor kannaði rækjumiðin á Lónsdýpi og fékk allt upp i 45 kg á togtíma. Þá voru miðin i Beruf jarðarál einn- ig könnuð en þar reyndist minna um rækju en áður hefur verið. Bæði þessi iriiö hafa vtírið könnuð áöur. Hafþór kannaöi einnig mið um fimmtiu sjómilum undanVattar- nesi og Dalatanga, en á 495 metra dýpi undan Vattarnesi fékkst mjög góður afli, eða um 200 kg á einni klukkustund. Þessi mið hafa ekki verið könnuð áður, en þar sem rækjan var á svo miklu dýpi, er nær Utilokað fyrir nema stóra báta að vera þar við veiðar. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA: Söltunarskyldan á öðrum þræði að tak- marka bátafjöldann á síldveiðunum H.V. Reykjavlk. „Nefnd sU, sem skipuð var til að gera tillögur um fyrirkomulag sildveiða i ár, taldi mikið meira öryggi i þvi að sfldin verði söltuð ný um borð i skipun- um, þar sem veiðar þessar fara fram seint að hausti og erfitt gæti reynzt að koma síldinni á söltunarstöðvar i landi. Auk þess er þvi ekki að neita, að ætlunin með þvl að setja þessa söltunar- skyldu á er einnig sú, að tak- marka þann bátafjölda, sem hef- ur aðstöðu til að stunda þessar veiöar. öðruvisi gæti svo farið, að það aflamagn, sem heimilt er að veiða, næðistá fáeinum dögum og að töluvert stór hluti þess færi þá I gUanó", sagði Matthias Bjarna- son, sjávarUtvegsráðherra, i við- tali við Timann I gær, en sem kunnugter hafa Utgerðarmenn og skipstjórnendur smærri báta lýst óánægju sinni með þá skyldu, að slld, sem veiðist við Hrollaugs- eyjar I sumar, verði að saltaum borð I skipunum. „Þessi söltunarkvöð kæmi alls ekki til", sagði ráðherra enn- fremur, „ef aflamagn það, sem Hafrannsóknarstofnunin telur óhætt að veiða i sumar, væri ekki svona takmarkað. Þess ber einnig að gæta, að norðursjávar- skipin, sem nU eru einna verst stödd, eru bezt til þess fallin að stunda þessar veiðar, en geta aft- ur á móti fæst stundað togveiðar. sem flestir smærri bátarnir eru færir um. Einnig hafa margir minni bátanna fengið leyfi til humarveiða og alls ekki ómögu- legt að einhverjir þeirra fái leyfi til loðnuveiða fyrir Norðurlandi i sumar."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.